Útrásin heldur áfram

Þegar svonefnt REI mál fór af stað í haust var farið of geyst af stað. Í stað þess að sameina tvö fyrirtæki og setja fram markmið þá fór meginundirbúningurinn í að ákveða kauprétt stjórnenda á óvenju hagstæðum vildarkjörum sem venjulegu fólki býðst ekki. Það gekk ekki eftir enda um að ræða eignaraðild opinbers fyrirtækis sem lýtur allt öðru forsendum í rekstri en fyrirtækis sem ekki er stýrt af því opinbera.

Fagna ber að athafnamaðurinn Ólafur Jóhann sem ásamt þekktum bandarískum banka fjárfestir í Geysir Green Energy. Það er staðfesting á að þessi mál eru í góðum höndum. Þess má geta að allir sem vilja vera fjárfestar, geta keypt sig inn í þennan orkugeira með því að kaupa hlutabréf í Atorku sem á um 43% í Geysir Green Energy sem aftur á um þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja sem aftur á hluti í fyrirtækjum á borð við Bláa lónið. Öll þessi fyrirtæki eiga ábyggilega eftir að mala eigendum sínum gull.

Nú verður vonandi þráðurinn tekinn upp að nýju en með réttum forsendum og áfram haldið. Mikið er í húfi að við Íslendingar njótum þess að miðla reynslu og þekkingu okkar í jarðhitanýtingu í þágu annarra þjóða þar sem jarðhita er að finna. Um þessar mundir verður haldið upp á 100 ára sögu jarðhitanýtingar í þágu upphitunar íbúðahúsnæðis.

Í heimi hækkandi verðlags á orku er mikilvægt að halda áfram á þessari braut.

Mosi - alias


mbl.is Goldman Sachs og Ólafur Jóhann kaupa hlut í GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 243043

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband