Ábyrg mótmæli!

Við búum því miður í nánast agalausu samfélagi þar sem lögbrot og uppivörslusemi er jafnvel talin vera „dyggð“. Við þurfum að taka okkur hóp mótmælenda sem lagði líf sitt í hættu og gekk á milli lögreglumannanna og lögbrjótanna. Það var til mikillar fyrirmyndar og sýnir að sem betur fer er til fólk sem ber mikla réttlætiskennd.

Að taka þátt í mótmælum er mikill ábyrgðarhluti. Sá sem tekur þátt í mótmælum verður að láta skynsemi ráða og gera sér grein fyrir hvar mörkin eru. Mjög auðvelt virðist hjá sumum að falla í freistni að láta í ljós einhver óviðkunnanlega hegðun annað hvort ummæli eða í verki. Það er engum til sóma og þeim sem beitir einhverju í ofbeldisátt, móðgunar eða miska til mikils vansa. Efsakir eru miklar ber viðkomandi tafarlaust að biðjast afsökunar á framferði eða verða að sæta því að vera gerður ábyrgur gerða sinna.

Við þurfum að efla umræður um þessi mál með það að markmiði að sem flestir geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð okkar allra ekki aðeins á gjörðum okkar heldur einnig því sem sett er fram hvort sem er í ræðu eða riti. Og hollt er að huga að því að auðveldara og fljótlegra er að rífa niður en byggja e-ð upp.

Appelsínugula fólkið á mikla þökk skilið að taka í taumana!

Mosi


mbl.is Friðsamleg mótmæli í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242915

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband