Elsti flugvöllur á Íslandi?

Sennilega er flugvöllurinn í Kópavogi, réttara: á Sandskeiði elsti flugvöllur landsins. Þarna á melnum var góð aðstaða fyrir frumkvöðla flugs á Íslandi en meðal þeirra voru tveir Íslendingar sem sótt höfðu sér framhaldsmenntun til Þýskalands, voru einkum tveir menn nefndir sérstaklega til sögunnar: Alexander Jóhannesson háskólarektor sem hafði numið Germanistic sem er hliðstætt norrænu. Alexander var skáldmæltur og þýddi ljóð eftir Schiller og Goethe og fleiri þekkt skáld þýsk. Hann rannsakaði mjög mikið upphaf og þróun indóevrópska tungumála og grennslaðist fyrir uppruna orðanna. Fyrir um 60 árum var prentuð gríðarlega stórt verk sem nefnist á þýsku: Isländisches etymologisches Wörterbuch, náma fróðleiks þeim sem gaman hefur af að grúska í heimi orða og tungumála en þar rekur Alexander tengsl íslenskunnar gegnum margar tungur og aftur til grárrar forneskju. Hinn Íslendingurinn, Agnar Kofoed Hansen, hafði hins vegar ekki jafn friðsamlega menntun sem Alexander. Hann hafði sótt sér menntun í hernaðarfræðum, útskrifaður liðsforingi úr konunglega danska sjóflugskóla og síðar sótt nánari framhaldsmenntun í Þýskalandi á árunum 1936-37. Heimkominn er hann skipaður snemma árs 1940 lögreglustjóri í Reykjavík.

Báðir þessir menn voru haldnir gríðarlegum flugáhuga og má sennilega rekja tengsl þeirra við Þýskaland að hingað komu nokkrir þýskir liðsforingjar úr þýska Luftwaffe með nokkrar svifflugur og eina flugvél. Haustið 1939 urðu þeir frá að hverfa vegna hins eldfima póitíska ástands í Evrópu en flugvélunum var komið fyrir í skúr sem byggður hafði verið.

Þegar Bretarnir hernámu landið 10.maí 1940 var eitt fyrsta verk þeirra eftir að hafa handtekið dr.Gerlach og komið sér fyrir á öllum hernaðarlega mikilvægum stöðum, sent herflokk austur á Sandskeið og kanna aðstæður þar. Sennilega hefur þeim brugðið í brún að finna það sem þar leyndist, líklega fyrsta stríðsgóssið sem þeim tókst að hreppa. Og að öllum líkindum hafa Bretarnir verið mjög tortryggnir gagnvart Íslendingum almennt þar eð hve tengslin þeirra við Þýskaland virtust sterk. Borgarstjórinn í Reykjavík hafði einnig sótt framhaldsmenntun í lögspeki til háskólans í Berlín. Hann reyndist Bretum n.k. ljár í þúfu þegar þeir vildu hefja undirbúning að flugvallargerð í Vatnsmýrinni en Bjarni Benediktsson hafði þá framtíðarsýn að flugvöllurinn yrði eðlilegri byggðaþróun alvarlegur þrándur í götu og vildi flugvallargerðina e-ð annað. Einnig óttaðist Bjarni að með þessu væru Bretar að gera Reykjavík að hugsanlegu skotmarki Þjóðverja. Með þessu sýndi Bjarni fyrst og fremst mikið raunsæi: í stríði er ekki spurt um líf og limi almennra borgara þegar um hernaðarleg mikilvæg skotmörk er að ræða.

Það mun sennilega hafa verið 1937 þegar svifflugvöllurinn á Sandskeiði var tekinn í notkun. Í Morgunblaðinu 21. september 1937 má lesa frétt en fyrirsögnin er þessi: Renniflugsæfingar á Sandskeiði. Renniflugur eru einfaldari gerð sviffluga og er rennt á loft með dráttarvír. Vörubíl var komið fyrir á gömlum sykurkössum og er annað afturhjólið notað sem n.k. trissa fyrir vír sem notaður er til að draga flugurnar á loft.

Líklega er þetta ein elsta heimildin um flug á Sandskeiði.

Mosi


mbl.is Ný flugbraut á Sandskeiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðjón - gott að halda því til haga að flugvallartetur á stað sem heitir Sauðárkrókur er nefnt í höfuðið á dr. Alexander, enda var hann fæddur og uppalinn nánast við flugbrautarendann sem nú er.

ellismellur (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:47

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jú en þessi nafngift er seinni tíma fyrirbæri og minnir á þegar aðkomumenn breyttu gömlum og gildum örnefnum. Einu sinni var bær undir Skarðsfjalli austur í Rangárvallasýslu og hét því einkennilega nafni Látalæti. Ekki þótti bónda sem keypt hafði þessa landlitlu jörð við hæfi þetta nafn og tók upp annað. Nú nefnist jörðin sú því risminna nafni Múli. upprunalega nafnið mun sennilega vera einhvers konar afbökun úr gelísku. Að öllum líkindum voru írskir frumbyggjar á Suðurlandi þegar víkingarnir komu hingað frá Noregi. Í sömu sýslu er fjöldinn allur af einkennilegum örnefnum einkum bæjarnöfnum. Eitt nafnið er Pula sem fáir vita nein skil á hvað merkir. Sennilega er hér um að ræða óvenjumikið votlendi sem erfitt var að komast yfir. Sögnin að púla í merkingunni strita getur því verið tengt því að komast heilu og höldu yfir varhugaverðar mýrarnar.

Kveðja

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2008 kl. 12:08

3 identicon

Ekki gleyma Melgerðismelum ;)

Karl (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bretar voru jú töluvert á Melgerðismelum frammi í Eyjafirði en voru þeir notaðir fyrir stríð?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

Fyrsti flugvöllur á Íslandi var á Briemstúni í Vatnsmýrinni.  Í frétt á forsíðu Mbl þann 4. sept 1919 er athafnasvæði Flugfélags Íslands(nr1) mörgum sinnum nefnt "flugöllur" t.d: "En um kl 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á Flugvelli"   Þar er verið að segja frá fyrsta flugtaki flugvélar af íslenskri grund.  Flugfélag Íslands (nr1) flaug með farþega gegn gjaldi og var flug á þess vegum því auðvitað atvinnuflug.   "Flugstuðull" heitir minnisvarði um þetta flug sem er austan Njarðargötu, norðan Fluggarða í Vatnsmýrinni, á sama stað og fyrsti flugvöllur á Íslandi var. Sami flugvöllur, en endurbættur, var notaður af Hollendingum sem stunduðu þaðan veðurrannsóknir árin 1932-3 http://www.aerofile.info/fokkerd7/d7html/polaryr.htm  Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni ER ÞAR ENNÞÁ og hefur eflst og þroskast.  Þar hefur vaxið upp "Þekkingarþorp" um flugtækni, flugvísindi, fluglist, flugsögu, flugöryggi, flugveður, flugleiðsögu og flugmenningu.  Pólitískur loddaraskapur, rangfærslur og skilningsleysi ógna nú tilveru þess samfélags.  Meirihluti þjóðarinnar hefur skilning á því að án flugs og eigin flugsamgangna væru litlar líkur til þess að örþjóðin Ísland hefði stöðu lands á heimskortinu - hún væri bara þorp eða hérað.

Þorkell Guðnason, 23.5.2008 kl. 14:24

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mosi sagnfræði er ágæt,en við verðum að lifa í núinu er það ekki???Kveðja Halli gamnli

Haraldur Haraldsson, 23.5.2008 kl. 14:25

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þökk fyrir Þorkell, þetta er ábyggilega rétt en sennilega eru lítil ummerki ef nokkur um þennan fyrsta flugvöll. Mig minnir að ´fróður maður hafi haft eftir sér að nánast ekkert er til sem tengist flugsögunni fyrir hernámið.

Með núið Halli þá eru mörg sjónarhornin og Nú eru ýmsir samgöngumöguleikar sem við nýtum okkur ekki. Við erum að burðast með samgöngutækni sem að nokkru er úrelt en tíðkast mikið í bílaborgum vestanhafs. Veistu hvað eitt stykki bílastæði kostar? Mér skilst að það sé ekki minna en 5 milljónir!!

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2008 kl. 14:54

8 Smámynd: Þorkell Guðnason

"Það á ekki að láta góða sögu gjalda sannleikans"  En þeir sem taldir eru málsmetandi fyrir sakir menntunar eða þjóðfélagsstöðu þurfa að fara rétt með staðreyndir.  Í moldviðrinu sem þyrlað hefur verið upp um Rvk.flugvöll og Vatnsmýrina hefur lítil virðing verið borin fyrir slíkum smáatriðum.

Ég lýk athugasemdum mínum með eftirfarandi:   Þessi fyrsti flugvöllur er þarna ennþá og hefur vaxið og þroskast.  Sökklar flugskýlisins sem hollenska flugsveitin byggði og undirstöður annarra bygginga frá þessum tímum eru innan flugvallargirðingarinnar rétt norðan Fluggarða og nokkra tugi metra frá Flugstuðlinum.  Timbrið sem var í brúnum yfir skurðina er í fjóshurð á Grettisgötunni.  Hafa skal það sem sannara reynist, þótt sumir kjósi "það sem betur hjómar" Mikið er til af "fróðum" mönnum um flug og margt hafa þeir bullað sem verður að "staðreyndum" bara af því að þeir sögðu það !  

Þorkell Guðnason, 23.5.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 242987

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband