Að taka lögin í sínar hendur

Ljóst er að alvarlegt hegningarlagabrot er að valda óþarfa töfum á almenningssamgöngum og helstu umferðagötum. Vekrnaðarlýsingin er m.a. í 168. og 176. gr. almennra hegningarlaga nr. 19.1940. Ákvæði þessi eru alveg skýr og er undarlegt að lögreglan hafi ekki tekið þessi bort sérstaklega alvarlega fram að þessu.

Það er grafalvarlegt mál þegar múgæsing breiðist út og mótmæli sem ella eiga að vera friðsamleg, gætu haft afdrifaríka afleiðingu í för með sér. Hyggjast þeir sem stýra þessum mótmælum axla þá ábyrgð sem hugsanlega gæti hlotist af þessum ólögmætu aðgerðum?

Í nútímasamfélagi er mikilvægt að samgöngur gangi sem greiðast. Lögregla, brunabíla og sjúkrabílar þurfa að hafa sem greiðasta leið á vettvang þar sem aðstoðar er óskað. Ef ofbeldismenn eru t.d. á vappi á þeim slóðum þar sem ekki er greiðaur aðgangur, t.d. líkamsárás og bankarán, alvarlegt slys, bruni eða að einhver er í bráðri lífshættu og hjálparlið er teppt, hyggjast þá mótmælendur axla ábyrgð á þeim ólögmætu aðgerðum sem þeir eru að beita sér fyrir?

Sitt hvað er að mótmæla og taka lögin í sínar hendur. Það er refsivert í öllum lýðræðisríkjum þar sem byggt er á grundvelli réttarríkisins. Undarlegt má það heita að þetta hafa mótmælendur ekki áttað sig á. Betra er að mótmæla með lögin með sér en móti.

Þegar virkjunarframkvæmdum var mótmælt hérna um árið vakti vaskleg framganga lögreglunnar athygli. Víkingasveit lögreglunnar var send upp á hálendið til að stoppa þessi mótmæli og handtaka mótmælendur. Núna er nánast ekkert gert. Er þó þessi mótmæli sýnu alvarlegri en nokkrir saklaus tjöld, mótmælasöngur og borðar uppi á hálendinu.

Af hverju er afskiptaleysið nánast algert og samfélagið er nánast lamað dag eftir dag vegna ólögmætra aðgerða?

Hvað verður næst? Nú er ljóst að það eru ekki aðeins bílstjórar sem hafa atvinnu af ökutækjum heldur eru einnig ýmsir aðrir sem taka þátt í mótmælum. Á forsíðu Morgunblaðsins er t.d. mynd af risastórum skúffubíll með breiðum hjólbörðum, kannski negldum í þokkabót. Ekki er það atvinnutæki?

Axla mótmælendur ábyrgð?

Mosi 


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt, þetta er fáránlegt. Ef að það kviknar í leikskóla upp í mosó og þessi bitru fífl eru fyrir öllu, ég vill ekki hugsa lengra. Það á eitthvað svona eftir að koma upp ef að þeir hætta þessu ekki.

Kári Örn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Skaz

Mótmælin við Kárahnjúkum og Álverunum komu illa við Landsvirkjun, ríkisstofnun sem var undir þrýstingi stórfyrirtækis.

Núna eru mótmæli almennt í hag fyrirtækja og atvinnurekenda og jafnvel lögregluembætta ef þau ná fram að ganga.

Lásuð þið fréttina? Mótmælendur höfðu fyrir því að hleypa neyðarbílum í gegn. 

Skaz, 2.4.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband