Eitt af virkari eldfjöllum í Alaska

Eldfjallið Mount Redoubt er við fjörð sem nær langt inn í land í sunnanverðri Alaska. Þaðan eru komnar ýmsar trjátegundir sem við höfum flutt efnivið frá Alaska. Margir þekkja bæði stafafuru og sitkagreni af kvæminu Homer sem er um 150 km suðaustur af eldfjallinu. Það er 2.788 m á hæð og er það megineldstöð um 10 km í þvermál. Fjallið er af svonefndri kónsikri gerð, rétt eins og Fujiama í Japan þ.e. að fjallið er mjög bratt og nokkuð reglulegt að lögun.

Það hefur gosið alloft, fyrsta gossins er getið í ritum James Cook sem var á þessum slóðum 1778. Þá er getið gosa 1881, 1902 og síðast gaus það allkröfutglega 1989-90. Stóð það gos í um 5 mánuði. Á slóðinni: http://www.aeic.alaska.edu/Seis/recent/sub/ má skoða upplýsingar um nýjustu skjalftafréttir í Alaska. Ekki er um neina stórskjálfta sá sterkasti 3.4 á Richter vem Íslendingar kippa sér yfirleitt ekki við.

Slóðin á heimasíðu Jarðfræðistofnunar í Alaska um þetta nýjast um eldfjöll þar er: http://www.avo.alaska.edu/activity/Redoubt.php

Gjósandi eldfjöll vekja alltaf mikla eftirtekt. En gos geta verið varhugaverð einkum ef um sprengigos er að ræða eins og gerðist í St. Helena í Wasinghton fylki árið 1980 að ekki sé minnst á enn eldri gos, t.d. St. Pelé á Martinique 1902 og Vesúvíusi 79.

Mosi

 


mbl.is „Jökullinn að rifna í tvennt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir linkana, frábært.

Vonandi er þetta ekki að gerast mjög nærri byggð.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2009 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Alaska er mjög strjálbýlt land og þéttbýli einkum þar sem náttúrurauðlindir eru unnar, lax, gull, skógarnytjar og þá er ferðaþjónustan ábyggilega töluverð enda Alaska mjög merkilegt fyrir náttúrufegurð.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband