Af hverju grímur?

Myndi gjarnan koma og vera með við friðsöm mótmæli spillingar og valdníðslu. En mér finnst vera fyrir neðan allar hellur að bera grímu - öðru vísi er á grímudansleik, þar setur fólk upp grímur í vissum tilgangi.

Það er lítill tilgangur að vera með grímur við mótmæli. Það kann að vera einhver annarlegur tilgangur með því sem eg er ekki tilbúinn að taka þátt í.

Vona eg að sem flestir hafi sömu eða svipaða skoðun og eg.

Mosi

 


mbl.is Mótmæli boðuð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

er ekki talað um að það megi ekki persónugera hrunið? Má þá ekki hið sama eiga við um mótmælin?

Sylvía , 7.1.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Sylvía : Var þess vegna ráðist á Klemensson hérna á mblog?

Baldvin Mar Smárason, 7.1.2009 kl. 12:20

3 Smámynd: Sylvía

fólk má hafa sinn hátt á við mótmælin

Sylvía , 7.1.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Nonni

Hvaða leti er þetta í fólki að kynna sér ekki málið áður en það byrjar að blaðra. Er þetta uppgerðarfáfræði til að veiða tröll? Kynntu þér bara málið á blogginu hennar Evu, hún hefur fært ýmis rök fyrir því.

sapuopera.blog.is 

Nonni, 7.1.2009 kl. 12:29

5 identicon

ég hyl andlit mitt á nákvæmlega sömu forsendum og sérsveit lögreglunar,til að koma í veg fyrir að að mér verði ráðis og eignir mínar skemmdar en það sést einna best hjá henni Evu en á verslun hennar var ráðist og framinn eignaspjöll því andstæðingar VITA hver hún er.

Sigurður H (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 12:36

6 Smámynd: Njáll Harðarson

Hvaða bull er þetta að fara og standa sem nafnlausir aðilar fyrir framan Landsbankann með grímur fyrir andlitinu, eru þetta lið virkilega að halda að það sé einhver sem taki mark á ókunnugu fólki sem engin veit deili á. Kannske þetta eigi að vera sniðugt, menn eigi að lesa eitthvað í þennan gjörning, en tími brandaranna er liðinn, það er kominn tími til að taka til hendinni og standa fyrir sínum málum. Þið krefjist þess af ráðamönnum, þið krefjist svara, en það mun enginnn svara grímuklæddu fólki sem þorir ekki eða vill ekki koma fram sem slíkt.

Njáll Harðarson, 7.1.2009 kl. 12:38

7 identicon

Njáll

það er búið að útskýra hversvegna við gerum Þetta, sættu þig við það

Sigurður H (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 14:09

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég hef bara nákvæmlega sömu skoðun og þú...þ.e. um þetta mál.  Ég er ekki tilbúin til þess að bera ábyrgð á líkamsmeiðingum...bara alls ekki. Orðið er beitt ef við notum það rétt...það er mitt álit.

Gleðilegt ár!

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.1.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband