Kreppan: Látum ekki hugfallast

Núna rétt áðan var áhugavert viðtal í Ríkisútvarpinu við Jón Ágúst Þorsteinson framkvæmdastjóra Marorku í þættinum Samfélagið í nærmynd. Jón hefur góða yfirsýn um efnahagsástandið og telur að við megum ekki undir neinum kringumstæðum fallast hendur þó svo á móti blási nú sem stendur. Jón ber saman finnsku kreppuna fyrir nær 20 árum og segir að ekki sé rétt að fullyrða að afleiðingarnar verði þær sömu hér og í Finnlandi eftir hrun kommúnismans. Þessar tvær kreppur verði því ekki bornar saman enda ástæður þeirra eru mjög ólíkar. Okkar kreppa er fyrst og fremst vegna ofvaxtar bankanna sem ætti að vera unnt að lagfæra tiltölulega fljótlega eftir hrunið mikla.

Jón telur að kreppan á Íslandi verði stutt svo framarlega sem stjórnvöld kappkosti að halda fyrirtækjum gangandi og að hlynna að rekstrarforsendum þeirra. Nánast öll íslensk fyrirtæki sem tengjast einhverri framleiðslu hafa mjög góðan rekstrargrundvöll þó svo bankastarfsemin sé takmörkuð sem stendur. Það sem þurfi að leggja áherslu á er að færa bankastarfsemi sem í besta horf til þess að hún geti þjónað fyrirtækjunum sem best. Lækka þarf vesti og veita fyrirtækjum aukið rekstraröryggi. Viðtalið má finna á slóðinni:

http://dagskra.ruv.is/ras1/?file=6597

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband