Býr Davíð yfir einhverjum mikilvægum upplýsingum?

Ef Davíð skyldi búa yfir einhverjum mikilvægum upplýsingum sem varðar þjóðina´ber honum bæði lagaleg og siðferðisleg skylda að greina frá þeim undanbragðalaust. En flest bendir til að það sé fyrst og fremst þráhyggja ríkisstjórnarninnar að sitja sem fastast án þess að leysa nein mál af einhverju viti.

Staðan var ljós allan tímann: fjárglæfamennirnir og braskaranir voru enn að og Sjálfstæðisflokkurinn hefur væntanlega fengið vænar fúlgur í kosningasjóði sína á undanförnum árum frá þessum aðilum. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið reyndu allt hvað þeir gátu fegrað ástandið. Þess vegna lýsir Fjármálaeftirlitið að allt sé í besta lagi 14.ágúst s.l. með íslenska bankakerfið. Það hefði staðist álagsprófun hvernig svo sem það getur staðist þegar þeir eru komnir allir á hvolf örfáum vikum síðar. Var Fjármáleftirlitið að blekkja og var einhver sem tók þá ákvörðun?

Allt bendir til þess að bresk og hollensk yfirvöld vildu viðræður við íslensk yfiröld um þessa Icesafe reikninga alla vega frá því í vor sem leið. Íslenska ríkisstjórnin og Seðlabankinn gera ekkert í málinu jafnvel þósvo að Bretar og Hollendingar hafi óskað eftir viðræðum og hafi verið með greiða leið út úr vitleysunni. En það virðist eins og það hafi hvorki verið bankabröskurunum íslensku, ríkisstjórninni né Seðlabankanum aðskapi. Þeir voru kannski betur bundnir skuldbindingum við bankabraskarana en íslenskum skattborgurum?

Það eru fleiri ástæður fyrir því með hverjum deginum sem líður að þessi ríkisstjórn beri að segja af sér. Hún er mjög veik þrátt fyrir góðan meirihluta. Ráðamenn hafa komist upp með að halda uppi alls konar málalengingum og jafnvel lygi. Enn er t.d.ekki komin nein opinber skýuring á því hvers vegna Gordon Blair seti hermdarverkalögin á Ísland. Var það vegna þess að íslenska ríkisstjórnin vildi ekki samstarf um aðleysa þessi mál? Alla veganna er engin ömnnur skýring þegar meira en tveir mánuðir eru liðnir frá því að við Íslendingar vorum lýstir eins og hverjir aðrir hermdarverkamenn. Þvíber ríkisstjórninni að segja af sér og það væri betra sem þessir gæfusnauðu menn og konur drifu í því.

Mosi


mbl.is Davíð skýri orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband