Góð rök hagfræðings

Jón Daníelsson á sérstakar þakkir skildar fyrir að skrifa í bresk dagblöð og útskýra fyrir Bretum hversu vafasöm rök breskra og hollenskra stjórnvalda gagnvart okkur Íslendingum er. Við getum ekki tekið á okkur allar fjármálasyndir heimsins þó svo við gjarnan vildum.

Í gær var sýnt í sjónvarpinu frá raunum þýsks sparifjáreiganda í samskiptum hans við Kaupþing. Raunalegt er ef þessi maður fær ekki fé sitt aftur. Eiginlega erum við Íslendingar í svipuðum sporum og hinir erlendu sparifjáreigendur. Við sem komin erum á miðjan aldur höfum tapað öllum okkar sparnaði sem við lögðum í að kaupa hlutabréf í bönkunum og fleirum fyrirtækjum. Innistæður okkar á peningamarkaðsreikningum hafa verið skertar verulega. Arðurinn af þessum áratuga sparnaði okkar sem við töldum okkur geta lifað af á efri árum er nánast allt farið. Sparnaður og ráðdeildarsemi hefur verið tekið frá okkur í þágu græðginnar.

Og ekki má gleyma yngri kynslóðinni sem hefur tekið rándýr lán. Nú hafa þau hækkað langt umfram það sem sanngjarnt hefði einhvern tíma talist.

Bretar hafa löngum verið þekktir að vera mjög sanngjarnir, „fair“ gagnvart öðrum. Nú vilja þeir hins vegar refsa heilli þjóð fyrir græðgi nokkurra fjárglæframanna. Nú á að binda ekki aðeins núverandi kynslóð heldur um ókomna tíð börnin okkar, barnabörn og jafnvel enn fleiri kynslóðir í endalausa skuldasúpu. Ef Gordon Brown og stjórn hans áttar sig ekki á þessu, eru þeir ekki sjálfir orðnir þessari sömu græðgi að bráð? Fjármálaeftirlit hjá Bretum virðist ekki vera upp á marga fiska ef þeir hafa sofið sjálfir að feigðarósi.

Mosi

 


mbl.is Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Guðjón.

Gott blogg hjá þér sem þyrfti sem fyrst að komast inní umræðuna.  Þú mættir vinna þetta betur og senda þetta sem blaðagrein.   Þú ert akkúrat að koma með kjarna málsins.  Það er látið líta svo út að Íslendingar hafi grætt en vesalings útlendingarnir hafi bara tapað.  Ekki það að ég finni ekki til með þeim, en mín samúð hefur minnkað mikið þegar ég gerði mér grein fyrir málflutningi þessa fólks.  Þetta er fólkið sem tók extra áhættu og setti peninga sína inná netið, af öllum stöðum, í útlendum banka, í einkaeigu á tímum alþjóðlegrar fjármálakreppu.  Fyrir hvað?;  2% meiri vexti og svo kemur það til örríkis og heimtar greiðslur bara vegna þess að stjórnvöld viðkomandi lands ( sem fóru með leyfið og eftirlitið um baktryggingar o.s.fr. ) sögðu því að gera það.  Hvað kemur þjóðernið því við þegar einkabanki fer á hausinn.    Akkúrat ekkert en EES samningurinn gerir málið flóknara og það var auðvelt að benda á smáþjóðina.  En enginn virðist spyrja þetta fólk um dómgreind þess og ábyrgð á sínum fjárfestingum.  Hvaða vitleysingur leggur æfisparnað sinn inná erlendan netbanka. Netið er fullt af svona gylliboðum og það er aðeins bjálfar sem kasta sér á þau.  Leitt að segja það en það er bara svoleiðis.  

En þetta eru útlendingar og íslenska minnimáttarkenndin sem hrjáir svo marga fjölmiðlamenn brýst út í spurningunni "how do you like Iceland".  og svo er grátið með.  Engar gagnrýnar spurningar eins og sást bestí Silfri Egils þegar Hollenskur fjárkúgari fékk að vaða þar uppi með innheimtuaðgerðir sínar.  Ekkert að þessu liði dettur í hug  að taka í viðtal íslenska ellilífeyrisþega sem hafa tapað stórum hluta eða kanski öllum sínum sparnaði.  En auðvitað.  Það er ekki hægt að byrja á að spyrja þetta fólk "How do you like Iceland".  Flest af því talar ekki útlensku.  Og það er ekki hægt að biðja það að tala illa um þjóð sína, kanski hnítir það í fjármálamennina en ekki þjóð sína.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Það er nú svona með syndirnar, Mosi minn góður. Frægt er þegar Jesús heitinn Kristur leit upp frá því sem hann var að skrifa í sandinn og sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ Hún var konan sem staðin var að hórdómi, eins sjálfsagt eins og aðrar konur í hennar sporum sem drýgðu hór einar og sjálfar, karlar komu þar víst hvergi nærri. Mér hefur oft dottið þessi dæmisaga í hug í öllum þessum darraðardansi.

Já, víst er að sparnaður margra þeirra sem komnir eru á efri ár er að litlu eða engu orðinn. En það gerir hlut útlendinganna sem lögðu í íslensku bankana ekkert bærilegri. Mér finnst að þeir eigi að fá sitt og þykir í dæmi Bretanna sem þeir hafi sjálfir lagt stein í þá götu með frystingu eigna bankanna þar í landi. Ef þær hefðu strax fengist innleystar hefðu eigendur Ísbjargarreikninga líklega strax fengið pundin sín og pensin. - Ég held að ýmist hafi ýmsu verið logið að okkur í þessari sögu og þagað yfir því sem ekki var logið til um. -- Þeir sem yngri eru geta kannski unnið ögn upp í ellisjóðinn sinn aftur, ef þeir eru þá ekki skuldum vafnir í verðbólguskuldum eða gjaldeyris, sem þeir stofnuðu til margir hverjir í góðri trú á sínum tíma að ráði fólks sem þeir treystu.

Sigurður Hreiðar, 14.11.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242935

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband