„Sérfræðingar“

Í fréttinni er vikið að því að kínsverkst fyrirtæki óski eftir að flytja hingað til lands sérfræðinga en hvorki fyrir iðnaðarmenn né verkamenn.

Orðið sérfræðingar er mjög rúmt og getur haft nánast hvaða merkingu sem er. Fyllsta ástæða er að yfirvöld krefji Kínverja um nánari skýringu í hverju „sérfræði“ þessara kínversku „sérfræðinga“ sé fólginn.

Glervinna er á sviði byggingaiðnaðar og eitt sinn var hér á Íslandi sériðngrein um þetta svið. Er það fyrirkomulag víða í Evrópu, t.d. Þýskalandi. Þar eru þessir iðnaðarmenn einfaldlega nefndir „glermeistarar“ hafi þeir öðlast tilskilin réttindi. Alloft hafa Íslendingar fengið Þjóðverja til liðs við sig við framleiðslu kirkjuglugga og útilistaverka, t.d. regnboga listakonunnar Rúríar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. Aldrei hefur slík vinna verið unnin öðruvísi af Íslendingum nema með þeim árangri sem að var stefnt.

Reynsla Íslendinga af byggingu mannvirkjanna við Kárahnjúka ætti að vera okkur í fersku minni. Þá var óskað eftir fjölda „serfræðinga“ á hinum ýmsu sviðum sem störfuðu ýmist hjá Impregíló eða starfsmannaleigum. Margir þessarar „sérfræðinga“ voru margir hverjir við venjuleg verkamannastörf og þarf varla að kalla til „sérfræðinga“ til að vinna með einföldum áhöldum eins og skóflu, glerskurðarhníf ellegar kíttisspaða. Íslenskir glermeistarar, byggingamenn og aðrir ættu að ráða vel við þetta verkefni enda eru íslenskir iðnaðarmenn þekktir fyrir að vera úrræðagóðir.

Ef íslensk yfirvöld taka ekki á þessu með þeirri eðlilegu tortryggni sem við höfum má kannski ígrunda hvort nokkur þörf sé á halda uppi eftirliti með erlendu vinnuafli. Þá væri e.t.v. styttra í sjálfstæði okkar en okkur grunar, kannski fjarar hraðar undan sjálfstæðinu en einfaldlega að ganga í Efnahagsbandalag Evrópu sem tekur mjög vel á málum sem þessum.

Mosi

 


mbl.is Sækja um leyfi fyrir 100 sérfræðinga frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyflisvert að skoða þetta mál í samhengi við fréttina um mansalið á Vesturgötunni.  Hvað þurfa þessir 100 að greiða mafíunni fyrir að fá að koma til landsins og vinna hér? 

Sigurður (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú ber okkur að vera orðvarir Sigurður því þetta mál í gamla Naustinu er enn í rannsókn þó grunur sé allsterkur að um e-s konar mansal sé að ræða.

En allt sem á undan er gengið á að sýna fyllstu varkárni.

Kv.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er einföld aðgerð til að fá ódýrt vinnuafl til að vinna verkið stundað um allt land menn kaupa hús með uppsetningu og nota svo þá sem koma til að setja það upp í allt annað.
Það þarf ekki 100 sérfræðinga í þetta 5 stykki kannski sem að stjórna uppsettningunni Íslenskir iðnaðarmenn kunna að bora skrúfa og sjóða og lika að lesa teikningar og leiðbeiningar. Svo er spurninginn hvort að ekki verður bara mikið um Kínverska ferðamenn meðan á þessu stendur  .

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.3.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Sú spurning sem mig langar að fá svar við er: Fara þessir menn svo aftur heim til sín þegar að þeir hafa lokið við sitt verkefni?

Sporðdrekinn, 20.3.2008 kl. 17:33

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir nokkrum árum kom Mosi að Háafossi. Þar skammt frá var allfjölmennur vinnuhópur erlendra verkamanna að skrúfa saman rafmagnsmöstur sem til stóð að reisa og átti að nýta til að flytja rafmagn frá Sultatangavirkjun. Þessir karlar voru með áhöld sem engum íslenskum iðnaðarmanni dytti í hug að nota nema ekkert annað væri fyrir hendi. Fastir lyklar og þeir voru þarna hátt í tug að vinna við hvert mastur! Íslendingarnir hefðu viljað hafa bestu áhöld og vinna verkið hratt helst í ákvæðisvinnu. Mosa skildist að dagsafköstin hvers 10-12 manna hóps væri að skrúfa saman 1 mastur!

Okkar mönnum hefði það þótt léleg afköst en svona er nú það. Þó opinberir aðilar á borð við Landsvirkjun vilji efla atvinnu á Íslandi þá er það ekki í þágu okkar sjálfra. Hver á Ísland? var spurt hér um árið.  Fyrir hverja er verið að vinna með svona frumstæðum vinnubrögðum? Það kann að vera gott að borga skítakaup fyrir vinnu sem unnin er af fólki frá fjarlægu landi. En þetta er ekki okkur Íslendingum til framdráttar nema síður sé.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.3.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242953

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband