Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
13.3.2008 | 09:08
Fjárfestingatækifæri
Athygli vekur hve fallið er mikið á bréfum Atorku í dag eða 8,4%. Spurning er hverju það sæti. Um er að ræða viðskipti upp á ríflega 22 milljónir sem ekki getur talist vera mikið.
Atorka er mjög vel stætt fyrirtæki og er rekið af varfærnum stjórnendum. Markmiðið er að færa hluthöfum háar arðgreiðslur og það er gert m.a. á þann veg að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem eru mjög líkleg að vaxi og eflist með tímanum. Þá eru þau gjarnan seld og arður innleystur.
Lífeyrissjóðir hafa einhverra hluta vegna ekki fjárfest mikið í Atorku og er það nokkuð undarlegt því þeir eru langtímafjárfestar sem skiptir miklu máli hvernig fyrirtækið er rekið eftir 10 ár en hvernig staðan er frá degi til dags. Lífeyrissjóðir eiga að leita uppi fjárfestingar sem skila hámarksávöxtun en öruggri.
Lausafjárstaða Atorku er mjög góð um þessar mundir. Nú er tækifæri að félagið kaupi hlutabréf í sér sjálfu. Ástæða er til nokkurrar bjartsýni: Framtíðin ber með sér að orkuverð fari hækkandi og Atorka hefur aðlagað sig mjög þessum breytingum. Fjárfest hefur verið í orkufyrirtækjum á borð við Geysir Green Energy sem á t.d. Jarðboranir sem eru með starfsemi í nokkrum löndum auk Íslands, mjög vel rekið fyrirtæki. Þá er Promens sem er sívaxandi fyrirtæki í plastiðnaði og er stöðugt að færa út kvíarnar, hægt en örugglega.
Mosi leyfir sér að vekja athygli á nýjustu ársskýrslu Atorku en aðalfundurinn var haldinn 11.3. s.l. Skýrsluna má finna á heimasíðu Atorku: www.atorka.is
Mosi
Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 08:38
Höggvið á hnútinn
Sem gamalreyndur leiðsögumaður finnst mér fyrir löngu kominn tími að taka Geysissvæðið heldur en betur í gegn. Landslagsarkitektar þurfa að koma að þessari vinnu sem og aðrir sérfræðingar á sviði jarðhita, náttúruverndar, stígagerða, fræðslu og ferðamála.
Öryggismál við Geysi hafa verið allt of lengi í versta ólestri enda hefur alloft komið fyrir alvarleg slys sökum vangæslu. Enginn virðist bera neina ábyrgð þó hættan sé mikil.
Fagna ber að íslenska ríkið kaupi þetta svæði enda hefur það verið til mikils vansa hversu illa hefur verið staðið að öryggismálum þarna.
Mosi
Viðræður um Geysissvæðið á lokastigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 08:30
Dæmigert í gúrkutíð?
Þegar lítið er um að vera hjá blaðamönnum og þeir hafa lítið að moða úr, skrifa þeir og láta birta oft kostulegar fréttir. Er þessi ekki dæmigerð?
Í ljós kemur að öll leyfi eru fyrir hendi og þarna er um að ræða gömul bein ættingja konunnar sem fréttin tengist. Er þetta er nokkuð öðru vísi og þegar mannfræðingur einn ásamt fornleifafræðingi grófu upp fjölda beina í aflögðum íslenskum kirkjugarði á síðustu öld og fluttu til rannsóknar erlendis. Húsið sem beinin voru varðveitt mun hafa eyðilagst í heimsstyrjöldinni og allt sem í því var og þar með fór allt í súginn.
Löngu seinna var rætt um andvaraleysi íslenskra yfirvalda varðandi þetta vandræðamál og varð tilefni að settar voru allstrangar reglur um fornleifauppgrefti, meðferð og rannsókn forngripa og önnur praktísk atriði.
Mosi
Með beinagrind í farangrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 12:16
Vaknar Samfylkingin?
Óskandi vaknar Samfylkingin og kemur vitinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skattstefna stjórnvalda er vægast sagt mjög umdeild og víða þarf að taka til hendinni. Af hverju má ekki taka upp sérstaka eyðsluskatta á lúxúsvörur sem og leggja á umhverfisskatta á alla mengandi starfsemi?
Þá þarf að efla stórlega sparnað og gera þeim sem minnst mega sín, möguleika á að leggja e-ð til mögru áranna.
Mosi
Áfellisdómur yfir skattastefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 12:01
Fyrirsögn Morgunblaðsins í dag
Fyrirsögn Morgunblaðsins í dag kveður á um að efnahagsörðugleikar Bandaríkjamanna séu að verulegu leyti vegna stríðsins í Írak. Það er fjármagnað með botnlausum lántökum og hefur aldrei verið efnt til stríðs síðan í fyrsta stríði þeirra 1776 gegn Bretum en þá voru þeir að rífa sig undan stjórn nýlendustefnu Bretakonungs.
Nú þurfa Bandaríkjamenn að rífa sig undan áhrifum stríðsherrans Bush sem hefur því miður dregið ekki aðeins Bandaríkjamenn heldur meira og minna alla heimsbyggðina inn í vafasama hringiðu ótta og hörmunga þar sem nánast hvergi er að sjá minnstu ljósglætu né enda á. Stríð þetta hefur auk þess kostað mun fleiri líf bandarískra ríkisborgara en hermdarverkin sem framin voru 11. sept. 2001. Og eru þá tugir ef ekki hundruð þúsunda borgara annarra ríkja einkum íraskra ótalin.
Þessu stríði þarf að ljúika sem fyrst. Það hefur ekki orðið neinn árangur af því, hvorki pólitískur og þaðan af síður efnahgslegur.
Mosi
Gagnrýni ekki bönnuð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 08:18
Útrásin heldur áfram
Þegar svonefnt REI mál fór af stað í haust var farið of geyst af stað. Í stað þess að sameina tvö fyrirtæki og setja fram markmið þá fór meginundirbúningurinn í að ákveða kauprétt stjórnenda á óvenju hagstæðum vildarkjörum sem venjulegu fólki býðst ekki. Það gekk ekki eftir enda um að ræða eignaraðild opinbers fyrirtækis sem lýtur allt öðru forsendum í rekstri en fyrirtækis sem ekki er stýrt af því opinbera.
Fagna ber að athafnamaðurinn Ólafur Jóhann sem ásamt þekktum bandarískum banka fjárfestir í Geysir Green Energy. Það er staðfesting á að þessi mál eru í góðum höndum. Þess má geta að allir sem vilja vera fjárfestar, geta keypt sig inn í þennan orkugeira með því að kaupa hlutabréf í Atorku sem á um 43% í Geysir Green Energy sem aftur á um þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem aftur á hluti í fyrirtækjum á borð við Bláa lónið. Öll þessi fyrirtæki eiga ábyggilega eftir að mala eigendum sínum gull.
Nú verður vonandi þráðurinn tekinn upp að nýju en með réttum forsendum og áfram haldið. Mikið er í húfi að við Íslendingar njótum þess að miðla reynslu og þekkingu okkar í jarðhitanýtingu í þágu annarra þjóða þar sem jarðhita er að finna. Um þessar mundir verður haldið upp á 100 ára sögu jarðhitanýtingar í þágu upphitunar íbúðahúsnæðis.
Í heimi hækkandi verðlags á orku er mikilvægt að halda áfram á þessari braut.
Mosi - alias
Goldman Sachs og Ólafur Jóhann kaupa hlut í GGE | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 12:04
Breyttir tímar
Sú var tíðin að fólk lagði til hliðar það sem sparaðist, til mögru áranna. Kalvín siðbótamaður kenndi að fólk ætti að vera sparsamt, vinnusamt og stunda góða siði. Nú er þessu öllu snúið við: Nútíminn kallar á eyðslusemi, leti og kæruleysi bæði fyrir eigin efnahag og eignum annarra. Nú er varla farið í verslun þar sem ýmsir nytjahlutir eru seldir t.d. farsímar að ekki sé boðið upp á raðgreislur, jafnvel þó hluturinn kosti einungis örfá þúsund krónur.
Í barnæsku Mosa voru viðhafðir þeir siðir sem rekja má til Kalvíns og Lúters og sennilega enn lengra aftur í tímann, kannski Páls postula. Þá var æskunni kennt að eyða aldrei um efni fram. Nú er að vaxa upp kynslóð sem virðist eiga í fullu fangi með að standa í skilum og kann bersýnilega ekki að fara með fjármál. Þetta er hryllilegt og á þessu þarf að taka með einhverju móti.
Kalvín átti þátt í að gera Svissara að stórveldi. Kapítalisminn rekur sögu sína þangað. Fáar þjóðir hafa náð jafn langt og Svissarar enda eru þeir sparsamir, iðjusamir en hversu trúaðir þeir eru í dag vel eða illa, skal ósagt látið enda ekki ásetningur Mosa að blanda sér í slíkt hjal.
Óskandi er að sem flestir sjái að sér og breyti til frá þessari gegndarlausu eyðslu og kæruleysi gagnvart verðmætum.
Mosi
Íslendingar skulda mest í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 18:45
Frábær fyrirmynd
Í dag hófst merk ráðstefna um Þórberg Þórðarson rithöfund í Háskóla Íslands í tilefni 120 ára afmælis hans (eða 119 ára).
Þegar Mosi sest niður við tölvu sína rekst hann á þessa frétt um væntanlega bók um einn þann eftirminnilegasta Íslending sem nú er uppi: Vigdísi forseta.
Margt er minnisstætt við Vigdísi. Hún kenndi Mosa frönsku veturinn 1971-72 og var einn minnisstæðasti kennarinn okkar í MH. Alltaf er mér minnisstætt þá hún kom fyrst um haustið í bekkinn, sagði til nafns síns og kvaðst eiga að kenna þessum bekk frönsku sem henni skildist að væri ekkert sældarbrauð. Veturinn áður var frönskukennslan sannkölluð katastrófa og átti enginn góða minningu um kennara sem einfaldlega var ekki nógu góður. Vigdís brosti dálítið til okkar en þó með alvöru svip, ekki gætum við útskrifast aðvori sem stúdentar öðru vísi en að tæma þennan beiska bikar í botn sem franskan væri en hún vareðlilega ekki vinsælasta námsgreinin í þeim bekk.
Mosa er það minnisstætt að hún myndi hyggðist reyna það samt þó svo franskan væri ekki upp á marga fiska nema síður væri. Vigdís valdi skemmtilega og tiltölulega aðgengilega kennslubók: Avec plasier - Með ánægju sem lýsir vel henni innra manni. Þá hafði hún sína sérstöku aðferð við kennsluna sem rekja má langt aftur í aldir. Á sínum tíma beitti Jón Sveinsson, Nonni henni gjarnan á óstýriláta nemendur sína með því að tengja kennsluna við eigin frásagnir úr lífi og starfi. Vigdís gerði við okkur munnlegan samning: Ef við sýndum lit á þann hátt að undirbúa okkur sem best undir tímana skyldi hún koma á móts við okkur í staðinn! Ekki liðu margar vikur að franskan varð eitt af uppáhaldsfögunum. Við kappkostuðum að gera okkar besta og Vigdís stóð við heit sín. Þegar leið á veturinn vorum við orðin vel að okkur um ótrúlegustu hluti tengdum Frakklandi og franskri menningu: Við kynntumst fjölbreyttu menningarlífi í Frakklandi, hún sagði okkur frá stjórnarbyltingunni og á korti í kennslubókinni gátum við sett okkur inn í atburðarásina, þrætt um þröngar götur Parísar og lærðum að syngja saman nokkrar vísur á frönsku: Sur la pont og meistara Jakob, auðvitað á frönsku! Þá fengum nýjustu fréttir frá París en þá á dögum mátti víða í Latínuhverfinu sjá óeirðalögregluna tilbúna með bíla og tól en þá voru enn einhverjar væringar eftir óeriðirnar 1968. Það fannst Vigdísi fremur óviðkunnanlegt enda hefur hún alltaf verið friðsemdarkona hin mesta. Hvernig þessi íslenska heimskona frá Reykjavík fetaði sig um göturnar í París, við fengum beint í æð söguna og frásagnir af löngu liðnum rithöfundum og skáldum. Þetta var einn sá eftirminnilegasti vetur skólaára minna.
Svo var Vigdís valinn forseti. Það voru 3 karlar sem buðu sig á móti henni! Og Vigdís vann frækilegan sigur. Á þeim árum ók Mosi leigubíl til að afla tekna fyrir saltinu í grautinn og námi sínu. Um kosninganóttina var gríðarleg stemning. Mosi ók leigubifreiðinni alla nóttina og langt fram undir hádegi. Alltaf mátti hitta fólk sem var yfir sig ánægt með úrslitin að loksins hafði konu tekist það sem í gjörvöllum heiminum þótti vera svo ótrúlegt: að kona skyldi vera valin í æðsta embætti þjóðar sinnar. Hvílík stemning!
Þegar Vigdís hóf sinn feril sem forseti átti hún gríðarmikinn þátt í að breyta viðhorfum landsmanna til ýmissa mikilvægra mála. Eitt af þeim málum var efling skógræktar með þjóðinni. Það er að mati Mosa einn merkasti þátturinn sem Vigdís markaði í starfi sínu á forsetastóli. Að breyta viðhorfum heillar þjóðar sem hefur oft sýnt af sér ótrúlega skammsýni í mörgum málum, virtist Vigdísi létt og auðvelt verk. Með innilegu brosi sínu og hógværð hefur hún bókstaflega brætt hvert íshjartað af fætur öðru og skilið eftir sig djúp spor á leið þjóðarinnar til farsældar framtíðar. Hún hefur í starfi sínu ætíð verið frábær fyrirmynd!
Mosi hlakkar til að lesa ævisögu Vigdísar!
Mosi (esja@heimsnet.is) - alias
Ævisaga Vigdísar haustið 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2008 | 13:58
Sjá mátti þetta fyrir!
Hvert mannsbarn gat séð að þessar gríðarlegu framkvæmdir eystra dræju dilk á eftir sér:
Á sínum tíma varaði Steingrímur J. við ýmsum vandræðum sem við erum núna að horfa upp á: ógnarvexti Seðlabanks og hrapandi gengi krónunnar. Nú má auk þess reikna með vaxandi dýrtíð. Allt er þetta afleiðing vegna þessarar arfavitlausu fjárfestingar og framkvæmda eystra. Ekki hafa þær komið í veg fyrir fólksflótta þó vonir væru bundnar að stöðva mætti fólksflóttann. Nú eru það þeir sem flytja suður sem vilja flýja þessa varhugaverðu stóriðju og vilja gjarnan finna sér eitthvað þarflegra að gera en að starfa í menguninni og óhollustunni. Það er mjög skiljanlegt.
Mosi
Steingrímur J.: Dældu olíu á verðbólgubálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2008 | 20:53
Blessuð rómantíkin
Ætli rómantíkin skipti ekki alltaf töluvert miklu máli í þessu sambandi milli manns og konu? Ósköp væri þetta kynlíf tilbreytingasnautt og sálarlaust ef blessaða rómantíkina vantaði. Þegar Mosi var ungur var gaman að lifa. Þá var mest spennandi að vera úti við lengi vel úti í náttúrunni og hvað annað í framhaldi en góð og náin samvera samvera með ... þið skiljið hvað Mosi meinar, ha?
Þá var ekki verið að spekúléra hversu lengi athöfnin stóð yfir, heldur aðeins að bæði höfðu gaman af. Þá var tilfinningin næm og góð fyrir því hve gagnaðilanum gekk til og samtímis varð allt í einu nokkuð sem kannski má útskýra sem eitthvað mjög góð og þægileg tilfinning. Og í fyllingu tímans vaknaði nýtt líf en eigum við nokkuð að rifja það upp í öðrum sóknum? Hver á sitt eigið helgasta leyndarmál og það er auðvitað það sem skiptir mestu máli.
Svo höfum við ekki fleiri orð um það!
Mosi
Kynmök taki sjö til þrettán mínútur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar