Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2009 | 12:33
Vafasöm fortíð Valgerðar sem ráðherra
Þegar Valgerður gerðist iðnaðarráðherra fékk hún það vafasama verkefni að berja Kárahnjúkavirkjunina í gegn um þingið. Hagfræðingar vöruðu mjög alvarlega við þessari framkvæmd enda hún allt of mikið þensluvaldandi í litlu hagkerfi. Vegna þess að allt of mikið af erlendu lánsfé streymdi inn í þetta litla hagkerfi okkar varð til það sem nefna má gerfi góðæri. Engin raunveruleg verðmæti byggð á vinnu okkar Íslendinga sjálfra, heldur var þetta mikla fé nánast til þess að auka innflutning á ýmsum lúxúsvarningi inn í landið.
Nú súpum við seyðið af þessu sukki. Kárahnjúkavirkjunin var sérstakt hugðarefni Framsóknarflokksins. Með virkjuninni fékk Framsóknarflokkurinn nokkur fleiri atkvæði í kosningum 2003 en áður og má fullyrða að Kárahnjúkavirkjunin sé einn dýrasti kosningavíxill sem um getur, ekki aðeins í sögu þjóðarinnar heldur víðar.
Framsóknarflokkurinn hefur því miður valdið meiri vandræðum en gagn í íslensku samfélagi. Mikil spilling hefur auk þess verið fylgifiskur þessa flokks öðrum flokkum fremur.
Því mætti gjarnan fara alvarlega að huga að því að leggja hann niður.
Mosi
Valgerður fær jafnréttisverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.1.2009 | 11:38
Þessu verkefni verður að sinna
Fátt gleður hug og hjörtu Íslendinga en fagur skógur sem veitir okkur skjól fyrir næðingi. Skógurinn dregur til sín fjölbreytt fuglalíf sem alltaf er mikil unun að fylgjast með.
Skógrækt er langtímaverkefni. Það skýtur því mjög skökku við ef allt í einu verði grafið undan þessari tegund ræktunar. Þessu verkefni þarf að tryggja að fjárskortur verði ekki til að áætlanir vegna gróðursetninga fari úr skorðum að þessu sinni. Það verður ekki auðvelt að taka upp þráðinn síðar.
Verkefnin eru gríðarleg. Við þurfum fremur að herða á en slaka á ræktun skóga. Ísland er eitt skógfátækasta land heims, meira að segja eru mörg lönd þar sem eyðimerkur eru stór hluti af heildarstærð, ríkari af skóg en Ísland svo undarlega sem það kann að hljóða. Í Saudi Arabíu eru fleiri % landsins þaktir skógi en á Íslandi!
Skógrækt er mjög mikilsverð t.d. vegna bindingar eitraðra lofttegunda. Þannig binst töluvert af CO og CO2 í trjám. Meira að segja brennisteinsmengun getur trjágróður bundið. Sennilega verður að grípa til umtalsverðrar skógræktar til að binda brennisteinsmengunina frá Helllisheiðarvirkjun. Það er tiltölulega auðveld en nokkuð kostnaðarmikil framkvæmd. Þaðkann kannski að vera kostur því nú er atvinnuástand ekki upp á marga fiska í landinu og vinnufúasr hendur unglinga myndu gjarnan vilja taka þátt í þessu auk okkar sem eldri erum. Þannig mætti planta trjáplöntum víða um Mosfellsheiðina sem myndi smám saman verða að umtalsverðum skóg rétt eins og Heiðmörkin sem er ein fegursta náttúruperla í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðisins.
Mosi
Milljón trjáplöntur á haugana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2009 | 20:34
Erfið en skynsamleg ákvörðun
Sú á að vera meginstefna í samskiptum allra landa sín á milli að taka vinsamlega á móti ráðamönnum hvers annars.
Mér er það í fersku minni þegar Davíð Oddsson þá nýorðinn forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar fór í heimsókn til Ísraels. Í stað þess að einhver ráðherra tæki á móti honum og byði okkar mann velkomminn til landsins kom einhver kontóristi úr einhverju ráðuneyti og rétti honum einhvern einhvern pappír. Þegar Davíð las hvað á þessu blaði stóð þá var þar ósk um framsal Edward Hinriksen sem ísraelsk yfirvöldmeintu að væri stríðsglæpamaður, hvorki meira né minna! Þetta var ekki beint kurteysislegar viðtökur og undir þessum kringumstæðum hefði hver einast ráðamaður vestræns frjáls ríkis tekið næstu flugvél áleiðis til baka.
Ef til vill eru þessar viðtökur í huga þeirra utanríkisráðuneytismanna enn í minnum hafðar. Við Íslendingar viljum gjarnan eiga vinsamlegar viðræður og samskipti við aðrar þjóðir, en að taka í hönd fulltrúa ríkisvalds sem hefur á samvisku sinni morð á hundruðum barna og annarra borgara Palestínumanna á Gaza er mjög áleitin spurning hvort með þeirri táknrænu athöfn sé verið að skrifa uppa á syndakvittun fyrir slíkum voðaverkum.
Allir ferðamenn eiga að vera velkomnir til Íslands hvort sem það eru Norðurlandabúar, Bretar,Þjóðverjar, Frakkar, Rússar, Gyðingar eða Ísraelsmenn hvort sem þeir vilja nefna sig, Asíubúar, Ástralir, Afríkubúar eða frá Ameríku, norður, mið eða suður, - það skiptir engu máli svo framarlega sem þeir vilja virða þaðað við erum friðsöm og herlaus þjóð, eigum engin tengsl við hermdarverk og viljum ekki bendla okkur við mannréttindabrot af neinu tagi.
Þessi ákvörðun hefur ábyggilega ekki verið auðveld en hún er bæði mjög skynsamleg og rétt með hliðsjón af þeim fjárhagslegu gríðarlegu erfiðleikum sem við sitjum uppi með fjármálabraskara sem virðist alltaf vera nóg af á öllum tímum í öllum löndum og undir flestum kringumstæðum.
Mosi
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
15.1.2009 | 15:34
Hvað er „ferðaiðnaður“?
Hvenær ætla blaðamenn að læra íslensku? Því miður eru alltof margir sem hugsa ekki á íslensku heldur en einhverju öðru máli. Hvað er eiginlega ferðaiðnaður? Er þar um einhverja framleiðslu í þágu ferðamanna t.d. framleiðsla minjagripa eða kannski pulsugerð? Orðið iðnaður er aðeins ein þýðing á enska orðinu industry. Og þar með tourist industry þýtt hrátt sem ferðaiðnaður.
Orðskrípið ferðamannaiðnaður er af sama toga.
Sem leiðsögumaður einkum erlendra ferðamanna um landið okkar nam eg fræði mín hjá afburða kennurum í Leiðsöguskóla Íslands. Okkur var ekki aðeins kennt sitthvað sem nýtist okkur í okkar góða praxís heldur var okkur einnig að varast sitthvað. Ekki aðeins hættur í náttúru landsins eða umferðinni heldur að við ættum að nota rétt orð. Sum orð ber að varast, oft af gefnu tilefni.
Allt of oft og allt of margir falla í þann pytt að varast ekki að erlend orð hafa oft fleiri en eina merkingu, ekki síður en í íslensku. Þessi eiginleiki tungumáls lýsir hve lifandi það er.
Mosi
Færri sækja Bretland heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 13:37
„Eru hér farin að myndast bófafélög?“
Pétur Benediktsson er maður nefndur. Hann var bankastjóri, bróðir Bjarna Benediktssonar prófessors, borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra. Pétur var mjög vinsæll sem bankastjóri Landsbankans og fóru ýmsar sögur af honum. Einhverju sinni kom maður að vestan sem gekk undir því kostulega nafni Dósóþeus Tímateosson í bankann og bað um lán. Þó svo að Dósi liti ekki sem best út en hann átti oft náin kynni við Bakkus, þá kvað Pétur upp að þar sem þetta nafn væri ekki aðfinna í skrám bankans væri ekki ástæða til að hann færi úr bankanum án þess að hafa verið veitt einhver úrlausn.
Þann 27.febrúar 1964 hélt Pétur erindi í útvarpinu sem vakti gríðarlega athygli. Í þættinum Um daginn og veginn sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur var einna lengst tengdur við, kom Pétur inn á sem þá var ofarlega á baugi meðal Íslendinga:
Þótt margt ljótt hafi orðið uppvíst nú að undanförnu, fer því víðs fjarri, að öll kurl séu komin til grafar. Það er örugglega víst, að hér eru farin að myndast bófafélög, sem stunda margar tegundir glæpa ogþar sem hver sakamaður styður annan með ráð og dáð. Íslenska rannsóknarlögreglan ræður ekki við þennan vanda í dag, þegar af þeirri ástæðu, að hún er of fámenn ennfremur er þörf á sérmenntuðu lögregluliði til þess að fást við þennan lýð.
Ljóst er að þessi varnaðarorð eiga nokkuð vel við í dag.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 13:22
Margt er sambærilegt: 1939 og 2009
Þegar Adolf Hitler kanslari hóf innrás herja sinna inn í Pólland aðfaranótt 1. september 1939 var engrar miskunnar að vænta. Innrásin var vel undirbúin og lið allt vel út búið, rétt eins og nú. Breski sendiherran í Berlín reyni alla nóttina og allan þann dag að ná tali af kanslaranum án nokkurs árangurs. Tilefnið var að reyna að fá þýska kanslarann að draga herlið sitt til baka enda voru hagsmunir Breta og Frakka gríðarlegir. Bretar og Frakkar höfðu nefnilega í milliríkjasamningum við Pólverja skuldbundið sig að tryggja landamærin milli Þýskalands og Póllands. Kanslaranum þýska var ekki hnikað, hann fór sínu fram hvað Bretum og Frökkum viðkom. Þann 3ja september lýstu Bretar og Frakkar stríði gegn Þýskalandi enda var engu tauti við hann komið. Þrátt fyrir að þeir voru engan veginn tilbúnir að sýna þessum friðarspilli neina hörku var farið af vanefnum út í stríð sem varð brátt eitt allsherjar bál. Ekki var aftur snúið.
Ísrael er stýrt af mjög herskáum og siðlausum mönnum, rétt eins og Þýskalandi 1933-1945. Því miður hafa þeir hagað sér vægast sagt mjög harkalega gagnvart Palestínumönnum undanfarin ár og bera fyrir sig flugskeytaárásir frá Hamas. Hví í ósköpunum er ekki unnt að koma í veg fyrir aðflutninga á þessum flugskeytum þegar matarskortur og vatnsleysi hefur þjakað hálfa aðra milljón Palestínumanna á Gaza? Léttara hefði verið að koma í veg fyrir að herskáum Hamas liðum berist þessi vopn, t.d. með góðri samvinnu við Egypta en talið er að megnið af því sem smyglað er frá suðri.
Nú hefur um 1000 manns verið felld. Þetta eru morð af yfirlögðu ráði á ábyrgð þeirrar klíku sem stýrir Ísrael um þessar mundir. Að nota fosfórsprengjur er sérkapítuli fyrir sig sem alþjóðasamfélagið er alveg gapandi af undrun hvers vegna þeir leyfa sér svomikla grimmd.
Fjöldi Gyðinga er mjög ósammála ríkisstjórninni enda er þeim meira virði að lifa í góðu landi meðal vinveittra þjóða. Þeir gera sér grein fyrir að upphaflega gerðu Gyðingar sig n.k. boðflennur að setjast að í landi sem öðrum tilheyrði. En svona geta gamlar bækur haft mikil áhrif að þeir trúðu enn sem meira en 3.000 ára gamlir textar sögðu að landið tilheyrði þeim! Auðvitað var töluvert af landi keypt og það er auðvitað góð aðferð að eignast land. En þetta er önnur saga.
Aldrei er unnt að rækta friðsamleg samskipti þegar ríkisstjórnin er sífellt að eyðileggja þann ávinning sem náðst hefur. Árið 1994 deildi Arafat friðarverðlaunum Nóbels við ísraelsku stjórnmálamennina Rabin og Peres. Nú féll Rabin fyrir kúlu frá morðingja sínum sem var mikill öfgasinni, bókstafstrúarmaður. Peres virðist vera orðinn umskiptingur, þessi fyrrum friðsami maður er nú í þeirri stöðu að réttlæta myrkraverkin.
Einkennilegt er, að ríkisstjórn Ísraels hafi ekki viljað feta þá slóð sem þeir félagar Nelson Mandela og Desmond Tutó fetuðu þá apartheid stefnan var afnumin í Suður Afríku. Flestir voru á því að þau gríðarlegu þjóðfélagslegu viðfangsefni væru nánast óleysanleg og allt stefndi í blóðugt uppgjör. En með framsýni sinni kveður Mandela forvera sinn, de Clerk, sér til aðstoðar. Mandela vill að þeir sameinginlega leiði alla íbúa Suður Afríku fram hjá borgarastyrjöld. Þetta hefur tekist, kannski ekki alveg en með fremur fáum hnökrum. Hvers vegna í ósköpum var ekki svipuð leið farin fyrir botni Miðjarðarhafsins?
Að sigra í stríði er auðveldur leikur fyrir þann sem hefur yfir nægum og góðum her og hergögnum að búa. Að sigra friðinn hefur alltaf vafist fyrir þessum sömu aðilum. Napóléón var mjög snjall herforingi sem er sá fyrsti í sögunni síðan í fornöld sem fremur valdarán í byltingu með her sínum. Hann reyndist vera hinn versti klaufi bæði í stjórnmálum sem og kvennamálum. Mættu margir taka sér það til alvarlegrar athugunar.
Þegar ísraelski herinn hefur skotið til bana síðustu friðardúfurnar þá er ekki von á neinu góðu. Kannski að nú sé einasta vonin að Þjóðverjar felli niður stríðsskaðabætur vegna gyðingaofsóknanna á sínum tíma. Þýskir skattgreiðendur hafa fyllstu ástæðu til að ætla, að verulegum hluta af þessu mikla fé sé varið til hergagnakaupa til að brjóta á hagsmunum 3jaaðila. Tilgangur bótanna er brostinn!
Kannski þeir sem eiga nú sárt um að binda á Gaza eigi siðferðislega meiri rétt til slíkra greiðslna, kannski frá Gyðingum?
Mosi
Hörðustu árásir á Gasaborg til þessa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.1.2009 | 09:05
Um hvað var samið?
Spurning varðar um hvað var samið? Hvenær átti að inna greiðslur, hvernig og hvar? Er möguleiki á að um einhvern misskilning sé um að ræða? Kannski hafi verið einhverjir fyrirvarar sem ekki er getið um?
Þá er spurning hvort einhverjar blekkingar hafi verið stundaðar.
Einnig hvort um hafi verið samið að greiðslur hefðu átt að vera beint til skattaparadísa eyjanna í karabíska hafinu.
Þetta mál er eitt af mörgum sem þarf að kanna gaumgæfilega. Þar duga engin vettlingatök.
Mosi
25 milljarða króna greiðsla týnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 15:45
Grafaræningjar
Braskari játar ásökunum í blaðagrein:
Agnes Bragadóttir er einn skeleggasti blaðamaður íslensku þjóðarinnar. Hún hefur flett ofan af ýmsu sem miður fer í okkar samfélagi og á dögunum ritaði hún um spillinguna sem stungið hefur sér niður með fullum þunga í íslensku samfélagi.
Um helgina tók Agnes fyrir þessi einkennilegu fyrirtæki: Exista og Kjalar en eins og kunnugt er, þá kröfðust forsvarsmenn fyrirtækja þessara að úr þrotabúi Kaupþings yrði greiddar 650 milljarðar evra til fyrirtækja þessara. Þetta er gríðarlega há fjárhæð og þykir mörgum þessir herramenn sýna mikla bíræfni að krefjast þess að fá þessa milljarða á tvöföldu gengi Seðlabankans.
Í gær, mánudag ritar forstjóri Kjalars svargrein gegn umfjöllun Agnesar: Lán og varnir - Agnesi svarað. Þar leggur hann áherslu á að unnið hafi verið af heilindum við að gæta hagsmuna þessa braskfyrirtækis!
Við lestur þessarar greinar er ekki annað unnt að lesa en aðþar komi fram játningar braskara um að hafa tekið stöðu gegn krónunni til þess að auðga sig meira en nokkur annar hafði aðstöðu til. Óvenjulegt er að lögregla þurfi ekki einu sinni að fá fram játningu grunaðs manns við yfirheyrslu. Viðkomandi kemur upp um sig sjálfur og mætti þessi grein verða öllum til alvarlegrar umhugsunar hvernig komið er í okar samfélagi.
Venjulegur hluthafi í Exista hefur orðið fyrir gríðarlegu tapi. Í höndunum á þessum fjárglæframönnum eru hlutir litlu hluthafanna nánast orðið einskis virði án þess að nokkrum vörnum væri komið við.
Því miður hefur sálarlaus braskarahugsunarháttur orðið gegnsýrður huga sumra landa okkar. Þeir haga sér eins og óprúttnir grafaræningjar sem brjóta sér leið inn í gamla helgidóma til að ræna og rupla öllum þeim fémætum sem þar er að finna. Lengi vel sóttu ræningjar fornar grafir faróa Egyptalands í píramítunum. Spænskir ribbaldar eyddu Azteka- og Inkaríkjunum sem staðið höfðu í aldir ef ekki þúsundir ára. Sjóræningjar hafa vaðið uppi í aldir og valdið miklu tjóni víða um heim. Svo koma þessir fuglar og krefjast að fá refjalaust afhentar eignir úr þrotabúi banka sem nema ríkisútgjöldum meira en tveggja ára fyrir snúð sinn! Þeir kveða sig vera vel að þessum auð komnir enda hafi þeir unnið að heilindum! Kannski umfram aðra þjóðfélagsborgara sem í svita síns andlits hafa lagt fyrir af sparnaðisínum dálitla fjármuni til kaupa á hlutabréfum, annað hvort sjálfir eða gegnum lífeyrissjóði landsmanna.
Því miður virðist engin ákvæði hegningarlaganna ná yfir svona herramenn en verkin þeirra sýna og sanna okkur sem verðum að leggja á okkur gríðarlegt ok á næstu árum.
Þessir menn mættu gjarnan skammast sín - ef þeir kunna það!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 15:08
Ráðherra á fjöllum?
Guðlaugur Þór virðist vera ráðherra þar sem hver vandræðagangurinn rekur annan. Hann er sagður vera alveg úti á þekju þegar mikilvæg mál koma til umræðu. Hann leggur fram hugmyndir um gríðarlega breytingu á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar án þess að bera undir mikilvæga embættismenn eins og landlækni.
Á Þrettándanum fór síðasti jólasveinnin eftir gömlu þjóðtrúnni á fjöll. Vel hefði verið að Guðlaugur Þór hefði brgðið sér í gervi jólasveinsins og haldið í humátt á eftir þessum gömlu sveinkum sem voru álitnir miklir kjánar enda aldir upp af þeirri skrýtnu Grýlu.
Mosi
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2009 | 12:19
Er Sjálfstæðisflokkurinn að bregðast þjóðinni?
Þetta er alveg skelfilegt. Hér er um meira en 2 milljónir á hvert mannsbarn í landinu. Hvernig mátti þetta verða? Hvernig stjórnun höfum við haft í landinu?
Hvar eru breiðu bökin?
Mosi
Ríkið skuldar 653 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243410
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar