Færsluflokkur: Bloggar
20.1.2009 | 21:15
Ríkisstjórnin er rúin trausti
Nú eru friðsöm mótmæli að breytast í ólgu í samfélaginu. Þegar þetta ástand liggur fyrir eru alvarleg tíðindi í aðsigi. Hvers vegna er svona komið?
Ljóst er að ríkisstjórnin hefur borið mikinn hnekk af afgerðarleysi vegna bankahrunsins. Undir þessum kringumstæðum ber að gera EITTHVAÐ. Ríkisstjórnin virðist vera gjörsamlega utanveltu við umræðuna í samfélaginu.Það sést vel á dagskrá þingsins í dag: Eitt af þeim forgangs- og eftirlætismálum Heimdellinga eru breytingar á lögum um áfengi. Skyldi þetta vera í forgangi hjá ríkisstjórninni?
Hver er opinber skýring ríkisstjórnarinnar á því hvers vegna Gordon Brown beitti Íslendinga hryðjuverkalögunum? Hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að endurheimta þær miklu eignir sem braskarar þeir sem grófu undan bankakerfinu og einnig að koma lögum yfir þessa herramenn? Voru framin landráð og verður hafin nú þegar rannsókn á þeim meintu glæpum? Greiningardeild ríkislögreglunnar átti að halda utan um þetta mikilsverða verkefni.
Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að draga úr gríðarlegri eignaupptöku skuldugra Íslendinga? Lögleysa veður uppi. Hvað hyggst ríkisstjórnin ger til að koma böndum á vaxtaokur Seðlabankans? Að halda uppi himinháum stýrivöxtum með mjög hárri dýrtíð var talin mikil goðgá hjá vönduðum bankamönnum. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að halda uppi atvinnu í landinu?
Allt þetta eru verkefni sem blasa við. Ríkisstjórnin talar og talar en það kemur okkur akkúrat ekki að neinu gagni. Hún er gjörsamlega rúin öllu trausti og sífellt fleiri vilja að hún segi tafarlaust af sér en gleymi ekki að rjúfa þing áður og efna til nýrra kosninga.
Mosi
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 20:41
Straumhvörf
Fram að þessu hafa mótmæli síðustu mánuði verið yfirleitt friðsamleg. Nú er þolinmæði mótmælenda smámsaman að þrotum komin. Geir Haarde forsætisráðherra kvað ríkisstjórnina þurfa að hafa vinnufrið. Hvað skyldu þeir í ríkisstjórninni hafa verið að gera í heilan mánuð? Svo er að sjá á dagskrá þingsins séu einhver gömul dekurmál nokkurra Heimdellinga um breytingu á áfengislögunum eins og það sé mikilvægasta málefni sem þurfi að afgreiða á þessum degi.
Það sem máli skiptir er að ríkisstjórnin geri eitthvað. Nú hafa braskarar leikið lausum hala í samfélaginu og komið landinu fjárhagslega í kaldakol. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að endurheimta þau miklu verðmæti sem braskarnir hafa dregið út úr landinu og komið e.t.v. í skattaskjól? Kann að vera um landráð í skilningi hegningarlaganna frá 1940 að ræða? Hvernig hyggst ríkisstjórnin koma á móts við alla þá sem skulda umtalsverðar upphæðir og eru að sliga undan okurvöxtum Seðlabankans? Og hvernig ætlar ríkisstjórnin að axla þá miklu ábyrgð sem nú blasir við?
Ríkisstjórnin hefur ekkert gert. ASkkúrat ekkert annað en að rifja upp hve vel gekk að gefa þjóðinni langt nef með gervigóðærinu. Við erum jafnnær eftir meira en ársfjórðung hvers vegna Bretar beittu okkur hermdarverkalögunum. Fjármálarspekingar frá þekktasta hagfræðiskóla heims undrast hvers vegna enginn tekur ábyrgð og enginn er látinn gjalda fyrir vanrækslu
ÞAÐ ER ÞESS VEGNA SEM FÓLKIÐ ER ÓÁNÆGT. ÞEGAR ÞAÐ MÓTMÆLTI Í DAG FENGU SUMIR Á SIG GUSU AF PIPAREITRI LÖGREGLUNNAR. AF MYNDUM ER GREINILEGT AÐ LÖGREGLUMENNIRNIR SEM BEITTU EITRINU BEITTU ÞVÍ AF HANDAHÓFI OG SPRAUTUÐU OFT BEINT Í ANDLIT FÓLKS. ÞETTA ER GLÆPUR!
Meðfylgjandi eru myndir sem eg tók í dag. Þar má sjá vígalega lögreglumenn gráa fyrir verjum og vopnum. Þar má einnig sjá unga konu sem nýbúin var að fá eiturgusu framan í sig. Mér varð hugsað til þess hvort við Íslendingar séum ekki komnir nokkuð nálægt lögregluríkinu. Piparúða á ekki að nota nema í nauðvörn og þarna voru ekki þannig kringumstæður að nokkuð réttlæti notkun hans. Einhvern veginn finnst mér að lögreglan skuldi þessari ungu konu afsökun sem og þá sem urðu fyrir barðinu á lögreglunni að ósekju. Sjálfur mátti eg forða mér við myndatökur að verða ekki sjálfur fyrir svona eiturgusu framan í mig.
En við Austurvöll framan við þinghúsið og við vesturgaflinn voru nokkrir eldri lögreglumenn. Þeir voru ekki jafnvígalegir og hinir. Þeir voru allir jú í vinnunni en það þykist eg vita að margir þeirra einkum meðal þeirra eldri eru þeir eiginlega á bandi okkar. Lögreglumenn starfa undir erfiðum kringumstæðum og þeir eldri vilja forðast hvers konar illindi og hark.
Það er aðeins ein lausn á þessum vandræðum:
Ríkisstjórnin ber að segja af sér og vera fljót að því en gleyma ekki að rjúfa þing og boða til nýrra þingkosninga milli páska og hvítasunnu. Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin öllu trausti meðal þjóðarinnar fyrir aðgerðaleysi. Hún hefur horft aðgerðalítil á þegar bankarnir hrynja hver um annan þveran og allt fjármálakerfi landsins er rústir einar, dýrtíð veður uppi, stýrivextir hækkaðir upp úr öllu valdi og atvinnuleysi eykst. Eftir hverju er ríkissjtórnin að bíða?
Því miður er of seint að bíða eftir kraftaverki þegar þjóðfélagið brennur!
Mosi
Svæði við þinghúsið rýmt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 11:16
Eðlilegar skýringar
Norðmenn hafa sýnt miklu meiri aðsjálni í fjármálum sínum. Þeir eru líki Þjóðverjum að velta hverri krónu áður en eyða henni. Þeir vilja ógjarnan taka lán og eru því erlend lán Norðmanna í lágmarki. Þá njóta þeir olíugróðans sem treystir hag þeirra mjög vel.
Hér á Íslandi sitjum við uppi með afleiðingar gervigóðæris sem m.a. var framkallað með byggingu Kárahnjúkavirkjunar samfara einkavæðingu bankanna. Skyndigróðamennirnir gleymdu sér gjörsamlega í fíkninni að græða og því er allt farið á eins vondan veg og reyndin hefur sýnt okkur. Við erum nánast gjaldþrota þjóð sem höfum tapað öllu: eignum, innistæðum, lánstrausti og það sem verst er: sífellt fleiri eru að missa vinnuna að auki!
Varað var alvarlega við ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og of hraðri einkavæðingu bankanna. Svonefndir kjalfestufjárfestar reyndust vera margir hverjir vera eins og loddarar, undirförulir og hafa verið iðnir við að koma stórgróðanum í skattaskjól.
Stjórnarandstaðan varaði mjög rækilega við þessu öllu saman og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að þær aðvaranir áttu við rök að styðjast.
Of seint er að vera vitur eftir á. Hlálegt er að fyrrum formaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir telji flokk sinn ekki bera neina ábyrgð á því sem komið er fyrir þjóðinni. 'Odýrari afsökun er varla unnt að finna norðan Alpafjalla um þessar mundir.
Mosi
Segja kreppuna ofmetna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 11:05
Þetta vissi hver heilvita maður
Auðvitað mátti hver einasti hugsandi maður og kona vita að einhliða upptaka evru væri þyrnum stráð. Nú hefur einn af mikilvægustu efnahagssérfræðingum í Bretlandi greint okkur frá þessu og fært mjög skír og skorinort rök fyrir því. Vonandi í eitt skipti fyrir öll!
Þeir íslensku stjórnmálamenn sem töldu þetta vera færa leið hafa sýnt af sér mikinn barnaskap. Þeir ættu sóma sinn vegna að draga sig í hlé svo þeir séu ekki að afvegaleiða þjóðina á viðsjárverðum tímum.
Mosi
Einhliða upptaka evru óviðeigandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 10:56
Sigum sýslumanninn á Selfossi á stórbraskarana
Hvað er þetta annað en spilling?
Að fá stórfé að láni til gera einhverjar gloríur án þess að tapa á því stórfé er leikur útrásarvíkinganna margtöluðu. Þetta er mjög óeðlilegt í alla staði og einkennilegt að verið sé að reyna að draga fólk á asnaeyrunum hvort sem það eru skattborgarar á Íslandi og litlu hluthafarnir í bönkunum sem ekki gátu varið sig gegn þessu braski.
Sýslumaðurinn á Selfossi boðar hertar aðgerðir gegn þeim sem skulda skatta. Sennilega eru flestir af þessari 370 manna hjörð í umdæmi hans fyrir löngu orðnir eignalausir með öllu og þessi fyrirhöfn því til lítils annað en að staðfesta það.
Spurning hvort ekki ætti að beina athafnagleði sýslumannsins á Selfossi að tuska til aðeins grafaræningjana eða útrásarvíkingana? Siga mætti honum á skattapardísir þær sem skattsvikinn ofurgróði fer til en óvíst hvort komi til okkar aftur. Sýslumaðurinn á Selfossi var áður skattstjóri á Ísafirði áður en hann gerðist sýslumaður þar og enn síðar á Selfossi. Honum ætti að vera vel kunnugur skattréttur og hafa töluverðan praxís í honum.
Nú þarf að virkja alla þá sem þekkingu hafa og reynslu til að geta bjargað sem mestu af skattsviknum gróða aftur til landsins. Hvaða kontóristi sem er gæti séð um þessi viðvik sem sýslumaðurinn á Selfossi ætlar sér að taka sér fyrir hendur. En maður með þessa ágætu eiginleika og áhuga ætti að vera sjálfskipaður réttargæslumaður íslenskra skattborgara og koma lögum yfir þessa herramenn sem nú hafa verið að grafa undan efnahag þjóðarinnar með ævintýralegu braski sínu og undanskoti eigna í skattaparadísir.
Mosi
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 16:50
Réttlátur dómur
Við lauslegan yfirlestur á dómnum þá er sennilega um réttlátan dóm yfir þessum erlenda manni sem gerði tilraun að smygla umtalsverðu magni af fíkniefnum til landsins. Nú hefur þessi maður sem mun vera kominn af léttasta skeiði hafa komið við sögu sakamála áður og sumt alvarlegt þá er ljóst að um sé að ræða sakborning sem líklegt er að hafi verið tilbúinn í e-ð sem ekki er löglegt.
Dómurinn er tiltölulega stuttur og er miður að ákærði virðist ekki hafa vitað mikil deili á þeim mönnum sem hann var í tengslum við og hafi að sögn hans komið honum til að fremja smygltilraun þessa.
Eina formlega aðfinnslan er að ekki komi fram fæðingardagur ákærða í dómnum eins og venja hefur verið. Vonandi verður þessi maður sendur í afplánun í heimalandi sínu enda er svona sending ekki til að bæta ástandið í fangelsismálum þjóðarinnar sem stendur. Mjög umtalsverður kostnaður fylgir rekstri fangelsa og mun vera mun ódýrara fyrir samfélagið að hafa afbrotamenn í dýrustu hótelum á borð við Hótel Sögu en vista þá bak við rimlana á Litla-Hrauni.
Mosi
Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 16:12
Stýrivextirnir
Hvenær skyldu nátttröllin á Íslandi átta sig á að himinháu stýrivextirnir hafa verið að sliga einstaklinga, fyrirtæki og sveitafélög? Mættum við fá svona bankakalla eins og Ungverjar til starfa í okkar Seðlabanka?
Mosi
Ungverjar lækka vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2009 | 14:57
Nýju fötin keisarans?
Raunverulegar breytingar eða aðeins til málamynda?
Viðtalið við þennan nýja og unga formann er góðra gjalda vert svo langt sem það nær. Hann talar fyrir nýjum áherslum og stefnubreytingu í áttina til vinstri. Þetta hefur verið reynt áður og það meira að segja margsinnis. Framsóknarflokkurinn hefur leitt nokkuð margar ríkisstjórnir en þær voru ekki meira til vinstri en svo að í skjóli flokksins dafnaði ýmiskonar pólitísk fyrirgreiðsla. Þaðmun að öllum líkindum ekki breyta neina þó svo ungur maður með ferskar skoðanir komi til sögunnar.
Í ljós kemur að hann hefur aðeins verið tæpan mánuð í flokki þessum. Hann hefur að öllum líkindum ekki kynnst þeim aðilum sem í raun hafa haldið um taumana í flokknum. Það eru auðmennirnir og braskaranir í flokknum sem nú eru margir hverjir tengdir mestu og verstu spillingaöflunum í landinu.
Í annarri frétt í netútgáfu Vísis http://www.visir.is/article/20090119/FRETTIR01/958114659 segir frá því að hvorki Framsóknarflokkur né Sjálfstæðisflokkur hafi lokað bókhaldi sínu fyrir 2007. Hvers vegna skyldi svo vera? Er það vegna þeirra miklu spillingar sem nú hefur komið landi og þjóð í verstu vandræði frá upphafi vega? Það skyldi ekki vera meginskýringin?
Kannski þessi nýja forysta Framsóknarflokksins minni einna helst á nýju fötin keisarans? Verið er að draga athyglina frá því sem í raun og veru er að gerast og fá einhverja málamynda uppstokkun í Framsóknarflokknum sem gjarnan mætti heyra sögunni til.
Það verður erfitt hlutskipti fyrir ungan mann að axla þá miklu ábyrgð sem hvílir á Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn ber ásamt Sjálfstæðisflokknum meginábyrgð á einkavæðingu bankanna, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem í raun er dýrasti kosningavíxill sem um getur. Með þessum tveim ákvörðunum varð braskið, undirferlin, græðgin, svikin, slægiðn og prettirnir að megineinkennum efnahags íslensks þjóðlífs.
Mosi
Mosi
Vill færa flokkinn frá hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 12:29
Liður í umfangsmiklum blekkingavef?
Þessar nýjustu fréttir benda til að sá grunur eigi við rök að styðjast að flest hafi verið notað til að halda uppi margvíslegri blekkingastarfsemi. Bankarnir voru í höndum þessarra manna eins og leikfang. Þeir virtust hafa fremur litla þekkingu haft á bankamálum, höfðu kannski meiri þekkingu og reynslu að reka bjórverksmiðju og fótboltafélög.
Ríkisstjórnin íslenska, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitsómyndin hafa gjörsamlega með öllu brugðist þjóðinni. Bankarnir fengu að vaxa þjóðfélaginu langt upp fyrir höfuð, spillingaþræðirnir virðast liggja víðar en talið er í fyrstu. Umsvif íslensku grafaræningjanna tengjast greinilega fjarlægum löndum og spurning hversu miklu fé hefur verið flutt leynilega á bankareikninga í skattaparadísum þar sem bankaleyndin er algjör.
Nú þarf að efla skatteftirlit og koma lögum yfir þessa herramenn sem hafa grafið svo svívirðilega undan efnahg þjóðarinnar.
Mosi
Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2009 | 09:58
Yngingin í flokki spillingarinnar
Alltaf þykir vera í kurteysiskyni ástæða að óska til hamingju þeim sem náð hafa góðum árangri. En í þessum Framsóknarflokki, stjórnmálaflokki sem alltof lengi hefur verið tengdur mjög alvarlegri spillingu af ýmsu tagi þá er spurning hversu lengi ungliðarnir standi spillingaöflunum í flokknum snúning.
Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær flokkseigendurnir, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípa fram fyrir hendurnar á unglingunum og setji inn stefnuna eins og þeir vilja. Þá skiptir nýr kompás í brúnni sáralitlu máli.
Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður með manni og mús. Betra hefði verið að stofna nýjan flokk tengdan hagsmunum bænda og annarra dreifbýlinga þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið algjörlega rofin.
Mosi
Birkir Jón Jónsson nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar