Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
31.3.2008 | 18:42
Breyta þarf tekjustofnum
Ljóst er að þessi tekjustofn ríkisins um eldsneytisgjald er gamaldags og barn síns tíma. Auðvitað ætti þetta gjald sem tiltekur vissan krónufjölda eða prósentur að heyra sögunni til. Nauðsynlegt er að fara svipaða leið og í nágrannaríkjunum en þar hefur skattkerfi nútímaríkisins verið gjörbreytt með nýjum áherslum og viðhorfum. Lykilatriðið er að taka þarf upp nýjan skatt: umhverfisskatt þar sem öll mengandi starfsemi verður skattlögð hvort sem er útblásturinn kemur frá stóriðju, bílum, flugvélum, skipum eða einhverri annarri stafsemi. Leggja þarf umhverfisskatt á ýmsa neyslu t.d. nagladekk, flugelda, tóbak sem og annað sem veldur mengun. Hugsa sér hve það hefði hvetjandi áhrif að aðrir kostir fyrir samgöngur væru skoðaðir og myndu efla þegar í stað nýtingu rafmagns í þágu samgangna. Rafmagnsnotkun veldur sáralítilli mengun.
Við verðum að líta á skattkerfið öðrum augum en þegar þessir gömlu skattar voru lagðir á sem voru fyrst og fremst til að afla ríkissjóði fjár.
Með alþjóðasamningunum um umhverfismál sem kenndur er við Kyoto er verið að hvetja ríki heims að móta stefnu þar sem ríki heims eru hvött til að beita sér fyrir að draga úr mengun. Auðveldast er að skattleggja hana til að afla tekna fyrir að binda koltvísýring sem og önnur mengandi lofttegundir og aðra starfsemi.
Mosi
Árni reiðubúinn til viðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 08:00
Slæmt fordæmi
Ekkert er betur til þess fallið að grafa undan réttarríkinu en að hunsa landslög. Að loka götum og tölum ekki um helstu umferðaræðum að þarflausu í trássi við lögregluna er grafalvarlegt lögbrot. Meira að segja eru ákvæði um það í hegningarlögunum sem leggja háar refsingar við slíkum verknaði.
Mosi fagnar því að lögreglan sýni á sér rögg og taki á þessu. Þeir sem hvetja til þessara mótmæla eiga að gera það með öðrum hætti sem er jafnvel áhrifaríkari en mótmæli af þessu tagi. Þau eru auk þess mjög slæmt fordæmi. Hvað myndi þjóðin segja ef t.d. eldri borgarar hættu lífi sínu hópum saman með stafina sína og hækjurnar og reyndu að loka umferðaræðum? Ekki hafa þeir sömu tækifæri að mótmæla eins og vörubílsstjórar.
Ef lögreglan myndi ekki til sín taka hvað væri þá næst á dagskrá? Að loka t.d. flugvöllum? Tiltölulega auðvelt væri að trufla flug á Reykjavíkurflugvelli og jafnvel á Keflavíkurflugvelli með svona ólögmætum aðgerðum. Mótmælendur sýna með þessu slæmt fordæmi!
Mosi
Viðbúnaður vegna umferðatafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 22:56
Furðuleg fjársöfnun
Fyrir rúmlega tveim áratugum var Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Hann var sem margir aðrir menntamálaráðherra nokkuð umdeildur og m.a. skipaði hann Hannes Hólmstein lektor við Félagsvísindadeild. Ef Mosi man rétt var þessi staða glæný, sérstaklega klæðskerasniðin fyrir Hannes Hólmstein og var því af þeim ástæðum eigi auglýst laus til umsóknar. Svona hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn að jafnaði séð um sína!
Hannes hefur ætíð þótt harður í horn að taka, hefur yfirleitt haft öðruvísi skoðanir á þjóðmálum en flestir aðrir í samfélaginu og hefur að jafnaði skipað sér sem sérstakur málssvari þeirra sem betur mega sín, gróðamanna, iðnjörfa og fésýslumanna. Hví í ósköpum taka þeir auðmenn sem telja sig vera kunningja og vini Hannesar þessa, að safna fé nokkurt honum til handa? Í staðinn slá þeir saman í rándýra auglýsingu til að sníkja fé hjá grandvöru sem grunlausu fólki sem e.t.v. telja að þarna sé einhver sem sé á flæðiskeri staddur. Það má því telja furðulegt að ekki sé dýpra tekið í árina, að vinir og kunningjar Hannesar, ef um sanna vini og kunningja sé rétt að ræða, að þeir auglýsi fjársöfnun til bjargar Hannesi sem nú nýverið var dæmdur fyrir stórtækan ritstuld, nokkuð sem þykir vera mjög alvarleg yfirsjón við virtan háskóla sem yfirvöld gjarnan vilja sjá meðal 100 fremstu háskóla heims!
Einu sinni þótti það versta sem gat komið fyrir alþýðumann að segja sig til sveitar og þiggja sveitarstyrk. Það þótti niðurlæging hin versta enda fylgi það að viðkomandi glataði borgaralegum rétti sínum að kjósa til Alþingis og sveitarstjórna. Ef Mosi væri í sporum Hannesar þessa, þá væri hann æfur þessum vinum og kunningjum fyrir þetta frumhlaup. Hefði ekki verið betra að klóra sig fram úr vandanum og láta nokkuð fara frá sér sem gæti gefið honum e-ð í aðra hönd? Honoré de Balzac var rithöfundur einn ágætur suður í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Ólafur Hansson prófessor í sögu lýsti honum í riti sínu Mannkynssaga handa æðri skólum, var nefnd símaskráin: Hann var nautnamaður og eyðsluseggur og því alltaf skuldum vafinn. Varð hann að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í lánadrottnara sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á bezta aldri af ofþreytu og kaffieitrun... Margar sögur hans snúast um baráttu manna um peningana og hvernig leit manna að hamingju kemur oftast fram í fégræðgi.
Þetta mætti Hannes athuga gaumgæfilega enda hann sjálfur mjög lipur penni og hæfileikamaður góður þó fjarri fari að Mosi sé sammála honum, öðru nær. Andstæðar skoðanir og sjónarmið ber að virða enda það í góðu samræmi við hvernig lýðræði verður best praktísérað. En það þarf auðvitað alltaf að vera gagnkvæmt. Það er reyndar mikilsvert að allir hafi skoðanir á sem flestu en öllu mikilvægara að færa góð og gild rök fyrir þeim.
Óskandi er að Hannes nái að krafsa sig út úr þessum veraldlegu þrengingum en öllu betra væri að hann næði að átta sig á að sú veraldarhyggja sem hann hefur veðjað á, virðist hafa snúið við honum baki og gleymt honum. Er því ekki fyllsta ástæða að hann athugi sinn gang hvort frjálshyggjan sé ekki eftir allt saman einhver draumsýn sem leiðir marga út í botnlausa keldu þar sem bjargir geta verið allt að því vonlausar.
Mosi
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2008 | 08:27
Grafalvarlegt mál
Góð og traust löggæsla er mikilvæg í hverju sjálfstæðu ríki. Fyrir stuttu síðan voru embætti tveggja sýslumanna á Suðurnesjum sameinuð undir yfirstjórn eins. Nú var komin nokkur reynsla á þetta nýja fyrirkomulag sem hefur skilað góður árangri. Allt í einu er tekin ný ákvörðun um róttæka breytingu að skipta embættinu aftur!
Nú er dómsmálaráðherra í Chile við athöfn að leggja hönd á plóg við smíði nýs varðskips. Við venjulegir borgarar erum agndofa yfir því að þessi breyting á embætti sýslumanns á Suðurnesjum sé ekki betur undirbúin og rökstudd. Stykja þarf betur bæði löggæslu og tollgæslu vegna starfseminnar á flugvellinum enda er hann aðalleiðin inn og út úr landinu. Gera þarf smygl á eiturlyfjum og öðrum vafasömum varningi helst með öllu ómögulegan með öllum tiltækum ráðum. Þetta eru mjög krefjandi störf en nauðsynleg og stjórnvöld þurfa að sinna þessu betur en verið hefur.
Mosi
Lögreglustjóri á Suðurnesjum sagði upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 21:32
Brot á hegningarlögum?
Spurning hvort athæfi flutningabílsstjóra í dag þegar þeir mótmæltu með því að stöðva stóra flutningabíla í Ártúnsbrekku í dag. Spurning hvort þeir hafa gerst brotlegir gegn eftirtöldum lagaákvæðum almennra hegningarlaga með athæfi sínu:
XVIII. kafli. Brot, sem hafa í för með sér almannahættu.
168. gr. Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða eða annarra slíkra farar- eða flutningatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum, án þess að verknaður hans varði við 165. gr.[flugrán], þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum
1) [Sama gildir ef raskað er öryggi botnfastra mannvirkja á landgrunninu.]
Ef brot er framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári].
XIX. kafli. Ýmis brot á hagsmunum almennings.
176. gr. Ef maður veldur með ólögmætum verknaði verulegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma- eða útvarpsrekstri eða rekstri stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.
Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða [fangelsi] allt að 6 mánuðum.
Ljóst er að þetta er grafalvarlegur verknaður sem engar málsbætur eru fyrir þó svo að almennur skilningur sé fyrir hvers vegna flutningabílsstjórar tóku sig saman að mótmæla háu olíuverði. Ekki má undir neinum kringumstæðum hindra og valda slysahættu í Ártúnsbrekku. Þetta er slæmt fordæmi og helstu umferðaræðar höfuðborgarsvæðisins eiga ekki að vera vettvangur mótmæla enda þær stórhættulegur vettvangur.
Hins vegar mættu flutningabílsstjórar alvarlega athuga hvort ekki væri réttara að beita sér fyrir málstað sínum gegn þeim aðilum sem málið varðar og geta haft áhrif á að skattheimtu sé breytt. Hvers vegna ekki að mótmæla fyrir utan Stjórnarráðið, Alþingishúsið eða þar sem ráðamenn eru. Kannski mætti leggja flutningabílum fyrir utan Stjórnarráðið enda yrðu landsfeðurnir fremur varir við lýðræðisleg og friðsamleg mótmæli þar.
Svo er auðvitað söfnun undirskrifta og skrif í blöð og fjölmiðla mjög áhrifarík í samfélaginu.
Sjálfur telur Mosi að ríkisvaldið eigi að gjörbreyta þessari skattheimtu með það í huga að hvetja alla sem mest til aukinnar hagkvæmni. Hvers vegna ekki að taka upp umhverfisgjald á alla mengandi starfsemi og þá væri gott svigrúm að lækka stórlega þessi gömlu gjöld á bensíni og brennsluolíum?
Mosi
Lokun vegarins háalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 16:18
Ágengi ríkisvaldsins
Mosfellsheiði er kennt við kirkjustaðinn Mosfell í Mosfellssveit, nú Mosfellsbæ, sem er gamalt kirkjulén frá því fljótlega eftir siðaskipti. Mosfellsbringur og síðar Seljabrekka byggðust út úr Mosfellslandinu en þar voru áður víðlendir birkiskógar. Skömmu eftir miðja 17. öld kemur Brynjólfur Sveinsson byskup í Skálholti að vísitéra Mosfell. Þá sat kirkjulénið sr. Einar Ólafsson sem hefur sjálfsagt verið ósköp vingjarnlegur og góðsamur prestur. Brynjólfur fann mjög að við klerkinn að hann léti afskiptalaust að bændur nytjuðu kirkjulandið á heiðinni án þess að gjald (tollar) væru greiddir. Bændur nytjuðu heiðina bæði til beitar og einnig var selstaða víða. Var þá farið að ganga nokkuð á skóginn þegar þarna var komið sögu. Því miður hvarf skógurinn algjörlega og er hann víðast hvar horfinn um norðanverða heiðina í byrjun 18. aldar þá Árni Magnússon og Páll Vídalín tóku saman jarðabók yfir Kjósarsýslu. Voru þá einungis skógarleifar í landi Elliðakots (Helliskots) sem kóngurinn átti.
Í fréttinni er rætt um Stóra-Mosfellslands. Stóra-Mosfell er mér einungis kunnugt í heimild frá 19. öld en Mosfellsjörðinni er skipt undir lok 17. aldar er sr. Einar er fyrr er nefndur tók sér kapélán (aðstoðarprest) sem hét Pétur Ármannsson. Pétur þessi þótti nokkuð drykkfelldur og fóru ýmsar sögur af honum. Líklega hefur gamla prestinum þótt ami af nærveru Péturs og ekki er ósennilegt að hann hafi látið undan að sr. Pétur fékk Minna-Mosfell í ábúð.
Um miðja 19. öld hófst byggð í Mosfellsbringum rétt ofan við Helgufoss í Köldukvísl, mjög snotur staður að sumri til. Í hvamminum neðan við fossinn eru rústir af mjög gömlu seli sem nefnt hefur verið Helgusel.
Seljabrekka var undanskilin frá Mosfellslandi á 3ja áratugnum. Stóð til að sá bær yrði nefndur Heiðarhvammur en það þótti hreppsstjóranum sem þá var Björn Bjarnarson, afi Sigurðar Heiðars blaðamanns of kuldalegt nafn. Átti hann frumkvæði að nafninu Seljabrekka enda er gamalt sel, Jónssel, skammt innan við bæinn og mun vera mjög fornt.
Skömmu eftir 1930 seldi Ríkissjóður f.h. Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Mosfellskirkju Mosfellshreppi heiðarlandið. Það er því nokkuð einkennilegt að þetta sama ríkisvald vilji endurheimta með yfirgangi þetta sama land.
Það er góð frétt að héraðsdómur Reykjavíkur skuli hafi dæmt Mosfellsbæ og Seljabrekkubónda sýkna og rétta eigendur að þeim löndum sem krafin voru enda eru engin rök hvorki sanngjörn né lagaleg sem styðja þessar óvægu kröfur ríkisvaldsins. Annars er undarlegt að svo virðist vera til nægt fé að hafa lönd af bændum og sveitarfélögum. Þetta mikla fé þyrfti fremur að nýta betur í þágu samfélagsins en ekki í endalaust lögfræðistappsem skilar engum árangri en skilur eftir því meiri réttaróvissu og óánægju.
Mosi
Mosfellsheiðarland ekki þjóðlenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 14:25
Bakkafjöruhöfn er raunhæf!
Ljóst er að jarðgöng út í Heimaey er bæði mjög dýr og erfið framkvæmd m.a. vegna jarðlaga og auk þess er ekki nein reynsla með gerð jarðganga í námunda við virk eldsumbrotasvæði. Lausnin með Bakkafjöruhöfn er því einn vænlegasti kosturinn og undirbúningurinn er kominn það langt að það væri eins og að kasta peningunum í sjóinn ef framkvæmdir hefjast ekki. Vegagerðin telur að bæði gott og nægjanlegt grjót sé í fjöllunum vestan við Eyjafjallajökul og þessi framkvæmd er gott svo vel komin á áætlun. Eftir er að sjá hvort athugasemdir verði gerðar vegna umhverfismats en ekki er vitað um neina umtalsverða annmarka að svo stöddu og almennt er ánægja með þessar fyrirhugðuðu framkvæmdir.
Sjálfsagt er að hafa aðrar skoðanir á þessu sem öðrum málum en við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að velja hagkvæmustu leiðina. Bakkafjöruhöfn er raunhæf!
Mosi
Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 12:50
Dapurleg lesning
Ósköp er dapurlegt að renna yfir það langa svar Árna M. Mathiesens setts dómsmálaráðherra við spurningum Tryggva Gunnarssonar umboðsmanns Alþingis. Sérstaklega ber að staldra við þessa fullyrðingu:
Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar úrlausnarefnisins kunni að vera mótað fyrirfram.
Hvernig á að skilja þetta öðru vísi en að ráðherran telur sig vera hafinn yfir allan efa? Hann lítur niður á umboðsmann Alþingis. Ráðherrann er ráðherra allrar þjóðarinnar, ekki aðeins hluta þjóðarinnar eins og hann kannski telur sig vera kjörinn til. Með því að taka að sér ákveðið hlutverk í trúnaaðrstöðu ber honum að gæta þessa. Margir líta á þetta sem hroka og valdagleði gagnvart þjóðinni þar sem verið var að draga einn umsækjanda að dómaraembætti fram yfir aðra sem höfðu þó bæði lengri og víðtækari reynslu en sá sem naut hylli ráðherrans. Bréf ráðherrans er staðfesting þessa að hann er fastur fyrir á þessari skoðun sem vægast sagt er eins og blaut tuska framan í alþjóð.
Þegar Mússólíni var gagnrýndur á sínum tíma í ítalska þinginu, átti hann til að ausa ótæpt úr skálum reiði sinnar og hellti sér yfir andstæðinga sína. Því miður virðist þessi háttur verða síalgengari í íslenskum stjórnmálum. Í stað þess að sína smávegis iðrun, sjá að sér og biðjast afsökunar: mér varð á í messunni og bið forláts o.s.frv., þá virðast landsfeðurnir hins vegar forherðast rétt eins og þeir séu í einhverju vonlausu stríði þar sem barist er til hinsta blóðdropa. Mússólíni er vond fyrirmynd!
Óskandi væri að við sitjum ekki lengi úr þessu uppi með landsfeður uppfulla af einhverjum gikkshætti og dramssemi. Ráðherra á að vera vel menntaður, réttlátur, réttsýnn og víðsýnn en umfram allt þeim mannlegu eiginleikum búinn að þora að játa sig hafa tekið ranga ákvörðun.
Mosi
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 08:27
Allt of mikil hækkun
Um 50% er allt of mikil hækkun, úr um 70 kr í 100 kr! Hver eru skilaboðin til þeirra sem minnst mega sín í samfélaginu?
Mjólkin hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2008 | 18:26
Tveir heimar
Gleðilegt er að einhvers staðar er til fólk sem sér einhvers staðar glætu í íslensku samfélagi þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar og fallandi gengi hlutabréfa.
Þær eru annars ekki sérlega uppbyggilegar fréttirnar frá Íslandi þar sem ofbeldi virðist verða æ grófara og verra en verið hefur. Fréttir eru af farandverkamönnum búa í gámi í miðbæ Reykjavíkur þar sem engin hreinlætisaðstaða er og þeir skvetta úr hlandkoppum sínum út á götu eins og verstu slömmum erlendis í þróunarlöndunum. Yfirvöld virðast annað hvort vilja ekki hafa neina vitneskju um þetta eða þau eru gjörsamlega vanbúin að glíma við þessi verkefni.
Annars er mjög dapurlegt hve íslenska ríkisstjórnin virðist vera reikul og ráðþrota gagnvart öllum þeim vandræðum sem við Íslendingar standa frammi fyrir. Í stað þess að bretta upp ermarnar og taka til hendinni er ekkert gert. Hvernig myndu blessaðir karlarnir í ríkisstjórninni gera ef þeir væru úti á rúmsjó í opnum hriplekum bát? Myndu þeir reyna að ausa bátinn eða róa lífróður í land? Eða ætli þeir loki bara augunum og biðji guð almáttugan um að bjarga sér?
Það skyldi þó aldrei vera?
Svo virðist sem draumaheimurinn og bitur raunveruleikinn togist á.
Mosi
Segir Ísland afar vel rekið land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 243586
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar