Færsluflokkur: Bloggar

Hafin yfir lög?

Ljóst er að öll mengandi starfsemi virðist vera hafin yfir lög. Fátt eða jafnvel ekkert virðist geta komið í veg fyrir eða alla vega hægt á þessari ógnvænlegu þróun: að setja niður mengandi starfsemi niður á flest krummaskuð á landinu.

Nú var tilgangur álversins fyrir austan að stoppa fólksflutninga þaðan. Eftir gögnum Hagstofunnar hefur þetta ekki gengið eftir og virðist sem þeir séu nú brottfluttir eða á förum sem voru á móti þessum framkvæmdum.

Þegar kapítalið er komið á kreik þá virðist fátt geta stoppað það. Við búum við mjög ófullkomið lagaumhverfi mengandi starfsemi. Víðast hvar í veröldinni er verið að gjörbreyta skattumhverfi stóriðju og teknir upp umhverfisskattar. En nú er komið að vatnaskilum: einungis er unnt að leyfa eitt álver enn og það í minni kantinum því útblástursheimildir Íslendinga eru að verða uppurnar. Þessar heimildir hafa verið gefnar af stjórnvöldum sem sýnt hafa umhverfismálum ótrúlega léttúð og kæruleysi.

Mosi


mbl.is Vill stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Óhætt má segja að meðal ungs fólks sé töluverð ábyrgðartilfinning fyrir meðferð á opinberum fjármunum. Unga fólkið sér bruðlið allt í kring og það er frábært að það skuli til sín taka og koma vitinu fyrir okkur eldri!

Haldið endilega áfram að benda ráðamönnum þjóðarinnar á hvernig við getum sparað stórfé til að við getum nýtt skattféð betur en nú er!

Mosi


mbl.is Sendu ráðherrum leiðbeiningar með hraðpósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjórarnir baula: Eru mótmælin komin út í öfgar?

Hvers vegna í ósköpunum hafa yfirvöld ekki gripið í þessi mótmæli? Lögin eru skýr: þessar aðgerðir eru alvarleg brot á hegningarlögunum auk ýmissa annarra laga. Núna baula bílsstjórar fyrir utan Landspítalann. Þegar Mosi var ungur minnist hann þess að skilti voru fyrir utan sjúkrahús þar sem ökumenn voru beðnir að aka ekki aðeins varlega, heldur bæði hljóðlega og hægt. Sú tíð virðist vera liðin að tekið sé tillit til þeirra sem minna mega sín.

Hvers vegna í ósköpunum fara ráðamenn þjóðarinnar til útlanda á einhverja ráðstefnu. Þar verður einkum farið með málefni hermála og hvernig næstu skref eigi að vera á þeim vettvangi. Hefði ekki verið nóg að senda kontórista í ráðuneytunum þeir hefðu getað sent kveðju íslenskra ráðmanna sem sem er fá engu ráðið í þeim efnum?

Svo virðist guðunum fyrir að þakka að glæpamenn: morðingjar, nauðgarar, bankaræningjar og aðrir illa innrættir ofbeldismenn hafa ekki útnýtt sér þessar krítísku aðstæður þar sem lögreglan hefur haft ekkert annað fyrir stafni en að forða stórslysum og átökum vegna þessara aðgerða bílsstjóranna.

Betra hefði verið að æðstu ráðamenn framkvæmdavaldsins hefðu verið kjurir hér heima og ígrunduðu vandlega hvernig unnt hefði verið að leysa úr óánægju atvinnubifreiðastjóra vegna allt of hás olíuverðs.

Svo óskar Mosi þeim alls góðs í þeirra baráttu fyrir lægri álögum á eldsneyti, - en án svona fíflagangs og lögbrota eins og við höfum þurft að horfa upp á.

Mótmæli geta verið bæði ódýr og þögul en samt margfalt markvissari og árangursríkari.

Mosi


mbl.is Aðgengi takmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að taka lögin í sínar hendur

Ljóst er að alvarlegt hegningarlagabrot er að valda óþarfa töfum á almenningssamgöngum og helstu umferðagötum. Vekrnaðarlýsingin er m.a. í 168. og 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19.1940. Ákvæði þessi eru alveg skýr og er undarlegt að lögreglan hafi ekki tekið þessi bort sérstaklega alvarlega fram að þessu.

Það er grafalvarlegt mál þegar múgæsing breiðist út og mótmæli sem ella eiga að vera friðsamleg, gætu haft afdrifaríka afleiðingu í för með sér. Hyggjast þeir sem stýra þessum mótmælum axla þá ábyrgð sem hugsanlega gæti hlotist af þessum ólögmætu aðgerðum?

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að samgöngur gangi sem greiðast. Lögregla, brunabíla og sjúkrabílar þurfa að hafa sem greiðasta leið á vettvang þar sem aðstoðar er óskað. Ef ofbeldismenn eru t.d. á vappi á þeim slóðum þar sem ekki er greiðaur aðgangur, t.d. líkamsárás og bankarán, alvarlegt slys, bruni eða að einhver er í bráðri lífshættu og hjálparlið er teppt, hyggjast þá mótmælendur axla ábyrgð á þeim ólögmætu aðgerðum sem þeir eru að beita sér fyrir?

Sitt hvað er að mótmæla og taka lögin í sínar hendur. Það er refsivert í öllum lýðræðisríkjum þar sem byggt er á grundvelli réttarríkisins. Undarlegt má það heita að þetta hafa mótmælendur ekki áttað sig á. Betra er að mótmæla með lögin með sér en móti.

Þegar virkjunarframkvæmdum var mótmælt hérna um árið vakti vaskleg framganga lögreglunnar athygli. Víkingasveit lögreglunnar var send upp á hálendið til að stoppa þessi mótmæli og handtaka mótmælendur. Núna er nánast ekkert gert. Er þó þessi mótmæli sýnu alvarlegri en nokkrir saklaus tjöld, mótmælasöngur og borðar uppi á hálendinu.

Af hverju er afskiptaleysið nánast algert og samfélagið er nánast lamað dag eftir dag vegna ólögmætra aðgerða?

Hvað verður næst? Nú er ljóst að það eru ekki aðeins bílstjórar sem hafa atvinnu af ökutækjum heldur eru einnig ýmsir aðrir sem taka þátt í mótmælum. Á forsíðu Morgunblaðsins er t.d. mynd af risastórum skúffubíll með breiðum hjólbörðum, kannski negldum í þokkabót. Ekki er það atvinnutæki?

Axla mótmælendur ábyrgð?

Mosi 


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum úr notkun á blikkbikkjum!

Fjöldi manns mótmælir háu eldsneytisverði.

Hvers vegna í ósköpum dregur þá fólk ekki úr notkun bílanna, alla vega meðan á mótmælum stendur? Það væri mun áhrifaríkara en að mótmæla með blikkbikkjunum!

Mosi


mbl.is Margra kílómetra bílaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofnotkun þágufalls

Í stað: „Búist við mörgum á Austurvelli“ væri auðvitað réttara að segja : „Búist við mörgum á Austurvöll“.

Mosi


mbl.is Búist við mörgum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasöm frægð

Haft er eftir nafngreindum breskum braskara fyrir nokkrum misserum: „Ég vil verða þekktur sem maðurinn sem gerði Ísland gjaldþrota!“ 

Ýmislegt bendir til að hann hafi komið við sögu þeirra þrenginginga sem Íslendingar hafa lent nú í. Þessi breski braskari átti sinn þátt í að hafa einnig stuðlað að falli breska pundsins árið 1992. Skyldi þessi sami vafasami braskari hafa komið við sögu að grafa undan fjárhag annarra þjóða, t.d. í þriðja heiminum? Svona þokkapiltum var áður veitt almennileg ráðningu á almannafæri, þeir voru settir í gapastokk, gott ef ekki rassskelltir eða jafnvel brennimerktir öðrum slæmum skálkum til alvarlegrar aðvörunar.

Spurning hvernig fjármálakerfi heims geta varist svona þrjótum sem ýmist grafa undan fjármálum heilla ríkja eða gera annan óskunda af sér á borð við að dreifa tölvuvírusum og öðru slíku. Á þessu ætti að vera tekið eins og hverjum öðrum hermdarverkum. Nútímaþjóðfélagið hefur lögregluna og skattyfirvöld og það ætti að rannsaka til hlítar umsvif þessa braskara með hliðsjón af meintum skattsvikum. Þá þurfa vestræn ríki að hafa gott samráð um þessi mál hvernig koma megi í veg fyrir að svona upphlaup vegna braskara geti endurtekið sig.

Mosi


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta þarf tekjustofnum

Ljóst er að þessi tekjustofn ríkisins um eldsneytisgjald er gamaldags og barn síns tíma. Auðvitað ætti þetta gjald sem tiltekur vissan krónufjölda eða prósentur að heyra sögunni til. Nauðsynlegt er að fara svipaða leið og í nágrannaríkjunum en þar hefur skattkerfi nútímaríkisins verið gjörbreytt með nýjum áherslum og viðhorfum. Lykilatriðið er að taka þarf upp nýjan skatt: umhverfisskatt þar sem öll mengandi starfsemi verður skattlögð hvort sem er útblásturinn kemur frá stóriðju, bílum, flugvélum, skipum eða einhverri annarri stafsemi. Leggja þarf umhverfisskatt á ýmsa neyslu t.d. nagladekk, flugelda, tóbak sem og annað sem veldur mengun. Hugsa sér hve það hefði hvetjandi áhrif að aðrir kostir fyrir samgöngur væru skoðaðir og myndu efla þegar í stað nýtingu rafmagns í þágu samgangna. Rafmagnsnotkun veldur sáralítilli mengun.

Við verðum að líta á skattkerfið öðrum augum en þegar þessir gömlu skattar voru lagðir á sem voru fyrst og fremst til að afla ríkissjóði fjár.

Með alþjóðasamningunum um umhverfismál sem kenndur er við Kyoto er verið að hvetja ríki heims að móta stefnu þar sem ríki heims eru hvött til að beita sér fyrir að draga úr mengun. Auðveldast er að skattleggja hana til að afla tekna fyrir að binda koltvísýring sem og önnur mengandi lofttegundir og aðra starfsemi.

Mosi


mbl.is Árni reiðubúinn til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fordæmi

Ekkert er betur til þess fallið að grafa undan réttarríkinu en að hunsa landslög. Að loka götum og tölum ekki um helstu umferðaræðum að þarflausu í trássi við lögregluna er grafalvarlegt lögbrot. Meira að segja eru ákvæði um það í hegningarlögunum sem leggja háar refsingar við slíkum verknaði.

Mosi fagnar því að lögreglan sýni á sér rögg og taki á þessu. Þeir sem hvetja til þessara mótmæla eiga að gera það með öðrum hætti sem er jafnvel áhrifaríkari en mótmæli af þessu tagi. Þau eru auk þess mjög slæmt fordæmi. Hvað myndi þjóðin segja ef t.d. eldri borgarar hættu lífi sínu hópum saman með stafina sína og hækjurnar og reyndu að loka umferðaræðum? Ekki hafa þeir sömu tækifæri að mótmæla eins og vörubílsstjórar.

Ef lögreglan myndi ekki til sín taka hvað væri þá næst á dagskrá? Að loka t.d. flugvöllum? Tiltölulega auðvelt væri að trufla flug á Reykjavíkurflugvelli og jafnvel á Keflavíkurflugvelli með svona ólögmætum aðgerðum. Mótmælendur sýna með þessu slæmt fordæmi!

Mosi

 


mbl.is Viðbúnaður vegna umferðatafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg fjársöfnun

Fyrir rúmlega tveim áratugum var Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Hann var sem margir aðrir menntamálaráðherra nokkuð umdeildur og m.a. skipaði hann Hannes Hólmstein lektor við Félagsvísindadeild. Ef Mosi man rétt var þessi staða glæný, sérstaklega klæðskerasniðin fyrir Hannes Hólmstein og var því af þeim ástæðum eigi auglýst laus til umsóknar.  Svona hefur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn að jafnaði séð um sína!

Hannes hefur ætíð þótt harður í horn að taka, hefur yfirleitt haft öðruvísi skoðanir á þjóðmálum en flestir aðrir í samfélaginu og hefur að jafnaði skipað sér sem sérstakur málssvari þeirra sem betur mega sín, gróðamanna, iðnjörfa og fésýslumanna. Hví í ósköpum taka þeir auðmenn sem telja sig vera kunningja og vini Hannesar þessa, að safna fé nokkurt honum til handa? Í staðinn slá þeir saman í rándýra auglýsingu til að sníkja fé hjá grandvöru sem grunlausu fólki sem e.t.v. telja að þarna sé einhver sem sé á flæðiskeri staddur. Það má því telja furðulegt að ekki sé dýpra tekið í árina, að vinir og kunningjar Hannesar, ef um sanna vini og kunningja sé rétt að ræða, að þeir auglýsi fjársöfnun til bjargar Hannesi sem nú nýverið var dæmdur fyrir stórtækan ritstuld, nokkuð sem þykir vera mjög alvarleg yfirsjón við virtan háskóla sem yfirvöld gjarnan vilja sjá meðal 100 fremstu háskóla heims!

Einu sinni þótti það versta sem gat komið fyrir alþýðumann að segja sig til sveitar og þiggja sveitarstyrk. Það þótti niðurlæging hin versta enda fylgi það að viðkomandi glataði borgaralegum rétti sínum að kjósa til Alþingis og sveitarstjórna. Ef Mosi væri í sporum Hannesar þessa, þá væri hann æfur þessum vinum og kunningjum fyrir þetta frumhlaup. Hefði ekki verið betra að klóra sig fram úr vandanum og láta nokkuð fara frá sér sem gæti gefið honum e-ð í aðra hönd? Honoré de Balzac var rithöfundur einn ágætur suður í Frakklandi á fyrri hluta 19. aldar. Ólafur Hansson prófessor í sögu lýsti honum í riti sínu „Mannkynssaga handa æðri skólum, var nefnd „símaskráin“: „Hann var nautnamaður og eyðsluseggur og því alltaf skuldum vafinn. Varð hann að vera sískrifandi til að geta reytt eitthvað í lánadrottnara sína. Æsti hann sig upp með sterku kaffi og dó á bezta aldri af ofþreytu og kaffieitrun... Margar sögur hans snúast um baráttu manna um peningana og hvernig leit manna að hamingju kemur oftast fram í fégræðgi“.

Þetta mætti Hannes athuga gaumgæfilega enda hann sjálfur mjög lipur penni og hæfileikamaður góður þó fjarri fari að Mosi sé sammála honum, öðru nær. Andstæðar skoðanir og sjónarmið ber að virða enda það í góðu samræmi við hvernig lýðræði verður best praktísérað. En það þarf auðvitað alltaf að vera gagnkvæmt. Það er reyndar mikilsvert að allir hafi skoðanir á sem flestu en öllu mikilvægara að færa góð og gild rök fyrir þeim.

Óskandi er að Hannes nái að krafsa sig út úr þessum veraldlegu þrengingum en öllu betra væri að hann næði að átta sig á að sú veraldarhyggja sem hann hefur veðjað á, virðist hafa snúið við honum baki og gleymt honum. Er því ekki fyllsta ástæða að hann athugi sinn gang hvort frjálshyggjan sé ekki eftir allt saman einhver draumsýn sem leiðir marga út í botnlausa keldu þar sem bjargir geta verið allt að því vonlausar.

Mosi 


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband