Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
20.3.2008 | 12:45
Málefni sem varðar allan heiminn
Ljóst er að Þingvallanefnd þarf að vinna að lausn þessa máls í samráði við sérfræðinga UNESCO. Og það er ekkiaðeins endurgerð Gjábakkavegar eða annars vegar sunnar, um Lyngdalsheiði, heldur þarf einnig aðvinna markvisst aðþví hvernig unnt verði að varðveita náttúru þjóðgarðsins Þingvallar sem best. E.t.v. þarf að takmarka umferð almennra ökutækja um þjóðgarðinn meira en sem komið er því að óbreyttu þá má reikna með að umferð vélknúinna ökutækja fari fjölgandi þegar fram líða stundir. Það er ekki einungis umferð bifreiða og annarra ökutækja á landi heldur einnig báta og flugvéla á svæðinu. Ef slys verður, má reikna með umtalsverðri mengun ef eldsneyti fer út í umhverfið. Hraunin eru mjög gljúp og mjög erfitt að hreinsa spilliefni úr jarðvegi. Allt lífríkið er í hættu.
Við Íslendingar erum oft furðu kærulausir og sýnum ekki alltaf heiminum að við séum sérlega skynsamir. Hvers vegna ekki að fá sérfræðinga UNESCO í þjóðgarðsmálum til að styðja og efla þjóðgarðinn?
Mosi
Þingvellir af heimsminjaskrá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 12:30
„Sérfræðingar“
Í fréttinni er vikið að því að kínsverkst fyrirtæki óski eftir að flytja hingað til lands sérfræðinga en hvorki fyrir iðnaðarmenn né verkamenn.
Orðið sérfræðingar er mjög rúmt og getur haft nánast hvaða merkingu sem er. Fyllsta ástæða er að yfirvöld krefji Kínverja um nánari skýringu í hverju sérfræði þessara kínversku sérfræðinga sé fólginn.
Glervinna er á sviði byggingaiðnaðar og eitt sinn var hér á Íslandi sériðngrein um þetta svið. Er það fyrirkomulag víða í Evrópu, t.d. Þýskalandi. Þar eru þessir iðnaðarmenn einfaldlega nefndir glermeistarar hafi þeir öðlast tilskilin réttindi. Alloft hafa Íslendingar fengið Þjóðverja til liðs við sig við framleiðslu kirkjuglugga og útilistaverka, t.d. regnboga listakonunnar Rúríar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Aldrei hefur slík vinna verið unnin öðruvísi af Íslendingum nema með þeim árangri sem að var stefnt.
Reynsla Íslendinga af byggingu mannvirkjanna við Kárahnjúka ætti að vera okkur í fersku minni. Þá var óskað eftir fjölda serfræðinga á hinum ýmsu sviðum sem störfuðu ýmist hjá Impregíló eða starfsmannaleigum. Margir þessarar sérfræðinga voru margir hverjir við venjuleg verkamannastörf og þarf varla að kalla til sérfræðinga til að vinna með einföldum áhöldum eins og skóflu, glerskurðarhníf ellegar kíttisspaða. Íslenskir glermeistarar, byggingamenn og aðrir ættu að ráða vel við þetta verkefni enda eru íslenskir iðnaðarmenn þekktir fyrir að vera úrræðagóðir.
Ef íslensk yfirvöld taka ekki á þessu með þeirri eðlilegu tortryggni sem við höfum má kannski ígrunda hvort nokkur þörf sé á halda uppi eftirliti með erlendu vinnuafli. Þá væri e.t.v. styttra í sjálfstæði okkar en okkur grunar, kannski fjarar hraðar undan sjálfstæðinu en einfaldlega að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu sem tekur mjög vel á málum sem þessum.
Mosi
Sækja um leyfi fyrir 100 sérfræðinga frá Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2008 | 11:46
Skin og skúrir
Þær efnahagslegu hremmingar sem Íslendingar hafa sogast inn í að undanförnu voru lengi fyrirséðar. Við höfum teflt afar djarft á taflborði viðskiptalífsins, teygt okkur ansi langt og tekið ótrúlega áhættu með lántökum erlendis. Það var lengi varað við að Kárahnjúkavirkjun myndi draga efnahagslíf okkar töluvert niður í öldudalinn þegar framkvæmdum væri lokið en enginn mátti sjá fyrir að það yrði á sama tíma og bandarískir bankar höfðu einnig reist sér hurðarás um öxl. Nú er ríður syndafallið yfir, alþjóðleg efnahagskreppa grassérar yfir heiminum með fullum þunga og ekki er að sjá hvar þetta kunni að enda. Við Íslendingar höfum lifað langt um efni fram og höfum því miður ekki séð að okkur í tíma með forsælni og umfram allt nauðsynlegum sparnaði.
Í góðærinu sem nú er að baki eru því miður margir mjög skuldigir. Ætli margur Íslendigurinn sé ekki í svipuðu skuldafeni og Bjartur í Sumarhúsum lenti í þegar allt í einu varð verðfall á íslenskum útflutningsafurðum? Allt virtist ganga honum í hag, blessað stríðið færði honum auknar tekjur en svo kom fjárhagskreppann og standa þurfti í skilum þó svo tekjurnar hrukku mikið saman. Því miður tókst honum ekki að forðast gjaldþroti og Sumarhús voru slegin hæstbjóðenda á nauðungaruppboði.
Vestfirðingar hafa löngum verið taldir verið afburðasjómenn. Þeir ólust upp við mjög erfiðar aðstæður og hafa snemma þurft að taka sig á.
Mosi ólst upp við þann hugsunarhátt að gefast aldrei upp hversu mikið sem á móti blási. Þá er um að gera að halda ró sinni og halda sem best upp í vindinn meðan unnt væri, eða reyna undanhald og komast í skjól meðan versta veðrið gengi yfir.
Við verðum að vona að þessi óveðursský gangi fljótt yfir, en ef ekki, þá væri öllum hollt að draga seglin saman sem mest. Leggja fyrir sem unnt er og geta komist sem hagkvæmast yfir þetta áfall.
Eftir hressilega skúr skín sólin í heiði!
Mosi
Spáir illa fyrir íslenskum bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 16:51
Fyrir 40 árum
Nú bregður mörgum í brún um skyndlilegt fall á íslensku krónunni. Undanfarin ár hafa fáir gjaldmiðlar verið jafn stöðugir og íslenska krónan en nú kemur í ljós að stöðugleikinn virðist vera á brauðfótum að ekki sé dýpra tekið í árina.
Fyrir 40 árum máttu íslenskir alþýðumenn horfa upp á meira gengisfall:
24. nóv. 1967 var gengi krónunnar fellt um 24,6% og tæpu ári síðar eða 11.nóv. 1968 aftur um 35,2%. Á tímabili sem stóð innan við ár hafði bandaríkjadalurinn hækkað um nálægt 100% eða úr 43 krónum í 87. Allt efnahagslífið varð lamað við þetta og ástæðan var sú að síldveiðar brugðust, síldin hafði gjörsamlega horfið. Þá var útflutningsverðmæti Íslendinga að þriðja parti bundin síldarútflutningi.
Svona var nú það og þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn héldi um stjórnartaumana með Alþýðuflokknum, dugði það ekki til.
Nú er ekkert annað að gera en að doka og fylgjast með. Það sem mestu máli skiptir núna er að spara sem mest og losa sig sem mest við skuldir. Aðeins þolinmæði og þrautseigja dugar og að bíta á jaxlinn yfir því sem orðið er.
Mosi
Mesta gengisfall á einum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 08:39
Samúð með Tíbet
Gjörvöll heimsbyggðin fylgist gjörla með réttindabaráttu víða um heim. Tíbet hefur því miður verið í nær hálfa öld undir hernaðarhæl kínverska alþýðulýðveldisins. Víða hefur verið mótmælt en litlu hefur miðað áleiðis.
Nú hefur ungur maður fallið fyrir þeirri freistingu að láta verkin tala með því að ata rauðri málningu um tröppur kínverska sendiráðsins. Auðvelt er að skilja ástæður hans. En þetta er satt best að segja ekki á gráu svæði heldur kolsvörtu. Allir verða að bera virðingu fyrir sendiráðum, þau eru hluti af viðkomandi ríki og eiga að njóta fullkominnar verndar þess ríkis þar sem þau starfa. Á þessu byggist gagnkvæmur trúnaður og við viljum ekki að sendiráð okkar í Kína verði fyrir neinum skaða né að starfsfólki þess sé sýnd lítilsvirðing.
Við höfum rétt á að láta skoðanir okkar í ljós framan við erlent sendiráð en bera þarf fyllstu virðingu fyrir diplómatísku starfi. Meðan mótmæli eru friðsöm þá geta þau verið jafn áhrifamikil ef ekki áhrifameiri en að láta verkin tala. Við verðum ætíð að huga að mögulegum afleiðingum af því sem við framkvæmum. Oft er betra heima setið en heiman farið!
Mosi
Hellti rauðri málningu á sendiráðströppur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2008 | 08:27
Alvarlegt ástand
Eitt af mikilsverðustu hlutverkum ríkisvaldsins í lýðræðislegu réttarríki er að tryggja velferð og öryggi borgaranna. M.a. er löggæsla.
Það er mjög kyndugt að á undanförnum árum hafi dregið mjög úr starfsemi löggæslunnar rétt eins og verið sé aðkoma á móts við væntingar ýmis konar misyndismanna. Fyrir þeim er lögreglan aðeins til trafala.
Nú vaða uppi alls konar vandræðamenn og lögreglan fær litlu áorkað. Eiturlyf flæða um landið, ofbeldi eykst með hverju árinu sem líður, dómar yfir ofbeldismönnum fer fjölgandi. Á að draga úr starfsemi lögreglunnar undir slíkum kringumstæðum? Nei, það er ekkert sem mælir með því.
Mosa skilst að nú sé fjöldi lögreglumanna í algjöru lágmarki. Þeir eru álíka margir og var fyrir um aldarfjórðungi á höfuðborgarsvæðinu þó svo að íbúum hafi fjölgað mjög mikið og umsvif lögbrjóta hafi aukist. Á þessu þarf að ráða bót á og gera starf lögreglumanna auðveldara en andlegt og líkamlegt álag meðal þeirra hefur aukist óhóflega og nær ekki nokkurri átt.
Mosi
Minni þjónusta til þess að spara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 12:01
Eru menn alveg að tapa sér?
Nú á enn að vaða út í nýtt álævintýri, rétt eins og engum kemur það við nema örfáum hagsmunaaðilum. Þarna er um mjög flókið mál að ræða og með því að vaða blint út í svona vilpu er verið að taka vægast sagt mjög glannalega ákvörðun.
Hvarvetna um alla Evrópu er verið að endurskoða skattaumhverfi stórfyrirtækja. Núna er t.d. verið að leggja á sérstakan umhverfisskatt sem á að hvetja alla að draga sem mest úr mengun. Þeir sem menga beri að greiða fyrir það. Hér á Íslandi hafa yfirvöld sýnt af sér ótrúlega léttúð gagnvart þessum fyrirtækjum sem greiða mjög lágt orkuverð og fá auk þess að menga að vild án þess að greiða eina einustu krónu fyrir mengunarkvóta sem eðlilegt þykir í öllum réttarríkjum þar sem lýðræði er virt í einu og öllu.
Kannski við erum ekki í neinu réttarríki nema þá að nokkru leyti. Kannski ekki heldur í neinu lýðræðisríki, nema það sem kemur vissum hagsmunaaðilum að gagni. Verið er markvisst að þrengja hag þeirra sem minnst mega sín með einkavæðingu á margs konar sviðum: einkavæðing banka, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og jafnvel menntun. Allt þetta hefur dregið þann dilk á eftir sér að við erum að greiða hærri okurvexti en nokkurn tímann hefur sést á Íslandi. Við erum að finna fyrir lakari og dýrari heilbrigðisþjónustu. Hvað verður næst er ekki gott að segja.
Í fyrrasumar var samþykkt á Alþingi Íslendinga að íslenska ríkið færði álbræðslunni í Straumsvík stórgjöf, sem árlega nemur um hálfum milljarði króna hér eftirleiðis. Með afnámi svonefnds framleiðslugjalds var álbræðslunni sléttaður út þessi skattur án þess að annar kæmi í staðinn. Hins vegar var fyrirtækinu gert að skila inn skattskýrslum eins og öðrum fyrirtækjum og sæta því skattumhverfi sem fyrirtækjarekstri fylgir. Núna er með öðrum orðum hagkvæmara að greiða tekjuskatt og útsvar fyrir fyrirtæki þetta en að greiða þetta framleiðslugjald sem þó var sett af Sjálfstæðisflokknum fyrir um 40 árum!
Þarna hefði alla vega verið unnt að fara n.k. millileið með því að semja um að álbræðslan greiddi tilskilið umhverfisgjald vegna starfseminnar. En það liggur ætíð svo mikið á að semja við álfurstana að ekki má doka við nokkra stund og athuga sinn gang hvort verið sé að taka rétta ákvörðun.
Við Íslendingar þurfum að taka okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar og taka upp umhverfisgjald, skatt sem leggja ber á alla mengandi starfsemi. Við þurfum t.d. að breyta gjöldum ríkisins á brennanlegu eldsneyti og setja þessa skattheimtu á en draga úr á móti úr gjöldum á bensín og olíur.
Og hvað á að gera við þá miklu fjármuni sem inn koma?
Við Íslendingar stöndum frammi svo gríðarlega mörgum verkefnum að alltaf er mikil þörf á miklum tekjum til að reka almennilega opinbera þjónustu. Við erum með t.d. með mjög ófullkomnar almenningssamgöngur víða. Má t.d. nefna höfuðborgarsvæðið þar sem ekki nema um 4% íbúa nota sér strætisvagna. Við þurfum að efla skólastarf, félagsmál og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að styðja betur við mikilvæg verkefni á borð við skógrækt, klæða landið skógi t.d. neðri hluta fjallshlíða til að binda koltvísýring og draga úr mengun. Hér er fátt eitt talið.
Við þurfum að staldra við gagnvart frekari stóriðjudraumum. Margt bendir til að þeir kunna að snúast upp í martröð áður en yfir lýkur, ekki aðeins okkur sjálfum til verulegs ógagns heldur einnig börnunum okkar og öllum þeim kynslóðum sem eftir okkur koma til með að lifa í þessu landi.
Mosi
Framkvæmdir hafnar í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.3.2008 | 08:53
Ekki einfalt mál
Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein ásamt áliðnaðinum vaxið einna mest á Íslandi á undanförnum árum. Þessar atvinnugreinar eru í raun miklar andstæður ogbyggja á mjög ólíkum forsendum sem eiginlega fara ekki vel saman.
Vaxandi stóriðja hefur valdið ferðaþjonustunni miklum erfiðleikum m.a. vegna þess hve gengi íslensku krónunnar hefur orðið mjög hátt. Hagsmunir ferðaþjónustunnar er hins vegar að fá sem flestar krónur fyrir gjaldeyrinn!
Nú er olíulítrinn kominn í meira en 150 krónur. Það verður því dýrara með hverju árinu sem líður að aka ferðafólki um byggðir landsins. Því er spurning hvort ekki sé hyggilegt fyrir ferðaþjónustuna að aðlaga sig þessum gjörbreyttu rekstrarforsendum. Hugsa mætti sér styttri áfanga og breyta skipulögðum ferðum í þá átt að lengur sé dvalið í landshluta hverjum, m.a. með skipulagðri aukinni starfsemi í þágu ferðamanna í hverju héraði. Hefðbundin hringferð um landið sem er yfirleitt milli 2.500-3.500 km sé skipt upp í tvo áfanga. Egilsstaðir eru smám saman að verða mikilsverðari áfangi ferðaþjónustunnar og flugvöllurinn þar er vægast sagt mjög vannýttur.
Á þessu þarf að ráða bót.
Mosi
Áhyggjur af áhrifum bensínverðs á ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 14:20
Jarðhitinn og ferðamenn
Fyrir allmörgum árum var Mosi á tindi Pico de Teide, hæsta fjalli Spánar og er fjall þetta hluti fornar öskju á Teneriffe (Tenerife á ensku). Þarna var mjög kalt og hafði Mosi allan þann skjólgóða fatnað frá Íslandi meðferðis til að varast kuldann, lopapeysunni ógleymdri, nokkrum þýskum ferðamönnum til mikillrar undrunar meðan beðið var að komast með svifkláfnum upp í efri stöðina. Þeir voru hins vegar flestir léttklæddir og á stuttbuxum. Þegar út úr kláfnum kom, þá var um 10-12 stiga frost og vildu þeir komast sem fyrst niður aftur. En Mosi steðjaði af stað ásamt fjölskyldu sinni og þræddum við göngustíg upp fjallið gegnum hrauntröð sem minnti einna helst á Búrfellsgjá sunnan Hafnarfjarðar. Þarna eru víða glufur og var unnt að stinga köldum fingrum til að orna sér. Brennisteinsfnykurinn lét ekki á sér standa og satt best að segja hefur Mosi sjaldan fundið sig jafn mikið og hann væri heima hjá sér á Íslandi.
Nú er ekki lengur heimilt að ganga á Pico de Teide nema með afar ströngum skilyrðum. Ferðamenn hafa orðið þarna úti vegna vosbúðar og farið með léttúð um þetta varhugaverða fjall. Kláfferjan mun nú einungis vera notuð í þágu vísindanna enda þótti hún fremur afkastalítil og mikill kostnaður við rekstur hennar.
Á Lanzarote er eldfjallagarður og að jafnaði langar biðraðir ferðafólks að komast að. Undarlegt er að Suðurnesjamenn leggi ekki meiri áherslu á svona þjónustu en að vilja byggja enn eitt álverið. Svo er fyrir löngu orðinn grundvöllur fyrir öðru Bláu eða grænu lóni, unnt væri að útbúa eftirsótta baðströnd í Stóru Sandvík og efla ferðaþjónustu jafnvel allt árið. Jafnvel í kolbrjáluðu vetrarveðri heillar brimið úti við Reykjanesvita alla ferðamenn sem kynnast vilja náttúrunni.
Já, það er sitthvað sem við getum lært af öðrum þjóðum sem og að miðla af okkar miklu reynslu og þekkingu á sviði jarðhitanýtingar.
Mosi
Íslendingar rannsaka jarðhita á Kanaríeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 09:37
Mikið réttlætismál
Málefni frístundahúsaeiganda hafa verið í deiglunni frá því að nokkrir landeigendur stórhækkuðu lóðaleigu fyrir nokkrum árum. Eðlilega þykir mörgum súrt í broti að þurfa að greiða háar fjárhæðir í árleg leigugjöld fyrir þá aðstöðu sem þeir hafa í löndum landeigenda.
Sú óánægja sem landeigendur hafa sýnt gagnvart frumvarpi þessu er fyrst og fremst bundin við langa fresti sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Spurning er hvort unnt sé að stytta þá eða hafa fyrirkomulagið á einhvern annan hátt.
Öllu alvarlegri er sá ótti að þarna sé um afturvirkni laga að ræða. Nú er einn tilgangur frumvarpsins eins og eg hefi lesið það, að tryggja rétt leigenda fyrir óhóflegri hækkun leigugjalda eins og tilefni hefur verið vegna þessa máls. Því miður hefur borið á óhóflegri gróðafíkn landeigenda á hendur leigendum landsspilda og það er einmitt tilgangur laganna að setja reglur þar sem finna má meðalhófið og sanngirni.
Mosi
Landeigendur segja frumvarp brot á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar