Færsluflokkur: Bloggar
23.1.2009 | 10:23
Örlagasymfónía íslensku ríkisstjórnarinnar
Taktföst tónlistin frá mótmælendum við þinghúsið hefur bergmálaði um allan miðbæinn klukkustundum saman. Sumir vilja meina að þessi langa tónlist sem ómar svo lengi síðustu 3 daga, megi réttilega nefna Örlagasymfóníu íslensku ríkisstjórnarinnar.
Sýnum ábyrgð í mótmælum, flytjum ræður og fremjum tónlist en verum ekki meiðandi né móðgandi gagnvart öðrum samborgurum. Tökum okkur samfélagslega ábyrgð til fyrirmyndar!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 09:21
Ábyrg mótmæli!
Við búum því miður í nánast agalausu samfélagi þar sem lögbrot og uppivörslusemi er jafnvel talin vera dyggð. Við þurfum að taka okkur hóp mótmælenda sem lagði líf sitt í hættu og gekk á milli lögreglumannanna og lögbrjótanna. Það var til mikillar fyrirmyndar og sýnir að sem betur fer er til fólk sem ber mikla réttlætiskennd.
Að taka þátt í mótmælum er mikill ábyrgðarhluti. Sá sem tekur þátt í mótmælum verður að láta skynsemi ráða og gera sér grein fyrir hvar mörkin eru. Mjög auðvelt virðist hjá sumum að falla í freistni að láta í ljós einhver óviðkunnanlega hegðun annað hvort ummæli eða í verki. Það er engum til sóma og þeim sem beitir einhverju í ofbeldisátt, móðgunar eða miska til mikils vansa. Efsakir eru miklar ber viðkomandi tafarlaust að biðjast afsökunar á framferði eða verða að sæta því að vera gerður ábyrgur gerða sinna.
Við þurfum að efla umræður um þessi mál með það að markmiði að sem flestir geri sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð okkar allra ekki aðeins á gjörðum okkar heldur einnig því sem sett er fram hvort sem er í ræðu eða riti. Og hollt er að huga að því að auðveldara og fljótlegra er að rífa niður en byggja e-ð upp.
Appelsínugula fólkið á mikla þökk skilið að taka í taumana!
Mosi
Friðsamleg mótmæli í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 08:48
Tilvistarkreppa Sjálfstæðisflokksins
Greinilegt er að Sjálfstæðisflokkurinn er í mikilli kreppu nú um stundir hvort sem er hugmyndafræðilegri sem tilvistarlegri. Helstu markmið hans eru meira og minna í uppnámi, góðu gildin og stöðugleikinn hafa verið að víkja fyrir glundroðanum.
Frjalshyggjan og græðgisvæðingin ætlar greinilega að draga Sjálfstæðisflokkinn niður. Traustið er rúið og ef þessi flokkur á að lifa áfram dugar ekkert annað en að horfa ísköldum augum á staðreyndir málsins og afleiðingar af mistökum rangra mikilsverðra ákvarðana. Þar rísa ákvarðanir um einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar hæst. Þau umsvif framkölluðu mjög mikið gervigóðæri í landinu sem við Íslendingar erum nú að súpa seyðið af. Við hvoru tveggja var varað mjög kröftuglega af þáverandi stjórnarandstöðu sem og hagfræðingum og ýmsum málsmetandi fólki af öllum stéttum í samfélaginu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessa gagnrýni.
Sem fyrrverandi hluthafi í bönkunum finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn hafa gjörsamlega brugðist. Fyrir nokkru sendi eg Morgunblaðinu til birtingar Opið bréf þar sem vikið er að hag eða öllu leyti réttleysi þeirra sem lögðu sparifé sitt til hlutabréfakaupa síðastliðinn aldarfjórðung. Allt er þetta meira og minna einskis virði vegna rangrar hagstjórnunar. Því miður er þetta opna bréf mitt óbirt.
Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á núverandi ástandi er mjög mikið og nú er spurning hvort þráseta ríkisstjórnarinnar sé að gæta þess að ekki verði fleiri hneykslismál dregin fram í dagsljósið vegna bankhrunsins og skýri betur hvernig bankarnir voru sviptir eignum sínum innan frá í þágu græðginnar.
Kraftaverk verða aðeins þegar trúin er mikil en ekki er raunsætt að gildir limir Sjálfstæðisflokksins treysti á þau.
MosiLandsfundur færður nær kosningum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 21:20
Er uppeldinu áfátt?
Að taka þátt í mótmælum er mikill ábyrgðarhluti. Sá sem tekur þátt í mótmælum verður að láta skynsemi ráða og gera sér grein fyrir hvar mörkin eru.
Síðastliðna þrjá daga hefi eg verið við þinghúsið að mótmæla. Satt best að segja fannst mér dagurinn í dag bestur af þeim öllum enda var vart að sjá annað en að allt hafi farið friðsamlega fram þó hávaðinn væri nokkuð mikill. Einkum var eitt hljóðfæri um tíma sem sló öll hávaðamet, gongó sem gefur gríðarlega djúpan en kröftugan hljóm. Átti eg þátt í því um tíma ásamt öðrum að berja það en að jafnaði þurftu tveir að bera þetta þunga málmásláttarhljóðfæri uppi og sá þriðji að slá það. Um hálf fjögur þurfti eigandinn að yfirgefa samkomuna og aðstoðuðum við tveir sem síðast áttum þátt í að spila á það að bera það áleiðis í bíl eigandans.
Það er miður að sjá að sumir gleyma sér hins vegar í alls konar skít- og matvælakasti. Það er öllum ósamæmandi og engum til framdráttar. Börn sem fá ekki nógu gott uppeldi, freistast til að apa eftir þeim sem fyrir eru og taka þátt í vitleysunni. Þetta kann að hvetja þau til frekari dáða sem kannski endar í tómri vitleysu.
Um nokkurra ára skeið kom út tímarit í gömlu Mosfellssveitinni sem nefndist Mosfellspósturinn. Þegar þéttbýli efldist og ýms félagsleg vandræði lögðu innreið sína í sveitarfélagið var viðtal við síðasta hreppsstjórann okkar, hann Jón á Reykjum sem enn lifir í hárri elli. Þessi uppeldismál komu til umræðu og þá kvað bóndinn aldni við eitthvað á þá leið, að svo væri að skilja að sumir foreldrar teldu að börnin þeirra ættu að alast upp af kennurum og lögreglunni. Voru þá nokkrir uppivöðslusamir krakkar á kreik í sveitarfélaginu og urðu vandræði af.
Auðvitað eiga foreldrar ekki að beita börnum sínum út í einhvern fíflaskap sem þau kannski sjálf hvetja þau til. Það nær ekki nokkurri átt.
Verkefni lögreglunnar er ekki að ala upp börn og unglinga. Það er fyrst og fremst foreldranir sem eiga að bera ábyrgðina og þegar börnin koma á skólaaldur á samvinna foreldra og skóla að vera meginstefnan í þessum efnum til að koma í veg fyrir að eitthvað fari út í vitleysu.
Þegar eg yfirgaf Austurvöll á fimmta tímanum í dag tíndi eg upp nokkra smásteina sem eg rakst á hér og þar. Færði nærstöddum lögreglumönnum sem á vakt voru með þeim orðum að steinarnir að tarna væru betur komnir í þeirra vörslu en einhverra óvita.
Mosi
Börn að atast í lögreglumönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 20:56
Ólíkt hafast mótmælendur að - Lögreglumenn: þið eigið samúð skylda
Mig langar sem þátttakandi í mótmælum síðastliðinna 3 daga að lýsa yfir samúð minni gagnvart þeim lögreglumönnum sem hafa orðið fyrir aðkasti, móðgunum og jafnvel líkamlegum árásum. Slíkt á ekki að eiga sér stað og er forkastanlegt.
Lögreglumenn eru fólk eins og við sem eiga einnnig að njóta mannréttinda jafnvel þó þeir séu að gegna störfum sínum að gæta að allt fari vel.
Þessar ótilhlýðilegu bloggfærslur sem fela í sér móðganir, aðdróttanir og jafnvel þaðan af verra á lögreglan hiklaust að láta viðkomandi bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Í morgun hugðist eg fara á þingpalla með yngri syni mínum sem aldrei á þingpalla hefur komið. Aðgangur var ekki opinn að þessu sinni og er sú ákvörðun skiljanleg í því ljósi sem núverandi ástand er. Drengurinn var að missa vinnu sína en einhvern tíma fljótlega kemur vonandi að því að hann fái tækifæri að skoða þingið innanfrá. Í staðinn gerðumst við feðgar báðir liðtækir við gongóið. Hann hefur verið starfandi í nokkrum lúðrasveitum um allmörg ár og hefur öðlast töluverða reynslu einkum við ásláttarhljóðfæri. Tónlistin bergmálaði um allan miðbæinn og var mjög taktföst klukkustundum saman. Sumir vilja meina að þessi langa tónlist sem ómað hefur, megi nefna Örlagasymfóníu íslensku ríkisstjórnarinnar.
Það vakti mikla ánægju okkar feðga þegar einhver úr hópi mótmælenda í dag kom með nokkra tugi túlipana og færði lögreglumönnunum að gjöf. Þeir eiga allt gott skilið enda er starf þeirra ábyggilega með þeim erfiðustu og hættulegustu sem unnin eru í samfélaginu. Þeir eru tilfinningaverur sem allir og eru í svipuðu basli og við öll hin. Þeir hafa eins og við lent í vaxandi dýrtíð, gríðarlegum hækkunum á skuldum, himinháa vexti og tap á eignum, allt eins og við. Það sem skilur að er að á meðan núverandi ástand ríkir er atvinna þeirra trygg en á móti eiga þeir alltaf von á að lenda í hinu versta, hugsandi á ögurstund um konu, börn og aðra aðstandendur sína. Hvernig getur sú persóna verið innrætt sem leggur haturshug á lögreglumann vegna starfa hans? Getur verið að sjálfselskan og skammsýnin sé svo mikil að lokist fyrir alla mannlega skynsemi?
Eins og lesa má, þá var undirritaður að fylgjast með Kastljósinu í kvöld. Samúð mín er sem sagt mikil með lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra.
Óskandi er að lögreglumanna bíði friðsamari nætur enda eiga þeir allt gott skilið. En við verðum að vona að ríkisstjórnin taki rétta ákvörðun bráðlega, efni til nýrra kosninga, ella má vart reikna með að við njótum friðsamlegra samskipta að öllu leyti. Það er vonandi óska allra að finnist góðlausn á öllum þessum hremmingum og þeir dregnir til ábyrgðar sem svo léttúðlega steyptu þjóðinni í þessar gríðarlegu skuldaævintýri braskmannanna.
Mosi - alias
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2009 | 18:19
Samfylkingunni ber að setja Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti
Í þeirri stöðu sem nú er í íslenskum stjórnmálum á Samfylkingin fáa kosti kosti aðra en að setja Sjálfstæðisflokki úrslitakosti: annað hvort verði kosið í vor eða stjórnarslit. Samfylkingin á ekki undir neinum kringumstæðum að líða fyrir samstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn, öðru nær. Þau vandræði sem nú eru uppi í íslensku eiga rætur að rekja til 12 ára ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þá voru ríkisbankarnir einkavæddir og ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun tekin. Hvoru tveggja átti sinn þátt í að til varð gervigóðæri sem varð féflettunum, gróðapungunum að féþúfu. Þessi umsvif leiddu eiginlega til landráða þar sem hagsmunum lands og þjóðar var fórnað fyrir gróðahyggjuna.
Ef Samfylkingin vill velja þá sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að sitja sem fastast, kemur það ábyggilega fram í minnkandi fylgi þegar fram líða stundir. Allir flokkar hafa glutrað niður fylgi sínu í löngu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá mun líta svo út að ráðamenn Samfylkingarinnar telji ráðherrastólana mikilvægari en skynsamleg ákvörðun í stöðunni eins og er. Allir Íslendingar eru undrandi yfir þeim seinagangi sem ríkisstjórnin viðhefur í allt of fáum ákvörðunum sínum. Þar skiptir mestu að vettlingatökum eigi að taka á forsprökkum fjárglæfranna. Það gengur auðvitað ekki að þeir sem eta bankana innanfrá sleppi. Eiga þeir ekki að fá sömu meðferð og venjulegir bankaræningjar?
Mjög mikilvægt er að taka ákvörðun um kosningar til þess að þegar megi hefja undirbúning.
Við Íslendingar þurfum að veita Sjálfstæðisflokknum og Frjálshyggjunni frí. Við þurfum að vinna að miklu og erfiðu endurreisnarstarfi eftir glannaskap og léttúð Frjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á.
Mosi
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 13:30
Tvær spurningar til dómsmálaráðherra:
Mig langar til að leggja tvær spurningar til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra ef hann les eða megi ljá sér nokkra stund að lesa:
1. Hefur verið hafin rannsókn á meintum brotum þeirra sem ollu bankahruninu sem varða hegningarlög eða önnur sérrefsilög?
Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við Háskóla Íslands telur að meint brot megi heimfæra undir 10. kafla hegningarlaganna um landráð. Þau ákvæði eru auðvitað börn síns tíma og löggjafinn þá ekki haft í huga að meint afbrot á sviði viðskipta gætu dregið heilt þjóðfélag niður í svaðið. En þessi verknaður hefur haft meiri og djúpstæðari áhrif á nánast hvert mannsbarn á Íslandi.
Skilyrði til að meint afbrot verði fært undir almenna ákvæðið um landráð í 86. grein er að um sé að ræða verk byggt á:
a.ofbeldi
b. hótun um ofbeldi
c. annarri nauðung eða svikum
annað hvort þar sem öll þessi skilyrði eru fyrir eða eitt sér.
Afleiðingin er að íslenska ríkið að hluta eða öllu leyti verði undir yfirráðum erlendra aðila.
Í greininni er gert ráð fyrir að verknaðurinn sé í þágu erlends ríkis en allt eins gæti verið um annan aðila, t.d. auðjöfra, hergagnaframleiðendur og aðra tegund viðskiptamanna eða braskara.
Hegningarlögin eru ákaflega óljós hvað þetta viðvíkur og nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum og fá sérfræðilega aðstoð erlendis frá til að aðstoða við rannsókn og að hafa hendur í hári þeirra sem valdið hafa þessum hörmungum til að þeir megi svara til saka.
2. Önnur spurning lýtur að öllum þeim ósköpum af piparúða sem lögreglan virðist hafa undir höndum. Nú eru uppi efasemdir hvort lögreglan hafi beitt honum án þess að tilefni sé nægjanlegt. Í gær var eg vitni að því að lögreglan beitti piparúðanum rétt eins og þeir væru með vatnsbyssur. Ljóst er að heimildir lögreglu að beita þessum úrræðum eru fyrst og fremst tengd sjálfsvörn og einnig þegar lögreglumaður þarf að glíma við hættulegan glæpamann.
Nú var ekki um neina glæpi að ræða fyrir utan þinghúsið þó fólk léti ófriðlega með hávaða og tæplega er um neyðarvörn lögreglunnar að ræða og þaðan af síður sjálfsvörn.
Spurningin er þessi: Hversu mikið magn hefur lögreglan keypt af þessu varhugaverða efni sem ekki er vitað um hugsanleg varanleg skaðleg áhrif á þá sem fyrir verða. Og hvað er bókfærður kostnaður vegna þessa?
Þá má spyrja hvaða heimildir eru fyrir notkun þessa efnis?
Vinsamlegast
Mosi - alias
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2009 | 10:48
Hefjum þegar söfnun undirskrifta!
Við þurfum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og nýja nútímalega stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu.
Í gær var lagt fram frumvarp 10 þingmanna Samfylkingarinnar um kosningar.
Kannski við ættum ekki að bíða eftir afgreiðslu þessa frumvarps í þinginu heldur að hefja nú þegar undirskriftasöfnun þar sem við hvetjum ríkisstjórnina að rjúfa þing nú þegar og efna til nýrra þingkosninga ekki síðar en um Hvítasunnu.
Annars ætti fólkið í Samfylkingunni að setja Sjálfstæðisflokknum mjög einfalda úrsliltakosti núna: annað hvort verður efnt til kosningu nu þegar í vor eða við göngum úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi.
Samfylkingin hefur engu að tapa en allt að endur það traust sem hún hefur týnt niður í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Svo er að skilja á öllum sviðum að Sjálfstæðisflokkurinn sé meira og minna feyskinn að innan í spillingu ekki síur en gamla Framsókn og ýmsir aðilar innan flokksins eru nátengdir spillingunni og er þá fjárhagsskandallinn í bankahruninu ekki undanskilinn!
Höldum kosningar í vor!
Kjósum nýtt þing og fáum nýja ríkisstjórn, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og réttlátari stjórnarskrá!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2009 | 09:46
„Eins manns dauði er annars brauð“
Ótrúlegt er hve lítil verðmæti skili sér til baka eftir útrásarvíkingana. Hér á landi er landið og þjóðin sem eldur græðgisvæðingar og Frjálshyggjunnar hafi eytt gjörsamlega. Allt þetta þarf að rannsaka og ótrúlegt að ríkisstjórnin sitji aðgerðalaus með hendur í skauti og aðhafist ekkert. Hvers vegna? Situr ríkisstjórnin sem leppar braskaranna? Það skyldi þó ekki vera.
Ef hér væri einhver dugur í ríkisstjórninni hefðu verið kallaðir til erlendir afbrotasérfræðingar í alþjóðlegum viðskiptatengslum. Ljóst er að ýms brot hafi verið framin með því að beita langvarandi blekkingum, undirferlum og jafnvel svikum. Að örfáir tugir viðskiptamanna nái að mergsjúga heila þjóð er hreint ótrúlegt. Allar eftirlitsstofnanir brugðust. Seðlabankinn brást. Davíð brást, Geir brást og Sjálfstæðisflokkurinn brást ekki síst eins og hann leggur sig.
Einhverjir prísa sig sæla og góðæri þeirra heldur áfram uns einhver sem er enn útsjónarsamari á kannski eftir að stela frá þeim milljörðunum og skilja þá eftir í skuldasúpunni. Það er nefnilega svo að auðurinn er jafn sleipur í hendi sem silfurpeningarnir 30 sem Júdas fékk í sínar hendur. Þeir hafa verið stöðugt í umferð og hafa aldrei fært eigendum sínum neina gæfu.
Mosi
Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2009 | 21:49
Voru landráð framin?
Athygli vöktu ummæli Vilhjálms Bjarnasonar varðandi þessa athafnamenn sem vaðið hafa á skítugum skónum í efnahagslífi landsins og hafa með ýmsum brellum átt megin þátt í falli banknna. Sérstaklega hafa vakið athafnir Ólafs Ólafssonar með tengsl viðskattaparadís á tiltekinni eyju í Karabíska hafinu.
Hegningarlögin okkar eru frá því í febrúar 1940 og voru sniðin eftir dönsku hegningarlögunum sem voru frá 1930. Stofninn í þessum lögum er frá 1869.
Þegar hegningarlögin eru sett var ekki gert ráð fyrir fleiri refsiverðum verknaði en þá var mögulegt að framkvæma. Nokkrum sinnum hafa hegningarlögin verið endurskoðuð bætt í þau eftir því sem þróunin í þjóðfélaginu hefur orðið. En lagasetning er yfirleitt alltaf nokkuð á eftir samtíðinni.
Um landráð er fjallað í X.kafla hegningarlaganna. Með landráðum er átt við brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins gagnvart öðrum ríkjum og sjálfsforráðum þess um eigin mál. Svo segir í greinargerð með frumvarpinu.
Almenna ákvæðið er í 86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Nú er vart um ofbeldi að ræða en ljóst er að verkanaðarlýsingin nær yfir svik og nauðung við íslenska almanna hagsmuni. Ákæruvaldið verður að sanna að svo sé og einnig að um ásetning eða stórkostlegtgáleysi sé um að ræða.
Er þarna ekki nokkuð ljóst að með því að stofna til keðju ýmiskonar viðskipta á þann hátt og með því markmiði að hafa áhrif á gengi hlutabréfa? Þetta eru blekkingar og svik gagnvart öðrum hluthöfum bankans til þess gerð að Fjármálaeftirlit og aðrir eftirlitsaðilar létu blekkjast.
Sjálfur tapaði undirritaður nokkrum milljónum í falli bankanna.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar