Túlkun forns stjórnarskrárákvæðis

Ákvæði stjórnarskrár BNA um rétt manna að eiga vopn eru væntanlega gömul. Líklega frá 19. öld frá dögum David Crockett, stríðshetju Texas úr frelsisstríði þeirra gegn yfirgangi Mexikó. Kannski hefur þetta ákvæði verið í upphafi eða frá bersku BNA.

Mjög líklegt er að þeir sem sömdu þetta ákvæði höfðu vopnabúnað í huga eins og þá tíðkaðist: fremur frumatæða framhlaðningu sem þóttu kannsku seinleg en góð vopn.

Það er glannaleg túlkun byssueigendafélagsins að þetta ákvæði gildi um nánast öll vopn. Hvar vilja þeir draga mörkin? Mega geðveikir eiga stjórnarskrárvarinn rétt að eiga stórhættuleg morðtól eins og vélbyssur og jafnvel sprengivörpur? Má fólk eiga skriðdreka og eldflaugar? Hvar setja þessir byssuáhugamenn mörkin?

Eðlilegt er að túlka þessi ákvæði miðað við vopn á þeim tíma sem ákvæðið var upphaflega sett. Framhlaðningar eru talin vera fremur meinlaus en geta orðið skeinuhætt þeim sem vopninu er beint gegn.

Mér finnst Obama forseti BNA hafa sýnt mikla fyrirhyggju að vilja bera klæði á vopnin enda nær þetta engri skynsemi að þetta ákvæði sé túlkað mjög frjálslega eins og byssumenn vilja. 


mbl.is Ráðist á skotvopn og börn hunsuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Eðlilegt er að túlka þessi ákvæði miðað við vopn á þeim tíma sem ákvæðið var upphaflega sett." Myndi nú segja að það væri mjög óeðlilegt ef það væri gert, ákvæðið er þarna til að fólkið getið vonast og risið upp gegn yfirboðum sínum ef það telur þörf á því, þess vegna væri ansi óeðlilegt ef það geti bara haft aðgang af úreltum vopnum sem ekki myndu hjálpa til við þá baráttu.

Elvar Smári (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 22:27

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eins og síðasti ræðumeður benti á, og:

Það eru lög yfir þetta hjá þeim - geðveikir mega ekki eignast vopn, né heldur dæmdir glæpamenn.

En hey, þessir tveir hópar eru þjófóttir stundum.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2013 kl. 23:16

3 Smámynd: ViceRoy

Haglabyssa og skammbyssa teljast nú vart úrelt verkfæri er það Elvar Smári??

Haglabyssan mun steindrepa þig á því færi sem mun teljast til varnar þínu heimili... þarftu ak47, m4 eða m16 til að verja heimili þitt?? hún gerir meira ógagn á þínu heimili, og er að öllu óþörf

ViceRoy, 17.1.2013 kl. 00:01

4 identicon

Haglabyssa og skammbyssa telst ekki úrelt ef þú ert bara að verja heimili þitt en þessi lög voru ekki hönnuð með það í huga.  Ef upp kæmi sú staða að íbúar í bandaríkjunum ætluðu að rísa upp gegn yfirboðum sínum þá sennilega þyrftu óbreyttir borgarar að kljást við Bandaríkjaher með þessum haglabyssum og skammbyssum sínum.  Þá væru vopnin klárlega úrelt þar sem Bandaríkjaher hefur yfir töluvert öflugri vopnum að ráða.  Til að þessi lög halda gildi sínu ætti almenningur að hafa aðgang að sömu vopnum og Bandaríkjaher en það væri auðvitað skynsamlegast að fella lögin úr gildi þar sem það er mjög ósennilegt að það komi nokkurn tímann til þess að þjóðin þurfi að rísa upp gegn yfirboðum sínum og vopnast.  En ef fólkið í Bandaríkjunum vill halda þessum lögum þá er mjög óeðlilegt að túlka þau útfrá þeim vopnum sem voru til á þeim tíma sem lögin voru sett.  Lögin myndu missa tilgang sinn.

Elvar Smári (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242983

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband