„Allt er betra en íhaldið“

Óskandi er, að fljótlega gangi að mynda ríkisstjórn á félagslegum grunni. Efir n.k. ketilsprengingu í vélarúmi þjóðarskútunnar þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki mikið upp á að bjóða landsmönnum annað en súrar sneyðar af Icesafe- ábyrgðum og annað í þeim dúr sem ekki nógu góður þefur a er af. Og spillt valdakerfi Sjálfstæðisflokksins hefur óneitanlega beðið skipsbrot.

Nú er framundan stutt kosningabarátta með áherslur á nýtt Ísland, nýja ríkisstjórn, nýtt stjórnkerfi og nýja stjórnarskrá sem verður innblásin af nýjustu og ferskustu straumum lýðræðisins.

Nú má dusta rykið af gamla góða slagorðinu: „Allt er betra en íhaldið“. Öllum Íslendingum er eða má vera ljóst, að engin ríkisstjórn hefur skilað af sér eins illa og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins: Atvinnuleysi, gríðarlega ríkisskuldir vegna ábyrgða áhættufjárfestingafíkla, niðurskurðar á sviði samfélagsþjónustu. Allt samfélagið er bókstaflega meira og minna lamað.

Þetta er allt afleiðing ótímabærrar einkavæðingar banka, Kárahnjúkavirkjunar og óhóflegra stýrivaxta. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá: Davíð og Geir hafa reynst okkur mjög illa sem „landsfeður“.

Þessi síðustu ár verða sennilega nefnd „ár hinna glötuðu tækifæra“ þegar við gátum með mun minni umsvifum haslað atvinnulífi okkar traustari og betri stöðu á heilbrigðari grundvelli.

Mosi


mbl.is Ekki tími fyrir málfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mosi þú predikar um Íhald og sparnað og segir svo allt betra en það/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 27.1.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband