Lítil og stór mál

Lítil mál geta skyndilega orðið að stóru máli. Lítil frétt um lítið skot á Faxaflóa getur valdið því að grafið sé undan hvalaskoðun frá höfnum Faxaflóans. Hvalveiðimenn fara eins og bankarnir stystu leiðina að því sem þeir sækjast eftir: hvalveiðimenn að skjóta hvali og bankarnir að sækja peninga til þeirra sem ekki borga afborganir og okurvexti á réttum tíma.

Forsætisráðherrann virðist vera ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Hann er í glerhúsi og telur sig vera langt hafinn yfir venjulegt fólk. Þó svo hann virðist vera verkstjóri í ríkisstjórn tveggja flokka þá virðist eins og hver ráðherra geti komist upp með nánast hvað sem er í trássi við aðra ráðherra. Einn segir þetta í dag og þegar sami ráðherra er kominn til útlanda daginn eftir hefur hann gjörbreytt um skoðun án þess að nokkuð sé talað um það.

Ríkisstjórnin er stjórn vandræða sem hún stöðugt bakar hvern einasta dag. Lítið er tekið á þeim málum sem þarf raunverulega að taka á. Vandræðastjórnin hefur komist upp með það að gera ekkert neitt þegar um velferð vissra þjóðfélagsþegna er að ræða. Eldra fólkið er mjög gott dæmi um þetta. Nánast ekkert er gert til þess að leiðrétta vísvitandi blekkingaleik og undanslátt að rétta kjör þeirra sem hafa þó lagt hönd á plóg til að koma þessu samfélagi í það horf sem það er nú. Á það að vera hlutskipti hversdagshetjanna að þurfa að sjá stóran hluta eftirlauna sinna í skattahítina til þess að unnt sé að fá fleiri flugsýningar og leikaraskap tengdu einhverju sem nefnt hefur veið því fína nafni: varnarmál. Fyrir hverjum er verið að verja okkur? Mér þykir leitt en engan sé eg óvin hvorki liggja á fleti fyrir né búa sig undir einhver voðaverk. Lögreglan er upptekin við að eiga við þungaflutningabílsstjóra sem mótmæla háu eldsneytisverði sem ríkisstjórnin þverskallast að taka á. Væri þó meiri þörf að lögreglan hefði uppi á þjófum, eiturlyfasölum, ofbeldismönnum og áþekku hyski. Og lítið hefur borið á minni löggæsluverkum sem hafa verið óvenju lítil á þessu vori, t.d. að sekta þá ökumenn sem enn eru að aka hundruðum saman á nagladekkjum, öllum til armæðu en þeim sjálfum auðvitað til tjóns.

Hvað varð um öll kosningaloforðin?

Þetta er orðin kannski of löng þula og kannski kominn tími til að segja amen eftir efninu. Auk þess legg eg til að ríkisstjórnin fari að athuga sinn gang, eða segja af sér.

Mosi

 


mbl.is Ágreiningur um hvalveiðar lítið mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það getur vel verið að við gamlingjarnir sem ölumst upp í veiðimannaþjóðfélagi séum ekki gjaldgengir lengur til að taka um að nóta þessa sem náttúran biður okkur uppá að veiða /en samt vil eg að við veiðum hval og hrefnur eins og annan fisk úr sjónum og höfum af honum nóg/En kannski höfum við bara ekkert þroskast/ Kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 24.5.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242962

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband