Viðkvæmar upplýsingar

Opið samfélag hefur marga kosti. En opinberar persónur sem gegna lykilstörfum þurfa að sæta því að fjölskyldur þeirra og vinir geti ekki sett fram mikilvægar upplýsingar sem kunna að koma að gagni þeim sem hafa í hyggju að beita afbrotum og öðrum óhæfuverkum.

Ekki kemur fram í fréttinni hvort upplýsingarnar hafi verið teknar í burtu með samþykki eða með valdboði. Alltaf er ólíkt betra þegar unnt er að semja um ákvarðanir sem þessar. Kannski þær hafi verið settar fram af ógætni en kann slíkt að setja viðkomandi lykilmann í bresku leyniþjónustinni í óþarfa hættu.

Á stríðstímum er hins vegar þekkt að settar eru fram villandi og rangar upplýsingar. Oftast tókst t.d. Hitler að sleppa frá tilræðum vegna þess að hann var stöðugt að breyta um ferðaáætlanir. Hann vissi jú að gamli junkaraaðallinn var ekki par hrifinn af honum. Einu sinni tókst tilræðið næstum því: fyrir nær 65 árum þá Klaus von Staffenberg tókst að læða sprengju undir fundarborðið en ekki tókst það þá að koma einræðisherranum fyrir kattarnef.

Þegar undirritaður fór fyrst til eyjarinnar La Palma sem er vestarlega í Kanaríeyjaklasanum voru spænsku landakortin mjög villandi. Þar voru merktir vegaslóðar sem ekki voru til og þeir sem voru fyrir hendi voru ekki merktir! Greinilegt að verið var að selja gamla vöru sem nóg virtist vera af. Þessi kort voru frá dögum Francos og á þeim bæ vissu menn um þá góðu reglu að góð landakort sem kæmust hugsanlega í hendur óvina væru þeim ómetanleg. Auðveldara væri að sitja fyrir þeim ef til innrásar kæmi ef þeir væru með kolvitlaus kort.

Okkur tókst samt furðulega að þreifa okkur áfram í gönguferðum okkar um náttúru eyjarinnar þrátt fyrir villandi og gömul landakort.

Mosi

 


mbl.is Upplýsingar teknar út á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband