Hótanir Davíðs: má treysta þeim?

Á Alþingi í morgun kemur í ljós að viðskiptaráðherra hafi ekki hitt Davíð í meira en ár! Þetta er einkennilegt í því ljósi að Björgvin ráðherra er yfirmaður Davíðs. Sá síðarnefndi hefur haft uppi yfirlýsingar sem vekja furðu allra hugsandi Íslendinga. Davíð kveðst hafa varað við þeim mikla vanda sem við sitjum núna uppi með. Og nú steytir þessi sami maður fram hnefann og hyggst hræða Íslendinga við því afturkomu sinni í stjórnmálin!

Davíð var mjög sterkur stjórnmálamaður. Hann náði þvílíkum hreðjatökum á Sjálfstæðisflokknum að nánast enginn mátti hafa aðrar skoðanir en þær sem foringinn lagði blessun sína á. Að þessu leyti minnti Sjálfstæðisflokkurinn á einræðisflokka fyrri tíma.

Nú er gríðarleg reiði í samfélaginu gegn Davíð enda var mikið slys að fagmaður í hagfræði og helst þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði væri ekki fenginn til bankans í stað Davíðs. Þessu réð hann auðvitað sjálfur enda hugðist hann stýra Sjálfstæðisflokknum áfram og þar með ráða nánast öllu á Íslandi. Að þessu leyti var um að ræða nokkuð eins og hvert annað fúsk enda hefur Davíð ekki mikla þekkingu á þessum flóknu málum.

Nú viljum við Davíð burt og hann hótar að koma aftur í pólitíkina. Má treysta því? Hann verður ábyggilega rúinn því mikla trausti og þeirri miklu virðingu sem hann naut áður meðan allt gekk honum að óskum. En nú hefur samfélagið brotlent og hagur flestra mjög slæmur.

Hvert hyggst Davíð sækja fylgi?

Davíð hefur haft um sig alldrjuga hjörð sem til er að verja hann fram í rauðan dauðann hvað sem á gengur. Þannig var með Napóléon keisara sem skildi alla Evrópu meira og minna í rústum, allt frá Spáni og allar götur austur til Moskvu. Neró rómverski keisarinn skildi einungis Róm í rústum og er talið að þriðjungur borgarinnar hafi brunnið. Kannski að meta megi tjón það sem Davíð hefur unnið Íslendingum fremur við tjón Rómverja en það sem Napóléon olli á sínum tíma. Annars er alltaf fróðlegt að bera saman staðreyndir en þar væri gott að aðrir mér fróðari taki við.

Andstæðingar Napóléons komu honum fyrir á eyjum með það að markmiði að gera hann áhrifalausan. Fyrst var hann sendur til eyjarinnar Elbu á Miðjarðarhafi en ekki var hann lengi þar. Sú eyja er kannski hliðstæð við Seðlabanka Íslands og kannski væri öruggara að hafa Breta með í ráðum og kannski væri pláss fyrir Davíð á einhverri eyju sunnarlega á Atlantshafi.

Kannski okkur dugar að senda hann til Hrappseyjará Breiðafirði ásamt fylgifiskum hans.

Mosi

 

 


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgvin ráðherra er yfirmaður Davíðs.... Geir H. Haarde er yfirmaður Davíðs, Seðlabankinn tilheyrir forsætisráðuneytinu...

Sindri (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband