Furðuleg fjársöfnun

Fyrir rúmlega tveim áratugum var Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Hann var sem margir aðrir menntamálaráðherra nokkuð umdeildur og m.a. skipaði hann Hannes Hólmstein lektor við Félagsvísindadeild. Ef Mosi man rétt var þessi staða glæný, sérstaklega klæðskerasniðin fyrir Hannes Hólmstein og var því af þeim ástæðum eigi auglýst laus til umsóknar.  Svona hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn að jafnaði séð um sína!

Hannes hefur ætíð þótt harður í horn að taka, hefur yfirleitt haft öðruvísi skoðanir á þjóðmálum en flestir aðrir í samfélaginu og hefur að jafnaði skipað sér sem sérstakur málssvari þeirra sem betur mega sín, gróðamanna, iðnjörfa og fésýslumanna. Hví í ósköpum taka þeir auðmenn sem telja sig vera kunningja og vini Hannesar þessa, að safna fé nokkurt honum til handa? Í staðinn slá þeir saman í rándýra auglýsingu til að sníkja fé hjá grandvöru sem grunlausu fólki sem e.t.v. telja að þarna sé einhver sem sé á flæðiskeri staddur. Það má því telja furðulegt að ekki sé dýpra tekið í árina, að vinir og kunningjar Hannesar, ef um sanna vini og kunningja sé rétt að ræða, að þeir auglýsi fjársöfnun til bjargar Hannesi sem nú nýverið var dæmdur fyrir stórtækan ritstuld, nokkuð sem þykir vera mjög alvarleg yfirsjón við virtan háskóla sem yfirvöld gjarnan vilja sjá meðal 100 fremstu háskóla heims!

Einu sinni þótti það versta sem gat komið fyrir alþýðumann að segja sig til sveitar og þiggja sveitarstyrk. Það þótti niðurlæging hin versta enda fylgi það að viðkomandi glataði borgaralegum rétti sínum að kjósa til Alþingis og sveitarstjórna. Ef Mosi væri í sporum Hannesar þessa, þá væri hann æfur þessum vinum og kunningjum fyrir þetta frumhlaup. Hefði ekki verið betra að klóra sig fram úr vandanum og láta nokkuð fara frá sér sem gæti gefið honum e-ð í aðra hönd? Honoré de Balzac var rithöfundur einn ágætur suður í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Ólafur Hansson prófessor í sögu lýsti honum í riti sínu „Mannkynssaga handa æðri skólum, var nefnd „símaskráin“: „Hann var nautnamaður og eyðsluseggur og því alltaf skuldum vafinn. Varð hann að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í lánadrottnara sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á bezta aldri af ofþreytu og kaffieitrun... Margar sögur hans snúast um baráttu manna um peningana og hvernig leit manna að hamingju kemur oftast fram í fégræðgi“.

Þetta mætti Hannes athuga gaumgæfilega enda hann sjálfur mjög lipur penni og hæfileikamaður góður þó fjarri fari að Mosi sé sammála honum, öðru nær. Andstæðar skoðanir og sjónarmið ber að virða enda það í góðu samræmi við hvernig lýðræði verður best praktísérað. En það þarf auðvitað alltaf að vera gagnkvæmt. Það er reyndar mikilsvert að allir hafi skoðanir á sem flestu en öllu mikilvægara að færa góð og gild rök fyrir þeim.

Óskandi er að Hannes nái að krafsa sig út úr þessum veraldlegu þrengingum en öllu betra væri að hann næði að átta sig á að sú veraldarhyggja sem hann hefur veðjað á, virðist hafa snúið við honum baki og gleymt honum. Er því ekki fyllsta ástæða að hann athugi sinn gang hvort frjálshyggjan sé ekki eftir allt saman einhver draumsýn sem leiðir marga út í botnlausa keldu þar sem bjargir geta verið allt að því vonlausar.

Mosi 


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

jamm ,,Öll dýr eru jöfn en sum eru jafnari en önnur" ef ég man rétt. Animal Farm, snilldarbók.

Skaz, 31.3.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband