Stjórnleysi

Nú eru þungaflutningabílsstjórar komnir langt yfir strikið. Þeir haga sér eins og þeir séu litlar mýs og ætli sér að ráðast á ljónið. Þegar það loksins vaknar þá er of seint að komast í skjól. Að mæta á stóru flutningabílunum sínum niður á lögreglustöð er virkilega furðuleg storkun. Spurning hvort lögreglan grípi ekki núna loksins til þeirra úrræða sem henni er heimilt.

Öll þessi mótmæli eru því miður þungaflutningabílsstjórum ekki til framdráttar. Með því að loka mikilvægum umferðaræðum hafa þeir brotið á grófan hátt tvær greinar hegningarlaganna og hafa með því sýnt af sér vítavert kæruleysi. Öll þessi framganga einkennist af engri skynsemi og menn hafa gleymt sér í hita leiksins. Lögreglan hefur sýnt af sér ótrúlega þolinmæði.

Friðsöm mótmæli hafa þann kost í för með sér að þau leiða oftar til betri og skynsamlegri árangurs. Ílla ígrundaður hnefaréttur eins og honum hefur verið beitt þar sem þungaflutningabílsstjórar taka sér lögin í hendur er mjög ámælisvert athæfi sem þeim er hvorki til sóma né framdráttar.

Mosi


mbl.is Bílstjórar mótmæla við Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta eru friðsöm mótmæli.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.4.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Halli gamli segir lika þetta eru friðsamleg mótmæli/hefðirðu ekki lesið sögu okkar sem börðumst herna áður fyrir hækkuðum launum og betri kjara/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 242979

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband