Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Dýr afglöp

Einkavæðing bankanna voru mjög afdrifarík mistök.

Aldrei átti að selja hlutafé bankanna nema gegn reiðufé. Almenningur keypti hlutabréf einkum Búnaðarbanka og að öllum líkindum margir fyrir reiðufé.

Í hlutafélagalögin þarf að setja inn ákvæði þar sem sett eru takmörk fyrir atkvæðarétti bak við hlutafjáreign.

Á hluthafafundi Exista nú í vor lagði undirritaður tillögu um það að atkvæðaréttur væri bundinn tveim skilyrðum:

1. að hlutafé hafi raunverulega verið greitt til félagsins.

2. að hlutafé hafi verið án veðbanda og annarra kvaða undanfarna 24 mánuði.

Hvað þýðir þetta í raun? Með þesu er verið að tryggja hagsmuni lítilla hlutafjáreigenda sem og lífeyrissjóða sem líta á hlutafjárkaup sem langtímafjárfestingu en ekki sem einhverja ævintýramennsku.

Þeir sem náðu völdum í bönkunum og ýmsum stórfyrirtækjum litu á fjárfestingar til að fjármagna aðrar fjárfestingar. Nettóhlutfé þeirra var  nánast ekkert, e.t.v. hlutaféð minna en ekkert. Samt héldu sumir þessara stóru hluthafa á pappírunum völdum í fyrirtækjunum og stýrðu með eiginhagsmuni í huga en ekki alltaf skv. tilgangi félagsins.

Þess má geta að þessar tillögur féllu í grýttan jarðveg og voru kolfelldar af stjórn Exista. Í ljós hefur komið að af 50 milljarða auknum hlut í félaginu hafði aðeins verið greitt fyrir 1 milljarð og ekki með reiðufé, heldur hlutabréfum í einhverju öðru fyrirtæki!

Með því að setja skilyrði sem þessi, væri unnt að koma fyrirtækjarekstri í betra lag á Íslandi. Sá sem ekki hefur nægjanlegt fjármagn á ekki að stýra fyrirtæki! Svo einfalt er það!

Mosi


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið!

Icesafe er eitt það furðulegasta mál sem um getur. Í grein Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu í dag er með hversdagslegri orðanotkun greint frá stöðu mála og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn tengist þessu dæmalausa Icesafe máli frá upphafi og hefur reynt með öllum tiltækum ráðum að koma sér út úr þessu erfiða máli. Ráðamenn hans bera öðrum fremur fulla ábyrgð á þessu Icesafe klúðri en þjóðin raunverulega ekki.

Mjög góður lögspekingur sem fjölmiðlar oft leita til er Sigurður Líndal. Í viðtali í RÚV kvað hann á dögunum að við ættum engra annarra kosta en að sætta okkur við þetta samkomulag við Breta. Það væri illskásti kosturinn fyrir sigraða þjóð.

Við þurfum núna á þessari stundu að fá aðstoð Breta að hafa upp á sem mest af þessum miklu fjármunum sem hefur verið komið undan í skattaskjól og að koma lögum yfir þá sem tengjast undanskoti þessara miklu fjármuna.

Scotland Yard hefur ábyggilega betri og lengri reynslu af hvítflybbaglæpum en íslenska lögreglan þó ágæt sé.

Ef nú á að hlaupast undan þessu samkomulagi verður ekki nema eitt sem við eigum von á: enn meiri niðurlægingu frá Bretum sem við megum ekki við. Atvinnulíf okkar hefur orðið fyrir miklum búsyfjum, mörg fyrirtæki orðið gjaldþrota og auk þess mörg á leið í gjaldþrot. Við þurfum að endurreisa og efla atvinnulíf landsmanna við, bæta stöðu okkar eftir því sem það er unnt.

Ef við glutrum niður því litla trausti sem þó hefur verið byggt upp með samkomulaginu við bresk stjórnvöld, þá er það vís leið í glötunina.Hrunið á eftir að verða enn meira, skuldabyrðin enn aukast ef Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hyggjast taka upp ábyrgðarlausa afstöðu í þessu máli.Er það sem við viljum? Mosi
mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinber rannsókn nauðsynleg

Fyrir nokkrum árum kom upp hliðstætt mál þar sem gallabuxur voru markaðsseldar undir vel þekktu bandarísku vörumerki. Taldi framleiðandi Lewi´s gallabuxna um vörufölsun um að ræða en þar var um að ræða skrásett vörumerki.

Spurning er hvort æðardúnn teljist vera varinn eftir markaðslögum í Japan. Ef svo reynist vera, að ekki sé heimilt í blekkingarskyni að selja gæðavöru undir því yfirskyni að um betri vöru sé að ræða en í raun er, þá ætti eftirleikurinn að vera auðveldur: Íslenska sendiráðið í Japan á að óska eftir opinberri rannsókn á markaðssetningu á fugladún undir því yfirskyni að um æðardún frá Íslandi sé að ræða.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram, að tiltölulega auðvelt sé að ganga úr skugga hvort um íslenskan æðardún sé að ræða með DNA greiningu sbr. Morgunblaðið í dag, bls.2. Slíkri rannsókn verður vart beitt varðandi gallabuxnaframleiðslu né á öðrum iðnvarningi.

Fyrir mörgum árum urðu úraframleiðendur í Sviss fyrir miklum vandræðum með markaðsetningu á úrum sínum. Óprúttnir japanskir framleiðendur á mun lakari úrum settu upp verksmiðju á lítilli eyðieyju úti fyrir ströndum Japans og nefndu Sviss. Þannig tókst þeim að beita vísvitandi blekkingum að koma lélegri framleiðslu á markað þar sem mikið traust hefur ætíð verið á úrunum framleiddum í Sviss. Spurning er hvort svipuð brellibrögð hafi verið beitt og japönsk eyðiey verið nefnd Iceland svo blekkja megi japanska neytendur, framleiðendum æðardúns á Íslandi til mikils tjóns.

Óskum því eftir opinberri rannsókn og skýringum japanskra yfirvalda á þessu einkennilega máli. Það er hlutverk sendiráðs okkar í Japan að eiga milligöngu um það mál.

Mosi


mbl.is Telja dún hafa sexfaldast „í hafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjáin djúpa milli þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins

Þegar Ólafur Ragnar synjaði að staðfesta fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar, benti hann á að djúp gjá væri milli þjóðarinnar og stjórnarinnar.

Nú hyggst stuðningshópur Davíðs Oddssonar kappkosta að vekja tortryggni og jafnvel úlfúðar í garð ríkisstjórnarinnar vegna Icesafsfrumvarpsins. Bent er á að 2.000 manns hafi undirritað yfirlýsingu þar að lútandi.

Ljóst er að þessi ábyrgð Íslendinga er til komin vegna fullkomins klúðurs og léttúðar Davíðs Oddssonar á einkavæðingu bankanna sem leiddi af sér þetta bankahrun í kjölfar á að Bretar beittu okkur umdeildu hermdarverkalögunum. Það var vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér aldrei að ræða við Breta né Hollendinga um þetta klúður. Þess vegna snéri breska ríkisstjórnin upp á hendur Árni Mathiesen og Davíð Oddsson í fyrrahaust og létu þá undirrita viljayfirlýsingu um að þeir beri ábyrgð sem nú á allt í einu að vera allt öðrum stjórnmálamönnum að kenna!

Gott er að tala tungum tveim og tala sitt með hvorri. Þá list hugðist Davíð beita og nú á að reyna að fá Ólaf Ragnar að gerast húrkarl þeirra Valhallarmanna. Þetta er hrein ótrúleg ósvífni.

Gjáin milli þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins er sú sama og áður var. Þau í Valhöllu virðast ekki átta sig á því að vandamálið er hjá þeim sjálfum en ekki þjóðinni. Þjóðin var aldrei spurð hvorki hvort hún vildi einkavæða bankanna, né hvort falla ætti frá bindisskyldu þeirra. Ekki heldur um Kárahnjúkabrjálæðið sem kom fjármálakerfinu og stórum hluta atvinnuvega okkar út á ystu nöf. Þá vorum við ekki upplýst um minnstu hluti sem var að gerast í efnahagsmálum þjóðarinnar þegar ljóst var að bönkunum hafði verið breytt hverjum af fætur öðrum í ræningjabæli af nokkrum viðskipajöfrum meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Meira að segja eftirlitsaðilanum, Fjármálaeftirlitinu, var beitt til að blekkja með umdeildri yfirlýsingu 14. ágúst 2008 um að allt væri í himnalagi!

Hvað er hægt að ganga langt í að blekkja heila þjóð?

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Ólafur Ragnar mun að öllum líkindum ekki fallast á þessi nýju sjónarmið stjórnarandstæðinga. Hann er raunsær og mjög víðsýnn fræðimaður og stjórnmálamaður að hann geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem tekin er ef ekki er gert það sem breska ljónið treystir.

Þessar ábyrgðir virðast vera þannig tilkomnar að ekki verður unnt að komast hjá þeim ef skapa á nýtt efnahagslíf í íslensku samfélagi. Ef hlaupa á frá þessum skuldbindingum þá mun verða annað efnahagsþrot í haust enda verður þá traustið sem verið er að leggja áherslu á að byggja aftur upp, gufað upp fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Mosi

 

 

 


Fjöldi málsókna vegna léttúðar

Er það ekki þetta það sem áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum voru að biðja um?

Nú verður nóg að gera hjá lögfræðingum bæði innlendum sem erlendum. Eitthvað mun þetta kosta sem bætist við það sem fyrir er komið.

Við súpum seyðið af einstakri ábyrgðartilfinningu Sjálfstæðiosflokksins sem gengur öll meira út á einkavæðingu og þegar hún mistekst þá á þjóðin að taka á sig okið.

Sjálfstæðisflokkurinn hyggst aldrei borga neitt það er eitt sem stendur uppi í þessu dæmalausa Icesafe máli.

Eitt sinn var fingurmissir metinn á 240 kýrverð. Vitlaus ákvörðun kostar nú margfalt meira.

Mosi

 

 


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttúð af versta tagi

Sumum finnst gaman og æsandi að taka áhættu. Við Íslendingar erum að taka þátt í miklu hruni í kjölfar ótrúlegrar léttúðar í fjármálum. Við verðum að skera niður víða í okkar samfélagi, heilbrigðiskerfinu ekki síst og það má ekki við meira álagi.

Svona léttúð eins og verið er að vekja athygli á gefur öðrum afarslæma fyrirmynd. Þó svo að þessi ferð ofurhugans hafi endað vel þá kann önnur ferð sem kann að verða reynd, fari ekki eins vel. Svona uppátæki ber að vera banna og sá sem ekki fer eftir slíku banni á að sæta sektum eða jafnvel fangelsi ef sakir eru miklar.

Þetta er ekki aðdáunarvert - þetta er heimska.

Mosi


mbl.is Húsvískur ofurhugi á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmar upplýsingar

Opið samfélag hefur marga kosti. En opinberar persónur sem gegna lykilstörfum þurfa að sæta því að fjölskyldur þeirra og vinir geti ekki sett fram mikilvægar upplýsingar sem kunna að koma að gagni þeim sem hafa í hyggju að beita afbrotum og öðrum óhæfuverkum.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort upplýsingarnar hafi verið teknar í burtu með samþykki eða með valdboði. Alltaf er ólíkt betra þegar unnt er að semja um ákvarðanir sem þessar. Kannski þær hafi verið settar fram af ógætni en kann slíkt að setja viðkomandi lykilmann í bresku leyniþjónustinni í óþarfa hættu.

Á stríðstímum er hins vegar þekkt að settar eru fram villandi og rangar upplýsingar. Oftast tókst t.d. Hitler að sleppa frá tilræðum vegna þess að hann var stöðugt að breyta um ferðaáætlanir. Hann vissi jú að gamli junkaraaðallinn var ekki par hrifinn af honum. Einu sinni tókst tilræðið næstum því: fyrir nær 65 árum þá Klaus von Staffenberg tókst að læða sprengju undir fundarborðið en ekki tókst það þá að koma einræðisherranum fyrir kattarnef.

Þegar undirritaður fór fyrst til eyjarinnar La Palma sem er vestarlega í Kanaríeyjaklasanum voru spænsku landakortin mjög villandi. Þar voru merktir vegaslóðar sem ekki voru til og þeir sem voru fyrir hendi voru ekki merktir! Greinilegt að verið var að selja gamla vöru sem nóg virtist vera af. Þessi kort voru frá dögum Francos og á þeim bæ vissu menn um þá góðu reglu að góð landakort sem kæmust hugsanlega í hendur óvina væru þeim ómetanleg. Auðveldara væri að sitja fyrir þeim ef til innrásar kæmi ef þeir væru með kolvitlaus kort.

Okkur tókst samt furðulega að þreifa okkur áfram í gönguferðum okkar um náttúru eyjarinnar þrátt fyrir villandi og gömul landakort.

Mosi

 


mbl.is Upplýsingar teknar út á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Keflavík er rekin eins og drykkjumannaheimili?

Dapurlegt er að horfa upp á að sveitarstjórnarmenn Keflavíkur eða Reykjanesbæ eins og þeir af einhverri fordild vilja nefna sveitarfélagið sitt, reka það eins og drykkjumenn og fíkniefnasjúklingar eigi hlut að máli. Allt er lagt í sölurnar til að fjármagna fíknina sem er ýmis konar einkavæðing og kostar samfélagið stórfé. Hvað skyldu allar þessar umdeildu framkvæmdir kosta sem leggjast á sveitarfélagið með fullum þunga?

Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurnesjum sem víðar á langt í land að ná áttum hvað skynsemi varðar. Áfram er vaðið áfram án þess að gerð sé grein fyrir því hvernig ná eigi endum saman.

Hvergi í heiminum þætti það góð ráðstöfun að slátra bestu mjólkurkúnni. Hitaveita Suðurnesja er einhver afurðabesta mjólkurkú landsins og má það teljast einkennilegt að farga henni og selja í hendur öðrum aðilum sem ábyggilega eiga eftir að þéna á tá og fingri um ókomna framtíð.

Ætli þetta verði banabiti Sjálfstæðisflokksins að vori þá næst verður gengið til sveitarstjórnarkosninga?

Mosi 


mbl.is Kaupin í HS Orku bænum í hag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Sú var tíðin að ekkert nauðsynlegra íslensku þjóðlífi væri einkavæðing bankanna. Davíð var aðalforsprakkinn í því máli. Hann réð því að farið væri út í þetta umdeilda Kárahnjúkaævintýri sem er upphafið að ógæfu okkar og niðurlægingu. Þessi framkvæmd sprengdi upp efnahag Íslendinga að úr varð einkennileg bóla sem falsaði kaupmátt og olli ferðaþjónustu og útflutningsvegum erfiðleikum með of háu gengi íslensku krónunnar. Háa gengið kallaði yfir okkur að braskaranir gátu haft það í gegn sem þeir vildu. Þeir voru megin styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins sem nú er bókstaflega í uppnámi og logar stafnanna á milli í illdeilum. Von þeirra og þrá er að geta klínt á ríkisstjórnina einhverjum skömmum þegar þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Þegar Davíð Oddsson fer mikinn þá er eftir tekið. Hann hefur oft verið staðinn að því að segja eitt í dag og annað á morgun. Hann er hugmyndasmiður einkavæðingu bankanna með hávaxtastefnunni 2002-2007 sem við erum nú að súpa seyðið af.

Gott er því að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Mosi


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg krafa - Bravó fyrir dómstólum landsins!

Getur fyrrverandi forstjóri krafist hárra launa eftir að hann lýkur störfum hjá fyrirtækinu og allt er komið í kaldakol? Hvað kemur manninum til að setja fram þessar háu kröfur sem ekki eiga sér neinar forsendur?

Viðskiptasiðferði á Íslandi hefur ekki verið upp á marga fiska. Allt of margir hákarlar hafa verið að höndla með fyrirtæki sem þeir virðast fyrst og fremst vilja koma á kaldan klaka fremur en að stýra þeim frá hruni. Baldur þessi er eins og útrásarvíkingarnir dekurstrákar úr liði Framsóknarmanna og Sjálfstæðisflokks sem virðast ekkert vilja kannast við þá miklu ábyrgð sem á þeim ber. Þessir flokkar öðrum fremur bera ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þessu hrikalega bankahruni.

Þessir þokkapiltar hafa kappkostað að éta fyrirtækin að innan og skyrrast einskis að beita hverjum þeim aðferðum að koma sínu fram. Þeir nota erlenda leppa hvort sem þeir eru furstar í ríkjum múslima eða einhverra dularfullra breskra braskara eins og þennan sem gekk út úr Kaupþing bankanum með 280 milljarða. Hvaða gaur er þetta? Hefur hann komið við sögu hvítflybbaglæpa hjá Scotland Yard? Það skyldi þó aldrei vera.

Þessi fyrrum forstjóri Eimskipafélagsins sem lengi var nefnt Óskabarn þjóðarinnar ætti að kunna að skammast sín! Átti hann ekki meginsök á að hagur fyrirtækisins og hluthafas er nánast fyrir borð borinn og einskis virði?

Mosi


mbl.is Eimskip sýknað af kröfu Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 243586

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband