Bílstjórarnir baula: Eru mótmælin komin út í öfgar?

Hvers vegna í ósköpunum hafa yfirvöld ekki gripið í þessi mótmæli? Lögin eru skýr: þessar aðgerðir eru alvarleg brot á hegningarlögunum auk ýmissa annarra laga. Núna baula bílsstjórar fyrir utan Landspítalann. Þegar Mosi var ungur minnist hann þess að skilti voru fyrir utan sjúkrahús þar sem ökumenn voru beðnir að aka ekki aðeins varlega, heldur bæði hljóðlega og hægt. Sú tíð virðist vera liðin að tekið sé tillit til þeirra sem minna mega sín.

Hvers vegna í ósköpunum fara ráðamenn þjóðarinnar til útlanda á einhverja ráðstefnu. Þar verður einkum farið með málefni hermála og hvernig næstu skref eigi að vera á þeim vettvangi. Hefði ekki verið nóg að senda kontórista í ráðuneytunum þeir hefðu getað sent kveðju íslenskra ráðmanna sem sem er fá engu ráðið í þeim efnum?

Svo virðist guðunum fyrir að þakka að glæpamenn: morðingjar, nauðgarar, bankaræningjar og aðrir illa innrættir ofbeldismenn hafa ekki útnýtt sér þessar krítísku aðstæður þar sem lögreglan hefur haft ekkert annað fyrir stafni en að forða stórslysum og átökum vegna þessara aðgerða bílsstjóranna.

Betra hefði verið að æðstu ráðamenn framkvæmdavaldsins hefðu verið kjurir hér heima og ígrunduðu vandlega hvernig unnt hefði verið að leysa úr óánægju atvinnubifreiðastjóra vegna allt of hás olíuverðs.

Svo óskar Mosi þeim alls góðs í þeirra baráttu fyrir lægri álögum á eldsneyti, - en án svona fíflagangs og lögbrota eins og við höfum þurft að horfa upp á.

Mótmæli geta verið bæði ódýr og þögul en samt margfalt markvissari og árangursríkari.

Mosi


mbl.is Aðgengi takmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 242964

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband