Færsluflokkur: Bloggar

Mannvit : Stærsta verkfræðistofan

Með sameiningu tveggja stórra verkfræðistofa er þessi nýja verkfræðistofa sú stærsta á Íslandi.

Mosi skoðaði heimasíðuna http://www.mannvit.is og er þar mörg nýmæli.

Samgöngustefna fyrirtækisins er mjög framsýn: í stað þess að hafa fjöldann allan af bílastæðum þá greiðir verkfræðistofan strætókort fyrir starfsmenn sem vilja nota strætó en andvirði kortsins ef starfsmenn koma gangandi eða hjólandi í vinnuna. Fyrir þá sem þurfa vinnu sinnar vegna að fara á milli eru vistvænir bílar merktir fyrirtækinu.

Með þessu er verkfræðistofan að ganga á undan með mjög lofsverðu framtaki. óskandi er að sem flest fyrirtæki og stofnanir taki sér verkfræðistofuna Mannvit sér til fyrirmyndar.

Til hamingju Mannvitsmenn!

Mosi

 


mbl.is Verkfræðistofur sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt og skemmtilegt viðtal

Í Speglinum í Ríksútvarpinu var verið að spila ákaflega fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Sigurð Líndal. Í ljós kemur að hann fór fyrir hóp Íslendingasem hugðust sækja heim Tíbet en þeim var af Kínverjum meinuð för þangað.

Sigurður er með fróðari núlifandi Íslendingum, grunnt er á gamanseminni og ótrúlegt er hvaða fróðskap hann miðlar hverju sinni.

Mæli eindregið með að hlusta á viðtalið við Sigurð í Speglinum.

Mosi 


Ótrúlegt

Þó margt sé ágætt í Biflíunni þá er þar mjög subbuleg lesning að ekki sé dýpra tekið í árina. Biflían er rituð á meira en 1000 ára tímabili og eru því sumir hlutar hennar að mörgu leyti í æpandi mótsögn við annað efni. Sérstaklega fara margar kenningar Krists í bága við lögmál Gyðinga en þeir telja Nýja testamentið ekki hafa neitt gildi fyrir sig. Kristnir menn eiga að taka Gamla testamentinu meðvarúð og einnig margt sem kemur fram í Nýja testamentinu. T.d. eru viðhorf Páls postula til konunnar nokkuð svipuð viðhorfum Múhameðs enda eru sjónarmið Páls væntanlega yfirfærð.

Ekki kemur neitt sérstaklega á óvart að vestur í BNA þar sem sértrúarhópar eiga mikil ítök, að  Biflían sé vinsælust bóka. Því miður er ýmsu áfátt í góðu kristnihaldi þar vestra og þar eru kenningar sem okkar umburðarlynda þjóðkirkja erekki tilbúin að taka undir.

Mosa finnst Íslendingasögurnar og Sturlunga ekki síðri rit en sjálf Biflían. Þar eu frásagnir um menn sem telja sig vera að gera rétt í samræmi við hefðir og venjur þeirra tíma. Þegar kristnin hafði náð að festa sig í sessi vinna einkum munkarnir mikið að því að grafa undan gömlum hefðum t.d. hefndarskyldunni. Sýnt er margsinnis fram á hve hún er lítils virði. Viðhorf kristninnar eru að sýna öðrum miskunn og skilning, jafnvel vera tilbúinn að fyrirgefa, nokkuð sem gengur gjörsamlega þvert á sjónarmið heiðninnar. 

Annars er alltaf gaman að veltu þessum hlutum fyrir sér. Lestur þessara gömlu bóka ætti ekki að skaða neinn nema síður væri. En gömul sjónarmið sem koma fram í Biflíunni eru mörg hver mjög ískyggileg í augum okkar nútímamanna.

Mosi 


mbl.is Biblían vinsælust vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið er brothætt

Því miður endurtekur sagan sig þrátt fyrir þau mörgu víti sem varast ber. Afnám þingræðis og síðar lýðræðis í þýskalandi var hræðilegt áfall á sínum tíma og átti eftir að draga dilk á eftir sér, ekki aðeins fyrir Þjóðverja heldur alla heimsbyggðina. Þar þræddu þeir stjórnmálamenn sem öllu réðu í Þýskalandi fyrirmynd sína sem var Mússólíní.

Er ekki fyllsta ástæða að íslensk stjórnvöld sem önnur um allan heim athugi vel sinn gang. Hvaða lærdóm má draga af þeirri þróun sem varð í Þýskalandi eftir valdatöku Adolfs og er e-ð í stjórnarfari á Íslandi nútímans sem athugunar er þörf og sem betur mætti fara?

Mosi


mbl.is 75 ár frá afnámi lýðræðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistaskólar á framhaldsskólastigi

Í um áratug hefur nám efnilegra nema tónlist verið háð því að þeir eigi ríka foreldra. Í áratug hefur Menntamálaráðuneytið ekki ljáð máls á því að ræða við Samband íslenskra sveitafélaga um aðkomu ríkisins að rekstri tónlistaskóla á framhaldsskólastigi. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvert hlutfall ríkisins í rekstri þessara tónlistarskóla hafi verið mikill. Allir eru þessir skólar einkaskólar nema Listaháskólinn sem er rekinn af ríkinu og er því ríkisskóli. 

Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitafélaga (www.samband.is) er fróðleg samantekt um ástand mála í Skólaskýrslu 2007 sem Mosi hvetur alla sem málið varða til að kynna sér gaumgæfilega þetta mál, alþingismenn, sveitarstjórnarmenn, líka ráðherra menntamála. Þar kemur fram að lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla bíða enn endurskoðunar en nefnd var skipuð í ársbyrjun 2004. Ekki er kunnugt um hvort sú nefnd hafi skilað af sér nokkurri skýrslu, kannski nefndin hafi jafnvel aldrei komið saman?

Þetta er stórmál sem allir bíða spenntir fyrir. Einkaskólar eru ágætir en þeir þurfa að vera fjárhagslega vel í stakk búnir að sinna sínu hlutverki og geta staðið undir þeim væntingum sem til þeirra er vænst. Tónlist er eitt það besta til að efla hæfileika einstaklingsins og er undarlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki uppgötvað það nema örfáir að svo virðist.

Tónlistarskólarnir eiga allt betra skilið en að vera stöðugt fjársveltir. Þar ríkir á vissan hátt stöðnun, margir búa við ófullnægjandi húsakost, eru jafnvel í gömlu úr sér gengnu húsnæði sem ekki er beinlínis til að hrópa húrra fyrir.

Tónlistaskólar á framhaldsskólastigi eru ekki á verkefnalista sveitarfélaganna. Þau hafa yfirleitt nóg á sinni könnu.

Mosi 


mbl.is Tónlistarnemendur bundnir átthagafjötrum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnleysi

Nú eru þungaflutningabílsstjórar komnir langt yfir strikið. Þeir haga sér eins og þeir séu litlar mýs og ætli sér að ráðast á ljónið. Þegar það loksins vaknar þá er of seint að komast í skjól. Að mæta á stóru flutningabílunum sínum niður á lögreglustöð er virkilega furðuleg storkun. Spurning hvort lögreglan grípi ekki núna loksins til þeirra úrræða sem henni er heimilt.

Öll þessi mótmæli eru því miður þungaflutningabílsstjórum ekki til framdráttar. Með því að loka mikilvægum umferðaræðum hafa þeir brotið á grófan hátt tvær greinar hegningarlaganna og hafa með því sýnt af sér vítavert kæruleysi. Öll þessi framganga einkennist af engri skynsemi og menn hafa gleymt sér í hita leiksins. Lögreglan hefur sýnt af sér ótrúlega þolinmæði.

Friðsöm mótmæli hafa þann kost í för með sér að þau leiða oftar til betri og skynsamlegri árangurs. Ílla ígrundaður hnefaréttur eins og honum hefur verið beitt þar sem þungaflutningabílsstjórar taka sér lögin í hendur er mjög ámælisvert athæfi sem þeim er hvorki til sóma né framdráttar.

Mosi


mbl.is Bílstjórar mótmæla við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku Ólafur!

Bestu hamingjuóskir með þessa viðurkenningu! Þú ert vel að þessari viðurkenningu kominn!

Mosi


mbl.is Hlýtur Nehru verðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Champagne - Kampavín - Freyðivín og Sekt

Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimstyrjöldinni var tekið inn í friðarsamningana 1919 að Þjóðverjar mættu ekki markaðsetja freyðivín sitt sem þeir framleiddu undir vöruheitinu Champagne. Freyðivínið sem Þjóðverjar framleiða gefur hinu franska ekkert eftir sem þeir framleiða undir vöruheitinu Champagne eftir þessu þekkta héraði. Í staðinn nefndu Þjóðverjar freyðivínið Sekt. Ekki er svo að skilja að það eigi eitthvað skilt við íslenska orðið en Sekt er virkilega mjög gott freyðivín.

Mæli með Henkell trocken sem framleitt er í Wiesbaden, höfuðborginni í Hessen síðan 1856 og fæst í öllum betri brennivínsbúðum (fatahreinsunum) á Íslandi. Þjóðverjar hafa framleitt góð vín allt frá miðöldum og eru Rínarvínin þekkt meira að segja á Íslandi síðan á miðöldum. Hansakaupmenn fluttu Rínarvín um allt verslunarsvæðið sitt, meira að segja á kuggum sínum allt til Íslands. Má lesa heimildir um það í Fornbréfasafni.

Mosi 

 


mbl.is Champagne í Sviss eða Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorradalur

Um þessa helgi var Mosi í Skorradal þar sem hann á ofurlítið sveitasetur ásamt fjölskyldu sinni. Húsið er eitt af þeim minnstu en samt eitt af þeim húsum sem sennilega er oftast notað. Fjölskyldan finnst  oft ástæða að fara þangað frá höfuðborgarsvæðinu enda er þar mjög fagurt og friðsælt ekki síður um vetur en sumar.

Í vetur var mjög kalt og í vetur barði Mosi það lægsta hitastig augum sem hann nokkurn tíma hefur séð á sinni ævi: -29C. Hitamælirinn er í tæplega 2ja metra hæð og er á vegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð lætur nærri að mæling þessi sé við svonefndar staðalaðstæður.

Þessi helgi var yndisleg: mikil sól en dálítill næðingur af norðri. Veturinn er ekki síðri en sumarið, fegurð og samspil andstæður náttúrunnar er aðdáunarvert. Vatnið er um þessar mundir ísi lagt en víða eru varhugaverðar vakir sem vert er að gefa fyllstu gaum. Meðfram vatninu er skemmtileg gönguleið en víða er torleiði eins og sjá má á einni myndinni. Því veldur starfsemin í Andakílsárvirkjun en vatnsyfirborðið er oft mjög misjafnt. Á þessu þarf að ráða bót enda sitja margir uppi með skemmdir vegna vatnagangs.

Mosi 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leggjum bílunum!

Með stórhækkun á eldsneyti er ástæða að breyta til. Hvernig væri að leggja bílunum, ganga meira, hjóla og taka strætó?

Mosi kaupir strætókort sem gildir í heilan meðgöngutíma eða 9 mánuði. Fyrir það er greitt rúmlega 30.000 krónur. Unnt er að fara með hvaða strætisvagni hvert sem er og hvenær sem er meðan þeir eru á ferðinni, jafnvel upp á Akranes.

Ef Mosi myndi aka á 11 ára gamla heimilisbílnum í vinnuna færu um 5.000 krónur á viku. Það gerir hátt í 200.000 á 9 mánuðum. Sparnaðurinn er umtalsverður auk þess sem annar kostnaður sparast mjög mikið: stöðumælar, aukið viðhald bifreiðar o.s.frv.

Mosi mælir eindregið með kostum strætisvagna. Minni notkun einkabíla stuðlar að gríðarlegum sparnaði sem íslensku þjóðinni veitti nú ekki af á þessum síðustu og verstu tímum!

Mosi


mbl.is Dýr mótmæli bílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband