Ríkisstjórnin verður að leggja spilin á borðið!

Afglöp sumra íslenskra athafnamanna vinda stöðugt upp á sig. Íslenska ríkisstjórnin hefur því miður ekki staðið sig nógu vel og ætti sóma síns vegna að segja af sér en boða fyrst til nýrra þingkosninga.

Ljóst er af framkomnum staðreyndum málsins að ríkisstjórnin vissi eða mátti vita ekki síðar en í mars eða byrjun apríl að ekki væri allt í felldu með starfsemi bankanna einkum Landsbankans. Í stað þess að grípa þá þegar til viðhlítandi ráðstafana þá var valin sú leið að gera okkur nokkurn skapaðan hlut og drapa lappirnar. Meira að segja Fjármálaeftirlitinu er beitt til að halda uppi blekkingunni að allt sé í himna lagi, íslenskum sparifjáreigendum og hluthöfum í bönkunum til gríðarlegs tjóns. Að ekki sé minnst á allar skuldirnar sem landsmenn sitja uppi með, allt vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.

Því er ólga meðal erlendra sparifjáreigenda skiljanleg. Þeir mættu leggjast á sveif með okkur og krefja ríkisstjórnaina um að leggja spilin þegar á borðið.

Íslenska ríkisstjórnin er reikul og ráðalítil í mestu fjárhagsvandræðum íslensku þjóðarinnar síðan fyrir stríð. Ríkisstjórnin á sem stendur því lítilla annarra úrkosta en að hrökklast frá völdum með skömm leggi hún ekki þegar fram skýringar sem duga í þessu erfiða máli.

Mosi


mbl.is Vaxandi reiði í garð Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Málið er að þeir vita hreinlega EKKERT hvað þeir eiga að gera. Þeir koma alls staðar að lokuðum dyrum og engin vill hjálpa þeim. Þeirra eigin flottræfilsháttur og hroki í gegnum árin er núna loksins farin að hitta þá sjálfa.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í blöðunum í morgun er greint frá viðskiptum Jóns Ásgeirs við breska braskarann sem var hér á dögunum. Kaupir hann af Jóni umtalsverðan hlut í bresku fyrirtæki og kveður Jón sig hafa selt á viðunandi verði. Í ljós kemur aðhann hafi fengið um það bil helming til baka af þessari fjárfestingu sinni. Þetta hefði ekki þótt vænlegt í sveitinni að selja tvö lömb og fá andvirði einungis annars.

En svona er nú það. Athafnamennirnir hafa vaðið á súðum, reist sér hurðarás um öxl. Betra hefði verið að hafa borð fyrir báru og góðan varasjóð til að hlaupa í ef á hefði þurft að halda. Oft er þörf en nú var nauðsyn.

Tortryggilegt er þegar sami Jón hótar Ágúst Ólafi alþingismanni kæru fyrir það sem venjulegur maður teldi vera eitt af hlutverkum þingmanna hér á landi: að afla upplýsinga og miðla þeim eftir því sem ástæður leyfa. Auðvitað er það sjálfsagður réttur þingmanna að leggja fram fyrirspurnir jafnvel þó þær kunni að koma einhverjum í koll.

Varðandi ríkisstjórnina þá virðist þessi vandræði með Icesafe reikninga Landsbankans ætla að flækjast illilega. Spurning hvort ekki hefði verið ástæða fyrir íslensk yfirvöld að leggja fram upplýsingar og þá í réttri tímaröð þá atburðarás sem varð undanfari stórkarlalegrar yfirlýsingar Gordons Brown um gjaldþrot Íslendinga. Flest bendir til að Bretar hafi verið í allt sumar aðreyna að koma á einhverjum viðræðum. Venja er að sá sem viðskipti standa á biðji um gott veður. Þolinmæði Brúns hins breska hefur þrotið og hann gripið til þessara óyndisúrræða.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband