Þá eru fjórir stokknir fyrir borð

Sagt er að rottur taki sig til og yfirgefi gömul skip sem líkleg eru til að ná ekki til næstu hafnar. Fyrir kemur að áhafnarlimir og jafnvel farþegar grípi örþrifaráð að stökkva fyrir borð ef þeir telja sig vera á feigðarfley.

Líklegt er að VG muni lifa næstu þingkosningar af og jafnvel margar enda eru málefni þessa flokks mörg prýðileg og raunhæf miðað við þróun samfélagsins.

Eftir að um fjórði hver þingmaður er stokkinn fyrir borð má telja flokkinn illa laskaðan. En verður hann ekki styrkari eftir þessa raun þegar haft er í huga að eftir eru áhafnarmeðlimir sem hafa trú á þann málstað sem flokkurinn telur sig vera að koma í gegn?

Hvort ein tillaga nái fram eða sé slegin út af borðinu á ekki að skipta máli. Mjög líklegt er, að Jón sé ekki sáttur við að hafa verið settur af, ekki úr nefndum heldur þegar hann varð að víkja úr ráðherrastól eftir einleik sem hann hugðist stunda.

Annars er Jón hinn vænsti maður en ekki getur hann talist vera snjall ræðumaður nema síður sé. Og framganga hans verður að teljast vart sæmandi né hinna þriggja þingmanna sem kusu að fara eigin leiðir.

Nú vil eg taka fram að eg er ekki talsmaður n.k. einræðis í flokki. Forystan fylgir lögum flokksins, markmiðum, stefnuskrá og yfirlýsingum sem komið hafa fram á landsfundum og öðrum vettvangi. Þeir sem veljast til trúnaðarstarfa, ber að fara eftir því og sérhver einleikur verður alltaf tortryggilegur.

Góðar stundir.  


mbl.is „Kornin sem fylltu mælinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðasta málsgreinin er ágæt. Áttu við einleik svikaranns SJS sem fer í einu og öllu eftir sínum eigin hentugleikum frekar en eftir stefnuskrá flokksinns.

Þessum manni treystir engin maður með fimmeyring á milli húsa, svo svikóttur er hann og þetta er ráðherra!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 18:07

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég sagði mig úr VG 2010 eftir að skýrslan um að "hrægammasjóðir" hefðu fengið "leyfi" okkar, eða fjármálaráðherra okkar (SJS) um að gleypa heimilin! Það get ég ekki sætt mig við sem íslendingur.

Einnig að björgun sjálfstæðinsins hafi verið á kostnað heimilanna, ekki ræningjanna, sem allir stíga aftur nú á sjónarsviðið, með slaufu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.1.2013 kl. 21:12

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var það ekki Geir Haarde sem bjargaði bröskurunum með neyðarlögunum?

Það hefur því miður verið lenska hér á landi að skamma björgunarliðið og slökkviliðið en dásama brennuvargana.

Sennilega hefði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn farið aðra leið að endurreisninni og þá á kostnað þeirra sem minna mega sín. Við hefðum séð aukna einkavæðingu og frjálsa gróðahyggju.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2013 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband