Atvinnulíf í dróma: endurvekjum plaströraverksmiðjuna á Reykjalundi

Áður var blómlegt atvinnulíf í plaströrum á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Framleiðslan gekk vel, hún stóðst strangar gæðaprófanir og var einnig mjög hagkvæm í verði fyrir kaupendur. Um 2 tugir manna höfðu atvinnu við þessa starfsemi: við framleiðslu, flutninga, þjónustu og samsetningu. Nú er þessi verksmiðja vannýtt meðan innflutningur á hliðstæðri vöru sem væntanlega er óhagkvæmari er flutt um langan veg frá útlöndum.

Í landinu er nú um 7% atvinnuleysi og hliðstætt atvinnuleysi er einnig í Mosfellsbæ. Í sept. s.l. voru 306 á atvinnuleysisskrá í Mosfellsbæ en mest var atvinnuleysi skráð 431 í apríl 2009.

Það er vægast nsagt mjög dapurlegt að þessi röraverksmiðja sé ekki nýtt í þágu samfélagsins. Reynsla og þekking glatast auk þess sem verðmæti verða ekki til meðan hún safnar ryki og ryði.

Því miður eru margir stjórnmálamenn nokkuð brattir og telja að áhersla á aukinn áliðnað sé eini vænlegi vaxtabroddurinn á Íslandi. Nú hefur komið á daginn að slíkar hugdettur beri að dragastórlega  í efa enda virðist margt benda til að komið er að kaflaskilum í þeim efnum. Verð á áli fer væntanlega lækkandi vegna aukinnar endurvinnslu og meðvitundar um að draga sem mest úr urðun.

Það er hyggilegra að hlúa að ýmsum litlum fyrirtækjum sem skapa verðmæti í heimabyggð. Líklegt er, að ef þessi verksmiðja væri starfandi nú, væru atvinnulausir í Mosfellsbæ töluvert innan við 300.

Mættu sveitastjórnir hafa þetta í huga, ekki aðeins í Mosfellsbæ heldur um allt land. Við erum að kaupa dýrar, óhagkvæmar og glutra niður dýrmætum atvinnutækifærum.

Mosi 


mbl.is Danir selja hitaveiturör til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband