Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2009 | 13:09
Minnismerki um Icesafe
Sumir landa okkar vilja setja upp minnismerki um allt mögulegt og af ýmsu tilefni. Þannig eru styttur mest af einhverjum köllum út um alla Reykjavíkurborg og hefur margt skondið fallið til í umræðunum í því sambandi. Þessi styttudýrkun hófst fyrir fyrir rúmri öld þegar sjálfsmynd af Bertel Thorvaldsen var komið fyrir á Austurvelli. Sjálfsagt hefði styttan mátt vera þar áfram en leyfa styttunni af honum Nonna vera einhvers staðar annars staðar. Þegar styttan af Jónasi Hallgrímssyni hafði verið sett upp, hneyksluðust ýmsir á því að Jónas væri ekki sýndur í beinstífum pressuðum buxum! Þvílíkt hneyksli skrifaði einhver.
Á Hveravöllum er minnismerki um Fjalla-Eyvind og Höllu. Það er mjög táknrænt og sýnir ekki persónur. Grjót og rimlar eru efnið sett saman á mjög myndrænan hátt.
Nú eru afleiðingarnar af þessum Icesafe reikningum bankanna að sliga Íslendinga. Öll umræða samfélagsins snýst orðið að mestu um þessi afglöp. Væri ekki tilvalið að útbúa minnismerki um þessi Ícesafe mistök? Lagt er til að útbúa gínu í íslenska þjóðbúninginn og leggja eins og 50 tonna bjarg ofan á fjallkonuna. Klappa mætti skýrum stöfum orðið ICESAFE á áberandi stað á bjargið. Minnismerki af þessu tagi þyrfti ekki að kosta mikið, aðallega væri flutningur á bjarginu og að koma því fyrir.
Spurning væri að koma þessu minnismerki framan við breska sendiráðið enda færi vel á því. En það myndu ekki margir rekast á það þar.
Þá er Austurvöllur að koma bjarginu framan við dyrnar á Alþingishúsinu? Kannski hentar það ekki því okkur veitir sennilega ekki af Vellinum til að mótmæla ríkisstjórninni næstu vikurnar og jafnvel mánuði því hún vill ekki ljá máls á að neinn beri ábyrgð á vitfirringunni og ekki verði kosið í vor.
Því mætti þess vegna koma þessu minnismerki fyrir framan gamla tukthúsið, sjálft Stjórnarráðið milli styttanna af Hannesi Hafstein og Kristjáni níunda (sem sumir útlendingar undrast mjög, er þetta ekki bréfberi? spyrja sumir). Færi vel á því að ráðherrar þyrftu að taka á sig smákrók þá þeir ættu leið í Stjórnarráðshúsið.
Þessari hugmynd er komið á framfæri hér með.
Mosi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 11:32
Davíð er dýr!
Gervigóðærið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kom á með byggingu Kárahnjúkavirkjunar leggst með fullum þunga á okkur Íslendinga. Allt skynsamlegt fólk vissi um þetta og hafði VG varað við þesari framkvæmd á sínum tíma af þessum ástæðum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að þessi aðvörun átti við rök að styðjast: Kárahnjúkavirkjun var of stór framkvæmd fyrir örsmáa hagkerfið íslenska.
Útgerðin og ferðaþjónusta átti við mjög erfið ár að etja vegna allt of hás gengis. Á síðasta ári er greinilegt að bnkarnir tóku afstöðu með bröskurunum gegn krónunni. Ferðaþjónustan og útgerðin bar allt of lítið úr býtum og fengu of lítið fyrir gjaldeyrinn sem þeir fengu sem greiðslur fyrir seldar vörur og þjónustu.
Nú hafa stýrivextir verið með þeim hæstu í Evrópu um allmörg ár og jafnvel heiminum öllum. Fyrirtæki landsins hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum mörg hver. Það fjarar hratt undan fjárhag þeirra og einstaklinga. Fjöldagjaldþrot eru fyrirsjáanleg.
Á öllu þessu ber Davíð Oddsson fulla ábyrgð! Davíð er dýr!
Mætum sem flest á friðsaman mótmælafund í dag!
Mosi
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2009 | 11:57
Eftirminnilegt kvöld
Í gær var góður heimilisvinur hjá okkur í heimsókn og þá bar eðlilega margt á góma það sem efst er á baugi. Um morguninn fór fram útför Freysteins Sigurðssonar jarðfræðings, mikils öðlings og óvenju gáfumanns. Rifjaði gestur okkar samskipti sín við hann og var þar margt mjög óvenjulegt og broslegt sem þeir félagar brölluðu. T.d. lentu þeir í því sem ungir stúdentar að lenda út af veginum við brúna yfir Bægisá í Eyjafirði. Voru þeir stálheppnir að verða ekki fyrir líkamstjóni eða dauða en þeir voru á leið suður í jeppa eftir rannsóknarleiðangur á vegum Orkustofnunar.
Sjálfur minnist eg Freysteins á fundum Skógræktarfélags Íslands, Ferðafélags Íslands, Hins ísl. náttúrufræðifélags og ekki síst Landverndar. Fyrir nokkrum árum var aðalfundur Landverndar haldinn á Hellissandi og í langferðabifreiðinni sagði Freysteinn okkur frá á sinn skemmtilega og eftirminnilega hátt frá lábörðu fjörugrjóti neðst í hlíðum Akrafjalls, rétt við norðurop Hvalfjarðarganganna, leifum af hval sem fannst í malarnámu norðan í sama fjalli og bylgjunum á veginum um mýrarnar þar norðar. Kvað Freysteinn að þarna væri versta sjólag á þjóðvegakerfi landsins og útskýrði jarðlögin þar undir og sögu vegagerðar. Þegar kom vestur í Melasveit sagði hann frá jökulgörðunum sem þar má sjá. Kvaðhann jarðfræðinga lengi vel hafa verið mjög ósátta hvaðan þeir garðar væru upprunnir, úr Borgarfirði eða Hvalfirði. Þegar efnarannsóknir höfðu verið framkvæmdar af fjölda sýna kom í ljós að allir höfðu haft á réttu að standa því þarna höfðu komið skriðjöklar nánast úr flestum áttum og hrært þessum mikla efnivið í garðana. Féllust þá jarðfræðingar landsins í faðma!
Góðar minningar eru tengdar nafni Freysteins en hann var afburða höfundur texta. Ber t.d. Árbók Ferðafélags Íslands 2004 um Borgarfjarðardali vitni um bæði mikla þekkingu og frásagnartækni Freysteins. Allt varð eftirminnilegt í sögum hans og verður lengi í minnum.
Þá ræddum við mikið saman um stríðið sem nú geysar fyrir botni Miðjarðarhafsins. Minntumst við hjónin á gönguferð yfir Arnarvatnsheiði fyrir um 20 árum. Þá var Úrsúla konan mín leiðsögumaður á vegum Arinbjarnar Jóhannssonar ferðaþjónustubónda á Brekkulæk með þýskumælandi ferðamenn. Var farið frá Húsafelli um Surtshelli, Álftakrók, Fljótsdrög, Lónaborg og áfram norður í Miðfjörð. Þar sem hópurinn var ekki fullskipaður fékk eg leyfi að fara með og var það að mörgu leyti heppilegt því með í för var Ísraeli nokkur. Hann var mjög stæðilegur á besta aldri og starfaði sem öryggisvörður í sendiráði Ísraels í einu landi Evrópu. Hann var í fyrstu mjög tortrygginn að vera innan um hóp tómra Þjóðverja og einungis eins Íslendings! Hvergi var sími í einföldum skálunum á Heiðinni en fyrir honum var lagt að hringja daglega og láta vita af sér. Eðlilega varð honum brugðið en brátt varð hann heillaður af fegurð, friðsæld og kyrrð náttúrunnar. Átti hann vart orð í eigu sinni hversu við Íslendingar værum auðugir af öllu þessu góða vatni sem streymdi án afláts engum að gagni. Í gestabókina að Brekkulæk hjá Arinbirni ritaði hann einhverja þá fegurstu færslu sem eg hefi lesið. Þessi maður frá þessu fjarlæga landi hvatti okkur eindregið að standa vörð um þetta fagra og óspillta land og sparaði hvergi aðdáun sína á hversu landið er bæði fagurt og íbúar vinsamlegir. Sjaldan hefi eg að leiðarlokum hitt jafn heillaðan ferðamann og þennan öryggisvörð sem hafði alið mestan sinn aldur við ótta og tortryggni í sínu nánasta umhverfi.
Það mættu fleiri en íslenskir jarðfræðingar fallast í faðma og sýna í verki að við viljum öll gjarnan lifa í friðsamari veröld. En við þurfum auðvitað að sýna trú okkar og von í verkunum okkar!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 18:03
Ríkisstjórnin er ekki með réttu ráði
Hugmynd Guðlaugs Þórs ber með sér að hafa verið unnin á handahlaupum og illa undirbúin. Að spara á þennan hátt hefði aldrei gengið upp í frjálsu samfélagi.Leita þarf sennilega til blómatíma Kommúninstaflokks Ráðstjórnarríkjanna til að finna einhverjar hliðstæður. Óskandi er að sem fæstir og helst enginn sakni þess þjóðskipulags.
Spurning er hvort ekki væri hugsandi að fá lánuð hermdarverkalögin hjá Gordon Brown og setja þau á Guðlaug Þór. Lög þessi er sögð fremur lítið notuð og að sögn hafi í raun einungis einu sinni reynt á þau: að koma ríkisstjórninni á Íslandi í skilning um að Bretar vildu gjarnan hafa tal af ráðamönnum til að ræða alvarlega stöðu í fjárhagsmálum vegna þessara Icesafe-reikninga.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að afnema siðareglur í fasteignasölu. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum? Ríkisstjórnin er gjörsamlega úr takti við alla skynsemi og það er ekki aðeins Guðlaugur Þór sem ber að segja af: Öll ríkisstjórnin á að segja af því hún hefur verið steinsofandi undanfarið ár þegar allt hefur verið að fara í kaldakol. Ríkisstjornin er gjörsamlega rúin trausti og hennar vitjunartími er fyrir löngu runninn upp.
Mosi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 17:37
Á að afnema siðareglur í fasteignasölu?
Á fréttaveitunni visir.is er nýjasta fréttin núna rétt áðan: Fasteignasalar losaðir undan siðareglum.
Þar er greint frá viðtali við Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.Hann segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum.
Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega léttlynd að ekki sé nóg að gert að einkavæða allt sem lífsanda dregur á Íslandi. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum?
Það væri ef til vill fremur ástæða að skerpa á siðareglum í þjóðfélaginu og sérstaklega á Alþingi Íslendinga og í Stjórnarráðinu. Oft er þörf en nú er fátt þarfara en að efla góða siði á þeim bæjum.
Sjá nánar: http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/856358429
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 13:17
Mesta stjórnmálaviðrini landsins?
Guðlaugur Þór er einstakur klaufi. Honum hefur ævinlega fylgt mikill bægslagangur og stórar fullyrðingar. Núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Samfylkingu hefur gert þennan klaufa að ráðherra þá hefst hann handa við að rústa heilbrigðiskerfi landsins.
Verkin tala:
Þegar Guðlaugur Þór var í borgarstjórn gekk mikið á í áróðri hans vegna Línu-Net. Nú heyrist hvorki hósti né stuna um það mál. Hverju skyldi það sæta? Jú það skyldi þó ekki vera að sú framkvæmd hafi skilað margföldum kostnaði aftur til baka í sjóði Orkuveitunnar?
Síðan Guðlaugur Þór settist á þing hefur hans uppáhaldsmál verið að veita matvöruverslunum landsins rétt að selja brennivín og bjór. Að vísu léttvín og bjór svo réttar og nákvæmar sé að orði kveðið. Skyldi þessi breyting á verslunarháttum landsmanna vera forgangsmál í huga þessa voðalega ráðherra?
Nú hefur þessi maður lagt fram hugmyndir sínar hvernig hann hyggst bókstaflega rústa heilbrigðiskerfi landsmanna. Við höfum horft upp á nauðungarflutninga eldra fólks á Akureyri þar sem það er drifið út úr rúmunum og ekið í tveggja manna stofur suður í Kristnes. Þetta er sennilega rétt byrjunin á einhverri uppstokkun undir yfirskini hagræðingar.
Nú á að senda starfsfólk nauðungarflutningum langar leiðir ef það vill starfa við hliðstæð störf og verið hefur. Sjúklingar skulu sendir út og suður án þess að það sé spurt. Ætli aðstandendur þeirra sjúklinga sem sendir eru í uppskurð suður í sveitarfélag flokksfélaga Guðlaugs Þórs, Árna Sigfússonar, verði gert auðveldar að heimsækja ættingja og vini?
Þessar hugmyndir eru mjög illa undirbúnar og ætla mætti að heilbrigðisráðherrann hafi dottið niður af þakinu heima hjá sér og orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Undarlegt að svo virðist að þessar hugmyndir hafi ekki verið bornar aðra en innvígða einkavæðingarmenn rétt eins og málið varði enga aðra en þá.
Guðlaugur Þór er klaufi. Hans mestu mistök voru að hasla sér völl í stjórnmálum því þar áhann ekkert erindi. Því miður er hann eins og hvert annað viðrini. Hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde fengið samkeppni?
Mosi
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 11:11
Hvernig fóru menn að hala inn svo miklu fé?
Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.
Þeir hafa bókstaflega kjaftað niður vátryggingafyrirtækið Exista og bjóða öðrum hluthöfum smánarkjör. Fyrir nokkrum árum fékk eg og fjölskylda mín sendar um 1100 krónur í hlutafé. Þá nam gengi félagsins nokkrum tugum króna. Nú er boðið upp á tvo einseyringa fyrir hverja krónu! Það þýðir að hlutur sem var að verðgildi kr.30.000 er kominn í kr.22! Það dugar ekki einu sinni fyrir frímerkinu til að senda okkur kostaboð þeirra athafnarmannanna!
Exista tók við blómlegu búi Brunabótafélagsins sem stofnað var 1905. Það var í nær heila öld rekið með miklum myndarskap af traustum starfsmönnum sem snúa sér ábyggilega í gröfinni ef þeir mættu fá vitneskju um hvernig komið er fyrir félaginu. Fyrir hagnaðinn af félaginu var tækjabúnaður Slökkviliðsins í Reykjavík mjög efldur og er meira að segja fullyrt að rekstur þess hafi að verulegu leyti kostað af félaginu. Nú virðist allt þetta mikla stofnfé hafa ratað í önnur verkefni í vasa auðmanna. Í eftirtöldum færslum má lesa nánar um viðhorf undirritaðs:
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/765638/
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/763008
Nú munu skattayfirvöld hafa hafið könnun á umsvifum auðmanna með undanskot hagnaðar frá skatti í huga. Væntanlega kemur sitt hvað í ljós enda er þessa gríðarlega eignasöfnun sjúkleg. Gunnar Dal heimspekingur og skáld vill meina að vissu marki hefur mannshugurinn stjórn á sínum peningamálum. En þegar skuldlausar eignir fara að nálgast 50-100 milljónir gerist það að þá hafa mennirnir ekki stjórn á peningunum heldur verður n.k. stjórnarbylting í huga viðkomandi: allt í einu eru það peningarnir, auðurinn sem tekur völdin og fer að stýra öllu því sem viðkomandi tekur sér fyrir hendur. Þá verða menn hinir verstu aurapúkar og svífast jafnvel einskis, aðeins er hugsað að afla meira fjár þó enginn tilgangur sé með því annar en að auðgast enn meir.
Gamalt þýskt máltæki segir: Das letzte Hemd hat keine Taschen. Því má snara á okkar tungu: Líkklæðin hafa enga vasa. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: Margur verður af aurum api.
Mosi
Eiga 650 m. evra inni hjá gamla Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.1.2009 | 10:47
Óskiljanleg og siðlaus krafa
Þegar neyðarlög Geirs Haarde voru samþykkt í þinginu 6.10. var tilgangurinn að forða bönkunum frá algjöru gjaldþroti. Það tókst ekki betur til en svo að breski forsætisráðherrann beytti Íslendinga hermdarverkalögum enda er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki höfðu þá þegar verið hafnar viðræður við Breta.
Tilgangurinn Geirs og félaga var sem sagt að reyna að bjarga bönkunum sem ekki tókst betur til en svo. Í lögum þessum er ekki unnt að gera aðrar kröfur í bú bankanna en í innlánsreikninga enda eru forsendur fyrir efndum einhverra samninga gjörsamlega brostnar. Bönkunum verður aldrei gert að inna af hendi efndir við suma samningsaðila sem augljóslega verður á kostnað annarra. Og að krefjast langtumhærra gengis en hið opinbera gengi Seðlabanka er með gjörsamlega órökstutt og siðlaust.
Kröfu þeirra Exista og Kjalarmanna verður því að lýsa þegar bankarnir verða teknir gjaldþrotaskipta ef af verður. Fyrr verður ekki unnt að taka afstöðu til hennar fremur en annarra t.d. hlutafjáreigenda sem að svo stöddu virðast hafa tapað öllu sínu fé, þ. á m. undirritaður sem tapaði andvirði eins jeppa.
Hvers vegna eru forsvarsmenn Exista og Kjalar með þessa kröfu? Þeir eru góðu vanir enda var sá háttur að þeir gátu afgreitt sig að mestu sjálfir í bönkunum með þeim áhrifum og trausti sem þeir höfðu í samfélaginu. Þessir menn hafa halað inn ógrynni fjár á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki sömu aðstöðu og áhrif og þeir. Þessir aðilar nutu þess að fá mikið fé og mikil áhrif á tiltölulega auðveldan hátt meðan þorri þjóðarinnar sem vildi eignast hlut í Búnaðarbankanum varð að greiða fyrir sína hluti með beinhörðum peningum. Um Exista er það að segja að stór hluti af því fyrirtæki er Brunabótafélag Íslands sem var elsta starfandi vátryggingafyrirtækið á Íslandi stofnað 1905. Það var alltaf mjög vel rekið en var notað eins og hvert annað tækifæri fjárglæframanna til að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.
Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.
Mosi
Krafa Kjalars 190 milljörðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 22:32
Blóðflokkurinn - hvenær verður dánarvottorðið gefið út?
Í dag var eg á góðum mannfundi og þar hitti eg gamlan vinnufélaga en afi hans var Jónas frá Hriflu. Spurði eg hann hvernig honum litist á stöðu mála með gamla stjórnmálaflokk afa síns. Hann spurði mig hvort eg meinti Blóðflokkinn?
Lengi vel hefur Framsóknarflokkurinn haft B sem listabókstaf. Það færi vel á því að skíra þessar flokksleifar Blóðflokk enda er spurning hvort honum sé að blæða út.
Það er því nokkuð hlálegt þegar sumir flokksmenn með einn fyrrum flokksformann taka sér í munn orðasamband sem notað er þegar braskarar yfirtaka hlutafélög. Mat þeirr er að braskarar séu að taka þennan flokk yfir og þá er að öllum líkindum stutt eftir að gefa megi út dánarvottorðið.
Á þann reit þar sem getið er um orsök andláts má rita skýrum stöfum: Of margir læknar - eða öllu heldur of margir ráðríkir formenn.
Mosi
Fjandsamleg yfirtaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2009 | 12:14
Af hverju grímur?
Myndi gjarnan koma og vera með við friðsöm mótmæli spillingar og valdníðslu. En mér finnst vera fyrir neðan allar hellur að bera grímu - öðru vísi er á grímudansleik, þar setur fólk upp grímur í vissum tilgangi.
Það er lítill tilgangur að vera með grímur við mótmæli. Það kann að vera einhver annarlegur tilgangur með því sem eg er ekki tilbúinn að taka þátt í.
Vona eg að sem flestir hafi sömu eða svipaða skoðun og eg.
Mosi
Mótmæli boðuð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 243411
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar