Færsluflokkur: Bloggar

Stjórnvöld eru rúin trausti

Nú eru sífellt fleiri aðilar að hvetja til nýrra kosninga að vori. Eðlilegt er eftir að upp hefur komist að stjórnvöld hafi vísvitandi haldið réttum upplýsingum að þjóðinni og jafnvel leynt hana mikilsverðum upplýsingu sé ekki von á neinu öðru. Enginn hefur fram að þessu gengist við ábyrgð gerða sinna og það veldur fólkinu í landinu reiði en nokkuð annað.

Meðan enginn axlar ábyrgð er öll ríkisstjórnin ábyrg, líka Framsóknarflokkurinn því á þeim bæ var mjög hvatt til þeirra framkvæmda sem við erum núna að súpa seyðið af. Allir velupplýstir hagfræðingar vöruðu við Kárahnjúkavirkjuninni. Hagkerfið myndi snögghitna og síðan verða mjög hörð lending. Man nokkur eftir þessu?

Meðan á Kárahnjúkaframkvæmdum stó, varð gríðarlegt fjárstreymi til landsins. Engar ráðstafanir voru gerðar m.a. vegna einkavæðingar banka hefði verið mjögnauðsynlegt aðhalda á svo nefnda bindisskyldu. En þáverandi ríkisstjórn vissi auðvitað allt miklu betur en allir aðrir.

Fyrir um 40-50 árum voru töluverð viðskipti með skreið frá Íslandi til Nígeríu. Þar fylgdi sá böggullskammrifi að ef stjórnvöldum þar syðra væru ekki boðnar mútur, þá mátti reikna með að loksins þegar skipið væri affermt, væru skordýrin búin að éta upp allan farminn! Það var því ódýra að borga múturnar sem þótti jafnsjálfsagðar og að senda þangað skreið.

Afríkuríkin hafa lengi haft á sér slæman spillingarstimpil. Á Íslandi eru mjög ófullkomin ákvæði um mútur og vegna þess að lagaumhverfið okkar er að verulegu leyti miðað við gamla sveitamannþjóðfélagið þá telst ekki neitt því tengdu til spillingar. Hér hefur þótt jafnvel sjálfsagt að elstu stjórnmálaflokkarnir skipi sérvalda menn í æðstu embætti sem ekki þarf að kjósa í. Þar skiptir flokksskrírteini meira en hæfi, menntun,reynsla og þekking.

Er ástandið hér á landi nokkuð öðru vísi en jafnvel í spilltustu ríkjum Afríku? Kannski einhver stigsmunur en ástandið er engan veginn ásættanlegt. Við verðum að fá stjórnvöld frá, setja nýjar reglur, nýja nútímalega stjórnarskrá sem byggist fremur á mannréttindum oglýðræði ásamt því hvernig við tryggjum það sem best í sessi. Núverandi stjórnarskrá byggist á valdinu, gamaldags 19. aldar rómantík um kónga og keisara sem þáðu vald sitt frá guði almáttugum en ekki frá þjóðinni. Kannski að stjórnvöld sum hver telji sig hafa vald sitt af guði fremur en fólkinu í landinu og vilji því sitja sem fastast. En fall þess stjórnvalds verður meira og alvarlegra eftir því sem þverskallast er að hlusta á fólkið.

Við viljum frjálsa þingkosningar í vor!

Mosi


mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhófleg launakjör

Langflestir landsmenn taka laun eftir berstrípuðum launatöxtum. Algengt er að mánaðarlaun séu í kringum 200 þúsund á mánuði.

Að bankastjórar hafi 10 föld laun nær ekki nokkurri átt. Þurfa þeir að kaupa 10 sinnum fleiri brauð en venjulegur launamaður? Eða þarf hann 10 sinnum stærra hús? Eða 10 sinnum dýrari bíla?

Svona mætti lengi telja þó gróflega sé reiknað. Auðvitað nýtur sá sem lág laun hefur þess að greiða hlutfallslega lægri skatta vegna persónuafsláttarins. En samt: ýms hlunnindi hefur hátekjumaðurinn sem hinn hefur ekki.

Munur hæstu og lægstu launa væri hóflegur 3-4 faldur munur en ekki krónu meir!

Mosi


mbl.is Laun Elínar Sigfúsdóttur 1.950 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð rök hagfræðings

Jón Daníelsson á sérstakar þakkir skildar fyrir að skrifa í bresk dagblöð og útskýra fyrir Bretum hversu vafasöm rök breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart okkur Íslendingum er. Við getum ekki tekið á okkur allar fjármálasyndir heimsins þó svo við gjarnan vildum.

Í gær var sýnt í sjónvarpinu frá raunum þýsks sparifjáreiganda í samskiptum hans við Kaupþing. Raunalegt er ef þessi maður fær ekki fé sitt aftur. Eiginlega erum við Íslendingar í svipuðum sporum og hinir erlendu sparifjáreigendur. Við sem komin erum á miðjan aldur höfum tapað öllum okkar sparnaði sem við lögðum í að kaupa hlutabréf í bönkunum og fleirum fyrirtækjum. Innistæður okkar á peningamarkaðsreikningum hafa verið skertar verulega. Arðurinn af þessum áratuga sparnaði okkar sem við töldum okkur geta lifað af á efri árum er nánast allt farið. Sparnaður og ráðdeildarsemi hefur verið tekið frá okkur í þágu græðginnar.

Og ekki má gleyma yngri kynslóðinni sem hefur tekið rándýr lán. Nú hafa þau hækkað langt umfram það sem sanngjarnt hefði einhvern tíma talist.

Bretar hafa löngum verið þekktir að vera mjög sanngjarnir, „fair“ gagnvart öðrum. Nú vilja þeir hins vegar refsa heilli þjóð fyrir græðgi nokkurra fjárglæframanna. Nú á að binda ekki aðeins núverandi kynslóð heldur um ókomna tíð börnin okkar, barnabörn og jafnvel enn fleiri kynslóðir í endalausa skuldasúpu. Ef Gordon Brown og stjórn hans áttar sig ekki á þessu, eru þeir ekki sjálfir orðnir þessari sömu græðgi að bráð? Fjármálaeftirlit hjá Bretum virðist ekki vera upp á marga fiska ef þeir hafa sofið sjálfir að feigðarósi.

Mosi

 


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver tók ákvörðun um að þegja?

Ljóst er að efnahagsástandið í samfélaginu var ekki nógu gott. Þegar líða tók á veturinn var deginum sannara að efnahagsforsendur atvinnulífsins og þar með alls þjóðlífsins voru á brauðfótum. Heilt sumar líður og svo virðist vera eins og ekkert hafi verið aðhafðst, ekki nokkurn skapaðan hlut.

Um miðjan ágúst birtir Fjármálaeftirlitið skýrslu um aðallir bankarnir hafi staðist álagsprófun. Rúmur mánuður líður og þeir falla allir saman.

Hver ber ábyrgðina? Hver tók þá afdrifaríku ákvörðun um að þegja og láta allt drabbast niður? Það var meira að segja gefið í skyn að allt væri í himna lagi. Var Fjármálaefirlitinu gert að blekkja þjóðina með þessari marklausu skýrslu 14. ágúst?

Hugmyndir sem fram komu á fundi þessum í morgun eru allrar athygli verðar. En skömmin er mikil hjá stjórnvöldum og þeirra er ábyrgðin.

Mosi


mbl.is „Hafa vanrækt skyldu sína"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin verður að leggja spilin á borðið!

Afglöp sumra íslenskra athafnamanna vinda stöðugt upp á sig. Íslenska ríkisstjórnin hefur því miður ekki staðið sig nógu vel og ætti sóma síns vegna að segja af sér en boða fyrst til nýrra þingkosninga.

Ljóst er af framkomnum staðreyndum málsins að ríkisstjórnin vissi eða mátti vita ekki síðar en í mars eða byrjun apríl að ekki væri allt í felldu með starfsemi bankanna einkum Landsbankans. Í stað þess að grípa þá þegar til viðhlítandi ráðstafana þá var valin sú leið að gera okkur nokkurn skapaðan hlut og drapa lappirnar. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu er beitt til að halda uppi blekkingunni að allt sé í himna lagi, íslenskum sparifjáreigendum og hluthöfum í bönkunum til gríðarlegs tjóns. Að ekki sé minnst á allar skuldirnar sem landsmenn sitja uppi með, allt vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Því er ólga meðal erlendra sparifjáreigenda skiljanleg. Þeir mættu leggjast á sveif með okkur og krefja ríkisstjórnaina um að leggja spilin þegar á borðið.

Íslenska ríkisstjórnin er reikul og ráðalítil í mestu fjárhagsvandræðum íslensku þjóðarinnar síðan fyrir stríð. Ríkisstjórnin á sem stendur því lítilla annarra úrkosta en að hrökklast frá völdum með skömm leggi hún ekki þegar fram skýringar sem duga í þessu erfiða máli.

Mosi


mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á forseti lýðveldisins að sæta ritskoðun?

Það væri mjög óeðlilegt í alla staði ef forseti lýðveldins væri settur undir ritskoðun. Þó er rétt að forseti þurfi að gæta hófs enda verður að gera svipaðar kröfur til og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Við verðum að skoða að ekki hafa allar ákvarðanir ríkisstjórnar verið til þess fallnar að allir séu ánægðir. Þannig voru teknar mjög umdeildar ákvarðanir fyrir 5-6 árum af örfáum mönnum án þess að það væri borið undir þjóðina. Við erum að súpa seyðið af þeim afglöpum.

Hvað Ólafur Ragnar sagði á fundi í danska sendiráðinu þarf auðvitað að staðfesta,hvað hann raunverulega sagði en ekki hvað hann kunni að hafa sagt. Auðvitað er hernaðarlega aðstaða á Keflavíkurflugvelli mjög viðkvæmt mál á Vesturlöndum og að bjóða Rússum slíka aðstöðu á Íslandi.

En hvaða önnur meðul höfum við gagnvart óheyrilegri framkomu Breta gagnvart Íslendingum að stimpla okkur sem hermdarverkamenn? Kannski við höfum engu að tapa: Bretar hafa séð fyrir því að grafa undan fjárhagslegri tilveru okkar. Kannski að þeirra framkoma gagnvart okkur verði til að stórveldin grípi til sinna ráða en þau verða sjálfsagt dýrari en að þessi uppgjörsmál hefðu sætt diplómatískri lausn en ekki ofbeldi.

Óskandi er að Ísland sæti ekki sömu örlögum og Kúba, nóg er af því góða.

Mosi


mbl.is Ræða ekki borin undir ráðuneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirlestur á morgun, þriðjudag um ferð til Kamtsjatka í Síberíu

Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar, í samvinnu við Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, heldur fyrirlestur um ferð til Kamtsjatka í Síberíu. Formaður UNM, Guðjón Jensson, leiðir þennan fyrirlestur, en þangað fóru nokkrir Mosfellingar í ferð á vegum Skógræktarfélags Íslands.


Náttúra og mannlíf þarna austast í Síberíu er mjög athyglisvert en við fórum nokkuð víða um og vorum yfirleitt heppin með veður. Kamtsjatkaskaginn er nær fjórfalt stærri en Ísland og íbúafjöldi er um 350.000 eða nokkru fleiri en Íslendingar. Á Kamtsjatka er fjöldi eldfjalla, vellandi hverir og sérstæður gróður.


Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar (Þverholti 2 – bókasafnið) þriðjudaginn 11. nóvember og hefst kl. 18:00. Áætluð lok eru um 19:30.


Sjá nánar: http://www.skog.is/

Allir eru velkomnir - enginn aðgangseyrir.

Mosi


Viðurnefni Gordons Brown vantar

Þjóðhöfðingar ýmsir og sumar aðrar persónur kannski ekki jafn merkilegar hafa orðið stundum fengið viðurnefni sem lýsir innræti þeirra og hugarfari. Þannig fékk sá Noregskonungur sem þekktur er í sögunni fyrir að sameina Noreg á sínum tíma, Haraldur lúfa eða hárfagri. Þá eru þekktir nokkrir sem þekktir eru fyrir að hafa sýnt af sér óvenjulega grimmd og miskunnarleysi gagnvart öðrum.Sennilega er Ívan grimmi einna þekktastur í þessu sambandi enda virðist maður þessi hafa verið óvenjulega illa innrættur.

Aðalsteinn Englandskonungur sá sami og Egill fékk silfurkistuna hjá, var þekktur fyrir að vera í stöðugum ófrið við eigin þegna. Skattpeninginn notaði hann einkum til að kaupa af sér burtu óvinafagnað sem þekkt er í sögunni.

Hvernig núverandi forsætisráðherra Breta er innrættur þá verður mjög líklegt að við Íslendingar munum um ókomna framtíð minnast hans af miklu miskunnarleysi gagnvart friðsamri og vopnlausri þjóð. Þó svo að karlinn sé fyrst og fremst á atkvæðaveiðum þá er það ekki afsökunarvert að heimfæra hermdarverk yfir á Íslendinga enda höfum við aldrei sýnt Bretum neinn yfirgang og frekju, jafnvel ekki sinni í Þorskastríðunum. Þar fór allt fram af okkar hálfu með fullri virðingu enda áttum við enga möguleika gegn nútímabryndrekum breskum einungis vopnaðir fallstykkjum fornum úr Búastríðinu. Við misstum okkur þó einu sinni þegar óvígur her stráklinga með fulla vasa af grjóti brutu nánast hverja einustu rúðu í bústað breska sendiherrans í Reykjavík. Það var vorið 1973.

Kannski við eigum að beina mótmælum okkar að breska sendiráðinu en í guðanna bænum með fullri friðsemd og virðingu fyrir annarri starfsemi í sama húsi en þar er einnig sendiráð Þjóðverja sem alltaf hafa sýnt okkur fulla vinsemd.

Hvaða viðurnefni við hengjum aftan viðnafn breska forsætisráðherrans er ekki gott að segja. Gordon brúni er dálítið sviplaust. Kannski þrautalending væri að tengja nafn hans við hermdarverk: Gordon hrellir terrorista eða e-ð í þá áttina?

Mosi

 


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppan: Látum ekki hugfallast

Núna rétt áðan var áhugavert viðtal í Ríkisútvarpinu við Jón Ágúst Þorsteinson framkvæmdastjóra Marorku í þættinum Samfélagið í nærmynd. Jón hefur góða yfirsýn um efnahagsástandið og telur að við megum ekki undir neinum kringumstæðum fallast hendur þó svo á móti blási nú sem stendur. Jón ber saman finnsku kreppuna fyrir nær 20 árum og segir að ekki sé rétt að fullyrða að afleiðingarnar verði þær sömu hér og í Finnlandi eftir hrun kommúnismans. Þessar tvær kreppur verði því ekki bornar saman enda ástæður þeirra eru mjög ólíkar. Okkar kreppa er fyrst og fremst vegna ofvaxtar bankanna sem ætti að vera unnt að lagfæra tiltölulega fljótlega eftir hrunið mikla.

Jón telur að kreppan á Íslandi verði stutt svo framarlega sem stjórnvöld kappkosti að halda fyrirtækjum gangandi og að hlynna að rekstrarforsendum þeirra. Nánast öll íslensk fyrirtæki sem tengjast einhverri framleiðslu hafa mjög góðan rekstrargrundvöll þó svo bankastarfsemin sé takmörkuð sem stendur. Það sem þurfi að leggja áherslu á er að færa bankastarfsemi sem í besta horf til þess að hún geti þjónað fyrirtækjunum sem best. Lækka þarf vesti og veita fyrirtækjum aukið rekstraröryggi. Viðtalið má finna á slóðinni:

http://dagskra.ruv.is/ras1/?file=6597

Mosi


Síðustu leifar löglegra pyntinga

Þegar mannréttindi voru ekki upp á marga fiska á Íslandi var í landslögum ákvæði þess efnis að ein af embættissktyldum ljósmæðra væri að spyrja sængurkonur um faðerni barnsins ef þær væru ógiftar. Þetta er sennilega eitt lífseigasta réttarheimild um pyntingar sem lifði lengi í íslenskri réttarsögu. Fyrir nokkrum áratugum var þetta ákvæði aflétt, m.a. vegna þess að konum á þingi þótti þetta vera gamaldags og lítillækkandi fyrir konur. Sjálfsagt geta allir tekið undir að svona ákvæði er með öllu ósamræmanlegt nútíma viðhorfum tilmannréttinda.

Það hlýtur oft að hafa verið erfitt ógiftum konum að þurfa að upplýsa óviðkomandi um ein persónulegustu leyndarmál sín. Stundum var það húsbóndinn á heimilinu eða jafnvel presturinn sem hafði barnað vinnukonuna og varð af oft mikill harmleikur. Þannig var sök allra þeirra 18 íslensku kvenna sem hlutu þau óblíðu örlög að vera drekkt í Drekkingarhyl að hafa alið barn utan hjónabands og ekki átt nein veraldleg gæði til að bjarga sér t.d. með því að stinga e-u að yfirvaldinu eins og tíðkast mun hafa hjá þeim ríku.

En stundum náðu fátækar og umkomulitlar vinnukonur að komast undan þessum ósköpum. Frægt er þegar Bjarni Halldórsson sýslumaður Húnvetninga dó 1773. Hann var mjög þrekinn og var orðinn nánast karlægur þegar hér var komið sögu. Þegar vinnukona hans bar til hans mat kom löngun gamla Adams upp í honum og teygði hann sig til vinnukonunnar og hugðist kippa henni upp í rúmið. Hún sá við þessu og náði að koma sér undan en hann féll fram úr rúminu og varð af bylta mikil. Við þetta áfall varð hann örendur og urðu til ýmsar sögur af þessu og hvernig til tókst með jarðarförina um miðjan vetur. Mun Bjarni Halldórsson vera einn örfáa Íslendinga sem jarðsettur hefur verið á þann hátt að kistan kollsteyptist ofan í þrönga gröfina með hausinn niður.

Nú oft hafa konur leyst út úr óþarfa hnýsni ljóðmóðurinnar og svarað spurningum út í hött. Stundum áttu hlut að máli erlendir sjómenn t.d. Frakkar sem víða má sjá svipmót jafnvel af mörgum núlifandi Íslendingum. Þannig urðu margir Hanssynirnir til. Nú á stríðsárunum og meðan á dvöl bandarísks herafla stóð hér á landi, varð umtalsverð blóðblöndun. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi verið úrræði hugmyndaríkrar einstæðrar móður að nefna drenginn einfaldlega: Erlendur Sveinn Hermannsson. Eigi er Mosa kunnugt hvort saga þessi eigi við rök að styðjast en fullyrða má að óþarfi sé að grafa undan góðum sögum. Þó sannleikurinn kunni að verða utanveltu í undantekningartilvikum sem þessum þá er þetta krydd í tilveruna. En það er auðvitað önnur saga.

Mosi


mbl.is Heldur faðerninu leyndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband