Færsluflokkur: Bloggar

Tekið til eftir frjálshyggjupartíið!

Gott er að við Íslendingar höfum núna ríkisstjórn sem vill gjarnan láta hendur standa fram úr ermum og gera það sem fyrir löngu átti að vera búið.

Einhvern tíma var sagt að erfiðara væri að stjórna í góðæri en hallæri. Það má til sanns vegar færa svo langt sem það nær en þessir erfiðleikar eru fyrst og fremst vegna alvarlegra mistaka þegar vel áraði.

Aldrei átti að einkavæða ríkisbankana með þeirri aðferðafræði að afhenda þá mönnum sem greinilega gerðu engan mun á rekstri fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Þeir gerðu þau reginmistök að veita veltufé í gríðarlegar fjárfestingar sem gat ekki staðist til lengdar. 

Þá hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bent á að þessi ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar hafi verið allt of stór framkvæmd fyrir litla hagkerfið Ísland. Við erum að súpa af afleiðingunum að þetta örsmáa hagkerfi snögghitnaði og gervigóðæri varð til án þess að nein verðmætaaukning stæði á bak við. Búið var að vara við þessu bæði af hagfræðingum, náttúrufræðingum og tugum þúsunda Íslendinga en ekkert tillit var tekið til slíks.

Þá er mjög umdeilanlegt að kynda undir vaxtaokrið með hækkun stýrivaxta þegar dýrtíðin vegna gegnisfalls íslensku krónunnar veður uppi. Þegar verðbætur voru teknar upp þá voru raunvextir lágir þegar dýrtíðin óx og öfugt þegar dró úr dýrtíðinni.

Allir Íslendingar vænta mikils af ríkisstjórninni sem setur mörg merkileg markmið í stefnuskrá sína. Nú verður tekið til eftir Frjálshyggjuna sem því miður reyndist okkur vera eins og hvert annað mýraljós út í botnlaust skuldafenið. Nú þarf að hafa upp á sem mestu af þeim verðmætum sem glötuðust til að draga sem mest úr kollsteypunni.

Mosi

 


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Straumhvörf í stjórnmálum á Íslandi

Óhætt má segja að miklar væntingar fylgja nýrri stjórn. Stjórnendur Sjálfstæðisflokksins áttu erfitt með að gera sér grein fyrir hversu alvarlegt staðan er og lungann af árinu í fyrra var reynt með öllum ráðum að draga úr lýsingu á raunverulegu ástandi. Jafnvel hefur verið rætt um að blekkingum hafi jafnvel verið beitt til þess að þjóðin tryði að allt væri í góðu lagi með bankana okkar. Á meðan voru þeir nánast étnir að innan af marflóm Frjálshyggjunnar.

Nú er komin til valda minnihlutastjórnin Jóhanna. Við blasir gríðarlega erfið staða efnahagsmála. Bjarga þarf fjármálum þjóðarinnar, heimilanna og koma þarf atvinnulífinu í gang svo draga megi úr atvinnuleysi. Svipað hefur vart gerst síðan á Kreppuárunum.

Kynning þeirra Jóhönnu og Steingríms á erfiðum verkefnum næstu 80 daga var mjög traustsins verð. Bæði njóta þau mikils trausts og óskandi er að allt gangi að óskum. Við viljum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og nútímalegri stjórnarskrá sem treystir mannréttindi og lýðræði.

Mosi


mbl.is Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af virkari eldfjöllum í Alaska

Eldfjallið Mount Redoubt er við fjörð sem nær langt inn í land í sunnanverðri Alaska. Þaðan eru komnar ýmsar trjátegundir sem við höfum flutt efnivið frá Alaska. Margir þekkja bæði stafafuru og sitkagreni af kvæminu Homer sem er um 150 km suðaustur af eldfjallinu. Það er 2.788 m á hæð og er það megineldstöð um 10 km í þvermál. Fjallið er af svonefndri kónsikri gerð, rétt eins og Fujiama í Japan þ.e. að fjallið er mjög bratt og nokkuð reglulegt að lögun.

Það hefur gosið alloft, fyrsta gossins er getið í ritum James Cook sem var á þessum slóðum 1778. Þá er getið gosa 1881, 1902 og síðast gaus það allkröfutglega 1989-90. Stóð það gos í um 5 mánuði. Á slóðinni: http://www.aeic.alaska.edu/Seis/recent/sub/ má skoða upplýsingar um nýjustu skjalftafréttir í Alaska. Ekki er um neina stórskjálfta sá sterkasti 3.4 á Richter vem Íslendingar kippa sér yfirleitt ekki við.

Slóðin á heimasíðu Jarðfræðistofnunar í Alaska um þetta nýjast um eldfjöll þar er: http://www.avo.alaska.edu/activity/Redoubt.php

Gjósandi eldfjöll vekja alltaf mikla eftirtekt. En gos geta verið varhugaverð einkum ef um sprengigos er að ræða eins og gerðist í St. Helena í Wasinghton fylki árið 1980 að ekki sé minnst á enn eldri gos, t.d. St. Pelé á Martinique 1902 og Vesúvíusi 79.

Mosi

 


mbl.is „Jökullinn að rifna í tvennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymd slæms stjórnarfars

Sjálfsagt verður þessi „fundur“ merkur í því tilliti að þarna er allt eins og var þegar mistæk stjórnvöld voru í endalausu stríði við landsmenn. Stasi safnið í Berlin sýnir hvernig fylgst var sem nákvæmast með öllum sem minnsti grunur lá á að væri ekki hollur þessum miður góðu yfirvöldum.

Mosi


mbl.is Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasprengja Einars Bolvíkings

Ef lög um ábyrgð ráðherra væru virt, hefði Einar Guðfinnsson verðandi fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hugsað sig tvisvar um hvort hann ætti að storka samlöndum sínum og öðrum hagsmunaaðilum. Hann valdi að falla í þá freistni og með því skilja eftir tímasprengju í fráfarandi ríkisstjórn. Og sprengjan hefur þegar haft sín áhrif. Litla flokksbrotið „Frjálslyndi flokkurinn“ saman safn af óánægðum stjórnmálamönnum einkum úr Sjálfstæðisflokknum og einum flokkaflakkara, hefur tekið þessu fagnandi. En hversu mikið almennt fylgi hafa Frjálslyndir nú um þessarmundir? Þeir hafa komið illa út úr skoðanakönnunum og kannski í útrýmingarhættu eins ogsumar hvalategundir. Voru kannski refirnir til þess skornir að fá þessa óánægðu veiðiglöðu menn aftur í það flokksbrot og hluta Sjálfstæðisflokksins sem gjarnan vill veiða hvali?

En töluverð hætta er á að útflutningur fisks sé stefnt í voða með þessu umdeilda uppátæki enda eru markaðir mjög viðkvæmir og sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem við nú þekkjum. Því er töluverð hætta á að tímasprengjan spryngi öðru sinni enda eiga óvitar ekki að leika sér að hættulegum hlutum.

Mosi

 


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú skal pólarfarinn svara fyrir sig

Nú lét annar bankastjóri Kaupþings sig hverfa og alla leið á Suðurpólinn. Þar hefur hann væntanlega fengið góðan og kærkominn frá fjölmiðlum enda símasamband þar ekki upp á marga fiska fremur en á hálendinu á Íslandi fyrir nokkrum árum. En nú er kappinn kominn og þarf væntanlega að standa reikningsskap gerða sinna. Gríðarlega fjármagnstilfærslur munu hafa orðið síðasta starfsár gamla Kaupþings og þær margar mjög einkennilegar.

Eitt getum við þó sennilega huggað okkur við. Meðan bankastjórinn var í heimsókn hjá mörgæsunum hefur hann vonandi ekki gert neitt af sér.

Þekkt er í jarðsögunni að segulpólarnir snúast við. Það mun gerast nokkuð skyndilega og varð síðast fyrir um 700.000 árum. Skyldi bankastjórinn fyrrverandi hafa umpólast í ferðinni?

Mosi


mbl.is Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hápólitískt mál - ber Davíð Oddsson ábyrgð?

Þegar Davíð Oddsson settist að í Seðlabankanum tók hann þegar til hendi að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Icesafe reikningarnir tútnuðu út og gríðarlegt fé flæddi inn í íslenska hagkerfið einum í formi svonefndra „jöklabréfa“.

Nú sitjum við Íslendingar uppi með tvöföld vandræði: Þessa Ice-safe reikninga sem eru eins oghengingaról á íslensku þjóðinni. Hins vegar Davíð Oddsson sem er allt að því friðhelgur í bankanum („untouchable“). Það kostar offjár að koma honum af stalli. Nema við tökum þá áhættu að setja hann af,hann fer í mál en þá er spurning með krók á óti bragði: Íslenska þjóðin sendir honum reikning fyrir afglöpum hans gagnvart Íslendingum! Þetta er bankastjórinn sem snarhækkaði vextina og kallaði ógæfuna yfir okkur.

Hvað á að gera við svona athafnamann? Davíð er dýr, hann er rándýr þessari þjóð.

Mosi


mbl.is Opnast Icesave-málið að nýju?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð er dýr!

Þó svo að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hafi mælst til að stýrivöxtum verði haldið háum er alveg augljóst að háir stýrivextir áttu sinn þátt í að Icesafe vandræðin urðu meiri en efni stóðu til.

Háir vextir og mikil dýrtíð fer ekki saman.

Ætli Davíð fái ekki að sprikla þangað til ný ríkisstjórn stoppar leikinn!

Mosi


mbl.is Óbreyttir stýrivextir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Heimdellingar veruleikafirrtir?

Mér finnst að forysta Sjálfstæðisflokksins hafa hagað sér eins og þeir einir telji sig hafa vit á nánast öllu sem viðkemur í íslensku þjóðlífi. Af sömu ástæðum gætu guðirnir aldrei gert mistök.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið allt of upptekinn við að draga fram kosti einkavæðingar og takmörkun ríkisumsvifa á undanförnum árum. Nú hefur Frjálshyggjan dregið upp andstæðu sína: gríðarlegan samdrátt landstekna og þjóðnýtingu á flestum sviðum og þá einkum skuldum eftir fjármálasukkið.

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur ásamt Framsóknarflokknum á:

1. Einkavæðingu bankanna. Eftir að svonefndir „kjölfestufjárfestar“ komu til sögunnar, hafa bankarnir nánast verið étnir innan frá án þess að nokkur gæti við hönd reist. Bönkunum var breytt í ræningjabæli sjálftökumanna.

2. Ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjun var röng. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að varnaðarorð og efasemdir andstæðinga byggingu virkjunarinnar meðal hagfræðinga, náttúrufræðinga, stjórnmálamanna sem og þeirra þúsunda sem á móti voru af ýmsum ástæðum, áttu við rök að styðjast.

Afleiðingin var skelfileg: Gríðarlegur fjármagnsflutningur sópaðist til landsins og myndaði gervigóðæri án þess að raunveruleg verðmæti stæðu að baki. Mesti innflutningur Íslandssögunnar á lúxúsvörum og neyslu þeirra fjármögnuðum með neyslulánum olli mjög miklum óhagstæðum þjónustu- og vöruskiptujöfnuði. Útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónusta áttu á sama tími í geysimiklum erfiðleikum.

3. Þegar Davíð var ráðinn yfirbankastjóri Seðlabanka réð hann því að stýrivextir væru hækkaðir mjög mikið, m.a. sem átti að draga úr dýrtíð. Afleiðingin varð hins vegar sú að Icesafe-reikningarnir blésu út og urðu smám saman sú hengingaról sem hefur læst sig um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Hér þarf ekki að rekja þessa sögu nánar. Heimdellingar mættu e-ð læra af þeim framkvæmdu afglöpum og „mistökum“ sem feður þeirra og mæður í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sjálfsagt líka, eru fyrst og fremst ábyrgir fyrir. Ættu þeir að kynna sér betur staðreyndir málsins og forsendur þess en ekki aðeins það sem gæti hafa gerst miðað við að draumar þeirra sem hafa fengið ofbirtu í augun af ofbirtu Frjálshyggjunnar, hefðu gengið eftir.

Frjálshyggjan hefur beðið skipbrot hér á landi sem annars staðar, hún hentar okkur greinilega ekki. Frjálshyggjan er eins og hvert annað mýraljós sem við eigum að forðast.

Mosi


mbl.is SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Allt er betra en íhaldið“

Óskandi er, að fljótlega gangi að mynda ríkisstjórn á félagslegum grunni. Efir n.k. ketilsprengingu í vélarúmi þjóðarskútunnar þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mikið upp á að bjóða landsmönnum annað en súrar sneyðar af Icesafe- ábyrgðum og annað í þeim dúr sem ekki nógu góður þefur a er af. Og spillt valdakerfi Sjálfstæðisflokksins hefur óneitanlega beðið skipsbrot.

Nú er framundan stutt kosningabarátta með áherslur á nýtt Ísland, nýja ríkisstjórn, nýtt stjórnkerfi og nýja stjórnarskrá sem verður innblásin af nýjustu og ferskustu straumum lýðræðisins.

Nú má dusta rykið af gamla góða slagorðinu: „Allt er betra en íhaldið“. Öllum Íslendingum er eða má vera ljóst, að engin ríkisstjórn hefur skilað af sér eins illa og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins: Atvinnuleysi, gríðarlega ríkisskuldir vegna ábyrgða áhættufjárfestingafíkla, niðurskurðar á sviði samfélagsþjónustu. Allt samfélagið er bókstaflega meira og minna lamað.

Þetta er allt afleiðing ótímabærrar einkavæðingar banka, Kárahnjúkavirkjunar og óhóflegra stýrivaxta. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá: Davíð og Geir hafa reynst okkur mjög illa sem „landsfeður“.

Þessi síðustu ár verða sennilega nefnd „ár hinna glötuðu tækifæra“ þegar við gátum með mun minni umsvifum haslað atvinnulífi okkar traustari og betri stöðu á heilbrigðari grundvelli.

Mosi


mbl.is Ekki tími fyrir málfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband