Skilaboð frá yfirblýantsnagaranum

Margar eru yfirlýsingarnar og þær sumar hverjar skrítnar. Þessi er alveg í stíl við hinar. Um páskaleytið í vor kvað Geir Haarde botninum vera náð í þessari efnahagsstjórnarferð á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hver vitleysan hefur leitt aðra og svo verður meðan ekki verður breyting á.

Ríkisstjórninni er auðveldlega líkt við hriplekan dall þar sem skipsstjórinn hefur vitaðallan tímann að ekki væri unnt að bjarga nema litlu einu. Í staðinn fyrir að gefa skipun um að yfirgefa dallinn og bjarga því sem bjargað verður er sett á fulla ferð innan um alla ísjakana.

Framkvæmdavaldið er allt of sterkt á Íslandi. Alþingi másín oft lítils þar sem frumkvæði einstakra þingmanna og minnihluta er beinlínis að engu gert. Svo mikil er valdagleðin að ekki má doka við ef einhver minnsta efasemd um hvort ríkisstjórnin er á réttri leið. Þannig var ríkisstjórnin alvarlega minnt á að ef lögin um þjóðnýtingu bankanna færi í gegn, þá gæti það valdið alvarlegum vandræðum. Bent var á að eðlilegra hefði verið að bankarnir hefðu farið í gjaldþrotsmeðferð eins og venja er um öll þau fyrirtæki og einstaklinga sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Og ekki stóð á afleiðingunum: Gordon Brown beitti hermdarverkalögunum bresku á íslensku bankana og þar með alla Íslendinga. Geir Haarde og Davíð Oddsson eru því miður ekki réttu leiðtogar Íslendinga enda hefur stefna sú sem þeir fylgja leitt yfir okkur einhver þau verstu afleiðingar af þeirri kreppu sem Vesturlönd hafa þurft að súpa seyðið af.

Yfirlýsingar þeirra félag Geirs og Davíðs verða máttlausari með tímanum. Það trúir þeim enginn lifandi maður stundinni lengur. Að gengi íslensku krónunnar lækki er augljóst. Að gengið hækki aftur er óskhyggja sem e.t.v.á sér engar hagfræðilegar né skynsamar forsendur.

Við viljum þingrof og nýjar kosningar sem hriensa upp í samfélaginu og skapa nýtt traust til handa nýjum og víðsýnni aðilum sem styðja sig við vandaða faglega ráðgjöf en ekki fúsk þeirra sem vilja hag braskaranna sem mestan.

Mosi


mbl.is Gengislækkun stendur stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband