Eðlilegar skýringar

Norðmenn hafa sýnt miklu meiri aðsjálni í fjármálum sínum. Þeir eru líki Þjóðverjum að velta hverri krónu áður en eyða henni. Þeir vilja ógjarnan taka lán og eru því erlend lán Norðmanna í lágmarki. Þá njóta þeir olíugróðans sem treystir hag þeirra mjög vel.

Hér á Íslandi sitjum við uppi með afleiðingar gervigóðæris sem m.a. var framkallað með byggingu Kárahnjúkavirkjunar samfara einkavæðingu bankanna. Skyndigróðamennirnir gleymdu sér gjörsamlega í fíkninni að græða og því er allt farið á eins vondan veg og reyndin hefur sýnt okkur. Við erum nánast gjaldþrota þjóð sem höfum tapað öllu: eignum, innistæðum, lánstrausti og það sem verst er: sífellt fleiri eru að missa vinnuna að auki!

Varað var alvarlega við ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og of hraðri einkavæðingu bankanna. Svonefndir „kjalfestufjárfestar“ reyndust vera margir hverjir vera eins og loddarar, undirförulir og hafa verið iðnir við að koma stórgróðanum í skattaskjól.

Stjórnarandstaðan varaði mjög rækilega við þessu öllu saman og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að þær aðvaranir áttu við rök að styðjast.

Of seint er að vera vitur eftir á. Hlálegt er að fyrrum formaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir telji flokk sinn ekki bera neina ábyrgð á því sem komið er fyrir þjóðinni. 'Odýrari afsökun er varla unnt að finna norðan Alpafjalla um þessar mundir.

Mosi


mbl.is Segja kreppuna ofmetna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 243017

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband