Færsluflokkur: Bloggar
10.12.2008 | 14:56
Áhrif kreppunnar?
Ætla mætti að kreppan sé komin á það stig að taka hefur þurft hluta af þilinu vegna efnisskorts annars staðar.
Við verðum sennilega að bíða áratug uns loforð Vilhjálms Þ. fyrrum borgarstjóra verði efnd af Sjálfstæðisflokknum eða kannski öllu réttara öðrum stjórnmálamönnum. Ætli flestum þyki ekki nóg komið af braski með lóðir, banka og aðra opinbera fjármuni?
Því miður kom lítið út úrrannsókn brunans en líklegt er að einhver braskhugmynd standi að baki brunans á þessu sögufrægu horni. Þar var greinilega verið að leika sér að eldinum með slælegum brunavörnum ogleyna brunaeftirliti mikilvægum upplýsingum.
Mosi
Timburþilið lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2008 | 14:35
Býr Davíð yfir einhverjum mikilvægum upplýsingum?
Ef Davíð skyldi búa yfir einhverjum mikilvægum upplýsingum sem varðar þjóðina´ber honum bæði lagaleg og siðferðisleg skylda að greina frá þeim undanbragðalaust. En flest bendir til að það sé fyrst og fremst þráhyggja ríkisstjórnarninnar að sitja sem fastast án þess að leysa nein mál af einhverju viti.
Staðan var ljós allan tímann: fjárglæfamennirnir og braskaranir voru enn að og Sjálfstæðisflokkurinn hefur væntanlega fengið vænar fúlgur í kosningasjóði sína á undanförnum árum frá þessum aðilum. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið reyndu allt hvað þeir gátu fegrað ástandið. Þess vegna lýsir Fjármálaeftirlitið að allt sé í besta lagi 14.ágúst s.l. með íslenska bankakerfið. Það hefði staðist álagsprófun hvernig svo sem það getur staðist þegar þeir eru komnir allir á hvolf örfáum vikum síðar. Var Fjármáleftirlitið að blekkja og var einhver sem tók þá ákvörðun?
Allt bendir til þess að bresk og hollensk yfirvöld vildu viðræður við íslensk yfiröld um þessa Icesafe reikninga alla vega frá því í vor sem leið. Íslenska ríkisstjórnin og Seðlabankinn gera ekkert í málinu jafnvel þósvo að Bretar og Hollendingar hafi óskað eftir viðræðum og hafi verið með greiða leið út úr vitleysunni. En það virðist eins og það hafi hvorki verið bankabröskurunum íslensku, ríkisstjórninni né Seðlabankanum aðskapi. Þeir voru kannski betur bundnir skuldbindingum við bankabraskarana en íslenskum skattborgurum?
Það eru fleiri ástæður fyrir því með hverjum deginum sem líður að þessi ríkisstjórn beri að segja af sér. Hún er mjög veik þrátt fyrir góðan meirihluta. Ráðamenn hafa komist upp með að halda uppi alls konar málalengingum og jafnvel lygi. Enn er t.d.ekki komin nein opinber skýuring á því hvers vegna Gordon Blair seti hermdarverkalögin á Ísland. Var það vegna þess að íslenska ríkisstjórnin vildi ekki samstarf um aðleysa þessi mál? Alla veganna er engin ömnnur skýring þegar meira en tveir mánuðir eru liðnir frá því að við Íslendingar vorum lýstir eins og hverjir aðrir hermdarverkamenn. Þvíber ríkisstjórninni að segja af sér og það væri betra sem þessir gæfusnauðu menn og konur drifu í því.
Mosi
Davíð skýri orð sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2008 | 21:41
Skoðunarkönnun um heimsins mesta skussa: Er þetta grín eða alvara?
Who's The World's Worst Banker?
Fred Goodwin, CEO of Royal Bank Of Scotland 4.5%
Richard Fuld, CEO of Lehman Brothers 10.45%
Árni M. Mathiesen, Finance Minister of Iceland 41.75%
Alan Greenspan, former Chairman of the Federal Reserve 16.83%
James Cayne, CEO of Bear Stearns 3.92%
Chris Cox, head of the Securities and Exchange Commission 2.22%
Hank Paulson, former CEO of Goldman Sachs and current Treasury Secretary 9.25%
Alan Fishman, CEO of Washington Mutual 3.18%
Vikram Pandit, CEO of Citigroup 4.7%
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2008 | 13:13
Vér mótmælum!
Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að Gordon Brown setti á okkur Íslendinga hermdarverkalög og þar með erum við, rúmlega 300.000 landsmenn sem erum yfirlýstir sem hermdarverkamenn!!!
Eigi hefur borist nein opinber skýring á þessu hverju þessu sætir en við venjulegt alþýðufólk teljum að orsakirnar sé að leita í stirðbusalegum samskiptum breskra og íslenskra yfirvalda. Rætt hefur verið um að ráðmenn eigi við málakunnáttu íenskri tungu sem er jafnvel ekki talin vera upp ámarga fiska.
Á meðan erum við jafn nær, við sitjum uppi með skussana og skyldurnar,sjáum vart fram úr fjárhagslegum vanda okkar fyrr en eftir áratug eða svo. Og meðan sitja ráðamenn í vellystingum án þess að gefa okkur haldgóðar skýringar. Spurning er hvort þeir með Geir Haarde og Davíð Oddsson ráði við þennan vanda? Þeir virðast kasta meira og minna höndum við þetta, hafa glutrað niður hverju tækifærinu sem gafst til að láta þennan mikla fjárhagsvanda fara í þann farveg sem eðlikegastur hefði verið: að bankarnir hefðu einfaldlega verið teknir til gjaldþrotaskipta eins oghver önnur fyrirtæki og einstaklingar sem ekki kunna að sníða sér stakk eftir vexti.
Meðan ekkert gerist annað en að ráðmenn þráistvið að sitja, þá mætum við sem ekki sættum okkur við þetta ástand og mótmælum kröftuglega. Við viljum að yfirvöld ográðamenn segi satt og ekkert annað en sannleikann. Við viljum fá spilin á borðið og engin undanbrögð! Við viljum nýjar kosningar og nýja og betri ríkisstjórn, spillinguna viljum við sjá niður á sextugt dýpi og helst lengra! Við viljum nýja og betri stjórnarskrá en ekki þá sem hefur gefið spillingaröflunum í samfélaginu tækifæri að grasséra eins og verstu pestavírusar í þjóðarlíkamanum. Og við viljum umfram allt að við treystum borgaraleg réttindi og eflum sem mest lýðræði í landinu og treystum hag okkar í fögru en mjög illa förnu landi þar sem allt of mörgum náttúruperlum hefur verið spillt í þágu gróðafíknarinnar.
Mætum sem flest á Austurvöll og höldum áfram friðsömumen kröftugum mótmælum gegn spilltri landsstjórn!
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2008 | 16:30
Nýir tímar?
Sjálfsagt er að óska öllum til hamingju með ný störf og verkefni sem þeir taka að sér jafnvel líka í Framsóknarflokknum sem hefur á sér orð fyrir að vera eitt aðalaðsetur spillingarinnar í landinu.
Það mætti verða verðugt verkefni fyrir hinn nýja framkvæmdarstjóra að opna þennan flokk betur fyrir upplýsingastreymi um fjármál flokksins þar sem allir megi sjá betur þræðina sem hafa borið uppi spillinguna og svínaríið á undanförnum árum og áratugum í flokki þessum.
Mosi
Nýr skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2008 | 18:26
Hótanir Davíðs: má treysta þeim?
Á Alþingi í morgun kemur í ljós að viðskiptaráðherra hafi ekki hitt Davíð í meira en ár! Þetta er einkennilegt í því ljósi að Björgvin ráðherra er yfirmaður Davíðs. Sá síðarnefndi hefur haft uppi yfirlýsingar sem vekja furðu allra hugsandi Íslendinga. Davíð kveðst hafa varað við þeim mikla vanda sem við sitjum núna uppi með. Og nú steytir þessi sami maður fram hnefann og hyggst hræða Íslendinga við því afturkomu sinni í stjórnmálin!
Davíð var mjög sterkur stjórnmálamaður. Hann náði þvílíkum hreðjatökum á Sjálfstæðisflokknum að nánast enginn mátti hafa aðrar skoðanir en þær sem foringinn lagði blessun sína á. Að þessu leyti minnti Sjálfstæðisflokkurinn á einræðisflokka fyrri tíma.
Nú er gríðarleg reiði í samfélaginu gegn Davíð enda var mikið slys að fagmaður í hagfræði og helst þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði væri ekki fenginn til bankans í stað Davíðs. Þessu réð hann auðvitað sjálfur enda hugðist hann stýra Sjálfstæðisflokknum áfram og þar með ráða nánast öllu á Íslandi. Að þessu leyti var um að ræða nokkuð eins og hvert annað fúsk enda hefur Davíð ekki mikla þekkingu á þessum flóknu málum.
Nú viljum við Davíð burt og hann hótar að koma aftur í pólitíkina. Má treysta því? Hann verður ábyggilega rúinn því mikla trausti og þeirri miklu virðingu sem hann naut áður meðan allt gekk honum að óskum. En nú hefur samfélagið brotlent og hagur flestra mjög slæmur.
Hvert hyggst Davíð sækja fylgi?
Davíð hefur haft um sig alldrjuga hjörð sem til er að verja hann fram í rauðan dauðann hvað sem á gengur. Þannig var með Napóléon keisara sem skildi alla Evrópu meira og minna í rústum, allt frá Spáni og allar götur austur til Moskvu. Neró rómverski keisarinn skildi einungis Róm í rústum og er talið að þriðjungur borgarinnar hafi brunnið. Kannski að meta megi tjón það sem Davíð hefur unnið Íslendingum fremur við tjón Rómverja en það sem Napóléon olli á sínum tíma. Annars er alltaf fróðlegt að bera saman staðreyndir en þar væri gott að aðrir mér fróðari taki við.
Andstæðingar Napóléons komu honum fyrir á eyjum með það að markmiði að gera hann áhrifalausan. Fyrst var hann sendur til eyjarinnar Elbu á Miðjarðarhafi en ekki var hann lengi þar. Sú eyja er kannski hliðstæð við Seðlabanka Íslands og kannski væri öruggara að hafa Breta með í ráðum og kannski væri pláss fyrir Davíð á einhverri eyju sunnarlega á Atlantshafi.
Kannski okkur dugar að senda hann til Hrappseyjará Breiðafirði ásamt fylgifiskum hans.
Mosi
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.12.2008 | 18:02
Sjálfsagt að doka
Sjálfsagt er að doka og sjá til. Aldrrei hefur verið verið gott aðhrópa húrra of snemma. Evran er mjög sterk móts við krónugreyið og sjálfsagt á töluvert eftir að ganga yfir brotsjóir áður en langt um líður. Þannig eiga fjárfestar í svonefndum jöklabréfum eftir að færa innistæður í krónum yfir í evrur og þá má reikna með töluverðri veikingu.
Mosi
Krónan styrktist um 8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 12:45
Veruleikafirrtur seðlabankastjóri
Davíð hefur valdið Íslendingum gríðarlegu tjóni á undanförnum árum. Hann ber ábyrgð á einkavæðingu bankanna, afnámi bindiskyldu banka,ofhitnun hagkerfisins með Kárahnjúkabiluninni, ófyrirgefanlegri traustyfirlýsingu um stuðning við árásarstríð Bush og Blair í Írak auk fjöld annarra afglapa.
Með þrásetu sinni í Seðlabankanum er hann sannkallaður Þrándur í Götu eðlilegs uppgjörs vegna mistaka sinna. Hann á hvergi að koma nærri efnahagsstjórnun enda hefur hann takmarkaða þekkingu og reynslu á þeim vanda sem hann hefur komið íslensku þjóðinni í.
Davíð ber fyrir sig að þurfa að hafa e-ð þarflegt fyrir stafni. Bjarni Guðnason benti Hannibal Valdimarssyni á sínum tíma að kannski væri best úr því sem komið væri að setjast að á góðri rekajörð á Vestfjörðum og kljúfa rekavið. Kannski Davíð gerði þarflegast fyrir íslenska þjóð að vera nógu fjarri þar sem ákvarðanir eru teknar. Kannski væri eyja góður staður að varðveita þennan umdeilda berserk sem svo grálega hefur leikið íslenska þjóð. Spara mætti dágóðar fjárhæðir að kosta lífverði fyrir mann sem svo hefur illa farið með þjóðina.
Mosi
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.12.2008 | 11:16
Ætlar Davíð enn að gefa þjóðinni langt nef?
Að nefna bankaleynd undir þessum kringumstæðum þegar bankarnir voru beinlínis notaðir í vægast sagt þeim augljósa tilgangi að fámennur hópur samfélagsins hyggðist koma ár sinni enn betur fyrir borð, er fyrirlitleg.
Spurning er hvort Davíð telji sig bera meiri skyldur gagnvart ævintýramönnumum eða sjálfri þjóðinni? Hvað myndi grínistinn Davíð Oddsson segja um þetta ef svona uppákoma hefði borið upp á dögum Matthildar? Gott væri að spjátrungar héldu áfram að spinna þann þráð. Til þess að skýra betur þetta með Matthildi, þá voru þeir félagar Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson ogÞórarinn Eldjárn með grínþátt á dögum fyrri vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar á árunum 1971-74. Fullyrða má að þessir þættir grófu allverulega undan ríkisstjórninni sem þá var.
Davíð hefur bókstaflega kaffært hinstu von þeirra sem telja hann vera hinn ókrýnda konung sinn. Hann er fyrst og fremst málssvari sjálfstæðra braskara og áþekkra vandræðamanna í samfélaginu. Davíð virðist vera gjörsamlega laus við góða siði og ekki skilja sinn vitjunartíma, hvorki í stjórnmálum né Seðlabanka. Hann er með setu sinni þránduir í götu eðlilega samskipta við Breta og aðrar viðskiptaþjóðir okkar.
Þjóðin er fyrir löngu búin að fá sig fullsadda af svo góðu enda nær það ekki nokkurri átt að Davíð telji sig vera einhverns konar bjargvætt þjóðarinnar á örlagastund. Hann einn fyrst og fremst ber ábyrgð á því sem komið er í íslensku efnahagslífi. Einkavæddi hann ekki bankana og kom þeim í hendurnar á þeim sem voru viljugir að greiða í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins? Átti hann ekki þátt í að afnema bindisskylduna til þess að braskaranir gætu komið þjóðinni fyrr á vonarvöl? Bar hann ekki ábyrgð á Kárahnjúkavirkjuninni en framkvæmdir í tengslum við hana áttu meginþáttinn í að bullsauð á hagkerfinu íslenska og kynti undir eyðslusemi og óráðsíu á margar lundir. Hann bar ábyrgð á umdeildri ákvörðun um stuðning Íslands við árásarstríð Bush og Blair inn í Írak.
Svona kallar eins og Davíð hafa aðeins eitt tækifæri að stjórna landinu sem hann auðvitað klúðraði - og auðvitað aðrir með honum.
Sjálfstæðisflokkurinn var einu sinni flokkur sem mjög margir báru traust til. Kannski allt of margir. Nú er hann að týna niður traustinu og öllu því fylgi sem hann áður hafði og er að verða eins og hver önnur sökkvandi fleyta sem er yfirfull af ýmsum hneykslismálum og siðspillingu. Rotturnar hafa fyrir löngu yfirgefið þetta sökkvandi fley.
Davíð má taka hvaða ákvörðun sem er fyrir sig og sína siðlausu hjörð en ekki fyrir heila þjóð.
Dýr verður Davíð íslensku þjóðinni hvort sem hann tekur ákvörðun um að sprikla áfram í pólitíkinni aða hann dregur sig loksins í hlé. Betur væri ef hann léti skynsemina ráða.
Mosi
Davíð ber fyrir sig bankaleynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2008 | 09:22
Skilaboð frá yfirblýantsnagaranum
Margar eru yfirlýsingarnar og þær sumar hverjar skrítnar. Þessi er alveg í stíl við hinar. Um páskaleytið í vor kvað Geir Haarde botninum vera náð í þessari efnahagsstjórnarferð á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hver vitleysan hefur leitt aðra og svo verður meðan ekki verður breyting á.
Ríkisstjórninni er auðveldlega líkt við hriplekan dall þar sem skipsstjórinn hefur vitaðallan tímann að ekki væri unnt að bjarga nema litlu einu. Í staðinn fyrir að gefa skipun um að yfirgefa dallinn og bjarga því sem bjargað verður er sett á fulla ferð innan um alla ísjakana.
Framkvæmdavaldið er allt of sterkt á Íslandi. Alþingi másín oft lítils þar sem frumkvæði einstakra þingmanna og minnihluta er beinlínis að engu gert. Svo mikil er valdagleðin að ekki má doka við ef einhver minnsta efasemd um hvort ríkisstjórnin er á réttri leið. Þannig var ríkisstjórnin alvarlega minnt á að ef lögin um þjóðnýtingu bankanna færi í gegn, þá gæti það valdið alvarlegum vandræðum. Bent var á að eðlilegra hefði verið að bankarnir hefðu farið í gjaldþrotsmeðferð eins og venja er um öll þau fyrirtæki og einstaklinga sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Og ekki stóð á afleiðingunum: Gordon Brown beitti hermdarverkalögunum bresku á íslensku bankana og þar með alla Íslendinga. Geir Haarde og Davíð Oddsson eru því miður ekki réttu leiðtogar Íslendinga enda hefur stefna sú sem þeir fylgja leitt yfir okkur einhver þau verstu afleiðingar af þeirri kreppu sem Vesturlönd hafa þurft að súpa seyðið af.
Yfirlýsingar þeirra félag Geirs og Davíðs verða máttlausari með tímanum. Það trúir þeim enginn lifandi maður stundinni lengur. Að gengi íslensku krónunnar lækki er augljóst. Að gengið hækki aftur er óskhyggja sem e.t.v.á sér engar hagfræðilegar né skynsamar forsendur.
Við viljum þingrof og nýjar kosningar sem hriensa upp í samfélaginu og skapa nýtt traust til handa nýjum og víðsýnni aðilum sem styðja sig við vandaða faglega ráðgjöf en ekki fúsk þeirra sem vilja hag braskaranna sem mestan.
Mosi
Gengislækkun stendur stutt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar