Færsluflokkur: Bloggar

Framsóknarflokkurinn: musteri spillingar og valdagleði

Framsóknarflokkurinn er elsti stjórnmálaflokkurinn sem nú á fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Upphaflega var þetta flokkur bænda og sveitafólks en á undanförnum árum og áratugum hafa braskarar verið að hasla sér völl í flokki þessum. Spilling og undirferli hefur verið megineinkenni hans, fyrirgreiðslupólitík viðgengist oft af versta tagi og er ekki gott að segja hvenær púki þessi hefur þrútnað meir: þegar Framsóknarflokkurinn er í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum eða stýrir sem aðalflokkur vinstri stjórn. Alla vega hafa ekki verið margir fleiri kostir í stöðunni.

Við sitjum uppi með rústaðan efnahag eftir glórulausar ákvarðanir sem Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð öðrum flokkum fremur:

1. Kvótakerfinu var komið á fyrir forgöngu Framsóknarflokksins. Það hefur lengi þótt bæði ranglátt og hafi fleiri annmarka en kosti. Það er talið vera ein meginástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir efnahag Íslendinga enda varð brask með kvóta til að hvetja braskara til stærri og umfangsmeiri athafna.

2. Ákvörðunin um byggingu Kárahnjúkavirkjunar var fyrst og fremst ákvörðun Framsóknarflokksins. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson gerði sér grein fyrir að gengi flokksins væri bundið því, að flokkurinn lofaði einhverjum atvinnubótum á Austurlandi. Og þessi umdeilda framkvæmd var einfaldlega of stór fyrir lítið hagkerfi sem okkar og til varð tímabundið gervigóðæri.

Við Íslendingar sitjum uppi með meiri vandræði af völdum þessa eina flokks öðrum fremur. Fagurgali mikill og djarflegur mjög fyrir kosningar hverjar minnir einna helst á harmónikku. Eftir kosningar dregst belgur harmoníkkuloforðanna saman og heyrist jafnvel ekki múkk meir úr belgnum fyrr en skömmu fyrir næstu kosningar. Þá er tími blekkinganna aftur runninn upp.

Hvort Framsóknarflokkurinn verður stærri eða minni en nú er, gildir einu. Braskið verður áfram meginmarkmið þeirra sem stýra flokknum og upphafleg markmið hans að styðja við atvinnuvegi landsmanna einkum til landsins eru þessum bröskurum fyrir löngu gleymd. Bændur og annað fólk á landsbyggðinni hafa allt of lengi verið haft að fíflum. Nú þurfa allir að snúa sér annað sem ekki hafa gert það nú þegar, - og helst fyrir löngu.

Óskandi er að Framsóknarflokkurinn heyri sögunni til. Saga hans verður héðan í frá best geymd á öskuhaugum sögunnar með öðru glysi og glingri sem kemur engum að gagni.

Mosi


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilningsleysi Sjálfstæðisflokksins

Því miður er svo komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að hann virðist hvorki skynja né skilja hver séu grunnþjónusta við íbúa landsins. Hjá þessum flokki sem vonandi minnkar fylgi sitt sem mest vegna lélegrar frammistöðu.

Megintakmark þessa flokks virðist vera að einkavæða sem mest og sem hraðast án þess að gerðar séu minnstar ráðstafanir til að sú einkavæðing geti orðið árangursrík. Dæmi er um bankana þar sem allt var gert frjálst, losað um allar hömlur græðginnar. Þannig var bindiskyldan afnumin, engin öryggisákvæði sett í landslög varðandi heimildir einkavæddra banka né sett ákvæði í skattalög til að koma í veg fyrir að óskattlagður hagnaður væri fluttur úr landi. Um þetta snýst umræða meðal helstu skattsérfræðinga í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri leið að stórskemma heilbrigðisþjónustuna. Einnig hefur samgöngukerfið orðið fyrir þungum búsifjum t.d. með afnámi strandsiglinga á sínum tíma með stórauknum landflutningum sem hafa stórskaðað þjóðvegakerfi landsmanna auk valdið aukinni slysatíðni. Almenningssamgöngur eru heldur ekki uppi á pallborðinu og er dapurlegt að íbúum Akraness, Borgarbyggðar, Hveragerðis og Selfoss er boðið upp á slíkar samgöngur að þær eru dýrari en með einkabíl!

Svona má lengi telja. En það sem virðist mega fleygja miklum fjárhæðum út um gluggann eru fjárveitingar fyrir einhverjar stofnanir tengdar hernaðarumsvifum og einnig vitagagnslausar stofnanir á borð við Fjármálaeftirlit og annað sem ekkert hefur komið að gagni fyrir okkur.

Mosi


mbl.is Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirbúningur málshöfðunar - Athafnamenn í kreppunni

Að höfða mál kallar á vandasaman undirbúnig þar sem allar forsendur og staðreyndir sem málið varðar þurfa að liggja fyrir. Eftir því sem tíminn hefur liðið, virðist staðreyndin vera sú, að bresk stjórnvöld  réru því öllum árum að fá íslensk stjórnvöld til viðræðna um lausn þessarar deilu og ágreinings sem tengist Icesafe reikningum Landsbankans. Í ljós hefur komið að Bretar höfðu tillögu um að taka að sér ábyrgð á þessum vandræðum gegn 200 milljóna punda gjaldi. Ríkisstjórn Geirs Haarde virðist annað hvort hafa verið úti á þekju eða ekki skilið Bretana heldur tekið þá stefnu að láta eins og ekkert væri að. Fjármálaeftirlitinu var meira að segja notað til að beita vísvitandi blekkingum með kolrangri yfirlýsingu um að íslenska bankakerfið stæðist svonefnt álagspróf. Geir Haarde vissi eða mátti vita hvernig málin stóðu alla vega frá því snemma í vor. Hann hefur talið þjóðinni trú um aðallt hafi verið í góðu lagi en upplýsingar frá Bretlandi virðast ekki styðja gáleysi hans gagnvart þessum gríðarlegu ábyrgðum sem ekki var undir neinum kringumstæðum að skauta fram hjá.

Sem yfirklór hefur Geir Haarde látið Alþingi samþykkja fjárhagslegan stuðning við þá sem vilja reyna sig í glímu við breska ljónið. Þú glíma verður hvorki létt né árennileg. Bretar virðast hafa haft sínar ástæður fyrir þvíhvers vegna þeir beittu bresku hryðjuverkalögunum á hagsmuni Íslendinga. Þeir áttu kannski engra annarra kosta völ fyrst Geir Haarde og ríkisstjórn hans sigldi þjóðarskútunni með bundið fyrir bæði augu að feigðarósi.

Það ótrúlegt að Geir Haarde sem sagður er hafa mjög ítarlega og góða hagfræðimenntun hafi ekki áttað sig á þessu. Skýringin kann að vera sú að hann hefur talið að „allt þetta reddist“! Að forða heilli þjóð frá kollsteypu er auðvitað ekki létt verk en hvers vegna sitjum við uppi með fagmann sem forsætisráðherra sem liggur á öllum mikilvægustu upplýsingum og sinnir ekki þeim skyldum að leysa þessi mál í samráði við Bretana.

Þegar skuldari veit, að hann geti ekki staðið í skilum, er besta ráðið að fara til kröfuhafans og ræða við hann, greina frá stöðu mála og fá einhvern gjaldfrest. Þetta heitir meðal innheimtumanna „að biðja um gott veður“. Viðkomandi hefur þá reynt með því að greina frá stöðu mála sinna, kannski reitt fram greiðslu upp í kröfuna eftir því sem geta hans leyfir þannig að kröfuhafinn veit þó að viðkomandi sé viðræðuhæfur og reyni að standa við skuldbindingar sínar. Málflutningur er bæði vandasamur, fyrirferðamikill, tímafrekur og rándýr. Það verður því að meta með ísköldu mati hvort það yfirleitt borgi sig að leggja út í málatilbúnað.

Athafnamenn í kreppunni: 

Sjálfsagt á sitt hvað eftir að koma í ljós. Sumar upplýsingar um stöðu mála verða sjálfsagt staðfestar og þá reynir á raunverulegan hátt hvaða leiðir kunna að koma best við málsókn gegn Bretum. En sjálfsagt er ekki eftir miklu að búast þó hátt sé reitt til höggs.

Margir litu á hlutabréf í bönkum vera nánast gulltryggingu. Undir venjulegum kringumstæðum eru flest ef ekki öll fyrirtæki farin fjandans til áður en bankar leggi upp laupana. Meira að segja í upphafi Kreppunnar á sínum tímavar grundvöllur fyrir stofnun tveggja banka á rústum Íslandsbankans eldri. Það hefur mörgum þótt vera einkennilegt.

Sjálfur átti eg nokkuð af hlutabréfum í bönkunum sem féllu eins og spilaborg í upphafi október s.l. Sum bréfin hafði eg keypt síðan fyrir um 20 árum: Verslunarbankinn, Framkvæmdabankinn,Íslandsbanki, Fjárfestingarsjóðurinn Auðlind og fl., allt afgangur af sjálfaflafé, arður af eldri hlutabréfum og annar sparnaður. Þar var samankomið andvirði um meðalstórs jeppa. Nú er allt þetta horfið fyrir afglöp af völdum kæruleysis stjórnvalda og léttúðar stjórnenda banka og „útrásarvíkinga“.

Nú vaða hrægammarnir uppi. Í Fréttablaðinu í dag er auglýsing frá einhverju braskfyrirtæki í eigu tveggja bræðra sem nefna sig „Bakkabræður“. Þar er hluthöfum fyrirtækisins Exista boðnir heilir 2 aurar fyrir hverja krónu hlutafjár. Sjálfur á undirritaður ásamt fjölskyldu minni um 1.100 krónur að nafnvirði í fyrirtæki þessu. Hlutur okkar sem var um 25.000 króna virði fyrir nokkrum misserum er núna í augum þessara sömu „Bakkabræðra“ 22ja króna virði. Það rétt dugar fyrir umslaginu utan um bréfið sem væntanlega er inn um bréfalúguna. Frímerki fyrir sama umslag kostar um þrefalt þessa smánarboðs.

Svona er kreppan í allri sinni dýrð - og hörmungum. Sumir ætla sér stóran hlut meðan flestir tapa sparnaði sínum í formi hlutafjár. Við áttum þessi hlutabréf meðan braskaranir stofnuðu ný braskfyrirtæki, keyptu bankana með manni og mús en vilja erfa allt það sem slægur er í.

Gamalt þýskt máltæki segir: „Das letzte Hemd hat keine Taschen“. Því má snara á okkar tungu: „Líkklæðin hafa enga vasa“. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: „Margur verður af aurum api“.

Nú er helsta von okkar og ósk, að skattyfirvöld hafi hendur í hári þessara braskara og að þeir fái að taka þátt í rekstri þjóðfélagsins ekki síður en við hin sem höfum haldið uppi þunga og erfiði samfélagi dagsins.

Mosi

 


mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríðsundirúningur í 18 mánuði!

Í fréttum kemur fram að yfirvöld hafi undirbúið stríðið gegn Gaza í heila 18 mánuði! M.ö.o. hefur stríð þetta verið í undir frá miðju ári 2007. Nú er skiljanlegt að þessi sömu yfirvöld hafi dregið lappirnar að kappkosta að leysa þetta grafalvarlega mál á friðsamlegan hátt sem hefði verið æskilegt.

Hversu mikið þetta stríð kostar bæði í mannslífum, tilfinningum sem og fjárhagslegum verðmætum er ekki gott að segja. En alla vega hefði verið öllu skynsamlegra að vilja fórna einhverju til að koma í veg fyrir stríðsbrjálæði eins og virðist vera eina leiðin yfirvalda í Ísrael.

Ísland var fyrsta sjálfstæða ríki heims að viðurkenna sjálfstæði Ísraels. Kannski það hafi verið mjög óskynsamleg og örlagarík ákvörðun. Þá höfðu Gyðingar nýstofnað sjálfstætt ríki eftir mikið basl og erfiðleika á ýmsar lundir sem við Ísalendingar skyldum mjög vel enda fundum við til mikillrar samúðar í garð þeirra. En nú virðist þetta sama ríki vera eitt alversta hernaðarbröltsríki heims og erfitt að gera sér grein fyrir hvaða skelfilegu afleiðingu árásarhneigð þessara stríðsherra kann að leiða til.

Framkomin tillaga um að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela er að mörgu leyti eðlileg. Það ríki sem fyrst viðurkennir Ísrael hlýtur að vega þungt. Við hefðum getað gefið þeim mjögskýr skilaboð með því að láta verða af því. Og alltaf hefði verið unnt að taka upp stjórnmálasamband aftur þegar Ísraelar átta sig betur á að þeir verða að taka tillit til granna sinna og taka upp friðsamleg samskipti við þá.

Mosi


mbl.is Deilt um stjórnmálasamband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Össur sífellt að skipta um skoðun?

Fyrir síðustu kosningar lagði Samfylkingin áherslu á stóriðjustopp. Nú virðist Össur hafa gengið fram fyrir skjöldu og tekið ákvörðun fyrir ríkisstjórnina að gefa út leyfi.

Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefur bent á að meginástæður fjárhagsvandræða Íslendinga sé stóriðjudraumarnir sem eru einfaldlega allt of stórir og umfangsmiklir fyrir litla þjóð. Það er merkilegt að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn staðfestir sjónarmið Vinstri Grænna þegar umræður um Kárahnjúkavirkjunina stóðu sem hæst. Nú vill Össur sem sagt vaða enn út í þetta botnlausa fen án þess að búið sé að ganga frá öllum fjárhagsmálum og skuldbingingum við Imregíló, ítlaska verktakafyrirtækið. Lokareikningurinn er enn ókominn og við VG höfum lengi óttast að sá reikningur verði ekki nein gustuk. Þar óttumst við að þar verði vel smurt á enda voru útboðsgögn ónákvæm og verkið allt mun umfangsmeira og dýrara fyrir vikið. Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefur ábyggilega vitneskju um þessa staðreynd.

Kannski að nátttröllið Össur átti sig á afglöpunum og geysist nú fram og húðskammi iðnaðarráðherrann Össur fyrir þetta ótímabæra óðagot. Stóriðja bjargar engu, hún dregur kannski úr verkjunum um tíma en skítt er að bæta gráu ofan á svart. Nóg er komið af mistökum í efnahagsmálum Íslendinga.

Mosi

 


mbl.is Helguvík í gang 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á Sameinuðu þjóðirnar

Nú eru Gyðingar eða Ísraelar eins og þeir vilja fremur nefna sig, að framkvæma mjög hliðstætt ofbeldi eins og einræðisherrar á 20. öld. Þessi ákvörðun um stríð er gjörsamlega úr takti við nokkra skynsemi. Enginn græðir á stríðinema þeir sem framleiða og selja vopn.

Þjóðverjar hafa í meira en 60 ár goldið háar stríðsskaðabætur þeim stjórnvöldum sem þarna eiga hlut að máli. Mjög líklegt er að umtalsverðum hluta þessa mikla fjár sé varið til kaupa á vopnum. Þjóðverjar eru í dag ekki alveg saklausir af vopnaframleiðslu og hafa umtalsverða hagsmuni. Það er því mjög umdeilanlegt og gjörsamlega siðlaust þó löglegt kunni að vera,að stórfé sé ausið af skattfé þýskra borgara til þess að nota ívopnakaup sem beitt er gegn 3ja aðila.

Nú þurfa Sameinuðu þjóðirnar heldur betur að grípa til sinna ráða:

1. Skipa deiluaðilum þegar í stað að leggja niður vopn.

2. Setja á algjört vopnasölubann til Ísrael og Palestínu. Þessu verði fylgt eftir með alþjóðlegu eftirliti og í samvinnu við yfirvöld viðkomandi þjóða sem og nágrannalanda.

3. Kalla saman alþjóðlega ráðstefnu um framtíð landanna og þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Annað er ekki skynsamlegt. Nú reynir á hve framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er stjórnsamur og hversu úrræðagóður hann sé þegar mikið reynir á.

Með bestu kveðjur og þeirri einlægu von að andi Adolf Hitlers nái ekki að verða landlægur þarna í þessum heimshluta, sú erfðasynd grimmdar og ofbeldis gegn borgurum sem gjarnan mætti reyna að forðast. Megi mannfólkið draga einhvern lærdóm af þeim furðulega samsetning mannfyrirlitningar sem fram kemur í eina riti þessara mannleysu og hann nefndi „Mein Kampf“. Sagan er öll uppfull af hryllingi og fyrir löngu er kominn tími að stemma stigu við honum.

Mosi


mbl.is Landher Ísraels inn á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er talið?

Athygli vekur hve mikið ber á milli talna lögreglunnar og Harðar Torfasonar. Nú er líklegt að lögreglan miðar við lágmarksfjölda en sennilega eru tölur Harðar réttari.

Nú þarf að athuga nokkrar forsendur talningar:

1. Hversu stór er Austurvöllur og hversu mikill hluti hans nýtist fyrir fundarhöld? Sennilega nær Austurvöllur ekki hektara, sennilega er stærð hans u.þ.b. 2/3 úr hektara. Það þýðir nálægt 6.700 fermetrar.

2. Hversu margir geta hugsanlega verið á hverjum fermetra? Í töluverðum þrengslum hefur verið talið að 2-3 geti verið á fermetra hverjum. Það gæti því þessvegna verið hátt í 20.000 manns á Austurvelli í einu. En þar eru runnar og tré, moldarbeð, bekkir og auðvitað stöpullinn undir styttu Jóns Sigurðssonarsem verður að draga frá.

Það væri því fróðlegt að fá einhverjar betri hugmyndir um fjölda sem og mismunandi talningaraðferðir mannfjölda. Loftljósmyndir hafa verið nýttar til þess að telja hreindýr og ákvarða fjölda þeirra nokkuð nákvæmlega. Þar er auðvitað um dýr sem oft eru á hreyfingu. Fólk sem er tiltölulega kjurt á sama punkti ætti að vera unnt að telja betur með meiri nákvæmni.

Mosi

 

 

 


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óábyrgir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Mér finnst þessar hækkanir vera köld kveðja til íbúa Akraness. Strætisvagnakort eru stórhækkuð auk þess sem dregið er úr þjónustu. Þannig verður tenging notenda Strætó milli leiða 15 og 27 ekki lengur virk ef leið 15 verður fyrir töf.

Sama má segja um íbúa Borgarness, Hveragerðis og Selfoss. Að setja gjald fyrir allt að 122.000 fyrir 9 mánaða þjónustu er eitthvað sem er með öllu óskiljanlegt og nær ekki nokkurri átt. Sennilega munu vagnarnir aka tómir engum að gagni, Strætó og sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli til aukins rekstrarkostnaðar.

Það er ljóst að Sjálfstæðismenn sem eru með meirihluta í stjórn Strætó gera sér enga grein fyrir þjónustuhlutverki samfélagsins. Allt á að vera rekið á forsendum einkaframtaksins þar sem á að vera unnt að græða og helst á tá og fingri. Á launafólk og þeir sem minna mega sín í samfélaginu að vera ofurselt okri og lélegri þjónustu á sem flestum sviðum?

Spurning er hversu marga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þarf til að grafa undan samfélagsþjónustunni. Strætó er þar engin undantekning.

Forðum samfélaginu frá skammsýni Sjálfstæðisflokksins!

Mosi


mbl.is Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt er líkt nú og í Warsjá

Óhugnanlegar stríðsfréttir síðustu missera frá botni Miðjarðarhafsins minnir mjög á aðferðir nasista þegar þeir smöluðu Gyðingum saman og komu þeim fyrst fyrir í svonefndum gettóum og síðan voru þeir fluttir áleiðis til nauðungarvinnu og útrýmingarbúðanna.

Auðvitað eru aðferðirnar bæði ómannúðlegar og virkilega óhugnanlegar. Sitt hvað skilur að: Gyðingar svöruðu ekki fyrir sig gegn ofbeldinu en Palestínumenn eru greinilega ekki á þeim buxunum að gefa neitt eftir.

Gaza er um margt líkt gettóunum í Warsjá. Þarna er fólki safnað saman sem Gyðingum eða Ísraelum eins og þeir vilja fremur nefna sig, hefur einhverra hluta vegna verið þokað til hliðar. Landið hefur verið tekið frá þessu fólki og takmörkuð mannréttindi þess voru að vissu marki virt meðan engin ólga né átök voru. Litið var á Palestínumenn sem ódýrt vinnuafl en þegar fasteignabraskarar og verktakar sáu sér hag í að taka landið frá Palestínumönnum þá var ekki von á góðu.

Auðvitað eru þessi deilumál hvorki einföld né ný. Mjög löng saga er að baki þessum átökum en eftir að Tyrkjaveldi leystist upp með fyrri heimsstyrjöldinni urðu gríðarlegir fólksflutningar til Palestínu eins og syðsti hluti Tyrkjaveldis nefndist þá. Þarna verður árekstur milli tveggja menningarheima sem ekki voru tilbúnir að gefa mikið eftir. Og þessi gríðarlegi fólksstraumur af gyðingaættum einkum frá Austur Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari verður til þess að árekstranir verða alvarlegri. Bretar stýrðu lengi vel Palestínu en þeir höfðu vit á því að láta sig hverfa enda var litlu unnt að stýra af einhverri sanngirni.

Ljóst er að Ísraelsmenn koma ekki til með að leysa þessi vandræði eingöngu á eigin forsendum. Með þessu hernaðarbrölti eru þeir fyrirfram að fyrirgera nokkurri samúð enda bitna hernaðaraðgerðir fyrst og fremst gegn óbreyttum borgurum. Þær verða engum að gagni nema þeim bröskurum sem hafa hag af að framleiða og selja Ísraelsmönnum og Hamasliðum vopn.

Það væri of mikil einföldun að leysa þessi mál einhliða og þá á kostnað annars deiluaðilann. Þá er hugsanlega markmiðið að beita sömu viðbjóðslegu aðferðunum og nasistarnir forðum. Af hverju eru Ísraelsmenn að beita þessum andstyggilegu aðferðum sem fyrst og fremst skaða þá mest? Þeir hafa notið gríðarlegs stuðnings frá Gyðingum víða um heim og enn eru þeir að njóta stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum vegna meðferðar nasista á Gyðingum vegna 13 ára blóðugs valdatíma Adolfs nokkurs Hitlers. Þjóðverjar eru stoltir af því að hafa reynt að bæta fyrir að einhverju leyti fyrir þessi alvarlegu afglöp en eiga þau hugsanlega að vera notuð til þess að beita sömu ofbeldisaðferðum gegn öðrum? Þjóðverjar voru ekki ginkeyptir fyrir árásarstríð þeirra félaga Bush og Blair í Írak 2003 og eru stoltir yfir því.

Varðandi friðsamlega lausn á þessu sviði þyrfti alþjóðasamfélagið að koma til. Af hverju hafa Sameinuðu þjóðirnar aldrei boðað til ráðstefnu um framtíðarsýn og hvaða leiðir bjóðast til að komast hjá þessum blóðugu og viðbjóðslegu uppgjörum hvort sem er í sumum ríkjum Afríku sem og fyrir botni Miðjarðarhafsins? Gaza svæðið er lítið stærra en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og hví skyldi þar ekki mega blómgast fagurt mannlíf hvort sem þar fari núverandi stjórnvöld við völd eða einhver önnur?

Þess ber að minnast að nú eru einungis örfáar vikur til kosninga í Ísrael. Greinilegt er að þessi herför angar öll af viðbjóðslegu lýðskrumi.

Mosi


mbl.is Landherinn bíður skipana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að lokum viðburðaríks árs

Nú undir lok viðburðaríks árs mikillra breytinga í lífi þjóðar er margs að minnast. Efst í huganum er viðburðarík ferð austur til Kamtschatka austur í Síberíu núna í haust sem leið. Þegar við komum heim voru bankarnir okkar aðriða til falls og hrun þeirra reyndist mikið og afdrifaríkt.

Óskandi er að þessi skellur verði okkur öllum Íslendingum til alvarlegrar áminningar um hversu mikils vert er að ráða fjármálum sínum sem best hvort sem er einstaklingur, fjölskylda, ættingjar, grannar og vinir, hvað þá allt samfélagið á hlut að máli. Við verðum að vera bjartsýn á framtíðina, að okkur takist að komast sem fyrst gegnum þessar raunir.

Á dögunum, milli jóla og nýjárs var eg í Skorradal ásamt fjölskyldu minni. Þangað er alltaf gott að fara og dvelja í litla hlýlega húsinu okkar innan um allan gróðurinn. Gönguferðir um nágrennið eru alltaf skemmtilegar, hressandi og oft lærdómsríkar.

Með bestu friðar- og heillakveðjum til allra sem lesa þessar línur.

Mosi

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband