Tryggja þarf varðveislu

Ljóst er að þessar skemmdir þó í litlu mæli sé, getur haft mjög slæmt fordæmisgildi. Ef ekkert verður að gert þá koma fleiri að sækja sér flís eða krota á þessar fornu fornminjar í skjóli nætur.

Nú hefi eg aldrei á þessar slóðir komið en fróðlegt væri það - og kíkja kannski á slóðir doktor Martins í leiðinni. Það væri ábyggilega skemmtilegt í alla staði. Sennilega verður að takmarka aðgengi enn betur en nú er að þessum fornu minjum, reisa mannhelda girðingu með nauðsynlegum eftirlitsmyndavélum og því tilheyrandi ef óprúttnir aðilar hyggjast endurtaka þessi skemmdarverk. Þetta mannvirki á vart sinn líka og er ótrúlegt að það skuli hafa varðveist þrátt fyrir öll þau stríð og átök sem England hefur flækst í.

Ef sýnishorn eða hin minnsta flís úr þessum steinum verði boðið til kaups, þá ætti slíkt að vera með öllu verðlaust. Allir opinberir forngripir eru undir strangri vernd laga um fornminjar og menningarminjar. Breska lögreglan ætti þegar að hafa hendur í hári slíkra kaupahéðna og sekta þá rækilega öðrum illum skálkum til alvarlegrar áminningar að engum dytti í hug að reyna að valda skemmdum á þessum einu elstu varðveittu mannvirkjum í Vestur Evrópu.

Mosi


mbl.is Skemmdir unnar á Stonehenge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég myndi bara skrifa í steininn "Class of 89" eða eitthvað álíka...

kannski "fannar was here." 

fannar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:26

2 identicon

fór þarna í ágúst í fyrra. Það er mannheld girðing allt um kring og maður borgar fyrir aðgang, en það er stanslaus straumur fólks þarna, fleiri þúsund alla daga. Maður labbar þarna "á afmörkuðum göngustígu stóran hring" Þetta er meiriháttar að sjá og hálfgerð pílagrímsferð. Tveggja tíma ferð vestur frá London, en alveg þess virði.

albert (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband