Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Sú var tíðin að ekkert nauðsynlegra íslensku þjóðlífi væri einkavæðing bankanna. Davíð var aðalforsprakkinn í því máli. Hann réð því að farið væri út í þetta umdeilda Kárahnjúkaævintýri sem er upphafið að ógæfu okkar og niðurlægingu. Þessi framkvæmd sprengdi upp efnahag Íslendinga að úr varð einkennileg bóla sem falsaði kaupmátt og olli ferðaþjónustu og útflutningsvegum erfiðleikum með of háu gengi íslensku krónunnar. Háa gengið kallaði yfir okkur að braskaranir gátu haft það í gegn sem þeir vildu. Þeir voru megin styrkveitendur Sjálfstæðisflokksins sem nú er bókstaflega í uppnámi og logar stafnanna á milli í illdeilum. Von þeirra og þrá er að geta klínt á ríkisstjórnina einhverjum skömmum þegar þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður eftir gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokksins.

Þegar Davíð Oddsson fer mikinn þá er eftir tekið. Hann hefur oft verið staðinn að því að segja eitt í dag og annað á morgun. Hann er hugmyndasmiður einkavæðingu bankanna með hávaxtastefnunni 2002-2007 sem við erum nú að súpa seyðið af.

Gott er því að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Mosi


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gefur augaleið að íslenska þjóðin á ekki að greiða Icesave reikninganna nema að hámarki 20 þúsund evrur fyrir hvern aðila sem átti innistæðu í Landsbankanum hér heima og erlendis. Það er bannað í Evrópubandalaginu og kemur fram í EES samningnum að opinbera má ekki styðja við samkeppni eins einkaaðila í samkeppni við annan einkaaðila í sömu atvinnugrein innan EES-svæðisins. Landsbankinn yfirbauð aðra banka þ.a.s. þeir buðu hæðstu innlánsvexi í Bretlandi og Hollandi sem dæmi og að sjálfsögðu virkaði það þó að viðkomandi aðilar sem lögðu inn hjá þeim sparifé sitt eigi að vita að þar sem hæstu vextirnir eru þar er mesta áhættan þekkt lögmál í fjármálaheiminum. Hæstu vextir í heimi voru á Íslandi og verðtrygging þar að auki ofan á það gerði svo Landsbankanum kleift að senda peninganna á Frón þar sem íslenska þjóðin hélt svo sér mikla lánaveislu í nokkuð mörg ár. Landsbankinn gat ekki boðið lán erlendis því þeir hefðu orðið að bjóða hærri útlánsvexti en gekk og gerðist í Bretandi og Hollandi sem dæmi því var Ísland lykilinn til að leika þessa svikamyllu til fulls. Flæði gjaldeyris til landsins var svo mikið á ákveðnu tímabili vegna Icesave reikninganna sem dæmi að dollarinn fór í ca.59 krónur og evra niður í 76 krónur. Þegar gjaldeyrinn var kominn á slíka útsölu spiluðu útrásavíkingarnir hlutabréfaleikinn og úr varð mikið af íslenskum peningum sem voru ekki til í hagkerfinu áður en leikurinn hófst og fyrir þá peninga keyptu þeir sér gjaldeyri á slik í milljarða vís og fluttu svo erlenda fjármagnið úr landi væntanlega í örugga höfn á einhveri eyjunni þar sem skattaskjól var að finna a.m.k kosti fóru þeir með féið úr landi því þeir vissu að svikamyllan myndi hrynja yfir þjóðina fyrr en seina að sjálfsögðu. Það má kannski segja að Icesave trixið hafði EES samstarfið og íslensku þjóðina að fíflum og þar stendur hnífurinn í kúnni en lagalega er þetta ekki okkar vandamál nema eins og ég hef sagt hér áður 20 þúsund evrur hámark fyrir hvern aðila sem tapaði á málstækinu ,,Mörgum verður af aurum api''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg rétt Jón Ingi.

Það er fáránlegt að heyra DO láta eins og hann viti allt og hafi alltaf vitað.

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband