Opinber rannsókn nauðsynleg

Fyrir nokkrum árum kom upp hliðstætt mál þar sem gallabuxur voru markaðsseldar undir vel þekktu bandarísku vörumerki. Taldi framleiðandi Lewi´s gallabuxna um vörufölsun um að ræða en þar var um að ræða skrásett vörumerki.

Spurning er hvort æðardúnn teljist vera varinn eftir markaðslögum í Japan. Ef svo reynist vera, að ekki sé heimilt í blekkingarskyni að selja gæðavöru undir því yfirskyni að um betri vöru sé að ræða en í raun er, þá ætti eftirleikurinn að vera auðveldur: Íslenska sendiráðið í Japan á að óska eftir opinberri rannsókn á markaðssetningu á fugladún undir því yfirskyni að um æðardún frá Íslandi sé að ræða.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram, að tiltölulega auðvelt sé að ganga úr skugga hvort um íslenskan æðardún sé að ræða með DNA greiningu sbr. Morgunblaðið í dag, bls.2. Slíkri rannsókn verður vart beitt varðandi gallabuxnaframleiðslu né á öðrum iðnvarningi.

Fyrir mörgum árum urðu úraframleiðendur í Sviss fyrir miklum vandræðum með markaðsetningu á úrum sínum. Óprúttnir japanskir framleiðendur á mun lakari úrum settu upp verksmiðju á lítilli eyðieyju úti fyrir ströndum Japans og nefndu Sviss. Þannig tókst þeim að beita vísvitandi blekkingum að koma lélegri framleiðslu á markað þar sem mikið traust hefur ætíð verið á úrunum framleiddum í Sviss. Spurning er hvort svipuð brellibrögð hafi verið beitt og japönsk eyðiey verið nefnd Iceland svo blekkja megi japanska neytendur, framleiðendum æðardúns á Íslandi til mikils tjóns.

Óskum því eftir opinberri rannsókn og skýringum japanskra yfirvalda á þessu einkennilega máli. Það er hlutverk sendiráðs okkar í Japan að eiga milligöngu um það mál.

Mosi


mbl.is Telja dún hafa sexfaldast „í hafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Yesterdays news” , - hef tínt , heinsað og flutt út dún í tvo áratugi og fékk að vita af þessu í upphafi. Helsta markaðslandið, Japan, - stendur sjálft í þessu en einnig hafa Taiwanir sem um stund keyptu dún héðan til að þvo og endurselja á Japan gert þetta. Falsarar flytja inn ódýran , gráan andadún frá Kína og blanda saman við þann Íslenska til að drýgja eða hreinlega selja eitthvað allt annað sem “æðardún”.  Til að koma í veg fyrir þetta þarf að stytta leiðina frá Íslenskum dúnbónda til neytanda, þess sem kaupir sæng en hún er oftast: bóndi , innlendur hreinsandi, innlendur heildsali, erlend dúnþvottastöð sem jafnframt stundar heildsölu, þá aðrir heildalar , merkjaframleiðendur sænga, smásöluverslanir. Inn í þetta geta komið Evrópskir heildsalar á leið vörunnar til Japanskra heildsala. Svindlið fer fram erlendis , innan keðjunnar ( íblöndun) sem utan ( hrein fölsun). Ef að stytta á ferlið þarf að fullvinna hráefnið hérlendis þannig að náist til aðila lengra í keðjunni,þ.a.s., þvo dúninn, - en við það er mikil andstaða meðal æðarbænda , hreinsara og heildsala, - telja það “skemmd sem best sé látin eftir útlendingum”. Sjálfur hef ég síðan í fyrrahaust einungis selt hand þveginn dún ( mér hefur ætíð verið neitað um styrk til smíði æðardúnþvottavélar), prófaðan af International Down and Feather Laborarories (http://www.idfl.com/)  í Utah, - “lyktar og ryklausan” samkvæmt þeirra niðurstöðum. IDFL vottaði einnig að dúnninn væri af æður og engum öðrum fugli , ennfremur gerðu þeir samsætugreiningu sem sannar að dúnninn er upprunninn á Íslandi. Kæri kaupendur og aðrir lengra í keðjunni sig um, - getur slík vottun gilt alla leið á enda , þ.e. í dúnfyllta sæng og þannig er hægt að útiloka falsanir algerlega.  Nánar á 11 tungumálum á heimssíðu minni http://eiderdown.com/

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Jón.

Spurning hvort við Íslendingar eigum ekki sjálfir að taka í okkar hendur þessi mál og framleiða dúnsængur ekki aðeins fyrir innlendan markað, heldur alþjóðlegan markað. Milliliðirnir græða yfirleitt og oftast þeir sem langminnstu fyrirhöfnina hafa fyrir hlutunum.

Oft bera þeir hinsvegar minnst úr býtum sem eru í langri keðju framleiðslu og þjónustu en hafa mest fyrir hlutunum, t.d. sem sinna hráefnavinnslunni. Við þurfum að tryggja sem mestan virðisauka hér á landi og að hann verði sem mestur eftir í landinu. Ekki veitir nú af á síðustu og verstu tímum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.7.2009 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband