29.1.2013 | 12:44
Uppkastið 1908 og Icesave
Er þetta svona einfalt?
Er áróðursbragð Sigmundar ekki alveg eftir aðferðafræði Marðar Valgarðssonar? Líklega væri honum þetta mjög að skapi.
Uppkastið 1908 var mjög uppblásið mál á sínum tíma. Margt er líkt með þessum tveim ólíku málum.
![]() |
Ætlið þið að biðjast afsökunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2013 | 10:40
Hagur heimilinna og niðurstaðan í Icesave
Þetta Icesave mál hófst með starfsemi gamla Landsbankans í Bretlandi og síðar Hollandi. Fengin voru gríðarleg skammtímalán á mjög lágum vöxtum einkum frá Asíu. Þessir miklu fjármunir voru endurlánaðir með mun hærri vöxtum en til lengri tíma. Meðan unnt var að framlengja þessi skammtímalán þá gekk allt eftir óskum. Með lánsfjárkreppunni gekk ekki að fá þessi lán framlengd eða endurfjármögnuð. Þá gripu þeir Landsbankamenn til þess ráðs að leita til sparifjáreigenda í Bretlandi og buðu hærri innlánsvexti en aðrir. Meðan traust var á bankanum, þá gekk allt eftir. En þeir Landsbankamenn höfðu sem aðrir bankamenn spennt bogann um of og reist sér hurðarás um öxl.
Nokkrum dögum eftir hrunið eða 11.október 2008 var fyrsta Icesave samkomulagið undirritað. Síðari samningar gengu út á að lina upphaflegu ákvæðin sem voru nokkuð hörð. Samningarnir gengu út á að þrotabú gamla Landsbankans endurgreiddi Bretum kröfur þeirra miðað við lágmarkstryggingar. Allar útistandandi skuldir Landsbankans og eignir voru frystar og beint inn á innlánsreikning í vörslum Englandsbanka. Nú hafa verið greiddar 93% af þessum kröfum og öll líkindi eru til að allt verði greitt að lokum og ekki nóg með það, um 15-20% muni skila sér með afborgunum og vöxtum útistandandi skulda!
Samningar þessir gengu út á það að ef ekkert fengist meir af endurgreiðslum af útistandandi skuldum þrotabús Landsbankans, þá myndum við lenda í súpunni. En alltaf var deginum ljósara að þetta voru fyrst og fremst formsatriði.
Hefði samningurinn verið undirritaður af Ólafi Ragnari á sínum tíma, hefði traust Íslendinga erlendis aukist strax. Við hefðum fljótlega fengið að njóta betri kjara erlendis varðandi vexti og viðskiptakjör. Í stað þess höfum við verið að greiða óhagstæðustu vexti í fjármálaheiminum, hag heimilanna sem annarra aðila á Íslandi til mikils tjóns. Má kannski líta svo á, að þessi svonefndi sigur í þessu dómsmáli hafi verið ansi dýrt keyptur.
Eg leyfi mér að líta á sem hverja aðra hræsni að skilja þessi mál í sundur, svo samannjörfuð eru þau. Hagur heimilanna er undir því komið hvernig kjörin eru á eyrinni. Þrjóskan við að reyna að koma sér undan ábyrgð getur verið dýrkeypt.
Nú er verkefni fyrir hagfræðinga að reikna út hvort við hefðum tapað eða grætt á Icesave samningun um hefðu þeir verið staðfestir á Bessastöðum. Ef svo reynist að við höfum tapað, þá má segja að Ólafur Ragnar sé dýrasti forseti lýðveldisins.
![]() |
Eftir Icesave er komið að heimilunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 18:04
Tvær leiðir: hvor var betri?
Icesave málið er að öllum líkindum eitt eldfimasta mál Íslandssögunnar sem óhætt má segja hafi skipt þjóðinni upp í tvær fylkingar.
Ljóst er að sýknudómurinn byggist að einhverju leyti á viðbrögðum íslensku ríkisstjórnarinnar. Alltaf var ljóst að þetta mál yrði að leysa, hvernig sem niðurstaðan yrði.
Nú voru 3 milliríkjasamningar gerðir sem allir lutu að því að gera upp um þessi mál. Síðasti samningurinn var sennilega sá skásti og alltaf var vilji ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að reyna til þrautar að fara samningaleiðina. Um það voru skiptar skoðanir og með milligöngu Ólafs Ragnars var efnt til þjóðaratkvæðis og samningarnir kolfelldir. Fullyrða má að þar hafi verið beitt meira rökum af tilfinningu fremur en skynsemi og raunsæi.
Samningarnir lutu að ábyrgð Íslendinga ef útistandandi skuldir og eignir þrotabús Landsbanka dygðu ekki og að allar útistandandi skuldir yrði að afskrifa. Það sem gerðist í bankahruninu var, að Landsbankinn hafði tekið gríðarleg skammtímalán á lágum vöxtum en endurlánað til lengri tíma á mun hærri vöxtum. Auðvitað gekk það svo lengi sem unnt var að framlengja skammtímalánin. Svo fór að það gekk ekki og þá gripu Landsbankamenn til þess að auka innlán með háum innlánsvöxtum í Bretlandi og Hollandi. Meðan traustið var fyrir hendi gekk þetta eftir.
Alltaf var ljóst að Icesave skuldin yrði greidd. Nú þegar hafa um 93% af lágmarksskuldbindingum nú þegar verið greidd af kröfuhöfum og allt bendir til að allt veði greitt og jafnvel meira. Talað hefur verið um að allt að 15-20% innheimtist að auki af útistandandi skuldum gamla Landsbankans.
Eftir þessa dómsniðurstöðu má reikna með að lánshæfismat íslenskra aðila verði okkur hagstæðara en verið hefur. Það var einnig markmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur með samningunum (Icesave 2 og 3). Þannig að á þessu tímabili frá samningunum og fram til þessa dags höfum við þá verið að greiða hærri vexti af lánunum okkar, allt í boði Ólafs Ragnars og stjórnarandstöðunnar?
Hvor leiðin var betri? Þær voru að sama markmiði en sumir vildu velja leiðina með samningum en aðrir að bjóða öllum heiminum birginn og láta kylfu ráða kasti. Það var mikil áhætta sem nú hefur komið í ljós að hefði getað hefði ekki verið staðið sem best við efndir skuldbindinga.
Góðar stundir!
![]() |
Tekið undir nær öll rök Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 12:19
Góð niðurstaða
Mjög líklegt er að ein ástæða þessa hagstæðu niðurstöðu sé vegna þess að íslensk stjórnvöld sýndu að þau vildu leysa þessi mál eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð. Geir Haarde var reikull og ráðvilltur, vissi líklega ekki hvernig átti að taka á þessu máli endu voru ráðgjafar hans meira og minna tengdir fjármálaspillingunni.
Umræðan hér á landi hefur því ótast að miklu leyti á tilfinningum fremur en rökum. Þannig hafa lágmarksinnistæður vegna Icesave reikninganna verið greiddar nánast að fullu eða 93%. Mætti reikna með að þessi mál hefðu verið betur stödd hefði ríkisstjórn Geirs Haarde borið gæfu til að bjarga því sem bjargað var áður en allt fór í vitleysu haustið 2008. Ekki seinna en í febrúar 2008 vissi Davíð Oddsson þáverandi bankastjóri að bönkunum varð ekki bjargað. Í stað þess að hefjast handa, þá var ekkert gert til að forða tjóninu. Hins vegar var umtalsvert björgunarstarf Davíðs síðustu viku fyrir hrunið mikla að ausa hundruðum milljarða í bankana úr sjóðum Seðlabanka án þess að neinar fullnægjandi tryggingar eða veð væru fyrir hendi. Þetta fé er okkur glatað í hendur braskaralýðsins sem bankastjórnaum virðist fremur hafa verið meira umhugað en hagsmunum Seðlabankans.
Nú er sitthvað að skýrast eftir hrollvekju Icesave sem við getum alfarið skrifað á reikning léttlyndra stjórnmálamanna árin fyrir hrun.
Þeir þingmenn sem hafa tengst spillingu hafa ekki riðið feitum hesti frá prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.
Góðar stundir.
![]() |
ESA: Dómurinn var nauðsynlegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2013 | 23:33
Hvers vegna ekki fyrir meira en 50 mánuðum?
Ólafur Ragnar tekur stórt skref að munnhöggvast við fyrrum forsætisráðherra Breta út af atburði sem gerðist í byrjun október 2008. Síðan eru liðin meira en 4 ár! Ef hann hafði athugasemdir af tilefni því að Gordon Brown beittu Íslendinga þessum örþrifaráðum, hvers vegna gerði hann ekki þessar athugasemdir í framhaldi af þessari umdeildu ákvörðun meðan Gordon Brown réð einhverju meðal Breta?
Nú er Gordon Brown valdalaus og allt að því áhrifalaus. Hann rökstuddi ákvörðun sína á sínum tíma og er öllum ljós í dag. Tilgangurinn var ekki að skaða Íslendinga en sú staða var komin að Bretar töldu sig ekki geta haft neina aðra möguleika að komast að samkomulagi við þáverandi ríkisstjórn Íslendinga um lausn bankakreppunnar vegna Icesave. Ríkisstjórn Geirs Haarde vildi ekkert aðhafast, vildi jafnvel ekki ræða við Breta hvernig unnt væri að skrúfa niður ofvöxtinn og þensluna í bankakerfinu íslenska. Kannski þetta hafi verið verstu mistök Geirs Haarde að reyna ekki til þrautar að finna mjúka lendingu.
Því miður valdi hann versta kostinn en þann skásta og þá næst raunveruleikanum. Ekkert var aðhafst til að bjarga því sem bjarga mátti. Á meðan voru braskaranir þ. á m. breski braskarinn Robert Tschengis að tæma Kaupþing. Í dag er sá maður með pálmann í höndunum og á í skaðabótamáli við bresk lögregluyfirvöld! Við skulum hafi í huga að Bretland er skattaskjól! Hvar búa margir af athafnamönnunum og dáðadrengjunum eins og Sigurður Einarsson annars staðar en í auðmannahverfum Lúndúna!
Ólafur Ragnar hefur oft verið mistækur sem forseti. Hann átti fyrir löngu að beita 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki seinna en 2002 þegar Kárahnjúkavirkjun hafði verið þröngvað með járnaga Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímmssonar gegnum þingið.
Ljóst er að þetta er mikil frétt. Ólafur Ragnar hefur sífellt komið á óvart og þetta verður líklega ekki í fyrsta og síðasta skiptið sem hann verður í sviðsljósinu í ár sem hann virðist njóta til hins ítrasta. Í vor verða að öllum líkindum ein hatrammasta kosning til Alþingis í sögu þjóðarinnar þar sem gömlu valda- og spillingarflokkarnir með fulltrúa spillingarinnar og braskara í forystusveit munu reyna að ná vopnum sínum aftur til að hefja sama brask- og spillingarbölið aftur í íslensku samfélagi. Að öllum líkindum verður flókin stjórnarmyndun þar sem klókindi Ólafs Ragnars koma við sögu.
Hver tilgangur Ólafs Ragnars er með hnútakasti að Gordon Brown nú 2013 skal ósagt látið. Er hann að vekja athygli á sjálfum sér? Alla vega eru þessar athugasemdir meira en 4 árum of seint fram lagðar!
Mjög líklegt er að allir aðrir forsetaframbjóðendur 2012 hefðu setið á strák sínum.
Er þetta sæmandi forseta?
Góðar stundir.
![]() |
Forsetinn ræðst að Gordon Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2013 | 17:43
Þá eru fjórir stokknir fyrir borð
Sagt er að rottur taki sig til og yfirgefi gömul skip sem líkleg eru til að ná ekki til næstu hafnar. Fyrir kemur að áhafnarlimir og jafnvel farþegar grípi örþrifaráð að stökkva fyrir borð ef þeir telja sig vera á feigðarfley.
Líklegt er að VG muni lifa næstu þingkosningar af og jafnvel margar enda eru málefni þessa flokks mörg prýðileg og raunhæf miðað við þróun samfélagsins.
Eftir að um fjórði hver þingmaður er stokkinn fyrir borð má telja flokkinn illa laskaðan. En verður hann ekki styrkari eftir þessa raun þegar haft er í huga að eftir eru áhafnarmeðlimir sem hafa trú á þann málstað sem flokkurinn telur sig vera að koma í gegn?
Hvort ein tillaga nái fram eða sé slegin út af borðinu á ekki að skipta máli. Mjög líklegt er, að Jón sé ekki sáttur við að hafa verið settur af, ekki úr nefndum heldur þegar hann varð að víkja úr ráðherrastól eftir einleik sem hann hugðist stunda.
Annars er Jón hinn vænsti maður en ekki getur hann talist vera snjall ræðumaður nema síður sé. Og framganga hans verður að teljast vart sæmandi né hinna þriggja þingmanna sem kusu að fara eigin leiðir.
Nú vil eg taka fram að eg er ekki talsmaður n.k. einræðis í flokki. Forystan fylgir lögum flokksins, markmiðum, stefnuskrá og yfirlýsingum sem komið hafa fram á landsfundum og öðrum vettvangi. Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa, ber að fara eftir því og sérhver einleikur verður alltaf tortryggilegur.
Góðar stundir.
![]() |
Kornin sem fylltu mælinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2013 | 17:26
Falskur tónn
Sigmundur Davíð er ótrúlega líkur Merði Valgarðssyni, einni af aðalpersónum Brennu-Njáls sögu. Hann býður aðstoð meira af formsatriðum en heilindum. Hann er líklegur til alls vís ef honum eru fengin minnsta ábyrgð eða völd.
Sigmundur er ásamt Bjarna Benediktssyni núverandi formanni Sjálfstæðisflokksins fulltrúar þess braskaralýðs sem setti allt samfélagið í blindgötu með bankahruninu haustið 2008. Þessir menn eru manna ólíklegastir að leiða þjóðina áfram út úr þrengingunum enda heilindi þeirra engin. Þeirra hugur er að endurtaka braskævintýrið mikla og þá auðvitað á kostnað þeirra sem minna mega sín, barnafjölskyldna, sparifjáreigenda, eldra fólksins í landinu.
Megi biðja guðína að forða oss frá þessum falska tón!
Góðar stundir!
![]() |
Framsókn sendi björgunarteymi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2013 | 22:36
Nýlenduhugsunarháttur
Þessi hugmynd um lagningu sæstrengs er eins og hver önnur hugdetta sem ekki á sér neinn grundvöll. Ef einhvern tímann verði lagður sæstrengur til Evrópu þá verður það til Færeyja og Skotlands. Þangað eru tæplega 1000 km en mun lengra er til Hollands og má ætla að sæstrengur framhjá Bretlandi verði ekki auðvelt.
Hollendingar voru lengi ein af fræknustu nýlenduherrum heims og áttu víða tekjulindir. Einu sinni var flotadeild hlaðin kryddi og silki áleiðis frá Austur Indíum eða sem nú heitir Indónesía og heim til Hollands. Vegna ófriðar milli Englendinga og Frakka þá gátu Hollendingarnir ekki siglt um Ermasund og urðu afð sigla norður fyrir Skotland. Stærsta skipið í þessari flotadeild villtist af leið og strandaði í Skaftafellsfjörum árið 1667. Farmur þess var tryggður fyrir 50 kvartiltunnur af gulli og mun það síðar hafa valdið slæmum misskilningi. Sagt er að skaftfellskir bændur hafi sótt sér timbur og sitthvað úr flakinu næstu 80 ár uns skipið hvarf í sandinn. Mátti lengi vel sjá slitrur úr silki í reiðtygjum og öðru. Eini varðveitti gripurinn er kistulok og er í Skógarsafni eftir að það hafði verið notað í áraraðir sem númeratafla í sunnlenskri kirkju.
Skaði Hoollendinga af Icesave var sennilega mun minni en ætla má enda hefðu þeir mátt hafa vaðið fyrir neðan sig og haft vara á braskinu. En nú vilja þeir hefja brask á nýjan leik og vilja sennilega gera sér leik að Íslendingum.
![]() |
Vilja rafmagn upp í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2013 | 19:58
Er þörf á að sprengja fleiri stíflur?
Þessi aðgerð var síðar talin vera réttlætanleg þó hún væri löglaus á sinn hátt. Að taka lögin í sína hendur er refsivert. Þingeyingar áttu lögvarða hagsmuni að gæta en ekki hafði verið samið við landeigendur um byggingu stíflunnar á sínum tíma. Aldrei var talað við þá og þeim boðin samvinna um þessi mál. Virkjunarmenn byggðu og það var sem varð til þess að Þingeyingar vildu róttækar aðgerðir. Mikil málaferli hófust þar sem hátt i 100 manns var ákært en allir voru sýknaðir í Hæstarétti og er þetta ein besta rósin í sögu réttarins. Úr þessu þróaðist fyrstu alvöru náttúruverndarlögin sem sett voru fyrir nær 40 árum: lög um vernd Laxár og Mývatns.
Önnur stífla var reist um líkt leyti og sprengingarnar urðu nyrðra þar sem stöðuvatn er notað sem miðlunarlón. Þetta er stíflan efst í Andakílsá sem rennur úr Skorradalsvatni. Þessi stífla er mikill þyrnir í augum þeirra sem hagsmuni hafa að gæta í Skorradal og vilja koma lífríki Skorradalsvatns aftur í eðlilegt horf. Sem stendur sveiflast yfirborð vatnsins allt að 2 metra sem veldur því að allt lífríkið er meira og minna í rugli. Um þetta má lesa m.a. í Árbók Ferðafélags Íslands frá 2004 sem fjallar um Borgarfjarðrdali eftir Freystein Sigurðsson jarðfræðing.
Þeir sem hefðu áhuga fyrir aðgerðum geta sótt fyrirmynd til hugrakkra Þingeyinga sem á sínum tíma gripu til þessarar frægu aðgerðar.
Vonandi er að Orkuveita Reykjavíkur hlusti á gagnrýni á rekstur Andakílsárvirkjunar sem byggist á þessari umdeildu starfsemi að halda lífríki í Skorradalsvatni í gíslingu. Fram að þessu er m.a. vísað í bágs rekstrar Orkuveitunnar að ekki sé enn komið að því að leiðrétta fyrri mistök. Sjálfsagt er að hóta að rjúfa stíflu þessa verði ekki sjónarmiðum landeigenda í Skorradal ekki sinnt né þeim sem vilja færa lífríkið í fyrra horf. Slíkt er refsilaust meðan ekki er hafist að en Danir orða hugsunina þannig: tankerne er toldfri.
Þess má geta að þegar vélbúnaður Andakílsárvirkjunar var ákveðinn, þá voru keyptar túrbínur í virkjunina fyrir mun meira uppsett afl en fræðilega er mögulegt að framleiða! Menn voru mjög brattir rétt eftir heimstyrjöldina síðari og voru menn jafnvel að ígrunda að auka vatnsmagn í Skorradal með því að veita vatni úr Reyðarvatni og draga stórlega úr vatnsmagni Grímsár í Lundareykjardal sem er ein gjöfulasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. Af þessum vatnaflutningum varð sem betur fer ekki og hefðu verið afdrifarík mistök rétt eins og síðar gerðist við vatnaflutningana eystra þegar ákveðið var að byggja Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.
Því miður er allt of mikil áhersla lögð á byggingu virkjana jafnvel enn í dag. Fyrrum var þetta réttlætt að verið væri að rafvæða sveitirnar. Nú eru menn orðnir ansi léttlyndir og vilja jafnvel virkja sem mest.
Góðar stundir.
![]() |
Sprengjumennirnir í Laxá voru þrír |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2013 | 22:14
Túlkun forns stjórnarskrárákvæðis
Ákvæði stjórnarskrár BNA um rétt manna að eiga vopn eru væntanlega gömul. Líklega frá 19. öld frá dögum David Crockett, stríðshetju Texas úr frelsisstríði þeirra gegn yfirgangi Mexikó. Kannski hefur þetta ákvæði verið í upphafi eða frá bersku BNA.
Mjög líklegt er að þeir sem sömdu þetta ákvæði höfðu vopnabúnað í huga eins og þá tíðkaðist: fremur frumatæða framhlaðningu sem þóttu kannsku seinleg en góð vopn.
Það er glannaleg túlkun byssueigendafélagsins að þetta ákvæði gildi um nánast öll vopn. Hvar vilja þeir draga mörkin? Mega geðveikir eiga stjórnarskrárvarinn rétt að eiga stórhættuleg morðtól eins og vélbyssur og jafnvel sprengivörpur? Má fólk eiga skriðdreka og eldflaugar? Hvar setja þessir byssuáhugamenn mörkin?
Eðlilegt er að túlka þessi ákvæði miðað við vopn á þeim tíma sem ákvæðið var upphaflega sett. Framhlaðningar eru talin vera fremur meinlaus en geta orðið skeinuhætt þeim sem vopninu er beint gegn.
Mér finnst Obama forseti BNA hafa sýnt mikla fyrirhyggju að vilja bera klæði á vopnin enda nær þetta engri skynsemi að þetta ákvæði sé túlkað mjög frjálslega eins og byssumenn vilja.
![]() |
Ráðist á skotvopn og börn hunsuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 244183
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar