Fjárfestingatækifæri

Athygli vekur hve fallið er mikið á bréfum Atorku í dag eða 8,4%. Spurning er hverju það sæti. Um er að ræða viðskipti upp á ríflega 22 milljónir sem ekki getur talist vera mikið.

Atorka er mjög vel stætt fyrirtæki og er rekið af varfærnum stjórnendum. Markmiðið er að færa hluthöfum háar arðgreiðslur og það er gert m.a. á þann veg að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem eru mjög líkleg að vaxi og eflist með tímanum. Þá eru þau gjarnan seld og arður innleystur.

Lífeyrissjóðir hafa einhverra hluta vegna ekki fjárfest mikið í Atorku og er það nokkuð undarlegt því þeir eru langtímafjárfestar sem skiptir miklu máli hvernig fyrirtækið er rekið eftir 10 ár en hvernig staðan er frá degi til dags. Lífeyrissjóðir eiga að leita uppi fjárfestingar sem skila hámarksávöxtun en öruggri.

Lausafjárstaða Atorku er mjög góð um þessar mundir. Nú er tækifæri að félagið kaupi hlutabréf í sér sjálfu. Ástæða er til nokkurrar bjartsýni: Framtíðin ber með sér að orkuverð fari hækkandi og Atorka hefur aðlagað sig mjög þessum breytingum. Fjárfest hefur verið í orkufyrirtækjum á borð við Geysir Green Energy sem á t.d. Jarðboranir sem eru með starfsemi í nokkrum löndum auk Íslands, mjög vel rekið fyrirtæki. Þá er Promens sem er sívaxandi fyrirtæki í plastiðnaði og er stöðugt að færa út kvíarnar, hægt en örugglega.

Mosi leyfir sér að vekja athygli á nýjustu ársskýrslu Atorku en aðalfundurinn var haldinn 11.3. s.l. Skýrsluna má finna á heimasíðu Atorku: www.atorka.is

Mosi

 


mbl.is Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 242972

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband