Grimmsævintýri hin nýjustu

Og er sagan af Mjallhvíti ekki eitt af ævintýrunum sem kennt er við þýsku bræðurna Grimm? Eitt af þeim þekktustu Grimmsævintýrum. Schneewittchen  eins og Mjallhvít heitir á frummálinu þýsku, var þýtt af Magnúsi Grímssyni sem fæddist 1825 að Lundi í Lundarreykjardal í Borgarfirði og dó sem prestur á Mosfelli í Mosfellssveit 1860.

Ja hérna, svo hugmyndin að teiknikvikmynd Walt Disney um Mjallhvít megi rekja til Siglufjarðar!

Svona getur margt komið á óvart.

 Góðar stundir!


mbl.is Mjallhvít var frá Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er skógur ógnvaldur vatnsbóla?

Gott og vel. Vatnsból eru mikilvæg. Vatnsveita Reykjavíkur tók til starfa 1909 og var fyrst tekið neysluvatn úr Elliðaánum skammt sunnan við Seláshverfið í Reykjavík. Síðar var vatnið sótt í Gvendarbrunna allaustar og enn síðar var megnið af vatninu sótt í borholur í hrauninu í Heiðmörk.

Skógrækt hófst í Heiðmörk skömmu eftir heimstyrjöldina síðari. Einn af fyrst lundunum „Undanfari“ var gróðursettur 1949 og átti þáverandi borgarstóri Reykjavíkur, Gunnar Thoroddsen þátt í því. Síðan hefur þúsundum ef ekki milljónum trjám verið plantað án þess að nokkur hafi haft minnstu efasemdir um að slíkt gæti valdið mengun í vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins.

Ekki hefur verið sýnt fram á slíkt tjón eftir vísindalegum aðferðum. Svo virðist að tilfinningarök kunni að stýra umræðunni fremur en vísindaleg. Skógurinn í Heiðmörk er einn sá stærsti sem er á vegum nokkurs sveitarfélags í landinu og er Reykvíkingum til mikils sóma.

Vistfræðingar hafa margsinnis sýnt fram á hve skógur er nytsamur náttúrunni við vernd náttúrugæða, draga úr óæskilegum sveiflum t.d. vegna stórrigninga og asahláku með því að jafna út þessum sveiflum. Þá hefur skógurinn margvísleg æskileg áhrif önnur.

Rök gegn skógrækt virðast hér á landi annað hvort vera sjónræn undir því að skógur trufli og jafnvel eyðileggi útsýni. Eða að tekin eru vægast sagt mjög hrárar fullyrðingar dr. Péturs Jónssonar um meinta niturmengun af völdum barrtrjáa eins og hann setti nokkuð glannalega fram í annars að öðru leyti frábæru riti um Þingvallavatn. Annar doktor, dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson hefur komist að gagnstæðri niðurstöðu varðandi nitrið. Er vikið að þessu álitamáli í grein um Þingvallaskóga sem birtist í 2.tbl. Skógræktarritsins 2010.

Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ætti að draga í land hvað neikvæð áhrif skógræktar varðar vegna vatnsbóla eða færa betri rök fyrir fullyrðingu sinni.

Góðar stundir!


mbl.is Hross, hundar og skógrækt óæskileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir spriklar enn

Hjá „útrásarvíkingunum“ virðist enn vera árið 2007. Þar er ekkert STOPP eins og Sigmundur Davíð vill. Ef einhver minnsti heiðarleiki væri til hjá þessum mönnum, þá reyndu þeir að ljúka fyrri fjárfestingum og standa reikningsskap gerða sinna.

Hvenær menn verða stoppaðir af eftir að hafa efnt til gjaldþrota hvers fyrirtækis á fætur öðru? Svo virðist sem svonefnd Frjálshyggja sé gjörsamlega staurblind fyrir því, að menn „éta“ fyrirtæki að innan, koma eignum undan til nýs fyrirtækis en skilja skuldafenið eftir í því eldra. Sjálfstæðisflokkurinn „tróð“ vildarmanni sínum inn í Háskólann á sínum tíma og er hann enn að í að berja í bresti þessarar þjóðhættulegu starfsemi sem braskið og Frjálshyggjan er.

Er ekki kominn tími að menn hafa aðeins eitt tækifæri að koma fyrirtæki í þrot? Kennitölumisnotkunin er samfélaginu til mikils tjóns sem að ósi ber að stemma!.


mbl.is Jón Ásgeir í hamborgarabransann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð til Túnis að baki

Aldrei hefi eg áður komið til múslimalands. Eg kom til Túnis 28. des. s.l. og var þar um nokkurn tíma. Ferðaðist nokkuð á Gamlársdag meðan félagar mínir í frægasta Gufufélagi landsins fögnuðu áramótum í Mosfellsbæ. Við vorum 6 ferðafélagarnir: við hjónin, eldri sonur okkar sem býr í Þýskalandi, sambýliskona hans og foreldrar hennar. Við vorum samstæður hópur með markmið að skoða saman sitthvað nýtt og óvenjulegt. Bjuggum við á ágætu hóteli í borginni Sousse um 2ja tíma akstur frá höfuðborginni, Túnis.

Leið okkar lá til borgarinnar Kairouan. Þar var okkur sýnd miklar vatnsmiðlanir sem er undirstaða efnahags Túnisbúa á víðtæku landssvæði.  Í þessari borg er stærsta moska í gjörvallri Afríku og talin vera sú mikilvægasta í allri þeirri gríðarstóru heimsálfu. Aðeins moskurnar í Mekka og Medína í Saudi Arabíu og í Jarúsaelm eru taldar merkari. Frá þessari moskvu er öllu bænahaldi stýrt um allan hinn múslimska heim í Afríku. Múslimar biðjast fyrir allt ð 5 sinnum á sólarhring, sumir telja ekki veiti af! Mikilvægt er að rétta bænarstundin sé ætíð augljós og fer ákvörðun hennar með hliðsjón af hvenær hádegi er hverju sinni. Eins og kunnugt er, þá færist hádegi nokkuð til, er ekki alltaf á sama tíma. Hér á Íslandi er „rétt“ hádegi yfirleitt kringum hálf tvö +/- nokkrar mínútur miðað við Reykjavík. Getur það fyrst orðið um 13:11 og síðast 13:42 (Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags). Er á torginu við moskvu þessa sólarúr og þangað fer æðsti klerkur á hverjum degi að taka tímann þá sólin er í hádegisstað. Er í lok hvers fréttatíma greint frá næsta „rétta“ bænartíma. Í mínerettunum var fyrst sendur kallari til að kalla menn til bæna. Nú hafa gjallarhorn og segulband leyst kallarana af hólmi, múslimar hafa nútímavætt þennan mikilvæga þátt þjóðlífsins.

Í moskvu þessari eru 440 súlur sem hafa verið smalað víða að eins og hverju öðru nothæfu byggingarefni. Eru þær mismunandi gerðar en álíka langar. Leiðsögumaðurinn okkar vakti athygli okkar á einni súlunni: Á henni var greinilegt krossmark, mjög líklegt að hún hafði áður verið hluti kirkju sem löngu heyrir sögunni til. Byggingarmeisturum hafði hugkvæmst að nota súlu þessa. Í stað þess að afmá krossinn var súlunni snúið þannig að krossinum var snúið þannig að ekki mætti sjá táknið!

Við komum til bæjarins El Jem. Þar er gríðarstórt rómverskt hringleikahús sem byggt var snemma á 3. öld eftir Krist. Aldrei var það vígt en svo bar við að um það leyti sem sjá mátti fyrir endann á byggingunni var lagðru á hár innflutningsskattur á innflutta olífu olíu til Ítalíu. Varð það til þess að efnahagur þessa rómverska skattlands hrundi. Snemma komu verndartollar til sögunnar sem ollu kreppu. Í dag er Túnis stærsti olífuolíuframleiðandi Afríku. Í hemsversluninni eru Spa´nverjar, Ítalir og Grikkir stærri en Túnismenn.

Við fórum með lest til höfuðborgarinnar og áfram til Karþagó. Mikil örtröð er í lestunum og dæmi um að sumt ungt fólk hangi utan á lestunum til að komast með! Er slíkt látið óátalið. Í Karþagó er í dag fremur lítið að sjá eftir að Cató hinn gamli fékk sínu fram. Hann þótti afburða ræðumaður og lauk gjarnan hveri ræðu: „Auk þess legg eg til að Karþagó verði lögð í rúst“. Hann varð að ósk sinni 146 f.Kr. Þá lögðu Rómverjar landið undir sig sem varð kornforðabúr þeirra og mikilsverður bakhjarl í matvælaöflun Rómaríkis.Þá kom Kristnin til sögu og síðar eftir upplausn Rómaríkis lá leið Vandala sem var germanskur þjóðflokkur um Spán upp úr 400 til Norður Afríku. Frá Karþagó herjuðu þeir um Miðjarðarhafið og gerðu víða strandhögg, allt vestur til Spánar í vestri og austur til Grikklands. Rændu þeir Róm 455 og mun hugtakið „vandalismi“ vera úr þeirri herferð runnið. Líklegt er að þeir hefðu fengið jákvæðari ummæli í sögunni hefðu þeir haft einhverja sagnfræðinga til að skrifa sögu sína og þær heimildir varðveist. 

Þá varð arabíska útþenslan og þegar liðið var á 7. öld var nánast öll Norður Afríka undir stjórn múslimska hálfmánans. Ekki leið á löngu að nánast allur Spánn varð einnig múhameðskur og í byrjun 9. aldar voru þeir komnir norður fyrir Pyreanafjöllin en urðu frá að hverfa vegnaaðgerða Karls mikla eða Karla-Magnúsar eins og hann nefnist í íslenskum fornritum. Norður Spánn þar sem Baskar réðu löndum mun líklega aldrei hafa verið undir Islam. Eftir 900 dregur úr áhrifum Islam en halda velli á suður Spáni sem varð aftur kristinn að mestu á dögum Ferdínands og Ísabellu á 15. öld. Aðeins í Granada héldu þeir velli en ekki stóð það lengi eftir að konungsveldi Habsborgara styrktist.

Við eigum arabískri menningu margt að þakka. Í öndverðu var trúarbók þeirra Kóraninn mun nær Biblíunni okkar og Nýja testamentinu en síðar varð er trúarrit þetta var endurskoðað, oft með það í huga að fella saman trúarlegt og furstalegt vald. Þetta þekkist einnig í Kristninni t.d. hvernig veraldlegir furstar styrktu vald sitt með því að hefja uppruna konungsdæmis með einhvers konar guðdómlegu yfirvarpi og tilgangi. Í dag trúir enginn heilvita maður slíku.

Arabísk mennig hóf mikilvægt skólastarf. Fyrstu háskólarnir voru arabískir,  þeir voru mikir stjarnvísindamenn og endurbættu almanakið. Þeir þýddu feiknin öll af heimildum og mun margt vera okkur gjörsamlega glatað að eilífu hefðu þessar þýðingar af grískum og öðrum ritum ekki hafa varðveist. Er mikið af okkar þekkingu fornaldar þannig varðveittar gegnum arabíska menningu. Síðar komu fjandsamir þjóðflokkarúr Austurlöndum sem herjuðu á Babýlon og Islam breyttist verulega m.a. til verndar menningu sinni. Ekki leið á löngu uns árekstrar urðu milli Islam og Kristni og eru Krossferðirnar einhver þau furðulegustu hagsmunaárekstrar hugmyndasögunnar. Þá hafði mannkynið uppgötvað trúarstríð þar sem trúarsjónarmið varð að meginástæðu fyrir stríði. Og ekki smáskærum heldur stríði sem stóð í nær 2 aldir eða frá 1096-1270. Krossferðirnar eru eitt mesta niðurlægingarskeið Kristninnar og kristnum furstum ekki til fyrirmyndar. Líklegt er að þetta sé fyrsta stríðið sem hergagnabraskarar gera langvarandi stríð að féþúfu rétt eins og síðar þekkist í báðum heimsstyrjöldunum, Víetnamstríðinu og nú síðast Írakstríðinu. Enginn vinnur en allir tapa, nema braskaranir auðvitað, þeir sem framleiða og hafa milligöngu um sölu hergagna.

Eftir langan útúrdúr þá vil eg geta þess að eg er kominn til baka. För mín til Túnis var ánægjuleg í alla staði og óskandi er að í landi því þar sem „arabíska vorið“ hófst 14. janúar 2011, megi áfram blómgast og verði landi og lýð til góðs.

Góðar stundir. 

 

 


Merkar sögulegar heimildir

Póstkort og sendibréf frá hermönnum voru ritskoðuð. Um það vissu flestir eða máttu vita og forðuðust að skrifa annað en það sem yfirvöld vildu sjá. Þessi póstkort eru mikilvæg heimild sem ættu fremur heima á safni um heimsstyrjöldina fremur en að reynt sé að leggja mikla vinnu og tíma í að koma þeim til skila eftir öll þessi ár. Mjög líklegt er að fáir viðtakendur séu enn ofar moldu og hvar þeir eru niðurkomnir veit væntanlega enginn eftir það mikla umrót sem stríðið olli.

Vel mætti skanna kortin og koma þeim á internetið rétt eins og gert er gjarnan þegar um hliðstæð bréf og heimildir er um að ræða.

Góðar stundir.


mbl.is Jólakortin bárust 71 ári of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegaslóðarnir í Heiðmörk

Í dag skrapp eg í Heiðmörk með spúsu minni. Gengum frá gamla Elliðavatnsbænum góðan tæplega 2ja tíma hring. Við ókum áfram suður Hjalla og fram hjá jólatrjáaskóginum. Handan við var vegurinn satt best að segja mjög slæmur að minnti á verstu fjallvegi. Slóðirnar yfir Kaldadal og Kjöl verð að teljast greiðfærari. Við ókum í fyrsta gír, svo slæm voru hvörfin og holurnar á veginum.

Lengi vel hefur verið talið að þrennt sé óteljandi: Breiðafjarðareyjar, vötnin á Arnarvatnsheiði og Vatnsdalshólarnir. Auðvitað mætti bæta holunum í Heiðmörk við. 

Mættu slóðarnir í borgarstjórn Reykjavíkur skoða þetta betur.

Góðar stundir.  


Óttinn hvetur til vopnakaupa

Dapurlegt er að óttinn hvetji Bandaríkjamenn til vopnakaupa. En það eru ekki allir sem betur fer. Eins er líklegt að þeir sem kaupa, sjái „viðskiptatækifæri“ að selja síðar þessi vopn jafnvel til glæpamanna.

Lög um vopnasölu eru mjög frjálsleg í Bandaríkjunum, sennilega með þeim frjálslegustu í heiminum öllum. Ofbeldi er mjög mikið og er afleiðing langvarandi sinnuleysis yfirvalda að koma skynsamlegum reglum um þessi mál. En hagsmunir vopnaframleiðenda og vopnasala eru miklir og þeir virðast hafa gríðarleg áhrif meðal þingmanna og einkum Reblúblikanaflokksins sem er harðsvírinn flokkur auðmanna og iðnjöfra.

Bandaríkjamenn verða með hliðsjón af undanfarinni reynslu að setja betri og haldbærri reynslu um vopnasölu, hverjir megi hafa vopn undir höndum og hvaða tegund. Þá þarf að skrá nákvæmar hverjir hafa vopn undir höndum og hvernig vopn. Leyfi til að hafa byssu undir höndum eiga að vera skilyrt og að öll skáning sé sem nákvæmust.

Meðan óttinn við ofbeldi er fyrir hendi er jarðvegurinn fyrir vafasöm viðskipti með byssur frjór.

Æskilegt væri að greina Bandaríkjamönnum frá atburðinum í aðdraganda jóla austur í Árnessýslu þegar mjög hættulegur ofbeldismaður flýr úr fangelsi og gefur sig fram frjáls þegar svengdin er farin að segja til sín. Viðbrögð allra voru til fyrirmyndar, fólksins á bænum sem og flóttamannsins sem taldi sig geta trúað á mátt sinn og megin, sem og öll vopnin sem hann hafði undir höndum.

Góðar stundir. 


mbl.is Byssusala í Bandaríkjunum stóraukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki rétt leið

Að sveitarfélag kaupi umdeilda starfsemi er ekki skynsamleg leið. Þessi ákvörðun getur jafnvel verið hvetjandi fyrir þá sem stundað hafa starfsemi þessa og færi sig upp á skaftið.

Betur hefði verið að þrengja rekstrarskilyrði og láta starfsemi sem þessa lúta ströngu eftirliti. Skattrannsókn gæti auk þess verið gott aðhaldstæki.

Ef Kópavogur vildi losna við hliðstæða umdeilda starfsemi í iðnaðarhverfi austast í Kópavogi, þá myndi þessi leið væntanlega ekki verið valin enda mjög vafasöm og jafnvel umdeildari en starfsemin sjálf.

Góðar stundir!


mbl.is Sveitarfélag kaupir strípibúllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi

Mjög farsæl lausn er á þessu máli og gleðilegt hve bændafólkð tók þessu með skynsemi og réttum tökum: sýna strokumanninum fyllstu nærgætni og vinsemd og gefa honum að borða eftir að hann hefur verið án matar sólarhringum saman.

Nú verður flóttamaðurinn yfirheyrður og þá fást nánari upplýsingar hvar hann hefur verið. Spurning hvort hann hafi vitorðsmenn og þá má búast við að þeir þurfi að skýra hlut sinn og jafnvel sæta ítarlegri rannsókn, jafnvel ákæru og refsidómi.

Ef þetta hefði verið í Bandaríkjunum hefði mátt búast við harkalegum vopnaviðskiptum og tilheyrandi mannfalli við Ásólfsstaði. Væri ekki unnt að kynna þessi mál í Bandaríkjunum og koma þeim þar með niður á jörðina með óskynsamlega byssueign.

Ofbeldi borgar sig aldrei.

Góðar stundir!


mbl.is Gaf sig fram vegna mömmu sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að trúa á mátt sinn og megin

Í Brennunjálssögu er komið inn á að trúa á mátt sinn og megin. Það er andstaðan við að vinna í samfélagi kristinna siðaðra manna.

Því miður virðist sem sumir einstaklingar gefi gömlum gildum langt nef og vilji óheft frelsi til athafna, jafnvel þó þeir skilji slóð ofbeldis og óhugnaðar í för með sér.

Nú hafa ættingjar ógæfumanns þessa vænst þess að hann gefi sig fram enda lítt annað skynsamlegt. Vonandi sýnir þessi maður skynsemi, gefi sig fram og sæti þeim refsingu sem hann hefur verið dæmdur fyrir afglöp sín.

Óskandi er að glæpum fari fækkandi enda hafa þeir aldrei borgað sig. Lögin og refsirétturinn er settur til að setja mönnum skorður, draga línur milli réttrar og æskilegrar hegðunar annars vega og hins vegar sem er refsiverðar og saknæms háttalags.

Við þurfum að efla og bæta skólastarf í landinu. Koma á móts við börn og unglinga þar sem þau eru stödd á sviði gáfnafars og hegðunar. Það þarf að gera allt sem við getum til að leiðbeina helst öllum á rétta braut.

Góðar friðarstundir!


mbl.is Nýjar myndir af strokufanganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 244183

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband