Færsluflokkur: Bloggar
27.1.2009 | 15:26
Sálarlaus veröld
Á sama tíma og hergagnaiðnaðurinn er að sópa saman hagnaðinum við sölu á hergögnum, flugvélum, byssum, skriðdrekum og sprengjum berast svona fréttir frá allsnægtalandinu hans Sáms frænda.
Því miður er samfélagsþjónusta ekki upp á marga fiska þar í landi eftir að Bush stjórnin hefur grafið svo illa undan henni.
Kannski þetta séu markmið íslenska íhaldsins að þeir sem minna mega sín í samfélaginu megi eta það sem úti frýs. Svo kalla þeir sig kristilega upp til hópa og sérlega trúhneygða!
Mosi
Dó úr kulda heima hjá sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2009 | 14:38
Eigum við eftir að sjá annað eins?
Að selja lúzúshús fyrir aðeins örlítið brot og það til eiginkonu er dæmi um undanskot eigna. Að öllum líkindum verður þessari sölu eða eignaafhendingu rift, þ.e. eignin verði gerð upptæk og látin renna í væntanlegt gjaldþrot viðkomandi. Íslenskur réttur kveður á um að þrotabú hafi riftunarrétt allt að 1 ári áður en þrotamaður sá eða mátti gera sér grein fyrir að hann ætti ekki fyrir skuldum. Þaeesr lagareglur eru ábyggilega enn ákveðnari í Bandaríkjunum.
Spurning hvort við eigum eftir að sjá e-ð hliðstætt hér á landi. Nokkuið ákveðið dæmi en sem tengist fremur öðru t.d. mútum er þegar eigandi hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum seldi Hannesi Hafstein fyrsta ráðherranum stórt einbýlishús og var flutt suður og endurbyggt við Tjarnargötu. Það nefnist síðan Ráðherrabústaðurinn.
Þetta hús var sem sagt í byrjun 20. aldar selt fyrir 1 krónu formsins vegna. Árið 1907 var kýrverðið nákvæmlega 100 krónur þannig að andvirði hússins nam vart lambsverði! Þegar Hannes lét af embætti seldi hann það ríkissjóði fyrir 52.400 krónur. Fékk HH greiddar 27.400 krónur auk þess að ríkissjóður yfirtók veðskuldir fyrir 25.000. Heimild: Stjórnarráð Íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson, bls. 939. Óhætt má því segja að þessi eina króna hafi ávaxtast vel í höndum Hannesar.
Nú má líta á þetta í ljósi hvort þarna hafi verið einhvers konar spilling að baki. Hannes var sýslumaður Ísafjarðarsýslu um aldamótin 1900 og átti alldrjúgan þátt í að Skúli Thoroddsen var hrakinn þaðan úr embætti. Nú voru hvalveiðar um aldamótin háðar af töluvert mikilli grimmd og á þessum árum var stórhvelum nánast útrýmt um tíma vegna rányrkju. Sumar hvaltegundir náðu sér vart eftir þessar hvalveiðar eins og sléttbakurinn. Hann erð nánast útdauða.
Var salan á Sólbakkahúsinu ígildi mútna fyrir að vera þægilegt yfirvald og vera ekki með eitthvað óþarfa hnýsni og eftirlit með rekstrinum?
Mosi
Seldi húsið á 100 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2009 | 13:59
Þökk sé Ólafi forseta fyrir þarfar upplýsingar
Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn okkar hefur með framgöngu sinni gert meira en ríkisstjórnin að upplýsa okkur um stöðu mála og hvað þurfi að gera. Þó einn af stjórnmálafræðingunum, Baldur Þórhallsson, hafi gagnrýnt þessa aðferð mjög, þá stendur uppi að Ólafur með afburða reynslu sinni og þekkingu dregið aðalatriðin saman. Auðvitað gera stjórnmálamenn sér grein fyrir öllu þessu en ekki er svo að sjá, að þeir sem ábygð bera á hvernig komið er fyrir okkur, kæri sig um að forsetinn setji fram þessar nauðsynlegu upplýsingar fyrir þjóðina.
Sjálfstæðisflokkurinn og valdakerfi hans sem hefur verið í sífelldri sókn, bókstaflega hrynur sem spilaborg um þessar mundir. Hann hefur því miður brugðist þjóðinni. Í nær 17 ár hefur hann verið í mikilli sókn en nú er náanst allt landið í rústum eftir þessa einkennilegu ráðsmennsku.
Mosi
Ólafur Ragnar: Vildi upplýsa þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.1.2009 | 14:08
Búsáhaldabyltingin ber ávöxt!
Nú er annað og betra lýðræði í augsýn á Íslandi! Fögnum þessu tilefni!
Búsáhaldabyltingin hefur greinilega borið ávöxt og hann ekki smávegis! Mótmælin hafa skilað árangri. Við erum að upplifa eitthvað svipað og alþýða Austur Evrópu fyrir tveim áratugum þegar hún afneitaði og fleygði kommúnismanum frá sér.
Á Íslandi höfum við setið uppi með langvarandi spillingu sem einkum hefur tengst tveim flokkum. Þeir hafa skipst á að leiða ríkisstjórn annað hvort hafa þeir verið saman í ríkisstjórrn eða stýrt henni með minni flokkum.
Nú er lag að koma á nýju og nútímalegra lýðveldi á Íslandi. Við viljum með nýjum kosningum fá nýja og betri ríkisstjórn, nýja og betri stjórnarskrá, nýtt og betra lýðveldi á Íslandi.
Búsáhaldabyltingin lengi lifi!
Mosi
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 18:44
Springur gufudallurinn?
Þegar Geir forsætisráðherra lætur hafa eftir sér að ekki mætti missa dampinn, þá vekur það hugann aftur til upphafs iðnvæðingar á Íslandi. Gufuvélin átti meginþáttinn í að koma Íslandi aftur úr öldum úr stöðnuðu landbúnaðarþjóðfélagi í nútíma ríki. Þjóðarskútan er sem sagt gamall og úr sér genginn gufudallur undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og vonandi verður ekki ketilsprenging þegar ekki er tappað reglulega af katlinum til að jafna gufuþrýstinginn.
Við skulum gæta okkar vel og vandlega að verða ekki fyrir þegar gufusprengingin verður í Sjálfstæðisflokknum!
Mosi
Geir: Má ekki missa dampinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2009 | 18:37
Hvað olli reiði dómsmálaráðherrans?
Hvað á Björn Bjarnason dómsmálaráðherra með þessum orðum:
Þingmennirnir Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason hafa beinlínis veist að lögreglunni vegna aðgerða hennar. Álfheiður varð sér hreinlega til skammar með framgöngu sinni í þinghúsinu þriðjudaginn 19. janúar til stuðnings þeim, sem réðust að húsinu, og óvild í garð lögreglu. Að þeim degi loknum lét Atli eins og þinghúsinu hefði verið breytt í lögreglustöð og fangelsi og gaf til kynna, að hann ætlaði lengra með það mál en í fjölmiðla. Tilvitnun úr bloggsíðu Björns Bjarnasonar 24.1. s.l. http://www.bjorn.is/
Hvaða ummæli ÁJ og AG er BB ekki sáttur við? Hvað sögðu þau í ummælum sínum sem olli því að sjálfur dómsmálaráðherrann sér ástæðu til að drepa niður penna og rita athugasemdir?
Sennilega hafa þingmönnunum orðið þungt í hamsi vegna þeirrar óvenjuhörðu umræðu sem nú er í þjóðmálunum. Mér sýnist á ýmsu að dómsmálaráðherrann sé að verða óþarflega viðkvæmur og hefur oft ekki þurft mikið út af bera að hann verði nokkuð harðorður.
Rétt er að benda á að stundum kann að orka tvímælis hvenær ráðamenn grípi til þeirrar aðferðar sem BB beitir sér nú fyrir. Meðan enginn rökstuðningur né beinar tilvitnanir í þau ummæli sem BB þykir ótilhlýðileg, þá er þetta væntanlega eins og hver annar sleggjudómur og klámhögg.
Ráðherra ber öðrum fremur að gæta hófs sérstaklega þegar þess ber að gæta að þeir eru ekki ráðherrar eins stjórnmálaflokks heldur allrar þjóðarinnar. Oft vill það gleymast.
Mosi
Segir þingmenn VG hafa veist að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Björgvin hefur sýnt af sér mikið hugrekki með afsögn sinni.
Nú eykst þrýstingurinn á Geir og Sjálfstæðisflokkinn að axla ábyrgð. Nú er staða Davíðs bankastjóra í Seðlabankanum orðin mjög veik og nú er valdakerfi Sjálfstæðisflokksins að brotna gjörsamlega saman.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur einnig sýnt af sérmikið hugrekki og lýsa þeirri skoðun sinni að Davíð beri að víkja.
Á Kreppuárunum, nánar tiltekið 1937 eða 1938 settust í stjórn Landsbanka fornir féndur: Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors. Þeir tóku upp þá stefnu að grafa stríðsöxina en hefja þá nánari samvinnu. Telja má að með þessu hafi fyrirkomulagið um helmingaskipti þessara stjórnmálaflokka hafi hafist. Valdakerfi þessara flokka má rekja til þessara tímmóta. Annar hvor flokkurinn hefur að jafnaði verið í stjórn stundum báðir samtímis. Ef aðeins annar flokkurinn hefur verið í stjórn hefur sá hinn sami verið nánast stöðugt með forsætisráðuneytið og þar með verkstjórnina í ríkisstjórninni. Það eru því miklar breytingar í vændum:
Valdakerfi þessara gömlu stjórnmálaflokka hefur orðið fyrir alvarlegri ágjöf. Ef Davíð verður neyddur til afsagnar, þá er ljóst að þar verður ekki látið við staðar numið heldur haldið áfram og Sjálfstæðisflokkurinn knúinn til að afnema forréttindi sín til valda og embætta.
Búsáhaldabyltingin heldur væntanlega áfram. Við horfðum upp á fyrir 20 árum þegar alþýða Austur Evrópu kom af sér kommúnismanum og krafðist aukins lýðræðis. Við höfum að vísu notið lýðræðis en hvers konar lýðræði? Lýðræði okkar hefur verið undir duttlungum stjórnenda Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins komið. Í stað eins flokks Kommúnistaflokks, hefur valið staðið milli þessara tveggja flokka um hver stýrir landinu. Slíkt lýðræði er umdeilt og ósköp tæpt til að teljast virkilegt lýðræði.
Mosi
Afsögn Björgvins vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 17:16
Skipa þarf nýja og betri stjórn Fjármálaeftirlitsins
Mörgum hefur þótt eðlilegt að forstjóri þessa Fjármálaeftirlits hefði átt að hætta strax. Lítið hefur þessi forstjóri afrekað og e.t.v. hefur meginmarkmið hans verið að treysta og viðhalda sem best fallandi valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Nú þarf að skipa nýja, betri og ekki síst óháða stjórn Fjármálaeftirlitsins sem aftur auglýsir starf forstjóra þess þegar laust til umsóknar. Ekki væri slæmt ef slíkur umsækjandi væri velmenntaður og reyndur erlendur endurskoðandi sem ekki er tengdur á neinn hátt þeim hagsmunasamböndum sem aðilar sem tengjast stjórnmálaflokkum íslenskum.
Þó er óskandi að væntanlegur forstjóri sé íslenskur en sjalfsagt er mjög vandfundinn óháður einstaklingur sem ekki hefur annað hvort fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki og flokka eða er í einhverjum hugsanlegum persónulegum tengslum og vinfengi við einhvern.
Nú er boltinn hjá Geir. Spurning hvort hann komi í kring afsögn umdeildasta embættismanna Íslendinga þeirra Davíðs seðlabankastjóra og Árna dýralæknis í Fjármálaráðuneytinu?
Segja má að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð. Eftir er yðvar hlutur eins og segir í fornsögu einni frægri.
Mosi
Jónas hættir 1. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 16:19
Áfall fyrir alla þjóðina
Haft er eftir fyrrum framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins Kjartans Gunnarssonar, að veikindi Geirs Haarde sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað eru veikindi mikið áfall fyrir alla hvað veikindi varðar en undarlegt er að framkvæmdarstjórinn gleymi þjóðinni. Er Geir Haarde kannski ekki forsætisráðherra allrar þjóðarinnar eða er hann að áliti fyrrum framkvæmdarstjóra flokksins einungis forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins?
Öll þessi mistök í ákvarðanatöku sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa átt þátt í eru hrein skelfileg. Að fara út í hraða einkavæðingu ríkisbankanna og ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, hvoru tveggja voru ægileg og afdrifarík mistök. Margir hagfræðingar, stjórnmálamenn sem ýmsir aðrir, vöruðu alvarlega við þessu öllu. Nú erum við að súpa seyðið af þessu gervigóðæri sem til varð án þess að nokkur raunveruleg verðmæti voru að baki þess. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessi mistök við ákvarðanatöku sem skilur Ísland og Íslendinga sem nánast gjaldþrota.
Veikindi beggja formanna stjórnarflokkanna er gríðarlegt áfall fyrir þjóðina. Ljóst er að nauðsynlegt hefði verið að vinna miklu hraðar en gert var. Skera hefði upp burt meinsemdina strax og vart var við hana í fyrra eða jafnvel fyrr en ekki láta málin lullast áfram eins og gert var. Kæruleysi og léttúð kemur öllum í koll og það hefði Sjálfstæðisflokkurinn mátt sjá fyrir og vara þjóðina við í tíma.
Auðvitað votta allir Íslendingar forsætisráðherra okkar Geir Haarde hluttekningu og samúð. Einnig óskum við eftir að hann nái sem fyrst skjótum bata og komist yfir þessi alvarlegu veikindi. Hins vegar þarf að manna varaáhöfnina í ríkisstjórninni strax ef nokkur dugur er í stjórnarflokknum. Ella á Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að koma nauðsynlegustu verkefnunum yfir á aðra, t.d. með því að SS ríkisstjórnin segi af sér og þjóðstjórn eða jafnvel utanþingsstjórn helstu sérfræðinga okkar á sviðum efnahagsmála, dómsmála, o.s.frv. verði mynduð og taki við stjórninni til að halda samfélaginu gangandi og sem virkastu þangað til ný stjórn verði mynduð.
Ljóst er, að þátttaka í stjórnmálum er bæði slítandi og reynir mjög á einstaklinginn. Alvarleg veikindi gera sjaldan boð á undan sér og þar skiptir efnahagur, búseta, stétt, menntun, trúarbrögð, litarháttur eða stjórnmálaskoðun akkúrat engu.
Mosi
Veikindi Geirs mikið áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Ágúst Ólafur hefur verið mjög góður og frábær þingmaður. Hann hefur verið talsmaður nýrra viðhorfa innan Samfylkingar sem vakið hafa óverðskulduga athygli. Ágúst á því allt gott skilið og vonandi kemur hann til baka eftir að hafa sótt sér framhaldsmenntun.
Mér fannst sem mörgum athugasemdin frá Óskari Magnússyni lögfræðing sem birtist um síðustu helgi í Morgunblaðinu ótrúlega rætin og óverðskulduga. Þar var verið að gera lítið úr Ágústi og jafnvel gera grín að eiginleikum hans. Mér finnst braskdýrkun íhaldsins vera langtum verri eiginleiki og að halda hlífisskyldi yfir þá sem bera raunverulega mikla ábyrgð.
Gangi þér allt vel Ágúst Ólafur og taktu jafnskjótt upp þráðinn og þú kemur til baka eftir framhaldsnám.
Mosi