Óábyrgir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Mér finnst þessar hækkanir vera köld kveðja til íbúa Akraness. Strætisvagnakort eru stórhækkuð auk þess sem dregið er úr þjónustu. Þannig verður tenging notenda Strætó milli leiða 15 og 27 ekki lengur virk ef leið 15 verður fyrir töf.

Sama má segja um íbúa Borgarness, Hveragerðis og Selfoss. Að setja gjald fyrir allt að 122.000 fyrir 9 mánaða þjónustu er eitthvað sem er með öllu óskiljanlegt og nær ekki nokkurri átt. Sennilega munu vagnarnir aka tómir engum að gagni, Strætó og sveitarfélögunum sem hlut eiga að máli til aukins rekstrarkostnaðar.

Það er ljóst að Sjálfstæðismenn sem eru með meirihluta í stjórn Strætó gera sér enga grein fyrir þjónustuhlutverki samfélagsins. Allt á að vera rekið á forsendum einkaframtaksins þar sem á að vera unnt að græða og helst á tá og fingri. Á launafólk og þeir sem minna mega sín í samfélaginu að vera ofurselt okri og lélegri þjónustu á sem flestum sviðum?

Spurning er hversu marga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þarf til að grafa undan samfélagsþjónustunni. Strætó er þar engin undantekning.

Forðum samfélaginu frá skammsýni Sjálfstæðisflokksins!

Mosi


mbl.is Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ákvöðrun viðkomandi bæjastórna en ekki stjórnar Strætó enda stendur ekki til að Reykvíkingar og kópavogsbúar borgi þessa þjónustu.

ingi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:33

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nei, Ingi, þetta er einhliða ákvörðun Strætó bs. Bæjarstjórn hérna á Skaganum var stillt upp við vegg, "annað hvort samþykkja þetta eða við hættum samstarfinu," sögðu þeir hjá Strætó bs. Það var okkur a.m.k. sagt á fundi með bæjarstjórn.

Þetta er þreföld hækkun fyrir okkur. Ef við kaupum kort þá er hækkunin tvöföld EN, eitt skrýtið, ágóðinn af kortunum rennur til Akranesbæjar. Ef þessir rúmlega 300 föstu farþegar kaupa kort þá tapar Strætó bs allri innkomu af fargjöldum vegna okkar. Þess vegna skil ég ekki þessa hækkun. Af hverju vill Strætó bs. ekki rúmlega 2 milljónir á mánuði frá okkur þessum 300 farþegum? Mér skilst að niðurgreiðsla Akranesbæjar verði sú sama og áður, eða um 30 milljónir á ári.

Það má búast við því að fólki fækki til muna í strætó, það er jafngott að skreppa bara í bænum á bílnum, munar litlu þar sem fargjaldið báðar leiðir er komið upp í 1.680 krónur, svipað og að fara á bílnum, maður borgar hvort eð er tryggingar og gjöld af honum þótt hann standi.

Með þessum breytingum geta sem sagt yfir 300 farþegar rúntað um Kópavog og Reykjavík í strætó án þess að Strætó bs fái krónu fyrir það! Hvaða rugl er í gangi? Ef við vorum svona "dýr", eins og Ingi gerir ráð fyrir, af hverju fær Akraneskaupstaður þá andvirði rúmlega tveggja milljóna í kassann en ekki Strætó bs? Þeir sem VERÐA ekki að fara í bæinn daglega skutlast örugglega frekar á bílnum á milli þar sem verðmunurinn verður orðinn svo lítill. Hér eru allir með "lykil" og þá kostar ein ferð í göngin rúmlega 200 kall.

Takk fyrir góða færslu, Guðjón!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér Guðríður fyrir góðar skýringar.

Ljóst er að pólitískir fulltrúar bæjarfélaganna líta margir hverjir á rekstur Strætó fyrst og fremst sem einhverja vandræðagang sem mætti gjarnan leggja niður. Mig minnir að í 7 manna stjórn Strætó sitji 5 fulltrúar Sjálfstæðisflokksins en sitt hvor maðurinn frá Samfylkingu og VG. Nú er rekstur og þjónusta þessa fyrirtækis neytendamál. Notendur þjónustunnar hafa t.d. ekkert að segja. Af hverju mega ekki aðilar t.d. Neytendasamtökin tilnefna fulltrúa í stjórn Strætó?

Þess má geta að á mjög þungri heimasíðu Strætó er ekki að finna minnstu upplýsingar um stjórn fyrirtækisins. Ekki eru birtar neinar fundargerðir, ekki einu sinni hvað yfirleitt fer fram á fundum þessa þjónustufyrirtækis.

Með von um betri tíma fyrir ykkur Akurnesinga. Mæli með undirskriftasöfnun sem og í öðrum byggðalögum sem málið varðar.

Bestu kveðjur

Guðjón Jensson, Mosfellsbæ

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Við Vera Knútsdóttir skrifuðum öllum í stjórn Strætó bs bréf þann 13. desember sl., daginn eftir að Skagamenn komust að þessu fyrirhuguðu breytingum en höfum engin svör fengið. Ég hélt að það væri skylda opinberra aðila að svara en svo virðist ekki vera. Bréfið var kurteislegt og málefnalegt og með spurningum sem þarf að svara. Við fundum fyrir rest lista yfir aðalmenn í stjórn og netföng á síðu Strætó:

Alveg væri ég til í að sitja í stjórn Strætó bs fyrir hönd farþega. Held að stjórnin myndi læra mikið af því að hafa notanda kerfisins með, ég hef t.d. notað strætó alla mína tíð, bjó lengst af í Reykjavík, kýs að eiga ekki einkabíl, finnst strætó fínasti ferðamáti, eða fannst öllu heldur.

Ég vona innilega að eitthvað verði gert, eða einhverju breytt til hins betra því samkvæmt öllu réðu ekki peningasjónarmið því að farið var í þessar illa ígrunduðu og eyðileggjandi breytingar.

Held að flestir á Skaganum hefðu sætt sig við tvöföldun gjalds, þá hefði bærinn væntanlega niðurgreitt niður í einfalt gjald fyrir þá sem fara daglega og allir ánægðir. Vona að við fáum svör frá Strætó bs og rökstuðning fyrir hækkuninni.

Takk fyrir stuðninginn, Guðjón! Sumir sem búa á höfuðborgarsvæðinu halda að Skagamenn hafi verið dragbítar á kerfinu. Það getur ekki passað fyrst Akraneskaupstaður fær ágóðann af kortum næstum allra farþeganna héðan. Ef Strætó munar svona lítið um 25 milljónir á ári frá Skagafarþegum og lætur sér nægja þessar 30 sem bærinn borgar hvort eð er, þá er eitthvað annað í gangi en sparnaður hjá fyrirtækinu.

Guðríður Haraldsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:37

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér góðar viðbótaupplýsingar Guðríður.

Einkennilegt er að sveitarfélögin Akranes, Borgarnes (Borgarbyggð), Hveragerði og Selfoss (Árborg) með um eða jafnvel yfir 15.000 íbúa hafi ekki a.m.k. einn sameiginlegan fulltrúa í stjórn Strætó. Styð þig eindregið að tilnefna þig í stjórn þessa þjónustufyrirtækis og taka sætiþar fyrir hönd notenda (neytenda). Sjálfur hefi eg verið að reyna en án árangurs að Sjálfstæðisflokkurinn í Mosfellsbæ afsali sér í hendur VG tilnefningarrétt Mosfellsbæjar að velja sér fulltrúa.

Hef lengi efast um að stjórnarmeðlimir Strætó hafi notað sér þessa þjónustu. Kannski þeir hafi ekki áratugum saman stigið upp í strætisvagna.

Bestu kveðjur á Skagann!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2009 kl. 17:05

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mig langar að koma leiðréttingu á framfæri. Svo virðist sem lítið upplýsingaflæði hafi valdið því að Skagamenn beindu undrun (reiði) sinni helst að Strætó bs

Ég veit ekki hvernig samninga okkur var boðið upp á af hendi Strætó bs en strætóaksturinn er ekki lengur á vegum Strætó bs, heldur Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness sem hafa nú einkaleyfi á leiðinni. Þess vegna fá sveitarstjórnir ágóðann af kortakaupum og borga Strætó bs ákveðna þóknun, m.a. fyrir að við fáum að ferðast um höfuðborgina. Okkur bauðst að fá að innlimast inn í sjálft strætókerfið en væntanlega hefur það verið of dýrt fyrir sveitarfélögin fyrst það var ekki samþykkt.

Fékk í dag bréf varðandi þetta frá Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs, sem útskýrði málið vel og ég vildi koma þessarri leiðréttingu að.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.1.2009 kl. 17:06

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðríður:

Mér finnst vera einkennileg peningalykt af þessu máli. Hvað eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bralla? Að borga Strætó einhverja þóknun fyrir að féfletta íbúa Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Borgarness?

Hvet þig til að birta opinberlega þetta svarbréf frá þessum Reyni Jónssyni ásamt fyrirspurn hvernig í ósköpunum þessir furðufuglar líta á sjálfsagða þjónustu við íbúa sína.

Hvað verður næst á dagskrá þessarra herramanna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.1.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 243041

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband