Gjáin djúpa milli þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins

Þegar Ólafur Ragnar synjaði að staðfesta fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar, benti hann á að djúp gjá væri milli þjóðarinnar og stjórnarinnar.

Nú hyggst stuðningshópur Davíðs Oddssonar kappkosta að vekja tortryggni og jafnvel úlfúðar í garð ríkisstjórnarinnar vegna Icesafsfrumvarpsins. Bent er á að 2.000 manns hafi undirritað yfirlýsingu þar að lútandi.

Ljóst er að þessi ábyrgð Íslendinga er til komin vegna fullkomins klúðurs og léttúðar Davíðs Oddssonar á einkavæðingu bankanna sem leiddi af sér þetta bankahrun í kjölfar á að Bretar beittu okkur umdeildu hermdarverkalögunum. Það var vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði sér aldrei að ræða við Breta né Hollendinga um þetta klúður. Þess vegna snéri breska ríkisstjórnin upp á hendur Árni Mathiesen og Davíð Oddsson í fyrrahaust og létu þá undirrita viljayfirlýsingu um að þeir beri ábyrgð sem nú á allt í einu að vera allt öðrum stjórnmálamönnum að kenna!

Gott er að tala tungum tveim og tala sitt með hvorri. Þá list hugðist Davíð beita og nú á að reyna að fá Ólaf Ragnar að gerast húrkarl þeirra Valhallarmanna. Þetta er hrein ótrúleg ósvífni.

Gjáin milli þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins er sú sama og áður var. Þau í Valhöllu virðast ekki átta sig á því að vandamálið er hjá þeim sjálfum en ekki þjóðinni. Þjóðin var aldrei spurð hvorki hvort hún vildi einkavæða bankanna, né hvort falla ætti frá bindisskyldu þeirra. Ekki heldur um Kárahnjúkabrjálæðið sem kom fjármálakerfinu og stórum hluta atvinnuvega okkar út á ystu nöf. Þá vorum við ekki upplýst um minnstu hluti sem var að gerast í efnahagsmálum þjóðarinnar þegar ljóst var að bönkunum hafði verið breytt hverjum af fætur öðrum í ræningjabæli af nokkrum viðskipajöfrum meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Meira að segja eftirlitsaðilanum, Fjármálaeftirlitinu, var beitt til að blekkja með umdeildri yfirlýsingu 14. ágúst 2008 um að allt væri í himnalagi!

Hvað er hægt að ganga langt í að blekkja heila þjóð?

Af ávöxtunum skulum við þekkja þá!

Ólafur Ragnar mun að öllum líkindum ekki fallast á þessi nýju sjónarmið stjórnarandstæðinga. Hann er raunsær og mjög víðsýnn fræðimaður og stjórnmálamaður að hann geri sér grein fyrir þeirri áhættu sem tekin er ef ekki er gert það sem breska ljónið treystir.

Þessar ábyrgðir virðast vera þannig tilkomnar að ekki verður unnt að komast hjá þeim ef skapa á nýtt efnahagslíf í íslensku samfélagi. Ef hlaupa á frá þessum skuldbindingum þá mun verða annað efnahagsþrot í haust enda verður þá traustið sem verið er að leggja áherslu á að byggja aftur upp, gufað upp fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Mosi

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að 19% þjóðarinnar eru sammála þér - er þá hitt 81% þjóðarinnar var fífl og fábjánar sem þarf að hafa vit fyrir.  Sem stórasti kóari útrásarvíkinganna þarf að hafa vit fyrir.  það er ekki gjá á milli þings og þjóðar? Meira en 4/5 hlutar þjóðarinnar vilja fá að segja sína skoðun á þessum ósköpum - er það ekki nógu djúp gjá?  Má ekki fólkið fá að ráða?  Var ekki talað um það?  Hver ætli það hafi nú aftur verið? Sjálfstæðisflokkurinn ? Nei eru það ekki VG og samfylkingin sem vill fá sem mest af þjóðmálum í þjóðaratkvæði?  Var það ekki?  Er þjóðin kannski of heimsk fyrir þetta mál?  Jú sennilega er best að treysta stúdentinum Svavari Gestssyni og ellilífeyrisþeganum Indriða H Þorlákssyni fyrir þessu.  Leggjumst endilega öll í forina og gefumst upp.

Grétar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaðan hefurðu þessar tölur Grétar? Og af hverju talar þú niður til Svavars Gesstonar og Indriða H. Þorlákssonar? Hafa þeir gert eitthvað á hluta þinn?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband