Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Eftirsjá að góðum og ungum þingmanni

 

Ágúst Ólafur hefur verið mjög góður og frábær þingmaður. Hann hefur verið talsmaður nýrra viðhorfa innan Samfylkingar sem vakið hafa óverðskulduga athygli. Ágúst á því allt gott skilið og vonandi kemur hann til baka eftir að hafa sótt sér framhaldsmenntun.

Mér fannst sem mörgum athugasemdin frá Óskari Magnússyni lögfræðing sem birtist um síðustu helgi í Morgunblaðinu ótrúlega rætin og óverðskulduga. Þar var verið að gera lítið úr Ágústi og jafnvel gera grín að eiginleikum hans. Mér finnst braskdýrkun íhaldsins vera langtum verri eiginleiki og að halda hlífisskyldi yfir þá sem bera raunverulega mikla ábyrgð.

Gangi þér allt vel Ágúst Ólafur og taktu jafnskjótt upp þráðinn og þú kemur til baka eftir framhaldsnám.

Mosi


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búsáhaldabyltingin ber ávöxt!

Nú er annað og betra lýðræði í augsýn á Íslandi! Fögnum þessu tilefni!

Búsáhaldabyltingin hefur greinilega borið ávöxt og hann ekki smávegis! Mótmælin hafa skilað árangri. Við erum að upplifa eitthvað svipað og alþýða Austur Evrópu fyrir tveim áratugum þegar hún afneitaði og fleygði kommúnismanum frá sér.

Á Íslandi höfum við setið uppi með langvarandi spillingu sem einkum hefur tengst tveim flokkum. Þeir hafa skipst á að leiða ríkisstjórn annað hvort hafa þeir verið saman í ríkisstjórrn eða stýrt henni með minni flokkum.

Nú er lag að koma á nýju og nútímalegra lýðveldi á Íslandi. Við viljum með nýjum kosningum fá nýja og betri ríkisstjórn, nýja og betri stjórnarskrá, nýtt og betra lýðveldi á Íslandi.

Búsáhaldabyltingin lengi lifi!

Mosi


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Springur gufudallurinn?

Þegar Geir forsætisráðherra lætur hafa eftir sér að „ekki mætti missa dampinn“, þá vekur það hugann aftur til upphafs iðnvæðingar á Íslandi. Gufuvélin átti meginþáttinn í að koma Íslandi aftur úr öldum úr stöðnuðu landbúnaðarþjóðfélagi í nútíma ríki. „Þjóðarskútan“ er sem sagt gamall og úr sér genginn „gufudallur“ undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og vonandi verður ekki ketilsprenging þegar ekki er tappað reglulega af katlinum til að jafna gufuþrýstinginn.

Við skulum gæta okkar vel og vandlega að verða ekki fyrir þegar gufusprengingin verður í Sjálfstæðisflokknum!

Mosi


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað olli reiði dómsmálaráðherrans?

Hvað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra með þessum orðum:

„Þingmennirnir Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason hafa beinlínis veist að lögreglunni vegna aðgerða hennar. Álfheiður varð sér hreinlega til skammar með framgöngu sinni í þinghúsinu þriðjudaginn 19. janúar til stuðnings þeim, sem réðust að húsinu, og óvild í garð lögreglu. Að þeim degi loknum lét Atli eins og þinghúsinu hefði verið breytt í lögreglustöð og fangelsi og gaf til kynna, að hann ætlaði lengra með það mál en í fjölmiðla.“ Tilvitnun úr bloggsíðu Björns Bjarnasonar 24.1. s.l. http://www.bjorn.is/

Hvaða ummæli ÁJ og AG er BB ekki sáttur við? Hvað sögðu þau í ummælum sínum sem olli því að sjálfur dómsmálaráðherrann sér ástæðu til að drepa niður penna og rita athugasemdir?

Sennilega hafa þingmönnunum orðið þungt í hamsi vegna þeirrar óvenjuhörðu umræðu sem nú er í þjóðmálunum. Mér sýnist á ýmsu að dómsmálaráðherrann sé að verða óþarflega viðkvæmur og hefur oft ekki þurft mikið út af bera að hann verði nokkuð harðorður.

Rétt er að benda á að stundum kann að orka tvímælis hvenær ráðamenn grípi til þeirrar aðferðar sem BB beitir sér nú fyrir. Meðan enginn rökstuðningur né beinar tilvitnanir í þau ummæli sem BB þykir ótilhlýðileg, þá er þetta væntanlega eins og hver annar sleggjudómur og klámhögg.

Ráðherra ber öðrum fremur að gæta hófs sérstaklega þegar þess ber að gæta að þeir eru ekki ráðherrar eins stjórnmálaflokks heldur allrar þjóðarinnar. Oft vill það gleymast.

Mosi


mbl.is Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður breyting á valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Björgvin hefur sýnt af sér mikið hugrekki með afsögn sinni.

Nú eykst þrýstingurinn á Geir og Sjálfstæðisflokkinn að axla ábyrgð. Nú er staða Davíðs bankastjóra í Seðlabankanum orðin mjög veik og nú er valdakerfi Sjálfstæðisflokksins að brotna gjörsamlega saman.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur einnig sýnt af sérmikið hugrekki og lýsa þeirri skoðun sinni að Davíð beri að víkja.

Á Kreppuárunum, nánar tiltekið 1937 eða 1938 settust í stjórn Landsbanka fornir féndur: Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors. Þeir tóku upp þá stefnu að grafa stríðsöxina en hefja þá nánari samvinnu. Telja má að með þessu hafi fyrirkomulagið um „helmingaskipti“ þessara stjórnmálaflokka hafi hafist. Valdakerfi þessara flokka má rekja til þessara tímmóta. Annar hvor flokkurinn hefur að jafnaði verið í stjórn stundum báðir samtímis. Ef aðeins annar flokkurinn hefur verið í stjórn hefur sá hinn sami verið nánast stöðugt með forsætisráðuneytið og þar með verkstjórnina í ríkisstjórninni. Það eru því miklar breytingar í vændum:

Valdakerfi þessara gömlu stjórnmálaflokka hefur orðið fyrir alvarlegri ágjöf. Ef Davíð verður neyddur til afsagnar, þá er ljóst að þar verður ekki látið við staðar numið heldur haldið áfram og Sjálfstæðisflokkurinn knúinn til að afnema forréttindi sín til valda og embætta.

„Búsáhaldabyltingin“ heldur væntanlega áfram. Við horfðum upp á fyrir 20 árum þegar alþýða Austur Evrópu kom af sér kommúnismanum og krafðist aukins lýðræðis. Við höfum að vísu notið lýðræðis en hvers konar lýðræði? Lýðræði okkar hefur verið undir duttlungum stjórnenda Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins komið. Í stað eins flokks Kommúnistaflokks, hefur valið staðið milli þessara tveggja flokka um hver stýrir landinu. Slíkt lýðræði er umdeilt og ósköp tæpt til að teljast virkilegt lýðræði.

Mosi

 


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipa þarf nýja og betri stjórn Fjármálaeftirlitsins

Mörgum hefur þótt eðlilegt að forstjóri þessa Fjármálaeftirlits hefði átt að hætta strax. Lítið hefur þessi forstjóri afrekað og e.t.v. hefur meginmarkmið hans verið að treysta og viðhalda sem best fallandi valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Nú þarf að skipa nýja, betri og ekki síst óháða stjórn Fjármálaeftirlitsins sem aftur auglýsir starf forstjóra þess þegar laust til umsóknar. Ekki væri slæmt ef slíkur umsækjandi væri velmenntaður og reyndur erlendur endurskoðandi sem ekki er tengdur á neinn hátt þeim hagsmunasamböndum sem aðilar sem tengjast stjórnmálaflokkum íslenskum.

Þó er óskandi að væntanlegur forstjóri sé íslenskur en sjalfsagt er mjög vandfundinn óháður einstaklingur sem ekki hefur annað hvort fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki og flokka eða er í einhverjum hugsanlegum persónulegum tengslum og vinfengi við einhvern.

Nú er boltinn hjá Geir. Spurning hvort hann komi í kring afsögn umdeildasta embættismanna Íslendinga þeirra Davíðs seðlabankastjóra og Árna dýralæknis í Fjármálaráðuneytinu?

Segja má að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð. „Eftir er yðvar hlutur“ eins og segir í fornsögu einni frægri.

Mosi


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall fyrir alla þjóðina

Haft er eftir fyrrum framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins Kjartans Gunnarssonar, að veikindi Geirs Haarde sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað eru veikindi mikið áfall fyrir alla hvað veikindi varðar en undarlegt er að framkvæmdarstjórinn gleymi þjóðinni. Er Geir Haarde kannski ekki forsætisráðherra allrar þjóðarinnar eða er hann að áliti fyrrum framkvæmdarstjóra flokksins einungis forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins?

Öll þessi mistök í ákvarðanatöku sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa átt þátt í eru hrein skelfileg. Að fara út í hraða einkavæðingu ríkisbankanna og ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, hvoru tveggja voru ægileg og afdrifarík mistök. Margir hagfræðingar, stjórnmálamenn sem ýmsir aðrir, vöruðu alvarlega við þessu öllu. Nú erum við að súpa seyðið af þessu gervigóðæri sem til varð án þess að nokkur raunveruleg verðmæti voru að baki þess. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessi mistök við ákvarðanatöku sem skilur Ísland og Íslendinga sem nánast gjaldþrota.

Veikindi beggja formanna stjórnarflokkanna er gríðarlegt áfall fyrir þjóðina. Ljóst er að nauðsynlegt hefði verið að vinna miklu hraðar en gert var. Skera hefði upp burt meinsemdina strax og vart var við hana í fyrra eða jafnvel fyrr en ekki láta málin lullast áfram eins og gert var. Kæruleysi og léttúð kemur öllum í koll og það hefði Sjálfstæðisflokkurinn mátt sjá fyrir og vara þjóðina við í tíma.

Auðvitað votta allir Íslendingar forsætisráðherra okkar Geir Haarde hluttekningu og samúð. Einnig óskum við eftir að hann nái sem fyrst skjótum bata og komist yfir þessi alvarlegu veikindi. Hins vegar þarf að manna varaáhöfnina í ríkisstjórninni strax ef nokkur dugur er í stjórnarflokknum. Ella á Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að koma nauðsynlegustu verkefnunum yfir á aðra, t.d. með því að SS ríkisstjórnin segi af sér og þjóðstjórn eða jafnvel utanþingsstjórn helstu sérfræðinga okkar á sviðum efnahagsmála, dómsmála, o.s.frv. verði mynduð og taki við stjórninni til að halda samfélaginu gangandi og sem virkastu þangað til ný stjórn verði mynduð.

Ljóst er, að þátttaka í stjórnmálum er bæði slítandi og reynir mjög á einstaklinginn. Alvarleg veikindi gera sjaldan boð á undan sér og þar skiptir efnahagur, búseta, stétt, menntun, trúarbrögð, litarháttur eða stjórnmálaskoðun akkúrat engu.

Mosi

 


mbl.is Veikindi Geirs mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlagasymfónía íslensku ríkisstjórnarinnar

Taktföst „tónlistin“ frá mótmælendum við þinghúsið hefur bergmálaði um allan miðbæinn klukkustundum saman. Sumir vilja meina að þessi langa tónlist sem ómar svo lengi síðustu 3 daga, megi réttilega nefna „Örlagasymfóníu íslensku ríkisstjórnarinnar“.

Sýnum ábyrgð í mótmælum, flytjum ræður og fremjum tónlist en verum ekki meiðandi né móðgandi gagnvart öðrum samborgurum. Tökum okkur samfélagslega ábyrgð til fyrirmyndar!

Mosi


Ábyrg mótmæli!

Við búum því miður í nánast agalausu samfélagi þar sem lögbrot og uppivörslusemi er jafnvel talin vera „dyggð“. Við þurfum að taka okkur hóp mótmælenda sem lagði líf sitt í hættu og gekk á milli lögreglumannanna og lögbrjótanna. Það var til mikillar fyrirmyndar og sýnir að sem betur fer er til fólk sem ber mikla réttlætiskennd.

Að taka þátt í mótmælum er mikill ábyrgðarhluti. Sá sem tekur þátt í mótmælum verður að láta skynsemi ráða og gera sér grein fyrir hvar mörkin eru. Mjög auðvelt virðist hjá sumum að falla í freistni að láta í ljós einhver óviðkunnanlega hegðun annað hvort ummæli eða í verki. Það er engum til sóma og þeim sem beitir einhverju í ofbeldisátt, móðgunar eða miska til mikils vansa. Efsakir eru miklar ber viðkomandi tafarlaust að biðjast afsökunar á framferði eða verða að sæta því að vera gerður ábyrgur gerða sinna.

Við þurfum að efla umræður um þessi mál með það að markmiði að sem flestir geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð okkar allra ekki aðeins á gjörðum okkar heldur einnig því sem sett er fram hvort sem er í ræðu eða riti. Og hollt er að huga að því að auðveldara og fljótlegra er að rífa niður en byggja e-ð upp.

Appelsínugula fólkið á mikla þökk skilið að taka í taumana!

Mosi


mbl.is Friðsamleg mótmæli í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins

Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli kreppu nú um stundir hvort sem er hugmyndafræðilegri sem tilvistarlegri. Helstu markmið hans eru meira og minna í uppnámi, góðu gildin og stöðugleikinn hafa verið að víkja fyrir glundroðanum.

Frjalshyggjan og græðgisvæðingin ætlar greinilega að draga Sjálfstæðisflokkinn niður. Traustið er rúið og ef þessi flokkur á að lifa áfram dugar ekkert annað en að horfa ísköldum augum á staðreyndir málsins og afleiðingar af mistökum rangra mikilsverðra ákvarðana. Þar rísa ákvarðanir um einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar hæst. Þau umsvif framkölluðu mjög mikið gervigóðæri í landinu sem við Íslendingar erum nú að súpa seyðið af. Við hvoru tveggja var varað mjög kröftuglega af þáverandi stjórnarandstöðu sem og hagfræðingum og ýmsum málsmetandi fólki af öllum stéttum í samfélaginu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessa gagnrýni.

Sem fyrrverandi hluthafi í bönkunum finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn hafa gjörsamlega brugðist. Fyrir nokkru sendi eg Morgunblaðinu til birtingar „Opið bréf“ þar sem vikið er að hag eða öllu leyti réttleysi þeirra sem lögðu sparifé sitt til hlutabréfakaupa síðastliðinn aldarfjórðung. Allt er þetta meira og minna einskis virði vegna rangrar hagstjórnunar. Því miður er þetta opna bréf mitt óbirt.

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi ástandi er mjög mikið og nú er spurning hvort þráseta ríkisstjórnarinnar sé að gæta þess að ekki verði fleiri hneykslismál dregin fram í dagsljósið vegna bankhrunsins og skýri betur hvernig bankarnir voru sviptir eignum sínum innan frá í þágu græðginnar.

Kraftaverk verða aðeins þegar trúin er mikil en ekki er raunsætt að gildir limir Sjálfstæðisflokksins treysti á þau.

Mosi
mbl.is Landsfundur færður nær kosningum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband