Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
26.3.2008 | 18:13
Skelfilegt
Farandverkamenn búa í gámi í miðbæ Reykjavíkur þar sem engin hreinlætisaðstaða er. Þeir skvetta úr hlandkoppum sínum út á götu eða við næsta vegg. Hvar eu heilbrigðisyfirvöldin sem eiga að hafa eftirlit og taka út svona húsnæði? Þetta er eins og í svörtustu kreppunni.
Hvernig má þetta vera og komið er árið 2008?
Mosi
Búa í gámi í miðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 11:08
Hvað á seðlabankastjóri við?
Væri til of mikils mælst að seðlabankastjóri kveði skýrar að orði? Hálfkveðnar vísur eru jafnvel verri en ókveðnar. Þegar um æðsta embættismann peningamála er að ræða, þá þarf að skýra betur út fyrir þjóðinni hvað verið er að gefa í skyn.
Er það ekki einfaldlega einhver braskhugsunarháttur þeirra sem vilja skara betur að sinni köku sem hefur grafið undan krónunni?
Mosi
Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 10:04
Ýkjur í gúrkutíðinni
Eitt sinn lenti bandaríski rithöfundurinn Mark Twain (1835-1910) í því að vera talinn látinn. Þá var haft eftir honum að andlát sitt hafi verið stórlega ýkt!
Mosi
Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 09:29
Fyrsta bloggárið að baki
Í gær, 25.3. er ár liðið frá því Mosi tók upp á þeim fjanda að skrifa blogg. Sumum hefur sjálfsagt þótt nóg um málgleði Mosa sem vill gjarnan hafa skoðun á sem flestu sem gerist í íslensku þjóðlífi. Er þetta ekki annars mikilsverður þáttur að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi þar sem fjölbreyttastar skoðanir og viðhorf eiga að vera bornar fram? Eitt af því sem Mosi hefur lagt áherslu á er að forðast að taka of djúpt í árina og fara aldrei meiðandi eða lítilsvirðandi orðum um aðra. Mjög mikilvægt er að hafa það sama í huga og þegar lögmenn ávarpa starfsfélaga sinn í réttarsalnum: Háttvirtur andstæðingur! Í þýska þinginu, Bundestag, hóf eitt sinn J. Fischer þingmaður Græninga í Þýskalandi eitt sinn ræðu með þessu kostulegu fullyrðingu: Herr Bundeskanzler! Sie sind Arschloch. Auðvitað gekk Fischer of langt og var áminntur af forseta þingsins fyrir óviðurkvæmilegt orðaval. Í íslenskri þingsögu er frá síðari tímum eftirminnileg ummæli Ólafs Ragnars þá hann var fjármálaráðherra um Davíð Oddsson sem er í bakkafullan lækinn að endurtaka. Sama má segja ummæli Steingríms J. Sigfússonar um sama stjórnmálamann sem hann nefndi gungu og druslu sem auðvitað er á mörkunum. Davíð lét einu sinni hafa eftir sér um andstæðing sinn að hann væri Afturhaldskommatittur! Í skóla þeim sem Mosi hefur starfað í nær 14 vetur var mikið grín gert að þessu á matstofu kennara og einn tók upp farsímann hringdi eitt samtal og pantaði strax barmmerki sem á stóð Ég er afturhaldskommatittur og varð það tilefni að miklu gríni meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum.
Annars er alltaf gaman að setja saman texta og láta frá sér fara e-ð fræðandi og kannski e-ð skemmtilegt líka. Kannski gefst betra tækifæri ef svo fer að Mosi hættir vinnu í skólanum en hann hefur rétt á að fara í ársfrí á fullum launum, nokkuð sem venjulegum launamanni gefst kannski aðeins einu sinni á ævinni. Þá yrði tækifæri að sökkva sér í endalaust grúsk og skrif, leggjast í ferðalög og allt sem gaman er að gera. Það verður mikið um að vera að fylgjast með hvort sem er náttúran og umhverfið uppi á Mosfellsheiði eða í Borgarfirði þar sem fjölskyldan á sér dálítið afdrep í sveitinni. Þar er unnt að róa árabát nær endalaust á vatni, hjóla, ganga á fjöll og eftir skógarstígum og sitt hvað fleira. Svo er spildan þar sem við erum að rækta skóg en okkur tókst að gera hana fjárhelda síðastliðið vor eftir mikinn barning. Um kílómetra langa girðingu þurfti að endurbyggja og þarna eru næg verkefni til yndis og heilsubótar.
Svo er vorið og sumarið framundan. Í sumar verður Mosi starfandi sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna en ferðaþjónustan í ár mun sennilega loksins blómstra með hagstæðari ytri aðstæðum en nokkru sinni fyrr.
Með bestu kveðjum og þökk sé þeim öllum sem lagt hafa mér gott orð!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.3.2008 | 18:36
Er skynsemin loksins að vinna á?
Fyrir um tveim öldum síðan beitti Magnús Stephensen yfirdómari í Landsyfirréttinum sér fyrir því að útskúfun og helvíti yrði sungið í bann. Rökin voru einfaldlega þau að þessi hræðsluáróður kirkjunnar ætti ekki við nein skynsamlega rök að styðjast, hvergi væri unnt að sýna fram á hvar þetta helvíti væri né sanna tilvist þess. Ljóst er að á miðöldum útnotaði kaþólska kirkjan sér ótæpilega ofurvald sitt yfir fávísu og einföldu alþýðufólki. Þegar fréttist um stórgos í Heklu 1104 með tilheyrandi skelfilegum viðburðum var því tekið fegins hendi af kirkjunnar mönnum. Ekkert meðal var betra og áhrifaríkara en hræðslan við það ókunnuga. Og auðvitað var Hekla inngangurinn í þetta skelfilega helvíti þangað sem kolsvartir hrafnar með járnklóm færðu sálir hinna fordæmdu og ókristilegu manna sem voru ekki þess virði að geta talist til guðs barna. Áttu einkum Cisterciensmunkarmeginþátt í að útbreiða þennan nýja sannleik í klaustrinu Clairvaux í Norður Frakklandi. Kapéláninn Herbert skráði frægt rit Bók undranna um 1180 í klaustirunu og varð mjög útbreytt.
Svo virðist að þrátt fyrir viðleitni Magnúsar Stephensen og fleiri góða talsmenn skynsemistefnunnar séu ýmsir nútímamenn enn að burðast með þessar gömlu blekkingar. En óskandi ná Danir að útrýma helvíti sem aðrir hafa reynt fram að þessu.
Mosi
Helvíti andlegt frekar en líkamlegt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2008 | 18:06
Lögbrot?
Hvað kemur venjulegu fólki til að vera með líkamsleifar í fórum sínum? Hvernig hauskúpan hefur komist í vörslur viðkomandi verður væntanlega viðfangsefni lögreglunnar.
Nú eru það ævaforn lög að líkamsleifar skuli færa til grafar og þau jarðsett með tilhlýðilegri virðingu. Þessar reglur eru hvarvetna í mennigarríkjum virtar og þykir sjálfsagt að minning þess látna sé ekki misboðið.
Í íslenskum rétti er með öllu óheimilt að vera með líkamsleifar undir höndum. Tafarlaust ber að tilkynna lögreglu um beinafund eða líkamsleifar. Gömul bein hafa t.d. komið í ljós við vegagerð og aðra mannvirkjagerð og hafa t.d. vegagerðarmenn verið einna fundvísastir Íslendinga á kuml sem eru grafir úr heiðni. Bein hafa komið fram við uppblástur og landeyðingu t.d. í fjörunum neðan við Saurbæ á Kjalarnesi og Melum í Melasveit, hvoru tveggja gömlum kirkjujörðum og hafa þessir kirkjugarðar smám saman verið að eyðast vegna sjávargangs. Þegar bein hafa fundist, hefur þeim verið komið fyrir í kistum þeirra látnu sem jarðsettar hafa verið í næstu kirkjugörðum.
Fyrir langt löngu fundust bein í gömlum kirkjugarði við Straumfjörð vestur á Mýrum. Flest þeirra voru flutt úr landi til ítarlegrar rannsóknar og var ekki sátt um það enda var tilgangurinn nokkuð óljós. Af þessum beinum fréttist ekkert meir enda talið að þau hafi týnst í húsi sem varð fyrir loftárás í síðari heimsstyrjöldinni. Þó er talið að nokkur bein hafi komið í ljós fyrir nokkrum árum sem fundust í þaki húss við Vitastíg í Reykjavík en þá var verið að undirbúa viðgerð og endurgerð þess. Í ljós kom að læknastúdent mun hafa átt heima í húsinu og hafi sennilega lætt beinunum undir rjáfrið áður en hann yfirgaf vistarveru sína.
Frægt er beinamálið fyrir rúmum 60 árum þegar rómantíkin greip fram fyrir skynsemi manna og nokkrir þjóðþekktir Íslendingar létu hafa sig að fíflum vegna meintra beina úr þjóðskáldinu Jónasi. Nóbelsskáldið okkar lét það mál til sín taka á eftirminnilegan hátt og varð flutningur þessara beina eitt það furðulegasta uppátæki í sögunni og er líst allvel í Atómstöðinni sem kunnugt er.
Ljóst er að sumar starfsstéttir hafa hauskúpur undir höndum, t.d. læknar. Þar er um að ræða vörslu hauskúpu t.d. í vísindaskyni þó svo að það kunni að vera mjög umdeilanlegt. Í þeim tilvikum er um innflutning hauskúpa frá þriðja heiminum þar sem landslög kunna að vera götótt og sömuleiðis má segja um innflutning en hann er væntanlega háður mjög ströngum skilyrðum.
En vonandi fæst einhver niðurstaða í þessu einkennilega máli. Á meðan er unnt að geta sér til um allt mögulegt og meðan engum haldbærum vísbendingum er fyrir að fara eru allir möguleikar opnir.
Mosi
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 17:40
Snemma beygist krókurinn
Dapurlegt er að kosningasvindl er oft á tíðum það allra fyrsta sem lýðræðið situr uppi með. Margar skyldur fylgja lýðræðinu en það hefur einnig ótalmarga kosti fram yfir annað stjórnarfyrirkomulag.
En óskandi gengur betur næst þegar kosið verður í Zimbave hvort sem það verður á næstu vikum eða síðar.
Mosi
Grunur um kosningasvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 19:14
Að berjast með grjóti og prikum
Allt ofbeldi er fyrirlitlegt í hvaða mynd sem er.
Af hverju hefur Kína lagt undir sig þetta fátæka land í háfjöllum Asíu? Er þetta ekki arfur frá nýlendutímanum: að ráða yfir sem mestu landi og kúga aðrar þjóðir? Svo þegar fólki finnst nóg af því góða, grípur það til ýmissa ógæfuverka, fremur skemmdarverk, tekur grjót sér í hönd til að kasta í glerrúður eða jafnvel lögregluna. Sumir hafa prik til að berjast með gegn vopnuðu setuliði. Það er ójafn leikur og þessi sýndarleikur er fyrir fram tapaður. Sá sem ræður yfir nægu liði og vel búnu nær alltaf yfirhöndinni.
En hvers vegna grípur fólkið í Tíbet ekki til sama ráðs og þegar Gandhi sigraði Breta? Þeir settust einfaldlega niður á götuna og hófu allsherjarverkfall. Það var áhrifaríkt, sennilega beittara vopn en grjótið og prikið.
Það á að vera takmark hverrar kúgaðrar þjóðar að ná árangri í baráttu sinni gegn kúguninni. Því verður best náð með friðsamlegri baráttu og góðri fjölmiðlun.
Mosi
Myndband ferðamanns í Tíbet | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 18:33
Tilviljun eða tilbúningur?
Þegar kringumstæður virðast vera heppilegar fyrir stríðsforsetann George Bush, skríður þessi furðufugl Osama bin Laden út úr skúmaskoti sínu. Með fullkomnasta njósnabúnaði getur CIA eða KGB og nánast hvert einasta njósnahreiður í heiminum fylgst gjörla með öllu sem lífsanda dregur. Árum saman hefur mesta herveldi heims verið á höttunum eftir þessum manni sem á að vera fullur hatri og fyrirlitningu á öllu því sem vestrænt er.
Í byrjun september 2001 þegar þessi ósköp dundu yfir þar vestra var fjölskylda þessa voðalega manns flutt með leynd út úr Bandaríkjunum. Hvers vegna í ósköpunum var sú ákvörðun tekin þegar gefið var í skyn að þessi Osama hafi staðið þar að verki? Nú mætti ætla að nánustu fjölskyldumeðlimir væru lykilvitni í þessu máli ef svo hefði verið. En þessi rannsókn var að sögn kunnugra á þessu sviði æríð flaustursleg og ekki allt það rannsakað sem þó væri ástæða til.
Nú var fjöldi manns handtekinn um heim allan þegar ekki gekk nógu vel að hafa í hári þeirra sem grunaðir voru um illdæðin og í veðri látið vaka að þeir væru stórhættulegir. Flogið var með þá vítt og breytt um heiminn ýmist til eða frá Guentanamó fangelsinu illræmda sem bandaríkjastjórn kom á fót utan við lög og rétt. Vitað er að fangarnir voru fluttir til landa sem Bushstjórnin hefur samið við þar sem pyntingar voru ýmist heimilaðar eða að þau voru ekki aðilar að mannréttindasáttmálum. Amnesty international hefur unnið mjög mikilsvert starf að fylgjast með þessu mesta feimnismáli nútímasögu ríkis sem þó telur sig vera í fararbroddi lýðræðis og mannréttinda!
Þessi umdeildi Osama bin Laden er e.t.v. einhver fígúra sem stjórn Bush hefur búið til að unnt sé að réttlæta umdeilt stríð í Írak og ófyrirgefanleg margvísleg mannréttindabrot víða um heim á vegum bandarískra yfirvalda og þau væntanlega bera ábyrgð á. Á dögum Kalda stríðsins voru það illmennin kommúnistarnir í Kreml sem var sú áþreyfanlega Grýla sem alltaf var unnt að vísa á. Svo kom Gorbasjov sem sýndi af sér ótrúlega framgöngu manns sem tók á þessum málum á ákaflega skynsaman og eðlilegan hátt. Ekkert ríki heims hafði efni á að halda þessu m vitleysisgangi með tilheyrandi ógnarjafnvægi undir skugga kjarnorkusprengjunnar. Skyldur samfélagsins væru aðrar, að þjóna fólki en ekki hernaðarhyggjunni sem hefur því miður oft á sínum snærum furðulega bíræfna sölumenn dauðans.
Mosi vill vera varkár gagnvart svona hræðsluáróðri jafnvel allt að því tortrygginn enda ástæða til. Lögleysan veður því miður hvarvetna uppi og ekki er unnt að koma lögum yfir þá sem hafa fólk að fíflum. Einu sinni las Mosi ýkjusögurnar af Munchhausen barón sér til gamans og skemmtunar. Þessi fígúra, Osama bin Laden virðist vera af sama toga sprottin en hann virðist vera ærið herskár að því er virðist vera. Hann virðist færa sig í aukana þegar Bush rekur í vörðurnar og e-ð er að fara úrskeiðis hjá þeim í Pentagón. Áhrif Osama bin Ladens beinast fyrst og fremst að hvetja áhrifagjarnar einfaldar sálir til óskynsamlegra athafna sem beinast fyrst og fremst að valda óbreyttum borgurum dauða og örkumlan. Þessi hermdarverk eru engum guði til dýrðar, hvorki Allah, Jehóve, Sjiva, Brahma, Búddha, Óðni, Frey og Þór, né neinum öðrum guðum sem maðurinn hefur með frjou hugmyndaauðgi sinni gegnum tíðina búið sér til.
Ætli þessir gömlu karlar hafi ekki þótt meira til friðarins komið en að allt væri á tjá og tundri í kringum þá engum til gagns, nema auðvitað þeim sem gátu grætt á heimskunni.
Með bestu páska- og friðarkveðjum úr Mosfellsbæ
Mosi
Bin Laden hótar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 13:11
Er ekkert heilagt í BNA?
Þessi draugur úr fortíðinni nota andstæðingar til að koma höggi á Hillary Clinton. Þetta kostulega Lewinsky mál á nú að ganga aftur til að koma í veg fyrir að þessari einu konu í forsetakosningunum í BNA að verða valinn forseti.
Andstæðingar hennar hafa ekkert merkilegra að bjóða kjósendum í undirbúningi þessarar kosningu en að klína á hana fremur ómerkilegu máli sem kostaði bandaríska skattborgara umtalsverðar fjárhæðir. Meira fé var eytt í að rannsaka það hneyksli en þessi gríðarlegu hermdarverk sem framin voru 11.sept. 2001.
Hún sýndi marga sína bestu mannkosti þegar orrahríðin stóð sem hæst gegn eiginmanni hennar. Hún valdi að standa að baki honum, þó svo að hann hefði orðið fyrir þessum mannlega breiskleika og hrösun í lífinu. Fyrirgefningin og samúðin var henni e.t.v. mikilvægari en að ganga í lið með þeim sem vildu ganga í skrokk á eiginmanni hennar. Var kannski peðinu Moniku Lewinsky att út í þennan varhugaverða leik, skipulögðum af hernaðaröflunum í BNA til að koma Clinton í koll og þar með frá valdastól forseta?
Nægur auður var til að eyða í þessa rannsókn, en peningar voru af skornum skammti til að rannsaka hermdarverkin. Kannski vissu yfirvöldin meira um þessi hermdarverk sem fyrirhugðuð voru og það kæmi stríðsforsetanum Bush að meira gagni að aðhafast ekkert til að fá honum betra tækifæri upp í hendurnar að fara sínu fram?
Einkennilegt er að í BNA virðist ekki gilda neinn lagabókstafur þegar um persónuvernd einstaklingsins um birtingu gagna. Í fréttinni kemur fram að nú hafi ný skjöl verið lögð fram sem varðveitt hafa verið í Þjóðskjalasafni BNA. Þegar um skjöl sem varða þjóðaröryggi er þeim haldið lokuðum í áratugi.
Svona léttúð sem beint er gegn forsetaframbjóðanda er Mosa gjörsamlega sem lokuð bók.
Mosi
Lewinskymálið skýtur á ný upp kollinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 243585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar