Bakkafjöruhöfn er raunhæf!

Ljóst er að jarðgöng út í Heimaey er bæði mjög dýr og erfið framkvæmd m.a. vegna jarðlaga og auk þess er ekki nein reynsla með gerð jarðganga í námunda við virk eldsumbrotasvæði. Lausnin með Bakkafjöruhöfn er því einn vænlegasti kosturinn og undirbúningurinn er kominn það langt að það væri eins og að kasta peningunum í sjóinn ef framkvæmdir hefjast ekki. Vegagerðin telur að bæði gott og nægjanlegt grjót sé í fjöllunum vestan við Eyjafjallajökul og þessi framkvæmd er gott svo vel komin á áætlun. Eftir er að sjá hvort athugasemdir verði gerðar vegna umhverfismats en ekki er vitað um neina umtalsverða annmarka að svo stöddu og almennt er ánægja með þessar fyrirhugðuðu framkvæmdir.

Sjálfsagt er að hafa aðrar skoðanir á þessu sem öðrum málum en við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda að velja hagkvæmustu leiðina. Bakkafjöruhöfn er raunhæf!

Mosi


mbl.is Höfn í Bakkafjöru vanhugsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Sturla Böðvarsson þurfti að hækka verð gangana í þrígang svo að það færi yfir raunhæfar tölur, fyrir utan það að það er ekki búið að full kanna þann möguleika hvort þetta sé hægt eða ekki.

Hvað Bakkafjöru varðar tel ég hana ekki góðan kost því að ég tek meira mark á gömlum skipstjórum hvað varðar sandburð og fyrir utan það að það munu detta niður mikið fleiri ferðir en upp er gefið, þú talar um að það væri eins og að henda peningum að hætta við höfnina en hugsaðu hvað við þurfum að henda miklum peningum ef þetta heppnast ekki eins og fleiri halda en sá hópur sem heldur hinu fram.

Flestir myndu vilja fá hraðskreiðari Herjólf og hafskipahöfn við eiðið, frekar heldur en að sigla í hálftíma þegar viðrar og keyra svo í einn og hálfan til tvo tíma í bæinn með tilheyrandi kostnaði.

Sölvi Breiðfjörð , 27.3.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gleymdu ekki aðstæðunum sem þú kemur í þegar þó kemur þarna í sandinn. Gæti trúað að Hafnarsandurinn með sínum sandstormum og skemmdum á ökutækjum muni rifjast upp fyrir einhverjum....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 15:19

3 identicon

Ég tel nú, Sölvi, að fleiri séu frekar tilbúnir að láta sig hafa það í hálftíma í brælu yfir á Bakkafjöru frekar en að veljast um í 3-4 klukkustundir til Þorlákshafnar. Stærri og hraðskreiðari ferja siglir ekkert hraðar en núverandi skip þegar slæmt er í sjó. Það verður ávallt að hugsa um að vel fari um farþegana og stærstu skip okkar Íslendinga, Goðafoss og Dettifoss sem eru 165 metra löng og ganga 20 hnúta við bestu aðstæður, þurfa oft að slá af þegar brælir og nú vetur vissi ég til þess að annað skipið sigldi á 7-8 hnúta hraða hér sunnan við Selvog vegna veðurs. Þann dag sigldi Herjólfur, hægt að vísu, en það var ekki ófært fyrir hann í því veðrinu. Þetta segir okkur, og þeir sem eitthvað þekkja til sjómennsku vita, að það er ekki allt hægt þó skipin stækki.

Garðar (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 242924

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband