Færsluflokkur: Bloggar
26.5.2008 | 08:26
Höfði sem setur fræðimanna og skálda?
Það væri mjög æskilegt að opinber aðili eignist Höfða. Til þess að hús grotni ekki niður og verði tortýmingunni að bráð er nauðsynlegt eftir brýnt og aðkallandi viðhald að finna gott hlutverk til framtíðar. Þar gæti verið t.d. setur fræðimanna og skálda í einstöku umhverfi.
Mosi
Einstæð náttúruperla seld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 14:48
Lítil og stór mál
Lítil mál geta skyndilega orðið að stóru máli. Lítil frétt um lítið skot á Faxaflóa getur valdið því að grafið sé undan hvalaskoðun frá höfnum Faxaflóans. Hvalveiðimenn fara eins og bankarnir stystu leiðina að því sem þeir sækjast eftir: hvalveiðimenn að skjóta hvali og bankarnir að sækja peninga til þeirra sem ekki borga afborganir og okurvexti á réttum tíma.
Forsætisráðherrann virðist vera ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Hann er í glerhúsi og telur sig vera langt hafinn yfir venjulegt fólk. Þó svo hann virðist vera verkstjóri í ríkisstjórn tveggja flokka þá virðist eins og hver ráðherra geti komist upp með nánast hvað sem er í trássi við aðra ráðherra. Einn segir þetta í dag og þegar sami ráðherra er kominn til útlanda daginn eftir hefur hann gjörbreytt um skoðun án þess að nokkuð sé talað um það.
Ríkisstjórnin er stjórn vandræða sem hún stöðugt bakar hvern einasta dag. Lítið er tekið á þeim málum sem þarf raunverulega að taka á. Vandræðastjórnin hefur komist upp með það að gera ekkert neitt þegar um velferð vissra þjóðfélagsþegna er að ræða. Eldra fólkið er mjög gott dæmi um þetta. Nánast ekkert er gert til þess að leiðrétta vísvitandi blekkingaleik og undanslátt að rétta kjör þeirra sem hafa þó lagt hönd á plóg til að koma þessu samfélagi í það horf sem það er nú. Á það að vera hlutskipti hversdagshetjanna að þurfa að sjá stóran hluta eftirlauna sinna í skattahítina til þess að unnt sé að fá fleiri flugsýningar og leikaraskap tengdu einhverju sem nefnt hefur veið því fína nafni: varnarmál. Fyrir hverjum er verið að verja okkur? Mér þykir leitt en engan sé eg óvin hvorki liggja á fleti fyrir né búa sig undir einhver voðaverk. Lögreglan er upptekin við að eiga við þungaflutningabílsstjóra sem mótmæla háu eldsneytisverði sem ríkisstjórnin þverskallast að taka á. Væri þó meiri þörf að lögreglan hefði uppi á þjófum, eiturlyfasölum, ofbeldismönnum og áþekku hyski. Og lítið hefur borið á minni löggæsluverkum sem hafa verið óvenju lítil á þessu vori, t.d. að sekta þá ökumenn sem enn eru að aka hundruðum saman á nagladekkjum, öllum til armæðu en þeim sjálfum auðvitað til tjóns.
Hvað varð um öll kosningaloforðin?
Þetta er orðin kannski of löng þula og kannski kominn tími til að segja amen eftir efninu. Auk þess legg eg til að ríkisstjórnin fari að athuga sinn gang, eða segja af sér.
Mosi
Ágreiningur um hvalveiðar lítið mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 13:10
Tekist á Álftanesi
Það hlaut að koma að þessu uppgjöri. Alltaf er dapurlegt að til þess þurfi að koma en einhvern tíma er komið meira en nóg. En þessar deilur eru tilkomnar vegna þess að menn líta misjöfnum augum á staðreyndir, sumum gengur einnig illa að sætta sig við að aðrir nái betri árangri í störfum sínum.
Álftnesingar eiga annars allt gott skilið og Mosi er á því að þeir hafi mjög góðan og réttsýnan bæjarstjóra. Hann er auk þess mjög varkár og vill gjarnan fara varlega í framkvæmdir sem ekki verða aftur teknar, kostur sem því miður of fáir stjórnmálamenn okkar hafa.
Mosi
Bæjarfulltrúi víttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 11:35
Elsti flugvöllur á Íslandi?
Sennilega er flugvöllurinn í Kópavogi, réttara: á Sandskeiði elsti flugvöllur landsins. Þarna á melnum var góð aðstaða fyrir frumkvöðla flugs á Íslandi en meðal þeirra voru tveir Íslendingar sem sótt höfðu sér framhaldsmenntun til Þýskalands, voru einkum tveir menn nefndir sérstaklega til sögunnar: Alexander Jóhannesson háskólarektor sem hafði numið Germanistic sem er hliðstætt norrænu. Alexander var skáldmæltur og þýddi ljóð eftir Schiller og Goethe og fleiri þekkt skáld þýsk. Hann rannsakaði mjög mikið upphaf og þróun indóevrópska tungumála og grennslaðist fyrir uppruna orðanna. Fyrir um 60 árum var prentuð gríðarlega stórt verk sem nefnist á þýsku: Isländisches etymologisches Wörterbuch, náma fróðleiks þeim sem gaman hefur af að grúska í heimi orða og tungumála en þar rekur Alexander tengsl íslenskunnar gegnum margar tungur og aftur til grárrar forneskju. Hinn Íslendingurinn, Agnar Kofoed Hansen, hafði hins vegar ekki jafn friðsamlega menntun sem Alexander. Hann hafði sótt sér menntun í hernaðarfræðum, útskrifaður liðsforingi úr konunglega danska sjóflugskóla og síðar sótt nánari framhaldsmenntun í Þýskalandi á árunum 1936-37. Heimkominn er hann skipaður snemma árs 1940 lögreglustjóri í Reykjavík.
Báðir þessir menn voru haldnir gríðarlegum flugáhuga og má sennilega rekja tengsl þeirra við Þýskaland að hingað komu nokkrir þýskir liðsforingjar úr þýska Luftwaffe með nokkrar svifflugur og eina flugvél. Haustið 1939 urðu þeir frá að hverfa vegna hins eldfima póitíska ástands í Evrópu en flugvélunum var komið fyrir í skúr sem byggður hafði verið.
Þegar Bretarnir hernámu landið 10.maí 1940 var eitt fyrsta verk þeirra eftir að hafa handtekið dr.Gerlach og komið sér fyrir á öllum hernaðarlega mikilvægum stöðum, sent herflokk austur á Sandskeið og kanna aðstæður þar. Sennilega hefur þeim brugðið í brún að finna það sem þar leyndist, líklega fyrsta stríðsgóssið sem þeim tókst að hreppa. Og að öllum líkindum hafa Bretarnir verið mjög tortryggnir gagnvart Íslendingum almennt þar eð hve tengslin þeirra við Þýskaland virtust sterk. Borgarstjórinn í Reykjavík hafði einnig sótt framhaldsmenntun í lögspeki til háskólans í Berlín. Hann reyndist Bretum n.k. ljár í þúfu þegar þeir vildu hefja undirbúning að flugvallargerð í Vatnsmýrinni en Bjarni Benediktsson hafði þá framtíðarsýn að flugvöllurinn yrði eðlilegri byggðaþróun alvarlegur þrándur í götu og vildi flugvallargerðina e-ð annað. Einnig óttaðist Bjarni að með þessu væru Bretar að gera Reykjavík að hugsanlegu skotmarki Þjóðverja. Með þessu sýndi Bjarni fyrst og fremst mikið raunsæi: í stríði er ekki spurt um líf og limi almennra borgara þegar um hernaðarleg mikilvæg skotmörk er að ræða.
Það mun sennilega hafa verið 1937 þegar svifflugvöllurinn á Sandskeiði var tekinn í notkun. Í Morgunblaðinu 21. september 1937 má lesa frétt en fyrirsögnin er þessi: Renniflugsæfingar á Sandskeiði. Renniflugur eru einfaldari gerð sviffluga og er rennt á loft með dráttarvír. Vörubíl var komið fyrir á gömlum sykurkössum og er annað afturhjólið notað sem n.k. trissa fyrir vír sem notaður er til að draga flugurnar á loft.
Líklega er þetta ein elsta heimildin um flug á Sandskeiði.
Mosi
Ný flugbraut á Sandskeiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.5.2008 | 10:37
Brandarastjórnun
Þegar eitt ár er að baki þá eru ýmsir brestir farnir að koma í ljós. Hveitibrauðsdagarnir að baki. Þessi ríkisstjórn er margklofin bæði langsum og þversum. Svo virðist sem annar armurinn grípi til einhvers sem hinn armurinn vill ekkert kannast við. Á dögunum kom þetta berlega í ljós varðandi mismunandi afstöðu til hvalveiða: Sjálfstæðisflokkurinn telur sjálfsagt að veiða hvali meðan Samfylkingin sýnir varkárni. Og orkumálin og afstaða til frekari stóriðju virðist vera allt á krossgötum og óvissu enda er orkuverð hækkandi og kannski er búið að virkja nóg að svo stöddu.
Timburmennin eftir stærsta virkjanabrjálæðið stendur núna yfir. Það er ekki auðvelt að koma lagi á efnahagsmálin, launþegahreyfingin er til taks ef þessi mikilverðu mál fara í handaskol og ekki tekst að hemja dýrtíðardrauginn sem nú ríður húsum.
Á dögunum var mikið hlegið í þingsölum. Geir Haarde reitir af sér brandara þegar hann er í erfiðri stöðu. Það gerði Davíð líka, - og alltaf er gott að hafa trúð nærri til að bjarga sér frá erfiðum málum og skemmta þingi og þjóð eins og þegar fyrrum sakamaður frá Suðurlandi gerði stormandi lukku í ræðupúlti þingsins í vikunni.
Kannski má nefna þennan stjórnunarstíl brandarastjórnun.
Mosi
Ríkisstjórnin ársgömul | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 16:36
Hannað fyrir skúffurnar?
Þessa svonefnda samgöngumiðstöð ætti að hanna fyrir skúffurnar. Þessi starfsemi kemur alveg eins og skelfingin uppmáluð: ekki er nóg að verið er að festa nær 70 ára gömul mistök, heldur á einnig að negla niður rándýrar aðrar lausnir. Það þarf flugskýli, er ekki einn athafnamaðurinn að krefjast lóðar til að hýsa tvær einkaþotur sínar, minna má það ekki vera! Og það þarf allskonar götur, aðreinar og auðvitað bílastæði fyrir þá sem þurfa að nota þessa fínu samgöngumiðstöð. Talið er að kostnaður að baki hvers bílastæðis sé ekki minna en 5 milljónir króna!
Þegar Bretar hernámu Ísland 10. maí 1940 leist þeim ekkert of vel á aðstæður hér: Enginn nothæfur flugvöllur á landinu nema svifflugvöllur á Sandskeiði þar sem geymdar voru nokkrar þýskar flugvélar með hakakross og tilheyrandi.
Háskólarektor var menntaður í Þýskalandi, lögreglustjórinn í Reykjavík útskrifaður sem liðsforingi frá Wehrmacht, hinum þýska ríkisher og borgarstjórinn hafði sótt lögfræðimenntun til Berlínar! Og verkamenn voru bæði svikulir og hysknir í vinnunni sem Bretarnir útveguðu þeim og nefndu Bretavinnu í háðungarskini.
Þessi hefnd breska heimsveldisins að taka svona illa á móti stíðsmönnum hans hátignar Bretakonungs 1940, ætlar að verða Reykvíkingum erfiður kross, jafnvel enn þann dag í dag. Fyrir rúmum 50 árum eða 1957 voru gríðarmiklar deilur um Reykjavíkurflugvöll. Þær deilur stóðu meira og minna allt árið og vildu mjög margir að flugvöllurinn yrði lagður niður. Þá var ríkisstjórn sem gerði sig ekki par vinsæla hjá þeim bandarísku, en hótað var uppsögn herverndarsamnings og aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, m.a. vegna fyrirhugaðrar útfærslu landhelginnar í 12 mílur sem varð fyrst ári síðar. Það var því hið borgaralega flug sem fór að mestu fram frá Reykjavík enda voru samgöngur til Keflavíkur þá ekki mikið betri en milli Reykjavíkur og Selfoss þó ekki þyrfti yfir fjallveg að fara.
Nú nenna sumir ekki að fara til Keflavíkur á fínu bílunum sínum þó svo að aðstaða til flugrekstrar þar sé margfalt betri og öruggari en héðan úr Reykjavík. Úrtölumenn niðurlagningar Reykjavíkurflugvallar halda því stöðugt fram að flugvöllurinn sé mikilvægur sem varaflugvöllur. Í hve mörgum tilfellum skyldi það nú vera? Innan við 1% tilfella, þ.e. um 2-3 daga á ári!!! Það er því afardýr lausn sem þessir herramenn fara fram á og vart verjandi fyrir fámenna þjóð sem þarf að sinna ótal verkefnum.
Prívatfluginu þarf að koma sem fyrst til Keflavíkur ásamt kennsluflugi og ýmiskonar tómstundaflugi.
Óskandi er því að þessi rándýra lausn verði hönnuð til að stinga niður í dýpstu skúffurnar í Ráðhúsi Reykjavíkur!
Mosi
Myndir af væntanlegri samgöngumiðstöð sýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2008 | 16:02
Dýr myndi Hafliði allur!
Eins gott að ráðherrar skuli ekki vera fleiri! Svo er guðunum fyrir að þakka. Eiginlega væri hagkvæmara að hafa þá færri og setja kvóta á hversu margar ferðir og/eða mikið fararfé hverjum er skammtað á Alþingi hverju sinni.
Dýrasta ferð mín með mínu fólki til útlanda nam um hálfri milljón króna! Vorum við 4 að tölu og gistum 2 vikur í Suðurlöndum. Þannig myndi okkur endast farareyrir íslensku ráðherranna á einu ári í 190 slíkar reisur! Okkur myndi ekki endast öll ævi okkar til að eyða öllum þessum milljónum!
Annars er furðulegt að ráðamenn þurfi að fara svo oft til útlanda á dögum nýjustu tækni í boðskiptum. Sennilega væri vel unnt að komast af með minna, hafa ferðirnar færri og í fylgdarliðinu mætti ábyggilega komast af með lágmarksmannskap. Mæli með aðferð Mr. Bean sem hefur gjarnan litla brúðu sem er honum til halds og trausts, jafnvel í hinum vandasömustu málum!
Mosi
Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 15:51
Tryggja þarf varðveislu
Ljóst er að þessar skemmdir þó í litlu mæli sé, getur haft mjög slæmt fordæmisgildi. Ef ekkert verður að gert þá koma fleiri að sækja sér flís eða krota á þessar fornu fornminjar í skjóli nætur.
Nú hefi eg aldrei á þessar slóðir komið en fróðlegt væri það - og kíkja kannski á slóðir doktor Martins í leiðinni. Það væri ábyggilega skemmtilegt í alla staði. Sennilega verður að takmarka aðgengi enn betur en nú er að þessum fornu minjum, reisa mannhelda girðingu með nauðsynlegum eftirlitsmyndavélum og því tilheyrandi ef óprúttnir aðilar hyggjast endurtaka þessi skemmdarverk. Þetta mannvirki á vart sinn líka og er ótrúlegt að það skuli hafa varðveist þrátt fyrir öll þau stríð og átök sem England hefur flækst í.
Ef sýnishorn eða hin minnsta flís úr þessum steinum verði boðið til kaups, þá ætti slíkt að vera með öllu verðlaust. Allir opinberir forngripir eru undir strangri vernd laga um fornminjar og menningarminjar. Breska lögreglan ætti þegar að hafa hendur í hári slíkra kaupahéðna og sekta þá rækilega öðrum illum skálkum til alvarlegrar áminningar að engum dytti í hug að reyna að valda skemmdum á þessum einu elstu varðveittu mannvirkjum í Vestur Evrópu.
Mosi
Skemmdir unnar á Stonehenge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.5.2008 | 13:25
Góð breyting
Á undanförnum árum hafa íslensk fjármálafyrirtæki rakað saman óhemju hagnaði. Stjórnendur hafa stýrt fyrirtækjunum með þeim tækifærum og forsendum sem þá voru. Nú er umhverfi fjármálalífs gjörbreytt: nú þurfa bankarnir að standa í skilum við lánadrottna sína en þeir tóku mjög há lán erlendis á lágum vöxtum til að endurlána í íbúðahúsnæði á háum vöxtum til lengri tíma. Í þessu er fólgin sú vandræðastaða að bnakarnir verða að útvega ný lán á óhagstæðari kjörum til að standa í skilum með afborganir eldri lána.
Skammtímasjónarmiðin við rekstur bankanna eru núna að koma þeim í koll. Nú þarf að skera niður og spara og því er eðlilegt að góður stjórnandi gangi á undan með góðu fordæmi og afsali sér einhverjum fríðindum.
Sem hluthafi örlítils hlutar í bönkum og öðrum fyrirtækjum er mér mun meira virði að sjá hvernig langtímamarkmiðin eru. Það skiptir fjárfesti meira virði að fyrirtækið sem hann á hlut í sé rekið með meiri myndarbrag eftir 10 ár en með svona óreglulegum skammtímasjónarmiðum.
Mosi
Ætla að fella niður gildandi kauprétti hjá Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 19:46
Hver er ábyrgð ráðherra?
Þegar ráðherra gefur út einhliða veiðileyfi til hvalveiða án þess að bera slíka ákvörðun undir aðra ráðherra gæti það skapað grafalvarlega stöðu innan ríkisstjórnar. Nú er ljóst að annar ríkisstjórnarflokkurinn er alls ekki hlynntur hvalveiðum þá er spurning hvort þingmeirihluti sé fyrir þessari umdeildu ákvörðun.
Spurning er hvort þetta gæti leitt af sér atburðarás sem gæti hugsanlega leitt til alvarlegs skoðanaágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Hver er ábyrgð ráðherra í þessu sambandi? Hefur hann stuðning forsætisráðherra í þessu einkennilega deilumáli þar sem gefið er út formlegt leyfi þó svo ljóst er að andmælaréttur gagnstæðra sjónarmiða hefur ekki verið virtur? Ljóst er að ráðherra er kominn út á ystu nöf og hann nýtur ekki trausts allrar þjóðarinnar með þessari umdeildu og hroðvirknislegu leyfisveitingu.
Getur ráðherra hugsanlega bakað sér ábyrgð gagnvart lögum um ráðherraábyrgð og að kalla þurfi Landsdóm saman? Landsdómur fjallar um embættisafglöp rtáðherra og voru lög um það sett snemma á síðustu öld. Því miður hefur aldrei reynt á lög þessi þó svo oft hafi verið tilefni verið til þess.
Oft er þörf en nú er nauðsyn. Ráðherra getur ekki ákveðið með einhliða ákvörðun íþyngjandi skyldurgagnvart sumum þegnum landsins án þess að lög eða reglur þaraðlútandi kveða skýrt þar um að veita á sama hátt leyfi á kostnað annarra hagsmunaaðila sem ekki hafa fengið tækifæri að tjá sig um málið áður en ákvörðun var tekin. Með þessu er ráðherra að taka gríðarmikla áhættu sem getur valdið því að honum er síður treystandi aðfara með opinbert vald. Hvalaskoðunarfyrirtækin eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta. Það er fullljóst að hvalveiðimenn fara stystu leiðina að drepa þá hvali sem ráðherra hefur á eigið einsdæmi gefið veiðileyfi út á.
Hvalaskoðun og hvalveiðar fara aldrei saman. Hagsmunaárekstrarnir eru augljósir.
Það er krafa mín að ráðherra afturkalli þegar í stað þessar umdeildu veiðileyfi, biðji hvalaskoðunarfyrirtækin skilyrðislaust afsökunar á frumhlaupi sínu. Ella ber honum að segja af sér embætti enda nýtur hann ekki trausts þeirra aðila sem hann hefur brotið gegn.
Mosi
Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar